Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ nmmluðagUF 28. J81f J888 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER — Vitanlega, sagði ég. — Og þakka þér fyrir. Hún gekk inn um dyrnar á nr. 5 og ég hélt áfram eftir götunni að nr. 24. Ég gekk varlega inn. Enginn var á ferli. Ég gat heyrt í sjónvarpinu úr dagstofu Sil- vani-hjónanna. Ég tók upp símaskrána, sem ?á á borðinu í ganginum hjá síman- um #g fletti henni. Donati. Aldo Donati prófessor. Heimilisfangið var Draumagötu nr. 2. Ég gekk aftur út á götuna. 9. kafli. Á göngu minni fór ég fram hjá gamla heimilinu mínu og næstum efst upp í Draumagötu, áður en hún beygði inn í 8. sept ember-igötu fyrir ofan háskól- ann. Nr. 2 var hátt, mjótt hús, sem stóð eitt sér og leVt niður á Donatskirkjxma og Múrveginn, sem umgirti borgina. Áður fyrr hafði þetta verið húsið læiknis- ins okkar, blessaðs karlsins hans Mauri læknis, sem kom hvenær sem ég fcóstaði eðaræskti mig — því að það var sagt, að ég væri veill fyrir brjósti — og ég man, að hann notaði aldrei hlust unarpípuna sína til að hlusta á andardráttinn hjá mér, heldur lagði eyrað að brjóstinu á mér í staðinn og iþetta kunni ég illa við. Hann var orðinn roskinn, jafnvel í þá daga, og hlaut nú að vera dáinn, eða löngu hættur að stunda lækningar. Ég gekk alveg að 'húsinu og IMýkomið Hinn norski Höie krep sængurfatnaður, straufrír. Ennfremur bróteruð vöggusett og damask sængur- fatnaður I miklu úrvali. Handklæði og fleira. — Sendum í póstkröfu. Verzluníti Kristín Bergstaðastræti 7. — Simi 18315. Hollenzka hustjnldið Þetta hentuga íverutjald er uppselt, en kemur vonandi óbreytt að vori. Þið bjargið ykkur einhvernveginn þangað til. BERGSHÚS Skólavörðustíg 10. sa nafnplotuna — Donati — hægra megin við dyrnar, sem voru tvöfaldar og lágu bæði út í Draumagötu og gegnum gang, að grasbrekkunni hinumegin og stígnum, sem lá að Donatusar- kirkjunni. Til vinstri var fbúð húsvarðarins, sem áður var byggð eldabusku læknisins. Eg starði á nafn/plötuna. Við höfðum samskonar plötu í nr. 8. I>að hafði verið Mörtu keppikefli að hafa hana vel fægða og með dálitlu hugmyndaflugi gat þetta verið sama platan. Við hliðina á henni var bjalla. Ég þrýsti fingri á bjölluhnappinn, og gat heyrt hringinguna inni. Enginn svaraði. Aldo hlaut að vera þama einn, en væri einhver ann ar þarna, hlaut sá sami nú að □-------------D 27 □-------------D vera í kerúbasalnum í hertoga- höllinni hjá honum. Ég hringdi aftur til þess að vera alveg viss. Ég sneri mér og leit á hurðina húsvarðarins. Ég hikaði ofurlítið, en hringdi svo þar, heldur en ekki neitt. Eftir andartak var opnað, og maður- inn, sem fram kom, spurði mig um erindi mitt'. Loðnu augna- brýrnar, burstahárið, sem þó var farið að grána, kom mér kunn- uglega fyrir sjónir. En þá mundi ég eftir honum. Hann hafði ver- ið vopnabróðir Aldos — einn af vallarmönnunum í flugstöðinni Hann hafði hænzt mjög að Aldo, og einu sinni hafði Aldo komið með hann heim með sér, í ein- hverju fríinu sínu. Að gráa hár- inu frátöldu, hafði hann ekki breytzt neitt verulega. En það hafði ég. Enginn, sem horfði á þrjátíu og tveggja ára gamlan mann, mundi muna eftir tíu ára strák. — Donati prófessor er ekki heiima, sagði hann. Þér gátuð náð í hann í hertogahöllinni — Ég veit það, sagði ég. — Ég hef þegar séð hann þar, en ekki einsamlan. Mitt erindi er persónulegt. — Því miður get ég ekki sagt yður, hvenær prófessorinn kem- ur. Hann hefur ekki beðið mig um kvöldmat. Ef þér vilduð skilja eftir nafnið yðar, gætuð þér alltaf hringt til hans og beð ið um viðtal. — I dýrustu framleiðslu okkar er innbyggt transistor-útvarps- tæki — það er huggulegra að ha fa svolitla músik meðan þér bíðið — Ég heiti Fabbio, sagði ég, — en hann kannast sjálfsagt ekkert við það. Ég var ekki viss um, hvort ég bölvaði þessu dul- nefni frá stjúpa mínum eða blessaði það. — Hr. Fabbio, svaraði maður- inn. — Ég man það. Ef ég hitti ekki prófessorinn í kvöld, skal ég segja honum það á morgun. — Þakka yður fyrir, sagði ég. — Beztu þakkir. Góða nótt. — Góða nótt, herra. Hann lokaði dyrunum. Ég stóð þarna við tvöföldu dyrnar og horfði út í Draumagötu. Ég hafði munað nafnið mannsins. Það var Jacopo. Han-n hafði ver ið feuninn, þegar bróðir minn kom með hann heim til okk- ar í fríinu, og fannst hann vera þarna utangarna. Marta hafði samstundis skilið, hvemig ástatt var og dregið hann inn í eld- hús til sín og Maríu Gighi. Eg velti því fyrir mér, hvort það mundi þýða neitt að fara aft ur til hertogahallarinnar og gá að broður minum þar. Mér var ekki fyrr dottið þetta í hug en ég gaf það frá mér aftur. Hann yrði auðvitað með allan lífvörð inn sinn kring um sig, og kannski með allan stúdentahóp- inn, sem tilbað hann svo tak- majkalaust. Ég var rétt að fara út frá dyr- unum, er ég heyrði fótatak. Ég gáði betur að, og sá, að þetta var kvenmaður, og meira segja var það Carla Raspa. Ég dró mig inn í dyrnar aftur svo að eg gat séð hana, án þess að hún sæi mig. Þegar hún kom að dyr- unum hjá Aldo, fór hún eins að og ég hafði gert, og hringdi bjöll unni. Hún beið andartak, leit á dyr Jacopos, en hringdi ekki þar. Svo rótaði hún í veskinu sínu, dró upp bréf og stakk því inn um rifuna á hurðinni. Ég gat séð vonbrigði hennar á signum öxlunum. Hún gekk aftur út á götuna og ég heyrði fótatak hennar fjarlægjast og loks hverfa. Þetta hafði verið fyrir- sláttur til að losna við mig. Hún ætlaði enga súpu að éta, né held ur fara í rúmið. Hún hlaut að hafa ætlað sér þetta jafnskjótt sem við fórum úr hertogahöll- inni. Nú, þegar hún hafði orðið fyrir þessum vonbrigðum gæti hún hresst sig á súpunni, enda þótt hún yrði að neyta hennar í einrúmi. Ég beið þangað til ég taldi hana vera komna nógu langt í burt, en þá sneri ég sjálfur í átt- ina til Mikjálsgötu. En í þetta sinn fór ég inn í einkaíbúð hús- bændana og útskýrði fyrir hús- móðurinni, að ég hefði ekkert fengið að borða. Ég gæti gert mér hvað sem væri að góðu. Hún slökkti á sjónvarpinu og stóð upp, og ýtti mér in.n í borð stofuna og bóndi hennar fylgdi mér þangað, til þess að hafa af fyrir mér. Ég sagði þeim, að ég hefði verið boðinn í hertoga- höllina. Þau virtust vera hrifin. — Ætlarðu að taka þátt í há- tíðinni? spurði frúin. — Nei, ekki býst ég við því, sagði ég. — Það ættirðu samt að gera. Þetta ér mikill uppsláttur fyrir Ruffano, þessi hátíð. Fólk kem- ur Langa vegu til að horfa á hana. í fyrra varð að vísa mörg um frá. Við vorum heppin. Mað- urinn minn gat náð í sæti á Stærra-torginu og við horfðum á alla páfaskrúðgönguna og líf- vörðinn hans. Það var svo raun- verulegt, að ég sagði á eftir, að það væri rétt eins og við hefðum verið uppi á þeim támum. Þegar rektorinn blessaði mig í gervi Klemensar páfa, fannst mér sem hinn heilagi faðir hefði sjálfur blessað mig. Hún þaut nú fram og aftur til að útvega mér mat og drykk. — Já, samþykkti maður henn ar, — þetta var stórkostlegt. Og í ár er sagt, að það eigi að verða enn betra, þrátt fyrir veikindi rektorsins. Donati prófessor er mikill listamaður. Sumum finnst hann ekki hafa komizt á sína réttu hillu. Hann ætti að vera kvikmyndastj óri í staðinn fyrir að vera í þessu Lástaráði hérna. Því að Ruffano er nú aldrei nema smáborg. Ég át matinn, en meira sökum tómleika en himgurs. Æsingin og taugaspennan voru á há- marki. — Hverskonar maður er hann þessi Donati prófessor? sagði ©g. Frúin brosti og ranghvolfdi í sér augunum. — Þú sást hann nú í kvöld, var það ekki? — Jæja, þú getur þá sjálfur ímynd að þér, hvernig kvenfólkinu lízt á ha-nn. Ef ég væri helmingi yngri en ég er, gæti ég ekki lát- ið hann í friði. Maðurinn hennar hló. — Það eru svörtu augun, sagði hann. — Hann hefur lag á kvenfólki, og ekki nóg með það, heldur hef ur hann líka lag á borgarstjórn- inni. Hvað sem hann fer fram á, fær hann. í alvöru sagt, hafa þeir, hann og rektorinn í félagi, gert mikið fyrir Ruffano. Nú, auðvitað er hann innfæddur hér. Faðir hans, hr. Donati, var I mörg ár hallarvörður, *vo að hann vissi, hvað borgina skortL Veiztu það, að hann kom aftur, eftir stríðið, og komst þá að því, að faðir hans hafði dáið í fanga- búðum og móðir hans hafði hlaupizt á brott með þýzkum herforingja, með yngri soninn með sér — svo að fjölskyldan var gjörsamlega útþurrkuð! Og það þarf karlmennsku til að þola slíkt. En hann varð hérna kyrr. Gaf borginni sjálfan sig — hefur aldrei leitað fyrir sér annarsstaðar. Það er nú ekki annað hægt en dást að mannin- um fyrir það. Frú Silvani ýtti að mér ávöxt um. Ég hristi höfuðið. — Nei, nú ekki meira, sagði eg. Bara kaffið. Ég þá vindling hjá húsbóndanum. — Hann hef- ur þá aldrei kvænzt, eða hvað? — Nei, þú veizt nú, hvernig þetta er, sagði frúin. — Þegar, ungur maður hefur orðið fyrir taugaáfalli — hann var flugmað ur, var skotinn niður og gekk svo í andstöðuliðið — og vonar að hitta fjölskylduna aftur, þá vekur það nú ekki neina ást á hinu kyninu að komast að þvl að móðir ha-ns hefur stungið af með þýzkum hershöfðingja. Ég gæti trúað, að hann hefði fengið varanlega óbeit á kvenfólki. — O, seseinei, sagði maður hennar, — hann er búinn að jafna sig. Og hann var nú held- ur ekki nema unglingur þá. Hann hlýtur að vera orðinn fer- tugur nú. Lofum honum að átta sig. Hann nær sér í konu þegar hann er tilbúinn að ganga I hjónaband. Ég lauk úr bollanum og stóð upp. — Þú er þreyttur, sagði frú Silvani í meðaumkvunartón. — Þeir þræla þér of mikið út 1 bókasafninu. En hvað um það — á morgun er sunnudagur. Þá geturðu legið í rúminu allan dag inn, ef þú kærir þig um. Ég þakkaði fyrir mig og fór upp. Ég fleygði frá mér fötun- um, og lagðist á rúmið og höfuð- ið á mér var eins og það ætl- aði að springa. En ég sofnaði ekki. Ég sá bara andlitið á Aldo í blikandi arineldinum í kerúba- salnum, þetta föla, ógleyman- lega andlit, og heyrði í eyrum mér þessa minnisverðu rödd, sem ég óttaðist og elskaði. MATIONAL RAFHLÖÐIJR Aukið ánægjuna í sumarleyfinu. Notið National í ferðatækin. Öruggustu rafhlöðurnar á markaðnum. lleildsölubirgðir: G. Helgason & liielsteð hf. Rauðarárstíg 1. — Sími 11644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.