Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 10
'» f-y* 10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. júlí 1966 Skátarnir ganga á Grábrók. i „Sólskin í vöngum sumar í björtum augum, söngur á vörum, gleði í hverri sál.“ Þannig hefst mótssöngur- inn á Landsmóti skáta að Hreðavatni. Við brugðum okkur uppeftir í fyrradag og þegar við komum á staðinn var sem máttar- völdin opnuðu allar flóð- gáttir og regnið helltist niður. Skátarnir virtust samt ekki láta það á sig fá; heldur virt- ust allir með „sólskin í vöng- um“ eins og segir í mótssöngn um. Þegar við komum á staðinn, sem er austan megin þjóðveg- arins upp Norðurárdal, rétt við fossinn Glanna, er álitleg- ur hópur skáta í gönguferð á Grábrók, eða að því er Guð- mundur Ástráðsson í dagskrár stjórn segir, um 4—500 manns. Um 130 skátar eru á bátsferð um Breiðafjarðareyjar, en margir eru í búðunum, þar eð þátttakendur í mótinu eru um 1600 manns. Allálitíegt þorp er risið á mótssvæðinu og þar eru öll þau þægindi, sem krafizt er í nútímaþjóðfélagi, eins og t. d. símstöð, pósthús, verzlun, blaðaútgáfa, sjúkrahús og banki. Þá er þar einnig sorp- hreinsun, rennandi vatn í krönum og vatnssalerni. Matazt er í átta manna flokkum, en starfsfólk borðar í sérstöku mötuneyti, sem staðsett er í stóru tjaldi á mótssvæðinu. Við aðalhlið mótssvæðisins eru táknmerki mótsins, fjórir fiskar og um- hverfis eru þjóðfánar allra þátttökuiþjóðanna. Fyrir neð- an ræðupallinn er eins konar kort af heiminum, þar sem löndin eru gerð úr plasti og er vatn í útlhöfunum á líkaninu. Þar eru einnig margar flösk- ur, með skeytum í og er ætl- Norsku kvenskátarnir. Marit Hopp er önnur frá vinstri í aftari röð. Biðröð hafði safnast saman fyrir framan minjagripaverzl. er svo laust í sér að það er þreytandi að ganga það, segir hún um leið og hún kveður okkur, þessi glaða og káta stúlka. Svissneskir skátar eiga sína fulltrúa á mótinu, ungar og kátar stúlkur, sem við tökum tali. — Ég heiti Hortense Petra glio og á heima í Biel-Bienne, þaðan sem úrin koma koma. Okkur finnst ekki unnt að kvarta yfir veðrinu, því að hér eru svo mikil veðrabrigði, atS það getur verið komin sól áður en að við er litið. — Á'ður en ég kom til lands ins hafði ég búist við að sjá hveri út um allt, gíga og úttektarmiðum bankans. Þar eru útibússtjórar þeir Hannea Þorsteinsson og Baldur Óla.fs- son, starfsmenn bankans í Reykjavík. Við spyrjum urn það, hve veltan sé mikil í bankanum og Hannes svarar: — Hún er um það bil 300 þúsund krónur, sem okkur finnst ekki mikið. Við bjugg- umst jafnvel við meiru, þar eð hér er ekki um neinn smá- bæ áð ræða. Við höfum tekið g móti um 30—40 þúsund kr. í ferðatékkum, því að erlendu skátarnir nota sér mikið þessa þjónustu. Minnsta upp- hæð sem unnit er að leggja inn og taka út er eitt hundrað krónur. unin í mótslok að kasta þekn í hafið. Hafið er rammi móts- ins. Drengjabúðirnar heita Indlandshafsbúðir, en telpna- búðirnar heita Kyrrahafsbúð ir. Þanghafsbúðir eru síðan ætlaðár fjölskyldum skátanna og eldri skátum. Þátttakendur eru frá Bret- landi, Bandaríkjunum, Þýzka landi, Kanada, Sviss, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi Færeyjuim, Grænlandi, Hollandi, Nýja Sjálandi og Ástralíu. Guðmundur Ástráðsson gekk með okkur um móts- svæ’ðið og sýndi okkur búð- irnar. Fyrst komum við í kvenskátabúðir Norðmanna og hittum fyrir dæmigerða norska sbúlku, Marit Hopp að nafni, og við förum í skjól fyrir regni og vindi til þess að rabba við hana. — Þetta er nú meiri rign- ingin, segir hún og brosir svo að okkur finnst komin sóþ — Þetta er í þriðja sinn, sem ég kem til íslands. Fyrst kom ég með pabba minum, en hann er framkvæmdastjóri norska drengjaskátasamibands ins, eða Norsk spejdergutfor- Hortense Petraglio og Evi Keller frá Sviss. Fánaborgin. Þar eru allir þjóðfánar þátttakenda, svo og fánar skátahreyfingarinnar. bund eins og það heitir á norsku. — Þetta hefur verið dásam leg ferð utan hvað mikið rign ir í dag. Hér var gott veður í gær, þótt hann væri dálítið svaiur. — Við fáum góðan mat. Harðfiskur er alveg dásam- legur, en skyr finnst mér ekki eins gobt, segir hún og grettir sig. — Ég hef ferðast nokkuð um ísland, en enn hef ég ekki komið til Norðurlands, en nú í mótslok fer ég heim um Akureyri, svo að þið getið ímyndað ykkur að ég hlakka tiL — Já, ég er nýkamih úr mikilli gönguferð á Grábrók, og er því kannski dálítið þreytt eftir gönguna. Fjallið jökla, en enn hef ég ekki séð neitt af slíku. — Skrítið finnst okkur, þeg ar okkur er sagt að fara í háttinn kl. 11 og albjart er. Þá er ekki unnt að fara a<5 sofa, svo að við neyðumst alltaf til að stinga höfðinu niður í pokann og reima fyrir, svo að okkur komi dúr á auga, segir hún um leið og við kve’ðjum hana og hún fer að huga að matseld ásamt vinkonu sinni Evi Keller frá Aarau, litlu þorpi mitt á milli Zurich og Bern. Við komum nú við í Lands- banka íslands að Hreðavatni. eins og stendur á sparisjóós-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.