Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 28. júlí 1966
Ný löndunar- og
bryggja í notkun á
Kostar um sex milljónir kr. - 3 áfong-
um af 4 við hafnargerð í Ólafsvík lokið
Ólafsvík, 27. júlí.
t DAG var formlega tekin í
notkun nýtt hafnarmannvirki í
Ólafsvik. Er það löndunar- og
viðlegubryg'g’ja 110 metra að
lengd og 15 metrar að breidd.
Bryggja þessi er byggð úr harð-
viði, sérstaklega vandað og
fallegt mannvirki. Yfirsmiður og
verkstjóri við bryggjugerðina og
jafnframt við alla hafnargerð í
Ólafsvík var Sigurður Jakob
Magnússon, byggingarmeistari í
Ólafsvík. Verkfræðingar við
hafnargerðina hafa verið Jónas
Elíasson og Helgi Jónsson, starfs-
menn Vitamálaskrifstofunnar.
Bryggja þessi kostar um sex
milljónir. Fyrsti bátur sem land-
aði við hina nýju bryggju var
mb. Auðbjörg frá Ólafsvík, skip-
stjóri Guðlaugur Guðmundsson,
sem er elzti starfandi skipstjóri í
Ólafsvík.
Með þessari bryggju er lokið
Öldungur í
heimsókn
167 árs og við
beztu heilsu
Baku, 27. júlí — (NTB):
ELZTI ÍBÚI Sovétríkjanna,
Sjiralij Mislimov, sem er 161
árs, er nú kominn til stór-
borgarínnar Baku við Kaspía-
haf frá heimahögum sínum í
fjallahéruðum Azerbaidsjan.
Kom hann til borgarinnar til
að fara í læknisskoðu, og
segja læknarnir að hann sé
við beztu heilsu.
Á fundi með fréttamönnum
í Baku í dag, ræddi Mislimov
nokkuð langlífi sitt. Aðspurð
ur um ástæður fyrir því hvers
vegna hann hefði náð svo há-
um aldri, sagði Mislimov að
Allah, máttur Sovétríkjanna,
erfið vinna og góð lund ættu
sinn þátt í þeim heiðri. En
þegar hann var spurður hvern
ig honum liði, hvaraði hann:
— Hversvegna spyrjið þið
um það’ Ég, sem hef aldrei
orðið veikur á ævi minni.
Mislimov er búsettur í þorp
inu Barsavu í Talysj-fjalli,
og hefur aðeins einu sinni fyrr
komið til Baku. Þegar hann er
I borginni, neitar hann að
stíga upp í bifreið. Hann kýs
heldur að ganga eða fara með
sporvagni. Hann neytir ein-
ungis mjólkur og grænmetis.
Faðir Mislimovs varð 120
ára og móðir hans 110 ára.
Iþriðja áfanga nýrrar hafnar-
gerðar í Ólafsvík, sem hófst 1962.
Var fyrst 'byggður grjótgarður
427 metra langur, með steyptu
endakeri. Þá var dýpkað hafnar-
svæðið, dælt upp sandi 7Ö þús.
rúmm. og gerð uppfylling, sem
þessi bryggja var byggð út frá.
Heildarkostnaður þessara fram-
kvæmda allra er í dag rúmar 23
millj. kr. Hefur Ólafsvíkurhrepp-
ur orðið að sjá fyrir 74% af
kostnaðarverði verksins.
Með þessum áfanga er náð
mikilvægum árangri fyrir at-
vinnuuppbyggingu Ólafsvíkur,
bátaflotinn fær góða aðstöðu, en
bátar í ólafsvík hafa orðið til
þessa að sæta sjávarföllum við
mjög erfiðar aðstæður. Fjórði og'
síðasti áfangi þessarar hafnar-
gerðar er lenging norðurgarðsins
um 25—30 metra, sem loka á
fyrir norðaustan báruna inn í
höfninni. Með þeirri lengingu er
hægt að fullnýta þá hafnarað-
stöðu, sem komin er; í hvaða
veðri sem er, og fá góða aðsetn-
ingarmöguleíka fyrir millilanda-
skipin.
Gert er ráð fyrir að þessi
lenging verði framkvæmd vorið
1967, en ker steypt í sumar og
haust. Er undirbúningur þegar
hafin. Þegar þeirri framkvæmd
er lokið, er langþráðu marki náð
að skapa góða höfn í Ólafsvík,
sem er og hefur verið í fremstu
röð útgerðarstöðva landsins. Yf-
ir 20 bátar eru nú gerðir út frá
Ólafsvík.
— Hinrik.
Wilson
Framhald af bls. 1
félagsmönnum sínum fram á
nauðsyn þess að samþykkja
kaupbindinguna. Að hve miklu
leyti það tekst er alls ekki ljóst
eins og er.
Harold Wilson og ríkisstjórn
hans hafa undanfarna daga unn
ið að því að fá fylgi alþýðusam-
takanna við efnahagsaðgerðir
stjórnarinnar, en án fylgis verka
lýðsfélaganna er útilokað að
þær aðgerðir nái fram að ganga.
í yfirlýsingu stjórnar verka-
lýðssamtakanna segir að með til
liti til hagsmuna samtakanna og
þjóðarinnar í heild, hafi hún
fallizt á að styðja kaupbinding-
una, enda hafi þá verið tekið til
lit til aðvörunar ríkisstjórnarinn
ar um að andstaða við kaup-
bindinguna gæti leitt til enn al-
varlegri aðgerða. En verkalýðs-
samtökin taka það fram að þau
styðji kaupbindingu aðeins með
eftirtöldum skilyrðum:
Vernda verður láglaunaflokk-
ana. Sérreglur um laun, sem
miðuð eru við afköst má ekki
skerða. Kaupbindingin verður
að ná til allra launaflokka, og
ríkisstjórniipii ber að sýna festu
til að fyrirbyggja tilraunir til
verðhækkana.
Stjórn Verkamannaflokksins
kom saman til fundar í kvöld til
að ræða þessi mál, og voru bæði
Wilson og James Callaghan,
fjármálaráðherra, viðstaddir.
Umræðum um efnahagsmál
var haldið áfram í Neðri mál-
stofu brezka þingsins í dag. Við
það tækifæri sagði Wilson for-
sætisráðherra, að samþykkt
landssamtaka verkalýðsfélag-
anna hefði úrslitaþýðingu ef
unnt ætti að vera að leysa efna-
hagsvandamál Bretlands, koma
í veg fyrir átvinnuleysi, og auka
tekjur ríkisins. Hann kvaðst
ekki vanmeta erfiðleikana, sem
mynduðust vegna kaupbindingar
innar, og ekki heldur þær fórn-
í GÆR var grunn lægð að
þokast austur með suður-
sjrönd íslands. Framan af
var dálítil rigning vestanlands
en batnandi þegar leið á dag
inn, en um austurhluta lands
ins var víða rigníng og helzt
versnandi veður.
ir, sem færa yrði. „Ég neita því
ekki að kaupbinding mun koma
súmum mjög illa, og getur leitt
til óréttlætis“, sagði ráðherrann.
En hann benti jafnframt á að
efnahagsvandamál Breta væri
einungis unnt að leysa með
aukinni framleiðslu. Sagði Wil-
son einnig, að fyrrverandi ríkis-
stjórnir íhaldsflokksins ættu
jafn mikla sök á efnahagsástand
inu og núverandi stjórn Verka-
mannaflokksins.
Varaformaður íhaldsflokksins,
Reginald Maudling, mótmælti
þessum ummælum forsætisráð-
herans, og sagði að Wilson þýddi
ekki lengur að bera fram áróð-
ursbrögð. Ríkisstjórnin hefði get
að leitað annara ráða til að
tryggja efnahag landsins, m a.
að koma á breytilegri gjaldeyr-
isskráningu, eftirliti með lánum
til innflytjenda, og með því að
sjá svo um að aðstoð við van-
þróuð ríki verði að mestu bund-
in við brezkar vörur.
Að umræðum loknum í Neðri
málstofunni, var gengið til at-
kvæðagreiðslu um vantrauststil-
lögu íhaldsflokksins, og var hún
felld með 325 atkvæðum gegn
245, þ.e. ríkisstjórnin hlaut 79
atkvæða meirihluta. Sýnir þetta
að ýmsir fulltrúar vinstri arms
Verkamannaflokksins hafa ekki
stutt ríkisstjómina, því meiri-
hluti Verkamannaflokksins í
Neðri málstofunni er 96 at-
kvæði. Munu- þingmenn þessir
hafa óttazt að efnahagsaðgerðir
stjórnarinnar leiði til aukins at-
vinnuleysis.
Sterlingspundið hækkaði nokk
uð á gjaldeyrismarkaðinum í
dag. Þegar viðskiptum lauk var
pundið skráð á 2,7916 dollara,
en stóð á þriðjudagskvöld i
2,7905 dollurum. Er búizt við að
gengi pundsins hækki enn á
fimmtúdag, því stuðningur verka
mannasambandsins og þingsins
kom of seint til að hafa áhrif
í dag.
í STUTTU MALI
• SPAAK LÆTUR AF
STÖRFUM
Brússel, 27. júlí (NTB).
Paul-Henri Spaak, sem um
margra ára skeið var útan-
rikisráðherra Belgíu, einn af
aðalhvatamönnunum að stofn
um Efnahagsbandalags
Evrópu, og framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalags-
ins árin 1956 til 1960, skýrði
forseta belgíska þingsins frá
því í dag að hann hyggðist
hætta öllum stjórnmálastörf-
um og segja af sér þfing-
mennsku.
— S-Vietnam
Framhald af bls. 1
ár, verði ekkert að gert. „Fari
svo eftir fimm eða tíu ár, munu
börn okkar ásaka okkur fyrir að
hafa ekki gripið til nauðsynlegra
aðgerða nú“, sagði marskálkur-
inn.
Ummæli Kys varðandi innrás
í Norður-Víetnam komu fram í
svari við fyrirspurn fréttamanna
varðandi viðtal við Ky, sem birt-
ist í tímaritinu U. S. News- &
World Report í síðustu viku. En
tímaritið hafði það eftir Ky að
ef sigur ætti að vinnast í bar-
áttunni gegn kommúnistum væri
innrás í Norður-Víetnam nauð-
synleg. Aðspurður um hvað hann
ætti við, svaraði Ky:
— Ég var spurður um það á
hvern hátt sigur væri mögulegur.
Ég svaraði því til að með aðstoð
kinverskra kommúnista hefði
Norður Víetnam ráðizt á Suður-
Víetnam, og héldi fast við árás-
arstefnu 'sína. Á meðan alþjóða
kommúnisminn hefur slíkar á-
rásir á stefnuskrá sinni er erfitt
að tryggja frið. ekki sízt þar sem
landsvæðið fyrir norðan 17.
breiddargráðu er notað sem
birgðastöð. Styrjöldinni verður
haldið áfram, annaðhvort með
beinum hernaðarátökum, skæru-
liðahernaði, eða með skemmdar-
og ógnarverkum. En stríðinu
verður haldið áfram.
Forsætisráðherrann bætti því
við að ef uppbygging í Suður-
Víetnam gangi að óskum og lýð-
ræði verði tryggt í landinu, megi
búast við að íbúar Norður-
Víetnam láti sér það að kenn-
ingu verða og steypi kommún-
istastjóminni. Én sú þróun tekur
tíma, fimm, tíu, jafnvel tuttúgu
ár. Þessvegna væri spurningin
sú hvort hinn frjálsi heimur
hefði þolinmæði til að bíða svo
lengi. Ef ekki, þá væri ekki um
annað að ræða en ráðast nú gegn
kommúnistum á griðlandi þeirra
í Norður-Víetnam.
Ég er bara 10 mánaða,
heiti George W. Hendrick-
son og er að gefa gullfink-
unni minni að borða, þvi að
mat verður hún að fá á hverj
um degi.
Gulfinka þessi, sem annars
er villt, hefur tekið upp á að
heimsækja George litla dag-
lega á heimili afa hans og
ömmu í Rome, New York,
þar sem hann dvelst ásamt
móður sinni á meðan pabbi
hans gegnir herþjónustu í
Okinawa.
• NÝ VEGABRÉF í
BERLÍN.
Berlin, 27. júlí (NTB).
Búizt er við að nýr vega-
bréfasamningur verði undir-
ritaður í Vestur-Berlín á föstu
dag, er heimili íbúum Vestur
Berlínar að heimsækja ætt-
ingja sína í Austur-Berlín.
Síðasti vegabréfasamningur
rann út 30. júní sl. en síðan
hafa austur þýzku vegabréfa-
skrifstofurnar verið lokaðar.
Gólfklæðning frá
w
er heimskunn gæðavara.
GÓLFDÚKAR
GÓLFFLÍSAR
GÓLFTEPPI
við allra hæfi.
Munið
w
merkið
er trygging yðar fyTir beztu
fáanlegri gólfklæðningu.
Deutsche Linoleum Werke AG
Peningalán
Útvega peningalán:
Til nýbygginga.
— ibúðarkaupa.
— endurbóta á íbúðum.
Uppl. kl. 11-12 fjh. og 8-9 e.h.
Sími 15385 og 22714.
Margeir J. Magnússon
Miðstræti 3 A.