Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 16
16
MOKGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 28. júlí 1968
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 5.00 eintakið.
A TVINNUVEGIRNIR
OG RÍKISSTJÓRNIN
Allt frá því að Viðreisnar-
■í*' stjórnin var mynduð hef-
ur hún lagt megináherzlu á
að treysta grundvöll bjarg-
ræðisvega þjóðarinnar. í
þessu skyni hafa stofnlána-
deildir sjávarútvegs, landbún
aðar og iðnaðar verið efldar
að miklum mun í þeim til-
gangi að gera þeim kleift að
endurnýja framleiðslutækin,
taka tæknina í vaxandi mæli
í þjónustu atvinnuveganna og
auka framleiðsluafköstin. í
skjóli þessarar stefnu ríkis-
stjórnarinnar hefur stórkost-
leg framleiðsluaukning átt
sér stað í þjóðfélaginu, en af
henni hefur aftur leitt veru-
lega bætt lífskjör alls almenn
ings í landinu.
Þrátt fyrir þetta eiga ýms
atvinnufyrirtæki við veru-
lega erfiðleika að etja. Veldur
þar fyrst og fremst um mjög
aukinn tilkostnaður fram-
leiðslutækjanna.
Þegar Viðreisnarstjórnin
tók við blasti við allsherjar-
stöðvun alls atvinnulífs lands
manna. Þannig skildi vinstri
stjórnin við. En Viðreisnar-
stjórninni tókst að koma í veg
fyrir hrun, skapa jafnvægi í
efnahagslífinu og leggja
grundvöll að stórfelldri upp-
byggingu og framförum.
Síðan hefur ríkisstjórnin
gert víðtækar ráðstafanir til
að koma í veg fyrir nýja verð
bólgu. Framsóknarmenn og
kommúnistar hafa barizt
gegn öllum þessum ráðstöf-
unum. Það er sama hvað skyn
samlegar og sjálfsagðar ráð-
stafanir ríkisstjórnin hefur
gert, stjórnarandstaðan hefur
alltaf barizt gegn þeim og
gert allt sem í hennar valdi
hefur staðið til þess að raska
efnahagslegu jafnvægi og
skapa upplausnarástand. Hins
vegar hafa flokkar stjórnar-
andstöðunnar engar tillögjir
gert um það, hvernig þeir
vilji láta mæta verðbólgu-
hættunni. Þeir hafa látið við
það eitt sitja að krefjast þess
að útlán bankanna yrðu auk-
in að miklum mun og vextir
lækkaðir. Þessi krafa kemur
seinast fram í forustugrein
Tímans í gær.
En hvað mundi gerast ef
bankarnir tækju allt í einu
ákvörðun um það að auka út-
lán sín að miklum mun og
lækka vexti?
Væri slí'k ráðstöfun líkleg
til þess að stuðla að efna-
hagslegu jafnvægi og vinna
gegn verðbólgu?
Enginn heilvita maður
mundi svara þeirri spurningu
játandi.
Sannleikurinn í málinu er
sá að alls staðar þar sem
hætta er á verðbólgu grípa
ríkisstjórnir, hvaða stjórn-
málaflokkar, sem að þeim
standa, til þess úrræðis að
hækka vexti og draga úr út-
lánum banka. Þetta hefur
stjórn brezka Verkamanna-
flokksins nú síðast gert til
þess að mæta þeim vanda,
sem að steðjar í brezku efna-
hagslífi.
Engu er líkara en að Fram-
sóknarmenn og kommúnistar
telji það sáluhjálparatriði að
Seðlabankinn setji í gang risa
vaxið prentsmiðjubákn til
þess að prenta seðla og ausa
þeim síðan út í hvers konar
eyðslu!
Almenningur á íslandi veit,
að frumskilyrði þess að bank-
ar geti lánað, er að sparnaður
eigi sér stað í þjóðfélaginu.
En höfuðkrafa stjórnarand-
stöðunnar er eyðsla á öllum
sviðum, auknar opinberar
framkvæmdir, aukinn til-
kostnaður atvinnuveganna,
hækkun hvers konar launa
og taumleysi á öllum sviðum.
Vitanlega dylst engum að
þetta er krafa um hömlulausa
verðbólgu og efnahagslegt
hrun.
Tíminn krafðist í fyrradag
hækkaðs verðlags á landbún-
aðarafurðum. í gær krafðist
hann aukinna útlána og lækk
aðra vaxta. Jafnframt hélt
hann því fram að kaupgjald
þyrfti að hækka verulega.
Svo segjast Framsóknar-
menn vera á móti verðbólgu
og krefjast þess að íslenzkir
kjósendur sýni þeim traust
og trúnað!
SAMVINNA ÍSL-
ENDINGA OG
LUXEMBOURGAR-
MANNA
¥ síðustu viku voru hér í
-*• heimsókn í .boði Loftleiða
tveir mikils metnir ráðamenn
frá Luxembourg. Var annar
þeirra forseti þingsins þar,
en hinn ráðuneytisstjórL
Af samtölum, sem íslenzkir
blaðamenn áttu við þessa
góðu gesti, kom það í ljós að
efnahagur Luxembourgar-
manna stendur traustum fót-
um. Iðnaður landsins hefur
eflzt mjög á síðari árum og
velmegun og vinnufriður rík-
ir í landinu. Sérstaka athygli
hlýtur að vekja að verkföll
hafa ekki verið háð í Luxem-
bourg síðan árið 1921, utan
einu sinni þegar beita átti
þjóðina harðræðum af ná-
grannaþjóð hennar.
Íslendingum er heimsókn
þessara góðu fulltrúa frá
Luxembourg gleðiefni. Sam-
skipti íslands og Luxembourg
ar hafa aukizt verulega á und
anförnum árum. Loftferða-
Samkomulag stórveldanna um
samning um frið í geimnum
Genf, 21. júlí.
BANDARÍKIN, Sovétríkin og
fleiri ríki hafa í aðalatri'ðum
komizt að samkomulagi um,
að geimurinn og himintunglin
„skuli ekki teljast til yfirráða
svæðis neinnar þjóðar".
Frumdrög þau að slíkum
sáttmála, sem Bandarikin og
Sovétríkin hafa lagt fram
eru til umræðu í undirlaga-
nefnd þeirrar nefndar S.þ., 'er
fjallar um friðsamleg not
geimsins, eru á ýmsan hátt
/ með svipuðu orðalagi til að
J tryggja þetta.
1 Undirnefndin féllst á orða-
í lag sendiherra Bandaríkj-
/ anna, Arthur J. Goldbergs,
þar sem ofangreind frumdrög
voru samræmd. Það hljóðaði
svo: „Geimurinn, þar með
tali'ð tunglið og aðrar stjörn-
ur, skulu ekki teljast til yfir-
ráðasvæðis neinnar þjóðar
vegna yfirráðakröfu, notkun-
ar eða setu eða af heinni ann-
arri ástæðu."
Þetta var fyrsta heila grein
samnings þess, er undirnefnd
in er að reyna að semja, sem
samkomulag hefur orðið um.
Þetta ákvæði verður 2. grein
væntanlegs samnings. Það er
byggt á nokkrum hluta 1. gr.
í uppkasti Bandaríkjanna og
allri 2. grein sovézka uppkasts
ins. Þessar tvær greinar voru
hins vegaf í samræmi við v \ ja
yfirlýsingu allsherjarþings
S.þ. 1963 varðandi lagaleg
undirstöðuatriði á eftirliti
me'ð starfsemi í geimnum.
Undirnefndin varð einnig í
aðalatriðum sammála um
þriðju greinina í sovézka upp
kastinu, en Goldberg hefur
einmitt bent á, að þar sé far-
ið að grundvallarreglum S.þ.
svo að Bandáríkin fallist einn
ig á hana. Hún er svohljóð-
andi:
„Aðilar að samningnum
framkvæma athafnir varð-
andi könnun og not geims-
ins, t.d. tungls og annarra
stjarna, í samræmi við al-
þjóðalög, þar á meðal stofn-
skrá S,þ., í þágu alþjóðafriðar
og öryggis og til að bæta al-
þjó'ðasamvinnu og skilning".
Sovétfulltrúinn, Platon D.
Morozow, kvaðst vera reiðu-
búinn í aðalatriðum að sam-
þykkja fjórðu grein uppkasts
Bandaríkjanna, svohljóðandi:
„Ríki, sem heldur uppi starf-
semi á himintungli, ber (A)
tafarlaust að senda fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna nákvæma skýrslu
um eðli. framkvæmd og stað-
setningu slíkrar starfsemi, og
(B) láta niðurstöður slíkra
athafna óhindrað í té við al-
menning og vísindamenn um
allan heim.“
if.oldberg, sendiherra Banda
ríkjanna, sagði, að greinarupp
kastfð hefði þau „nákvæmu
markmið" að gera Sameinuðu
þjóðunum kleift að fram-
kv^ema það hlutverk sitt að
dreifa vísindalegri þekkingu
til að tryggja, að geimrann-
sóknir „auki frekar traust
þjóða en tortryggni."
Geimrannsóknir snerta
framtíð barna þessarar kyn-
slóðar og „alþjóð á rétt á að
vita, hvað er að gerast,“ sagði
hann.
Sovézki fulltrúinn kom með
anna'ð uppkast, þar sem ríkj-
um væri „í sjálfsvald sett“
hvort þau létu af hendi rakna
upplýsinagr þær, sem banda-
ríska tillagan gerir ráð fyrir
að öðrum verði látnar í té.
Forseti ráðstefnunnar, Man
fred Laohs frá Póllandi, sagði
um fundinn að endingu að
þar hefði verið „unnið gott
dagsverk“ — þar hefðu orðið
„gagnleg orðaskipti" um
fyrstu greinina í uppkasti und
irnefndarinnar, samkomulag
um tvær greinar og „undirbún
ingsumræður" um fjórðu
greinina.
1
1
j I
Gromyko í Japan
samningur var gerður milli
landanna árið 1952 og undan-
farin ár hafa Loftleiðir haft
endastöð í Luxembourg, á
flugleið sinni milli Evrópu
og Norður-Ameríku. Mun ó-
hætt að fullyrða að aðstaða
Loftleiða í Luxembourg hafi
átt ríkan þátt í uppgangi
þessa þróttmikla íslenzka
flugfélags, sem vakið hefur
á sér athygli á alþjóða flug-
leiðum.
Það er einlæg ósk okkar ís-
lendinga að góð og náin sam
vinna megi áfram ríkja við
Luxembourgarmenn, báðum
þjóðum til hagsbóta.
Gromykó utanríkisráðherra
Sovétríkjanna og Shiina utan-
ríkisráðherra Japan héldu
áfram viðræðum sinum í Tókíó
í dag. Heimildir í Tókió herma
að í viðræðunum hafi komið
fram mun harðari afstaða Sov-
étmanna til styrjaldarinnar í
Vietnam en þegar ráðherrarnir
ræddust við í Moskvu í janúar
sl.
Grómykó réSist harkalega á
stefnu Bandaríkjanna í Vietnam
í svari við beiðni Japanstjómar
um að Sovétríkin ættu frum-
kvæði að friðarumleitunum í
Vietnam.
Heimildir segja ennfremur að
Grómykó hafi skorað á stjórnina
í Japan að hún styðji bann við
útbreiðslu á kjarnorkuvopnum
og bann gegn tilraunum með
kjarnorkuvopn neðanjarðar.
Shiina svaraði að Japanir
væru reiðubúnir til að undir-
rita slíkt bann, en bætti við að
fyrst yrðu kjarnorkuveldin að
láta uppi afstöðu sína gagnvart
tillögunni.
Grómykó sagði fyrr í dag í
hádegisverðarboði, að hann von-
aðist til að samvinna gæti tek-
izt milli Japan og Sovétríkjanna
um þróunarmál Síberíu.