Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 2
f 2 MORGU N BLAÐIÐ Fimritudagur 28. júlf 1966 Kvikmyndun gekk vel Eva Dahlbeck komin til Reykjavíkur f Mbl. hafði í gær samband við kvikmyndagerðarfólkið sem vinn ur um þessar mundir að kvik- myndun „Rauðu skykkjunnar nálægt Hljóðaklettum, og spurð- ist frétta. Blaðinu var tjáð, að vegurinn að kvikmyndarstaðnum sem tafði nokkuð fyrir kvikmyndun vegna aurbleytu, hefði nú þorn að talsvert, en þó ekki fær nema stórum bifreiðum með drif á öllum hjólum. Var kvikmyndað af fullum krafti í gær, og gekk það sam- kvæmt áætlun. T.d. var lokið við kvikmyndun þeirra atriða, þar sem þau Eva Dahlbeck og Hákon Jahnberg kom fram. Flugu þau til Reykjavíkur snemma í morgun, og flaug Jaihn beck þaðan beint til Stokkhólms. Eva Dahlbeck mun á hinn bóg- inn dveljast nokkra daga í Reykjavík, ásamt eiginmanni sín um, sem er jiæst æðsti maðut sænska flughersins. Lifnar yfir laxveið unum sunnanlands 370 laxar voru komnir á land i Elliða- ánum - þar af 100 veiddir á fiugu LAXVEIÐI hefur nú lifnað anlands. En >ór taldi líklegt að mjög í ám hér sunnan — og vestanlands í þessum mánuði, enda þótt hún væri heldur dræm í júnímánuði. Hefur verið hin ágætasta veiði í Ölfusá og í Borgarfjarðaránum núna að und anförnu, og í Elliðaánum höfðu veiðzt 373 laxar sl. mánudag, þar af um 100 á flugu. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðzt um 200 laxar. Á hinn bóginn höfðu 1540 lax- ar gengið í gegnum teljarann, sem er nokkru minna en í fyrra. Ástæðan fyrir því að betur veið ist nú í ár er fyrst og fremst sú, að betra og jafnara vatn Ihefur verið í ánni núna. í Laxá í Kjós voru 500 laxar komnir á land í fyrrakvöld, og 30 laxar upp úr Bugðu. Er þetta ágæt veiði miðað við aðstæður, en Þór Guðjónson veiðimálastjóri sagði í viðtali við Mbl. í gær að það mætti jafnvel búast við enn aukinni veiði, þar sem hann faafði fregnað að ganga væri kominn í ánna. í ánum norðanlands hefur verið fremur dauf veiði það sem af er. Hinn 24. júlí voru t.d. komnir 183 laxar á land í Mið- fjarðará, sem er nokkru lakara en í fyrra, og svipaða sögu er að segja um aðrar ár þarna norð Leiðrétting ÞAU mistök urðu í gær í blað inu í grein um Skóganhólamót- ið, að sagt var að mótið hæfist kl. 8 á sunnudagsmorgun. Það er rangt — mótið hefst kl. 1 e.h. á sunnudag. Misritun f BLAÐINU í gær misritað- ist nafn undir mynd af hökli. Það voru börn og barnabörn Sig urgeirs Kristjánssonar, sem gáfu ísafjarðarkirkju hökulinn. veiðin myndi fara að glæðast í þessum ám um mánaðamótin júlí-ágúst, og gat þess, máli sínu til stuðnings að í fyrra hefði veiðzt í Miðfjarðará 61% af allri ágústveiði á landinu, og það sama hefði átt sér stað 1958. Hann kvað Veiðimálaskrifstof- una hafa gert samanburð á júní veiði í Miðfjarðará og Laxá í Kjós undanfarin ár, og sam- kvæmt því væri meðalveiðin í Laxá í Kjós 20% af allri júní- veiðinni, en Miðfjarðará 12%, Þór sagði að laxveiðimenn yrðu að gæta að því, að ár- gangarnir væru misstórir frá ári til árs, líkt og gerðist um flesta aðra fiskstofna, og því ástæðu- laust að fyllast svartsýni þó lítið veiddist eitt árið, og eins að ætíð mætti búast við því að veiðitíminn færðist eitthvað til frá ári til árs. Hefði þar mik- il áhrif á hitastigið í ánum, þar sem það þarf að hafa náð ákveð- nu marki til þess að laxinn gangi í árnar. T.d. hefði laxinn gengið óvenju seint í ár, og ekki út í hött að rekja það til þess, hve ísinn fór seint úr jörðu núna í vor, og árnar því kaldar framan af. í gær var skipað úr m.s. Dettifossi stærstu áætlunarbifreið, sem verður í ferðum hérlendis. Það er Norðurleiðir sem eiga þessa bifreið, og verður hún á sérleyfisleiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Hún á að geta tekið 68 manns í sæti. Bigreiðin er sérstaklega útbúin fyrir hægri hand ar akstur. Mikill viðbúnaður lögreglunnar og F.Í.B. um verziunarmannahelgina 12 lögregluþjonar í Þórsmörk, 4 í Bjarkarlundi og 2 á Þingvöllum MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við lögregluna í Reykja vík og Félag ísl. bifreiðaeigenda, en báðir þessir aðilar hafa í frammi mikinn viðbúnað til þess að mæta þeim verkefnum, sem verzlunarmannahelgin kem- ur til með að bjóða þeim upp á, ef miðað er við reynslu und- anfarinna ára. Guðmundur Hermannsson yfir lögregluþjónn sagði, að í stórum dráttum væri viðbúnaður lögregl unnar sá, að sendir ýrðu 12 lög- regluþjónar í Þórsmörk og færu þeir þangað á morgun. f Þórs- mörk mundi ennfremur starfa skátar og menn frá skógrækt rikisins. 4 lögregluþjónar yrðu sendir í Bjarkarlund og 2 til Þjóð garðsins á Þingvöllum. Þá hefði lögreglan nokkuð mikinn viðbún að í sambandi við hestamanna- mót að Skógarhólum. Guðmundur sagði, að einnig mundi lögreglan, í samvinnu við bifreiðaeftirlitið, hafa eftirlits- bíla á ferðum um Snæfellsnes, Ranglárvallasýslu, Árnessýslu, Húnavatnssýslu, Skagafjarðar- sýslu, um Borgarfjörð og í Þing- eyjarsýslum og á Barðaströnd. Þá yfði einnig full vakt hjá lög- reglunni í Reykjavík og yrðu menn sendir út á land til frekari aðstoðar ef þörf gerðist. Þessa helgi yrðu því lögregluþjónar að vinna tvöfalda vinnu, og rúm- lega það. Að lokum sagði Guð- mundur svo, að allir starfsmenn umferðadeildarinnar, sem ann- ars vinna á vöktum, yrðu úti til hjálpar umferðinni út úr borg- inni fyrir helgi og í borgina eftir helgi. Magnús H. Valdimarsson fram kvæmdastjóri Félags íslenzkra bifreiðaeigenda sagði, að undan- farið hei’ði félagið reynt að bæta þjónustu sína sem mest og láta hana ná til fleiri staða en áður. Gaf Magnús blaðinu upplýsingar um hvar bifreiðir félagsins yrðu staðsettar um helgina og mun Mikið um að vera hjá skákmönnum Stúdentasveitin farin utan — Taka þátt í norrœnni unglingalandskeppni gegn Rússum — Níu valdir til œfinga fyrir Olympíuskákmótið SKÁKSVEIT sú, sem keppir eru þeir Trausti Bjömsson, sem fyrir hönd íslands á heimsmeist- aramóti stúdenta, sem haldið verður í Örebro i Svíþjóð núna 30. júlí til 14. ágúst, hélt utan snemma í morgun. Þeir sem keppa á þessu móti fyrir ísland Ný kirkja vígö í Crundarfirði Grundarfirði, 27. júlí. N.K. sunnudag verður vigð kirkja í Grundariirði. Áður hafa Grundfirðingar átt kirkjusókn að Setbergi, sem stendur beint á móti þorpinu hinum megin við fjörðinn. Hafizt var handa um smíði nýrrar kirkju í Grundar- fjarðarþorpi fyrir fáum árum, og enda þótt smíði kirkjunnar sé ekki að fullu lokið sam- kvæmt teikningum, þá er henni þó það langt á leið kom- in að hægt verður að hafa guðs- þjónustur í kirkjunni. Kirkjunni hafa þegar borizt margar góðar gjafir, en aðal- hvatamaðurinn og sá sem mest að hefur hvílt í sambandi við smíði kirkjunnar er sóknarprest urinn séra Magnús Guðmunds- son, sem sýnt hefur mikinn dugn að og árvekni í málefnum kirkj- unnar. . -— EmiL teflir á 1. borði, Bragi Kristjáns son, sem teflir á 2. borði, Jón Þ. Þór, sem keppir á 3. borði, Guð- mundur Lárusson, sem keppir á fjórða borði, og Jón Friðjónsson, varamaður. Margt er í deiglunni hjá Skák- sambandi Islands um þessar mundir. T. d. er fyrirhuguð lands keppni unglinga milli allra Norð- urlandanna og Sovétríkjanna. Aldurstakmarkið er 20 ára, og verður keppt á 20 borðum. Mótið fer fram í Stokkhólmi 27.—28. ágúst. Fyrir ísland keppa í lands- keppni þessari þeir Guðmundur Sigurjónsson, Jón Hálfdánarson, Haukur Angantýsson, og fjórði maður verður frá Akureyri, en þar stendur nú yfir fjögra skáka einvígi milli Jóns Þ. Jónssonar og Magnúsar Steingrímssonar um réttinn til að keppa á þessu móti. Loks er þess að geta að níu menn hafa verið valdir til þess að keppa á Olympíuskákmótinu, sem fram fer á Kúbu 25. okt. til 20. nóv. Þeir sem valdir hafa verið eru þeir Friðrik óiafsson, Ingi R. Jóhannsson, Guðmundur Pálmason, Freysteinn Þorebrgs- son, Gunnar Gunnarsson, Guð- mundur Sigurjónsson, Jón Krist- insson, Björgvin Víglundsson og Jón Hálfdánarson. Hafa 'þessir menn allir æft mjög strangt og vel að undanförnu undir hand- leiðslu Friðriks Ólafssonar. Vöruskiptojöfn- uður óhugstæð- ur fyrlr jú!í MBL. HAFA borizt bráða- birgðatölur um verðmæti útflutn ings- og innflutnings í júnímán- uði frá Hagstofu íslands. Útflutningur í júní núna nam alls 479,310 þús. kr. en var á sama tíma í fyrra 492,065 þús. kr. Flutt var inn fyrir 994.966 þús. kr. en hliðstæð tala fyrir sama mánuð í fyrra var 975,214 þús. kr. Vöruskiptajöfnuðurinn fyrir júní mánuð var því óhag- stæður um 515,6ö6 þús. kr., en var á sama tíma í fyrra óhag- stæður um 483.149. það vera sem hér segir: Vestfirðir: Viðgerðabifreið mun hafa bækistöð á ísafirði og þjóna á leiðinni frá ísafirði að Vatns- firði. Þá hefði Barðstrendinga- félagið farið þess á leit við í’.Í.B. að þeir hefðu bíl í Bjarkarlundi og hefði félagið orði'ð við þeirri ósk. Sá bíll ætti að þjóna á leið- inni frá Vatnsfirði og suður í Dalasýslu. Ennfremur yrði reyna að láta þann bíl fara upp á Þorskafjaröarheiði, ef þörf krefðist. Þeir sem þyrfitu að ná sambandi við Ísafjarðarradíó, sem síðan kæmi skilaboðum til viðgerðarbílana sem allir væru með talstöð. Borgarfjörður: í Borgarfirðin- um verður bíll sem þjóna á því svæði og vestur eftir Mýrasýslu. Þá mun einnig Finnbogi Guð- laugsson á Bifreiða- og Tré- smiðju Borgarness hafa vakt á verkstæði slnu yfir helgina og veita mönnum er þangað leita fyrirgreiðslu. Hvalfjörður: í Hvalfirði verð- ur staðsett bifreið er þjónar einn ig upp í Borgarfjörð. Þar verður einnig staðsett önnur kranabif- reið félagsins, sem jafnframt er viðgerðabíll. Nágrenni Reykjavíkur . Einn bíll verður á leiðinni Reykjavík —Þingvellir—Lyngdalsheiði og út frá Reykjavík á leiðinni til Árnessýslu verður hinn krana- bíll félagsins staðsettur. Suðurland: Einn bíll verður á leiðinni Ölfus—Flói—Skeið og einn á svæðinu frá Þjórsá og austur undir Eyjafjöll. Gat Magnús þess í viðtalinu við blað ið, að þeir sem færu í áttina að Þórsmörk mættu ekki reikna með aðstoð F.Í.B.-bílana á ófær- um vegum. Sjúkrabifreið félagsins verð- ur staðsett, eins og undanfarnar verzlunarmannahelgar, að Stóru Mörk undir Eyjafjöllum og starf ar I samvinnu við Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Eyjafjörður: Ein-n til tveir bíl- ar ganga frá Akureyri í aust- ur og vesturátt og þeir sem þurfa að hafa samband við þá er bent á að ná til Akureyrarradíó. Austurland: Á Austurlandi verða tveir bílar og hefur annar Norðfjörð sem bækistöð og ferð þaðan í átt til Egilsstaða og einn ig suður á firðina, ef ástæður eru til. Hinn bíllinn verður staðsett- ur á Fljótsdalshéraði. Sagði Magnús H. Valdir t ’-s- son að ekki hefði reynzt ger- legit fyrir félagið að hafa bíla á svæðinu frá Borgarfirði til Skagafjarðar og I Þingeyjarsýsl um, en á þessum svæðum væru mörg verkstæði við vegina, sem líkleg væru til að veita þjónustu. Sagði Magnús, að félagið legði aðaláherzlu á a’ð hafa bílana sína staðsetta þar sem bílafjöldinn og umferðin væri mest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.