Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 28. júlí 196« MORGU NBLAÐIÐ 17 Um framsýni í fram- leiðslu sjávarafurða Eftir Guðmund H. Garðarsson, viðskiptafræðing 1 dagblaðinu Vísi birtist á for síðu 2. júlí sl. eftirfarandi fyrir- sögn: „Hörð gagnrýni á fiski- málastefnu Islendinga: Gera skepnufóðuT úr síldinni í stað matar fyrir hungraðan heim. — Kunnur prófessor telur skorta ímyndunarafl og framsýni i ís- lenzkum fiskiðnaði —“. Á eftir fyrirsögninni er síðan vitnað í bók eftir fiskhagfræðinginn, Ge- org Borgström, „Revolution í Várldfisket”, sem er nýkomin út, en í bókinni birtist m.a. gagnrýni prófessorsins á því háttalagi Is- lendinga að setja verulegan hluta sildaraflans í bræðslu og framleiða þannig síldarmjöl til skepnufóðurs í stað þess að fram leiða úr sildinni neyzluhæfa vöru til manneldis. Allir geta tekið undir og ver- ið prófessornum sammála um, að æskilegast væri að framleiða úr síldarhráefninu sem mest full- unna vöru, sem gæfi framleið- endum — íslendingum — meira í aðra hönd, samtímis því sem stuðlað væri að útrýmingu hupg ursins í heiminum. íslendingar eru stórir framleiðendur sjávar- afurða, þrátt fyrir fámenni þjóð arinnar, og hafa náð ótrúlega mikilli tækni í síldveiðum síð- ustu árin. Má því með nokkru sanni segja, að ekki hafi verið í samræmi annars vegar þróun veiðitækninnar og hins vegar frekari fullvinnsla síldarinnar í landi, nema í bræðslu. Orsakir þess skulu raktar síðar í grein- inni. Um þá fullyrðingu prófessors- ins, sem dagblaðið Vísir undir- strikar með feitletraðri milli- fyrirsögn á forsíðu, að það skorti imyndunarafl og framsýni í ís- lenzkum fiskiðnaði, skal hér vik ið nokkrum orðum, vegna þess að þessi fullyrðing er mjög ó- réttmæt, ef ekki beinlínis röng. Stuttur þróunartími. Hafa íslenzkir fiskframleið- endur verið framtakslausir eða hefur þá skort framsýni frá því að þær kringumstæður tóku að skapast í íslenzku atvinnu- og þjóðlífi, að unnt væri að efna hér á landi til fiskiðnaðar, sem gæti keppt á erlendum mörk- uðum við aðra fiskmatvælafram leiðendur? f>að tímabil, sem raun verulega er um að ræða í þess- um efnum, tekur aðeins yfir 20-30 ár, eða frá byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar. Fyrir þann tíma grundvallað- ist sjávarútvegurinn fyrst og fremst á togaraútgerð og tiltölu- lega hægfara vaxandi bátaút- gerð. Búið var að halda sjávar- útvegnum í kreppuástandi í rúnian áratug með rangri geng- isskráningu og fleiri óhagstæð- um rekstraraðstæðum. Á styrj- aldarárunum byrjaði almennt góðæri hjá sjávarútvegnum og allri þjóðinni, en þá voru ís- lendingar um 121.000 talsins. Þetta góðæri gerði það að verk- um, að fjármagn myndast, sem gerir ýmsum útvegsmönnum kleift að ráðast í fjárfestingu í fiskiðnaðarfyrirtækjum. — Auk innlendra kringumstæðna, sem útilokuðu svo til alveg, að ráð- izt væri í uppbyggingu öflugra fiskiðnaðarfyrirtækja til fram- leiðslu vara til manneldis, bætt- ist það við, að fyrir seirtíT*neims ítyrjöldina var ekki kominn nægilegur markaðsgrundvöllur erlendis fyrir frekar unnar fisk- afurðir, eins og t.d. frystar sjáv- arafurðir, sem gæfi tilefni til stórátaka í uppbyggingu slíks iðnaðar. Neytendur á þýðingar- mestu mörkuðum fslendinga vildu fá fiskinn í sínu hefð- budna formi, sem tíðkazt hafði í áratugi, þ.e.a.s. ýmist ferskan fisk úr is, saltaðan eða hertan fisk. Undirstrika má það, hve íslenzka þjóðin var fámenn fyr- ir 1040 og var ekki enn komin á iðnaðarþróunarstig né skipu- lagslega þannig, að hún gæti á örfáum árum ráðizt í fjölbreyti- legan og öflugan iðnað, sem byggði tilveru sína á harðri sam keppni við háiðnþróaðar þjóðir á erlendum mörkuðum. Öflugur hraðfrystiiðnaður. í upphafi þessa tímabils, kringum árið 1040, hefst hér- lendis hraðfrysting sjávaraf- urða, sem nokkru nemur. Frarn- leiðslugrein þessi hefur síðan vaxið hröðum skrefum, og er nú svo komið, að hraðfrystiiðn- aðurinn er eini stóriðnaður lands manna, sem nær yfir hina dreifðu byggð í formi 00 hrað- frystihúsa. Árleg framleiðsla þeirra af frystum sjávarafurðum er nú um 100.000 smál. sl. ár var að útflutningsverðmæti sl. ár um 1600 milljónir króna. Árangur ís- lendinga í framleiðslu og sölu frystra sjávarafurða hefur verið fullkomlega sambærilegur við það, sem þekkist hjá öðrum auð ugri og fjölmennari þjóðum. Öll framleiðsla hraðfrystihúsanna er matvæli til manneldis. Að- eins úrgangur, — bein, hausar o.þ.ih., er fryst sem dýrafóður. Síðustu árin hefur síldarfryst- ing til manneldis aukizt mikið og ársframleiðsla komizt upp 30-40.000 smálestir, en eftirspurn arteygni 'þessarar vöru er mikil á hinum erlendu mörkuð- um. Framsýni og stórhugur. í upbyggingu hraðfrystiiðnað arins hafa íslenzkir fiskframleið endur verið mjög framsýnir, djarfir og stórhuga, bæði innan- lands og erlendis. Myndarleg og vel uppbyggð hraðfrystihús eru víðs vegar um landið. Fyrir- tæki, sem framleiða afurðir fyr- ir hundruð milljóna króna, skapa íbúum sjávarplássa góðar árvissar tekjur. í Bandaríkjun- um, einum aðalmarkaðinum fyr- ir hraðfrystar sjávarafurðir, hafa tvö stærstu útflutningsfyrirtæk- in, S.H. og SfS komið sér upp öflugri framleiðsluaðstöðu á til- reiddum fiskréttum og dreifing arkerfi í samræmi við það, og nemur velta erlendra dótturfyr- irtækja hundruðum milljóna króna. Hraðfrystihúsaeigendur væru án efa komnir mun lengra í þessum efnum og hefðu aukið fjölbreytni framleiðslunnar, ef réttur skilningur hefði jafnan verið fyrir hendi um, að fram- leiðslugrein, sem keppa þarf í sölu afurða á erlendum mörkuð- um, verður að hafa svipaðar rekstursaðstæður og keppinaut- amir, ef vel á að fara. Miklar sveiflur frá ári til árs hafa ó- æskileg áhrif á uppbyggingu slíkra fyrirtækja. Hérlendis hef- ur geisað mun meiri verðbólga en i öðrum helztu framleiðslu- löndum frystra sjávarafurða, t.d. í Noregi. A þetta ekki aðeins við um síðustu ár, heldur síð- ustu tvo áratugi. Stöðugt hækk- andi reksturskostnaður, oft á tíðum umfram eðlilega tekju- aukningu, vegna aukinnar hag- ræðingar eða hækkandi mark- aðsverðs, húir vextir, reksturs- truflanir vegna vinnustöðvana, takmarkaðir möguleikar til hag kvæmra fjárfestingalána o.s.frv., hafa hrjáð hraðfrystiiðnaðinn svo að segja frá upphafi, en þrátt fyrir það hefur tekizt vel um uppbyggingu hans. Það er deg- inum ljósara. Lýsisherzla. En hvað um aðrar greinar mat- vælaframleiðslu úr sjávaraflan- um? Tilraunir hafa verið gerðar til að koma upp niðursuðu- og nið- urlangingarverksmiðjum til fram leiðslu matvæla úr sjávaraflan- um í þeim tilgangi að selja af- urðirnar á erlendum mörkuðum. í örfáum tilfellum hefur tekizt að byggja upp allmyndarlegar niðursuðuverksmiðjur, sem enn eru starfræktar, en í heild hefur ekki tekizt sem skyldi í uppbygg ingu íslenzks niðursuðuiðnaðar. í áratugi hafa íslendingar kald- hreinsað þorskalýsi og selt sem meðalalýsi. í þeim efnum voru þeir framarlega frá byrjun. Með alalýsi var á tímabili þýðingar- mikil framleiðsluvara, en með tilkomu alls kyns vítamíntafla hefur eftirspurn eftir því farið minnkandi. Vísir að feitmetis- framleiðslu úr lýsi (hert feiti) hófst hérlendis þegar árið 1949. er Lýsissamlag íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda stofnaði lýsis herzlustöð í Reykjavík, sem get- ur framleitt árlega 1-2.000 tonn af hertri feiti. Stöð þessi er enn starfrækt í eigu annars fyrir- tækis og selur feitina á inn- lendum markaði. Þarna var haf- in arðbær framleiðsla úr hrá- efni, sem fslendingar hafa gnægð af — þorsk- eða síldalýsi. þar höfðu íslenzkir menn for- ystu um uppbyggingu nýrrar greinar fiskiðnaðar, sem hefði 1 átt að geta þróazt í öfluga út- flutningsframleiðslu og margfaid að gjaldeyristekjurnar af lýsis- hráefninu. Að svo skyldi ekki verða, er ekki sök brautryðjend- anna, því öflugir erlendir feit- metisframleiðsluhringar sem réðu og ráða lögum og lofum á hinum „frjálsu“ mörkuðum heimsins, sáu svo um, að erlendu mörkuðunum væri lokað fyrir þessari íslenzku feitmetisfram- leiðslu. Slíkt er unnt að gera á margan hátt fyrir þá aðila, sem hafa undirtökin í markaðskerf- inu. Frá því að þessi lýsisherzlu stöð var stofnuð á íslandi, fyrir forystu Ásgeirs Þorsteinssonar, verkfræðings, eru liðin 17 ár. Nú eru þessi mál aftur komin á dagskrá fyrir atbeina stjórnar Síldarvcrksmiðj a ríkisins, og hefur þekktum dugnaðarmanni Jóni Gunnarssyni, verkfræðingi, sem er gjörkunnugur erlendum mörkuðum, verið falið að kanna hvort nú sé grundvöllur fyrir frekari lýsisherzlu með útflutn- ing fyrir augum, og er vonandi, að athuganir hans verði jákvæð- ar og leiði til uppbyggingar öfl- ugs, íslenzks lýsislherzluiðnaðar. Nauðsyn á jákvæðri afstöðu. Síld hefur verið söltuð til manneldis í marga áratugi, og fryst allmikið síðustu árin, sem fyrr er greint frá. Rekja msetti mun nánar viðleitni íslendinga fyrr og síðar til að fullvinna síldina og fiskinn enn meir til manneldis, og er þá komið að því að ræða, hvers vegna skuli ekki nú vera meira notað af þessu ágæta hráefni í framleiðsluvöru til manneldis. Ekki hefur vant- að viljann né framsýnina, eins og lítilega hefur verið drepið á, en án nokkurs vafa hefði mátt, og má enn, gera mun bet- ur. 1 fjölda ára hefur verið ljós þörfin fyrir, að síldar- og fisk- hráefnið væri nýtt meira í mat- vælaframleiðslu. Hefur það ým- ist birzt í verkum fiskframleið- enda eða viðhorfum um, hvað gera bæri. Sjálfir hafa fiskfram- leiðendur gert sitt bezta til að byggja upp fiskiðnaðarfyrirtæki, sem framleiddu matvæli, en það er í íslenzku þjóðfélagi eins og öðrum, að einir og einangraðir geta einstakir framleiðendur ekki lyft Grettistaki. Til sam- starfs þarf einnig að koma vilji og áhugi þeirra, sem fara með forystuna í stjórn- og peninga- málum, jafnframt jákvæðum við horfum þjóðarinnar allrar, sem geri slíka uppbygingu mögu- lega. Ýmsir forystumenn fiskiðnað- arins hafa á undanförnum ár- um í ræðu og riti lagt á það áherzlu, að þeir vildu láta upp- byggingu fiskiðnaðarins og frek ari matvælaframleiðslu sitja í fyrirrúmi í uppbyggingu ís- lenzkra atvinnuvega í framtíð- inni. Hafa þeir lagt áherzlu á, að af hálfu ríkisvaldsins og for- ystumanna peningamála yrði unnið að því að skapa grund- völl fyrir,. að slík uppbygging geti átt sér stað. Hvernig flýta má fyrir þróun- inni. 1 upphafi hins mikla síldar- gengistímabils, sem enn varir hér á landi, benti einn af for- ystumönnum íslenzks sjávarút- vegs, Finnbogi Guðmundsson Guömundur H. Garð'arsson þessa máls. Tekna til hans mætti meðal annars afla með því að viðkomandi þjóðir legðu ein- hverja litla prósentu á útflutn- ing síldar. Stofnað yrði hlutafélag með nokkuð stórum höfuðstól, sem aflað væri með niutafjárútboði í öllum viðkomandi löndum. Félag þetta ætti að annast mark aðsöflunarframkvæmdir á við- skiptalegum grundvelli. v Til þess að hlutafjársöfnun yrði auðveldari, væri eðlilegt, að starfseminni fylgdu nokkur sérréttindi, t.d. einkasöluaðstaða um nokkurra ára bil á mörk- uðum, sem algjörlega væru byggðir upp frá grunni. Einnig einhver styrkur úr markaðsöfl- unarsjóði. Félag þetta ætti að koma upp vinnslustöðvum og dreifingarkerfum til vinnslu á síld til manneldis víðs vegar um heim, t.d. meðfram Suðurströnd Evrópu, allt frá Spáni til Svarta hafsstrandar Sovéríkjanna; einn ig víða við strendur Afríku, Asíu, Norður- og Suður-Ame- ríku. Síldveiðiþjóðirnar flyttu síldina til þessara stöðva í verk unarástandi, sem hentuðu hverj um stað. Síldin yrði flutt til vinnslustöðvanna söltuð, fryst eða niðursoðin, eftir því sem heppilegast þætti fyrir hvern markað. Það er mjög líklegt, að þjóðirnar, sem búa í Suður- Evrópu, Afríku, Asíu og Ame- ríku, myndu margar hverjar vilja nota síld til maneldis á svipaðan hátt og nú er gert i Norður-Evrópu, ef þær ættu kost á því. Sennilega má búast við, að ymsar þjóðir eða þjóðflokkar búi við svo mikla fátækt, að þær hafi ekki greiðslugetu til að kaupa, þótt þær hefðu mikla þörf fyrir, til þess að bægja nær ingarskorti frá dyrum sínum. í slíkum tilfellum væri hugsanlegt að ráða fram úr því vándamáli með því að útvega fjármagn og tækniþekkingu til þess að nýta ónotaða verðmætisöflunarmögu- leika í löndum viðkomandi þjóða til þess, á þann hátt, að skapa þeim greiðslugetu til kaupa á þessari næringarríku fæðu. frá Gerðum, á nauðsyn þess, að síldarhráefnið væri meira nýtt í vöru til manneldis, og í mál- gagni S.H, Frosti, sem gefið var út í janúar-febrúar 1963, ræðir hann um ákveðnar leiðir, sem gætu flýtt fyrir þessari þróun. Finnbogi kemst m.a. svo að orði í umræddrj grein: „Síld mun lítið hafa verið notuð til manneldis, ef haft er í huga mannkynið í heild. Ástæð ur til þess, að síld hefur ekki orðið almennari til manneldis neyzlu, er vitanlega sú, að ekki hafa verið þekktar heppilegar aðferðir til þess að koma síld- inni óskemmdri til fjarlægra staða frá veiðistöðunum. Með þeirri miklu tækni, sem við ráð um nú yfir, er auðvelt að geyma síldina í mismunandi verkunar- ástandi mjög lengi og flytja svo til hvert á land sem er. Þær þjóðir, sem mest n*ta af síld til manneldis, framreiða hana á fjölbreytilegan hátt. Mik ið er framleitt sem ódýr matvæli og er notað til daglegrar neyzlu af almenningi. Einnig er nokkuð framleitt af dýrum og eftirsótt- um veizlumat og svo margs kon ar fjölbreytni þar á milli. En ávallt er um að ræða holla og næringarríka fæðu. Markaðsöfl- un í stórum stíl á heimsmæli- kvarða er svo stórt fyrirtæki, að ég tel nauðsynlegt að sam- eina um það margar þjóðir, sem hagsmuna hafa að gæta og ávinn ing mundu hafa af aukinni eft irspurn eftir síld til manneld- is. Það, sem ég legg til, að reynt verði að fá fram, gæti verið eitt- hvað á þessa leið: íslendingar, Færeyingar, Dan ir, Norðmenn og Svíar geri með sér samtök til þess að vinna að markaðsöflun fyrir síld til mann eldis. Komið verði á sérstakri stjórn eða ráði til þess að fara með yfirstjórn þessara mála. Myndaður verði markaðsöflun arsjóður til nota fyrir framgang Komið gæti til mála að hafa samstarf við alþjóðasamtök eða stofnanir, sem vinna að því að útrýma næringarskorti í heimin- um.“ Framanskráðar hugmyndir Finnboga Guðmundssonar um hugsanlegt skipulagsform á framleiðslu og sölu síldarafurða eru ekki smáar í sniðum né bera vott um skort á frarnsýni. Umrædd grein vakti athygli forystumanna í sjávarútvegsmál um á Norðurlöndum og mun m.a. hafa verið rædd á furvdum samstarfsnefndar Norðurland- anna í fiskimálum. Nefndi i taldi að þetta mál þyrfti að takast upp af samtökum sjávarútvegs- ins við ríkisstjórnir viðkomandi landa. Frekar hefur ekki gerzt í málinu. Einhver kann að spyrja, hvers vegna íslenzkir fiskframleiðend ur og útvegsmenn reyni ekki að byggja verksmiðjur, sem fram- leiði matvæli úr síldinni, í stað þess að byggja síldarmjölsverk- smiðjur. í stuttu máli er þessu til að svara. Hér er um það mikið mál að ræða, að án samstarfs við ríkis- valdið og pæningastofnanir er fiskframleiðendum ókleift að gera stórt átak í uppbyggingu nýrrar, veigamikillar .fiskiðn- greinar, sem gæti fullunnið síld arhráefnið. Það krefst mikillar fjárfestingar í vélum og fram- leiðslutækjum, og ekki hvað sízt í mikilli markaðsuppbygg- ingu. Auk þess er um að ræða fram leiðslu matvæla fyrir neytendur, sem hafa takmarkaða kaupgetu og þurfa að venjast neyzbi þeirra vörutegunda, sem um er að ræða, og mörg ár geta liðið, áður en framkvæmdin sem slík skilar nægilegum arði. Samstarf fleiri þjóða gæti flýtt fyrir æski- legum árangri, þar sem átakið yrði stærra í sniðum, auk þess sem hér er um alþjóðlegt vanda- Framhald á bls. 23. !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.