Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. ágúst 1968 , BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. 'pr Kr. 3,50 pcr km. SÍMI 34406 SENDUM ÍVf AGINJÚSAR SKIPHOLTI21 símar21190 eftir lokun simi 40331 S,H'3-11GB mnim Volkswagen 1965 og ’66. W""""BiLALEIGAN rALUR ðt' RAUÐARÁRSTfG 31 SÍMI 22022 LITLA bíloleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Simi 14970 BIFRBiptLEIGAN -esiáiAs'Mi 33924 PILTAR,= EF ÞlD E1GI0 UNNUSTUNA ÞÁ Á ÉG HRINÖANA . áfirtm tísm//?é(s /Uéfrtnmr/ 8 \ BOSCH Þurrkumótorar 24 volt 12 volt 6 volt Brœðurnir Ormsson Lágmuia 9. — Sími 38820. Kartöflur Lesandi blaðsins hringdi í vikunni og sagði frá því, að hann hefði tvívegis rætt um kartöflumálið við kaupmann einn hér í bæ — og í bæði skiptin að gefnu tilefni: „Hvers vegna .seiurðu þenn- an óþverra?“ spurði hann kaupmanninn — „geturðu ekki fengið neitt betra?“ „Jú,“ svaraði kaupmaðurinn — „en grænmeisverzlunin neitaði mér um ætu kartöfl- urnar nema að ég taki ákveðið magn af þeim óætu með. Hún notar þá aðferðina til þess að koma ruslinu út.“ Nokkrum dögum síðar kom fyrrgreindur lesandi í sömu búð — og spurði kaupmanninn hvort hann væri enn að reyna að bjóða viðskiptavinum sía- um þessar óætu kartöflur. „Nei,“ svaraði kaupmaður- inn — „ég losnaði við þær — og allt fyrir tilviljun. Þær fóru í sjóinn, síldarskipin tóku þær allar eins og þær lögðu sig.“ Sagan var ekki lengri, enda er hún nógu löng. Eftirleikur- inn er auðvitað sá, að sjómenn irnir kasta kartöflunum fyrir borð, þegar þeir komast að því hvers konar vöru þeir hafa keypt Matsv*#nninn verzlar ekki framar við kaupmanninn, en kaupmaðurinn getur ekki gert það sama og hætt að verzla við þann, sem selur honum kartöflurnar — og hann verður sennilega að halda áfram að kaupa óætar kartöflur til þess að fá eitt- hvað af ætum með. Þetta gætu menn kallað góða þjónustu, eða er það ekki? íslenzkt nútímaþjóðfé- lag. Það virðist vera kominn tími til að stokka spilin og athuga, hvort ekki er hægt að finna aðra og hagkvæmnari lausn á þessum þætti vöru- dreifingar. Af hveru ríkir ekki sama frelsi í innflutningi og dreifingu á kartöflum og í öðrum innflutningi? íslenzkur gajld- eyrir í sænskum bönkum „Varizt gjaldeyrisvið- skipti við sænska banka. Þetta er aðvörun til þeirra Islend- inga, sem þurfa að skipta ís- lenzkum gjaldeyri í sænskum bönkum, byggð á óhagstæðri reynslu. Á ferðaíagi um Norðurlönd- in Noreg, Danmörku, Svíþjóð og Finnland í sumar, þurfti ég að skipta 1000 ísl. krónum í hverju landi. í þeim öllum fékk ég nokkurn veginn sann- virði íslenzkrar gengisskrán- ingar, erida öll löndin á Sterl- ingsvæðinu, nema í Svíþjóð hjá SVENSKA Handelsbank- en i Gautaborg. Þar voru að- eins greiddar 105.00 kr. sænsk- ar fyrir 1000 kr. ísl. auk þess sem íslenzka krónan var sú eina, sem ekki var skráð til kaups á gjaldeyrisskráningu bankans, þar sem sVráð var kaups og sölugengi gjaldmiðils flestra Evrópuþjóðanna auk dollara. Söluskráning var 12.15 s.kr. fyrir 100 íslenzkar en kaupskráningardálkurinn var auður. Gjaldeyrisskráning er nokk- urs konar virðingarmat á þeirri þjóð sem banki skráir kaupgengi. Hvers eigum við að gjalda, þegar ekki hefur stað- ið neitt á íslenzkum bönkum, að kaupa fullu verði aftur þann ísl. gjaldeyri, sem er- lendir bankar senda hingað. Er hér um sænskan hroka að ræða, hver er gagnkvæm virð ing í Norrænni samvinnu? — eða vita þeir ekki að við höf- um rétt úr bakinu á undan- förnum árum? Til samanburðar skal ég geta þess, að þennan dag var kaup og sölugengi annars nor- ræns gjaldmiðils eftirfarandi: Noregur 71.95/72.20, Dan- mörk 74.45/74,75, Finnland 159.95/160,50 — og sá íslenzki reyndist 10.50/12.15. Ferðalangur". Mynd þessi er tileinkuð kvenbílstjórum. Hún skýrir sig sjálf. En til vonar og vara skal það tekið fram að betra er að lyfta bílnum á réttum stað þegar skipta á um hjólbarða. Skolpútrásum til sjáv ar fækki úr 29 í 6 SamaniÖgð lengd holræsakerfis borgarinnar 170 km. sl. ár I HANDBÓK sveitastjórna nr. 4 er birt erindi eftir Inga Magnús- son, gatnamálastjóra, sem hann flutti um frárennsliskerfi á ráð- stefnunni um skipulags- og bygg- ingamál í fyrra. Segir hann þar m. a. að holræsakerfi Reykjavík- ur, sem samanstendur af aðal- æðum og götuæðum, hafi Verið orðið úm 170 km að lengd um áramótin 1964—65. Ingi segir á öðrum stað í er- indinu, að borgarsvæði Reykja- Klæðum og gerum við bólstruð húsgögn. 1. flokks vinna. Sækjum og sendum. Valhúsgögn Skólavörðustíg 23. Sími 23375. Athugið! Er loksins kominn í bæinn og er byrjaður að vinna í Vínlandi hinu góða á Hótel Loftleiðum. Bói Bartender. víkur skiptist í 29 vatnasvæði (1965), með jafnmörgum útrás- um til sjávar. Ástæðan fyrir því, að vatnasvæðin væru þetta mörg, væri m. a. sú að borgin lægi á mjóum skaga og hefðu e,ldri hlutar hennar byggzt meðfram strandlengjunni. En eftir jþvi sem borgin byggðist innar í landið hefðu nýju hverfin verið tengd við gerðar útrásir og nýjar gerð- ar, þegar flutningsgeta hinna eldri var orðin of lítil. Ingvi segir ennfremur, að hol- ræsakerfi borgarinnar sé bland- að kerfi enn sem komið er, það er að segja, kerfið tekur bæði við skolpi og regnvatni. Skólp- magnið ákveðst af notkun á köldu vatni frá Vatnsveitu Reykjavíkur og á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur. Mesta vatnsnotkun er um 50 lítra á íbúa á klst. af hvoru fyrir sig. Hvað regnvatnsmagn snertir er reiknað með 20 mm úrkomu á klst. eða 56 sekúndulítrum á ha. Þá drepur Ingi á helztu breyt- ingar og framkvæmdir, sem gera þarf á holræsakerfinu til varnar óhreinkun sjávarins í kringum borgárlandið, óg fer það hér á eftir: 1) ElliðaVogur: Vegna fyr- irhugaðs hafnarsvæðis í Elliða- vogi er gert ráð fyrir sameiningu útrása þeirrá, er falla í voginn, í eitt aðalholræsi, sem leitt yrði út fyrir hafnargarða í Laugar- nesi. 2) Kirkjusandur: Samein- ing útrása Kringlumýrar- og LaugardaLsræsis í eina lögn, er lögð yrði í sjó fram. 3) Rauðar- árvxk-iSkúlagata: Sam^ining út- rása frá Steintúni að Læknum við Ingólfsgarð í eina lögn, er lögð yrði í sjó fram. 4) Ána- naust-Eiðisgrandi: Sameining á útrásum á þessu svæði í eina lögn, er lögð yrði í sjó fram. 5) Sörlaskjól-Ægissíða: Samein- ing á útrásum á þessu svæði í eina lögn, er lögð yrði í sjó frarn, 6) Fossvogsræsi: Til varnar óhreinkunar sjávarins í Fossvogi og baðstaðnum í Nauthólsvík, er fyrirhugað og byrjað á að leggja aðalræsi meðfram strandlengju Fossvogs að norðanverðu og I sjó fram út af olíustöð Skelj- ungs í Skerjafirði. Ingví segir, að með ofangreind- um ráðstöfunum myndu útrásum fækka úr 29 í 6 og sjónum og strandlengjunni meðfram borgar- landinu, þar með bjargað frá óhreinkun áf völöum skolpsins. Til Lögbergs-Heimskringlu Um þessar mundir fara fram skipti á prenturum við vestur-ís- lenzka blaðið Lögberg-Heimskringla. — Af störfum hefur látið Ásbjörn Fétursson. Við tekur Ágúst Guðmundsson, nú síðast hjá Aiþýðuprentsmiðjunni. Ágúst, kona hans, Hanna, og sonur þeirra, Gunnar Svan, tóku sér far með ms. Fjallfossi til T%itur- heims og er myndin tekin við það tækifæri. — Heimilisfang þeirra vestra verður: Irgersoll Str. 859, Winnipeg, Man., Can- *•—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.