Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. ágúst 1966 íslenzk eldhús eiga eftir að verða heimsfræg Rætt við Jón Kristinsson, arkitekt, sem starfað hefur i Hollandi Arinn úr tvöfaldri járnplötu, teiknaður af Jóni Kristinssyni. Lokið er mótað með dynamítsprengju neðan vatnsborðs. Innri stálhlífin endurkastar hita í brennipúnkt í eldstæöinu. Fóturinn er úr eldfastri steinsteypu. Morgunblaðið átti tal af ís- lenzk-hollenzkum arktitekta- hjónum, sem vinna hérna heima um sumarmánuðina en hafa annars teiknistofu í borginni Deventer í Hollandi. Húsbónd- inn fæst þar að auki hálfa vik- una við rannsóknir á verk- smiðjubyggðum húsum við Tækniskólann í Delft. Frú Frederika L. Kristinsson — Reitsema er ættuð frá Gron- ingen í nyrzta héraði Hollands, en ólst upp í vesturhluta lands- ins, þar sem faðir hennar, Reit- sema verkfræðingur, ex for- stjóri T. N. O.-málmrannsókna- stofanna. Hún hóf nám sitt við Tækni- skólann í Delft 1955 og lauk prófi frá húsagerðardeild skól- ans. Frú Frederika er víðförul og hefur m.a. unnið á Spáni og í Frakklandi, að sjúkrahúsbygg ingum fyrir Fílabeinsströndina í Afríku. Jón Kristinsson er Reykvík- inggur, sonur Kristins Björns- sonar yfirlæknis. Hann ætiaði upphaflega i Sjómannaskólann en varð að breyta þeirri fyrir- ætlan vegna heyrnardeyfu á öðru eyra og tók stúdentspróf utanskóla frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956. Hann mun vera fyrsti Islendingurinn, sem lýkur háskólaprófi í Niðurlönd- um. Hvérnig datt þér í hug að fara til náms í Hollandi? Sú ákvörðun að fara í húsa- gerðarlist til Hollands var tek- in að undirlagi Sigurðar heit- ins Guðmundssonar arkitekts, eftir að hafa borið saman ný- byggingar í borgum í Vestur- Evrópu eftir stríð. Hvað er að segja af skólan- um í Delft? Tækniháskólinn í Delft (80 þús. manna borg á milli Rott- erdam og Haag) var árið 1956 eini tækniháskóli landsins. S.íð- an hafa bætzt við tveir aðrir í Eindhoven og í Enschede. Drög hafa verið lögð að þeim fjórða. Bk-u þetta mjög mikiívæg skref í iðnvæðingu landsins, sem er örari en flesta grunar. í Delftskólanum einum eru á milli 9 og 10 þús. stúdentar og fer kennsla öll fram á hollenzku Á ensku eru hins vegar al- þjóðanámskeið í loftkortagerð, sem prófessor Schermerhorn fyrrv. forsætisráðherra stjórnar og svo framhaldsnámskeið í vatnsstraumafræðum (hydraulic engineering), sem prófessor Thiljsse ber hita og þunga dags ins af. Það mun 'láta nærri, að hann sé einhver bezti borgari þessa lága lands. íslendingur hef ur verið á sitt hvoru námskeið- inu, Viggó Oddsson á því fyrra og Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóri á því síðarnefnda. En hvað er þá helzt að segja af ykkar eigin háskóladeild? Húsagerðardeildin (bouw- kunde á hollenzku) hefur á að skipa nokkrum mönnum með al- þjóðafrægð, svo sem prófess- ornum van Eesteren í bæjar- skipulagi, í húsagerð van den Broek og Bakema (teiknuðu m.a. verzlunarhverfi Rotterdam borgar og van Eyck af yngri kynslóðinni. Dr. Rieaveld, einn stofnenda Stijl-hópsins, fékkst einnig við kennslu en dó um aldur fram. Holland, Finnland og Sviss eru þau lönd, sem ég persónu- lega helzt mundi kjósa til þessa náms. Þau tvö fyrstnefndu hafa hins vegar mjög langan náms- tíma eða um tíu ár með einu ári praksís. Hafa stúdentar persónuleg kynni af kennurum sínum? Sennilega meira en víðast hvar annars staðar enda er næg ur tími til þess. Með því að hafa átt sæti í stjórn félags arki- tektúrstúdenta hef ég savrt haft meiri tækifæri til þess en ella. Fyrstu raunveruleg kynni mín af van den Broek, sem er stórtækastur núlifandi holl- enzkra arkitekta, voru í sam- bandi við alþjóðasamkeppni fyrir Biennale í Sáo Paulo. Þrír stúdentar tóku þátt í þeirri sam- keppni af hálfu Hollands. Var ég þá búinn að hreppa tvenn námsverðlaun, svo mér var einn ig boðin þáttaka undir hans verndarvæng. Verkefnið var skólahverfi og báru Japanir sig ur úr býtum. Um svipað leyti sótti ég fyrir- lestra í fornleifafræði við Rík- isháskólann í Leiden. Varð það til þess að ég stjórnaði náms- ferð 26 húsagerðarstúdenta til Egyptalands sumarið 1962. Van den Broek-hjónin fóru með í þá ferð ásamt dr. Pestman fornleifafræðingi. Þetta varð ágætis ferð bæði vegna forn- minja og þar að auki unnum við brautryðjendastarf með því að mæla upp og ljósmynda gamla bæi og bæjarhverfi, sem vélknúin farartæki hafa ekki náð að kljúfa með bílastraum. Gerist þetta samt ekki í öll- um borgum sem bílar aka um? Það fer að koma að því, að menn geri sér alvarlegra grein fyrir því að fótgangandi fólk og bílar þurfa að skiljast að, ef bæjarhverfi eiga ekki að verða að byggðum eyjum á milli bíla- brautanna. í þessari sömu ferð til Egypta lands kynntist ég konu minni, sem ég kvæntist í lok fyrra árs. Við komum til Hollands var ég ráðinn af skólanum t.þ.a. vera við stofnun nýrrar háskóladeild ar í iðnvöruteiknun eða hönn- un. Seinna var ég svo fenginn til rannsókna á verksmiðju- byggðum húsum og húshlutum og er ég þar á þrigja ára sa»m- ingi sem rennur út á næsta ári. Fundur jarðgass í Norður-Holl andi og á botni Norðursjávar blómgar efnahagslíf landsins. Milljarðar rúmmetra af þessu gasi finnst á 500-800 metra dýpi fljótandi við mikinn þrýsting í jarðhellunni undir þéttu leir- lagi. Innanlands hefur verið lagt mikið dreifingarkerfi með stál- pípum og er gasið þar selt á 7-9 cent (85-110 aurar) rúm- metrinn til upphitunar. Útflutn- ingsverð til Þýzkalands, Belgíu og Frakklands mun vera á milli 4-5 cent (50-60 aurar) rúm- metrí in. Hitagildi gasins er all- mik^n hærra en gas unnu úr steinkolum. Þessi óvænta orka er þess valdandi að stórfyrirtæki þar á meðal mörg bandarísk keppast við að kaupa eða láta taka frá fyrir sig land fyrir ýmsa stór- iðju í hinum nýja Randstad Holland (Randbær Hollands) við ströndina frá IJmuiden (Amsterdam) til Antwerpen í Belgíu. í Delfzijl í Norður-Hollandi eru Hollendingar sjálfir ný- búnir að koma á stofn álverk- smiðju, — á Alsviss að því mig minnir 10 til hundraðshluta af stofnfé. Við nýtingu jarðgasins á hollenzka ríkið meginhluta hlutafjár á móti olíufélaögun- um. Á þennan hátt fær ríkis- sjóður mjög velkomnar tekjur t.þ.a. standa straum af kostnaði við byggingu óhemju dýrra sjó- varnargarða, (Deltaplan heita þær sem hafizt var handa á eftir flóðin 1953. Nú þekkjum við Hollendinga fyrst og fremst sem siglinga- og landbúnaðarþjóð. Skipastóll Hollendinga minnk ar ár frá ári, en hins vegar eykst flutningabílaeign lands- manna ótrúlega ört. í sambandi við Efnahags- bandalagið, væntanlegri sam- einingu Evrópu og uppbygging landbúnaðarkerfisins sjálfs í landinu er að koma allmikil breyting í landbúnaði landsins. Akuryrkja er nú einu sinni eitt erfiðasta og viðkvæmasta vandamál innan Efnahagsbanda lagsins, svo aukin akuryrkja er ósennileg. Þá má búast við því að naut- griparrækt standi í stað eða minnik EN HÆNSNA- OG SVÍNARÆKT eykst í öllu falli. Jafnframt þessu mun ræktun grænmetis og ávaxta í grður- húsum enn halda áfram að aukast þar til heilu héruðin eru þakin gróðurhús- um og vermireitum Annars er allt land af skornum skammti og erfitt fyrir unga bændur að fá jarðir. Nýtt nytjaland er að vísu ennþá verið að þurrka úr Sjsselmeer, fyrrum Zuiderzee en beðið er eftir því árum sam- an með hvern áfanga, að fram- burður ánna bæti jarðveginn áður en varnargarðar eru byggðir og vatninu dælt út. Svo að við snúum okkur aft- ur að húsagerðarlistinni. Hvað finnst ykkur um íslenzkar hús- byggingar? Hérna er óhemju mikið byggt og oft mjög vandað. íslenzk eld- hús eiga eftir að verða heims- fræg, ef þau eru ekki orðin það. Ef meiri samvinna og stöðlun væri í húsbyggingum mætti auka gæði bygginga og lækka byggingarverð og stytta bygg- ingartíma í einu lagi. Öllum er sennilega ljóst, að í rauninni þurfum t.d. aðeins nokkur mál af gluggum og dyrum eða að lofthæð í íbúðarhúsum mætti ákveða í eitt skipti fyrir öll, það mundi spara mikið í upp- slætti,í leiðslum og skápum svo eitthvað sé nefnt. Framhald á bls. 21 oKaiasKaii a neuisneioi, Dyggour a sex voroum, svo aö skalínn standi þurr og að snjó festi ekki umhverfis hann. Teiknaður af Jóni KristinssynL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.