Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 15
Sunnudagur 7. ágúst 1966 MORGU N BLAÐIÐ 15 Batnandi umferð- armenning Reykjavíkurbréf sl. sunnudag hófst á ósk um það, að vegfar- endur gæ-ttu varúðar um þá miklu umferðaúhelgi, svo að (blöðin þyrftu ekki að henni lok- inni að skýra frá meiri háttar iumferðarslysum. Þau ánægjulegu tíðindi gerð- ust um verzlunarmannahelgina, ist umferðin gekk eins snurðu- laust og hinir bjartsýnustu höfðu þorað að vona. Menn sýndiu yfir- leitt fyllstu kurteisi og aðgæzlu, 6vo að hjá meiriháttar bifreiðar- slysum var komizt. Gefur þetta vissulega vonir um, að hinar margþættu aðgerðir, sem bæði opinberir aðilar, einkaaðilar og fyrirtæki standa að til að draga úr slysunum, hafi þegar borið ár- *ngur. Aðvaranir til ökumanna, sem Iblöð og útvarp flytja, hafa vafa- iaust einnig sína þýðingu. Og vissulega hljóta vegfarendur all- ir að gléðjast, er hver og einn kemur heill heim eftir langar okuferðir. r Astand veganna Hin gífurlega umferð, sem nú er orðin á vegunum, einkum á Suðvesturlandi, gerir það að verkum, að bókstaflega er útilok áð að halda vegunum við, svo að þeir geti sæmilegir talizt. Óhjá- kvæmilegt er því, að á næstu ár- um verði stórátak gert til þess að Sumarnótt við suðurströndina. — Ljósm. Ól. K. M. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 6. ágúst fullgera helztu umferðaræðar landsins, enda hefur ríkisstjórn- in undir forustu Ingólfs Jónsson- ar, samgöngumálaráðherra, unn- ið að stónfelldri aukningu fjár- framlaga til vegagerðar og setn- ingu vegalaga, sem m.a. gera ráð tfyrir mal'bikun svonefndra hrað- brauta. Margir eru þeirrar skoðunar að ógerlegt verði fyrir okkur ís- lendinga að ráða við kostnaðinn af gefð varanlegra vega í nán- iustu framtíð. En þeir voru einn- ig margir, sem töldu það skýja- borgir, er meirihluti Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavík- lur lagði fram áætlun um að full- gera allar götur í höfuðborginni é 10 ára tímabili. Þá var sagt að um kosningabrellu væri að ræða, en reyndin hefur orðið sú, að gatnagerðarframkvæmdirnar báfa farið fram úr áætlun. Bylting hefur orði’ð í malbik- unarframkvæmdum, svo að gár- ungarnir hafa haft það á orði, «ð Geir Hallgrímsson, borgar- etjóri, hafi fundið upp malbikun- arvélina! En auðvitað er ekki síð tir hægt að koma við stórvirkum eðferðum við malbikun þjóð- vega en gatna höfuðborgarinnar, enda hefur mikill hluti Hafnar- tfjarðarvegar verið malbika'ður á tfiáum dögum, svo að þar er nán- ost um nýjan veg að ræða og mjög góðan. Tækninýjungar t vor tók Sementsverksmiðja tríkisins í notkun nýtt sements- iflutningaskip, sem flytur sement víða út um land. Skip þetta er útbúið afkastamiklum afferming artækjum, þannig að mannshönd in þarf lítt að koma að við upp- skipun og sparar bæði verksmiðj unni og viðskiptamönnum tíma og fé. Meginatriðið er þó hitt, a'ð sérstakur tæknilegur útbúnaður skipsins og öry ggis ú tbúna ð ur veldur því, að áhötfn þess er ein- ungis 12 menn, í stað þess, að á venjulegum skipum af svipaðri stærð eru einatt 17—18 menn. Er skipið kom til landsins oninntist Ásgeir Pétursson, for- tmaður stjórnar Sementsverk- smiðju ríkisins á það, að forráða rnenn Vélstjórafélags íslands befðu fallizt á þessa tilhögun og færði hann þeim þakkir fyrir víð sýni þeirra. N'ú, á öld tækninnar, er frum- skilyi’ði að hvarvetna sé komið við sem mestri hagræðingu, og að sem fæsta menn þurfi við bvert verk. Aukin framleiðsla og bætt afkoma byggist einmitt á því, að tæknin sé hagnýtt til ihins ítrasta. Það hefur Sements- verksmiðjan gert með byggingu þessa skips, og hafa stjórnendur Ihennar verið frumkvöðlar að því 'hér á landi að útbúa skip þannig, að sem minnstan mannafla þyrtfti til reksturs þess. Það er einnig mikils virði, að stjórn Vélstjórafélags íslands skyldi fallast á þessa tilhögun, og vonandi er að sú ví'ðsýni ríki á- fram meðal forráðamanna á sviði sjávarútvegs, að unnt verði að takmarka mannahald sem mest, enda þarf ekki ætíð að íþyngja mönnum þótt færri afkasti því, sem fleiri gerðu áður, einfald- lega vegna þess að vélarnar vinna. Listaverkin og fyrirtækin Löngum hefur það verið svo víða um heim, að auðugir ein- staklingar og fjársterkar stofnan ir hafa verið listamönnúnum styrk stóð. Þessir aðilar hafa 'keypt listaverkin og fengið lista- mennina til stanfa við ákveðin viðfangsefni, og þannig hafa listamenn fengið réttmæta umb- un fyrir störf sin. Hér á landi hefur ekki nægi- lega mikið verið gert að því að skreyta byggingar listaverkum, hvorki opimberar byggingar né mannvirki í einkaeign. Skilning- ur hefur þó farið vaxandi á því, hvert gildi listaverk gefi mann- virkjunum, og fleiri og fleiri skilja, að minna er um vert að kúldra saman víravirki, palisand er og silkibetrekki en að byggja einföld og smekkleg hús, og verja fremur fjármununum til listaverkakaupa. Á þetta er hér minnzt í tilefni af því að Lotftleiðir hafa ákveðið að setja höggmynd Ásmund ar Sveinssonar, „Skýjaklýfir' eða „Gegnum hljóðmúrinn", upp fyrir framan hótelbyggingu sína á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er ánægjuieg ákvörðun, og eiga Loftleiðamenn þakkir skilið fyr- ir. — En miklu fleiri þurfa að feta í fótsporin. Sú ætti að vera reglan, hvenær sem stónbyggingar rísa, að leita til listamannanna um að stoð, og arkitektarnir þyrftu stöð ugt að hafa það hugfast, að það er fyrst og fremst hlutverk lista- mannanna að sjá um skreyting- arnar; þeir geta veitt þeim gildi, en handverksmenn ekki, hversu mikið sem útflúrið er. En raunar er ekki nægHegt að arkitektarnir skUji þetta. Eigend ur mannvirkjanna ver'ða lika að gera sér grein fyrir því, vegna þess að þeir verða að greiða fyr- ir listaverkin — þótt raunar séu hinir listrænu hlutir síður en svo ætíð dýrari en pírumpárið. Hótunumsölu- stöðvun Innar, jafnt sanngjörnum sem ó- sanngjörnum; uppi yrðu hávær- ar kröfur um það, að úr skorti landbúnaðarvara yrði bætt með innflutningi þeirra og ólíklegt að nokkur stjórnarvöld gætu staði'ð gegn t.d. kröfu um innflutning mjólkur með flugvélum til neyzlu fyrir ungbörn. Sölustöðvunin mundi leiða til vaxandi togstreitu milli þeirra sem í sveitum búa og íbúa við sjávarsíðuna. Slíkt væri auðvit- að öilum til ills, en þó til mestrar óþurftar fyrir þá stétt, sem til- tölulega fámenn er orðin, bænda stéttina. Henni ríður einmitt mikið á því að efla skilning þeirra, sem í fjölmenninu búa, á nauðsyn öflugs landbúnaðar. Þess vegna væri mesta glapræði að hefja stríð við kaupstaðarbúa. Áreiðanlega gerir meginþorri bænda sér þessar staðreyndir Ijós ar, og þess vegna munu engir öfgamenn fá ráðið stefnu þeirra. En krafan ein um sölustöðvun hefur þegar gert bændastéttinni illt, og er vonandi að bændur beri gæfu til að kveða þær kröfu raddir niður, áður en meira tjón hlýzt af. „Hin leiðinw op; „þriðja leiðin4 Menn henda nú að vonum mjög gaman að tilraunum Fram- sóknarleiðtoganna til þess a'ð skýra, hvað þeir eiga við með því, sem þeir ýmist nefna „hina leiðina" eða „þriðju leiðina". — Formaður Framsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson, er upphafs- maður kenningarinnar um „hina leiðina". En þegar gengið var á hann og hann beðinn að skýra hvað hann ætti við með kenn- ingum sínum, vafðist honum tunga um tönn og virðist hafa uppgötvað, að ekki væri árenni- legt að skýra afdráttarlaust frá því, hvað fyrir sér vekti. En Morgunblaðið getur raunar hresst upp á minni Eysteins Jóns sonar, ef hann kynni að vera bú inn að gleyma því, hvað hann hefur frá fyrstu tíð talið helzta bjargráð í íslenzkum efnahags- málum. Það eru höft og aftur höft, þótt hann kinoki sér nú við að játa, að það er einmitt ný haftastefna, sem 'hann boðar, er hann talar um „hina lefðina". Hinn 28. janúar 1939 ritaði Eysteinn Jónsson grein í blað sitt, Tímann, þar sem hann sagði m.a.: „Við höfum beitt ’nnflutnings höftum til hins ítrasta. Þau hafa gert mikið gagn og miklu lengra verður ekki komizt í þvi efni, þótt eitthvað kynni að vinnast með harðari tökum. .. . Það verður að halda fast við takmörkun innflutningsins tii þess að átök þau, sem gerð voru til viðreisnar atvinnulífinu hefðu sem allra hagstæðust áhrif á verzlunarjöfnuðinn og gjaldeyris málin“. Á bændafundi, sem haldinn var á Akuneyri fyrir skemmstu, voru gerðar ályktanir, sem ó- neitanlega vöktu athygli, þótt ekki sé þar méð sagt að jafn mikiillar ihugunar hafi gætt af 'hálfu þeirra, sem að þeim stóðu. Þar var sem sagt látfð að því liggja, að bændur ættu að hafá samtök um það að stöðva sölu landbúnaðarafurða, ef þeir fengju ekki framgegnt kröfum, sem fram voru bornar. Út af fyrir sig er ekkert við því að segja, að hin mismunandi hagsmunasamtök setji fram kröf ur sínar; til þess eru þau stofnuð og að því vinna þau, að bæta hag meðlimanna. En er liklegt að aðgerð eins og sú, að stöðva sölu landbúnaðarafurða til að knýja fram kröfur bænda, mundi bera tilætlaðan árangur? Þeirri spurningu er áreiðan- lega óihætt að svara neitandi. Slík aðgerð mundi leiða tH þess, að viðskiptamenn bænda, fólkið í bæjunum, mundi snúast önd- vert gegn kröfum bændastéttar- Inntak stjórn- málastefnu Eysteins í þessum tilfærðu orðum Ey steins Jónssonar birtist inntak stjórnmálastefnu hans frá fyrstu tíð. Hann prísar höftin, hælistf um yfir því, að þeim hafi verið beitt til hins ítrasta, en segir þó að „eitthvað kynni að vinnast með enn harðari tökum“. Þessar skoðanir tileinkaði Eysteinn Jóns son sér á unga aldri, er hann var fjármálaráðherra íslendinga, og hann hefur haldið fast við þær fram á þennan dag. Hann hefur staðnað í gömlum kennisetning- um og trúir enn á höft og bönn, þótt allir stjórnmálamenn um hinn vestræna heim, sem lýð ræðissinnaðir telja sig, hafi varpað fyrir róða þeim aftur haldskenningum. Og Eysteinn Jónsson samdi fyrir nokkrum ár- um bækling, sem nefndur var „Handbók Framsóknarflokksins IV“, þar segir hann t.d.: „Úm leið og Framsóknarflokk- urinn hóf aftur þátttöku í ríkis- stjórn (1947) var með starfsemi fjárhagsráðs og viðskiptanefnd- ar hert á ráðstöfunum til að tak- marka innflutning og gjaldeyris- notkun, enda fór verð útfluttrar vöru þá lækkandi.... Þau (innflutningshöftin) hóf- ust 1931, en náðu þó aðeins til fárra vöruflokka og komu því ekki að þeim notum sem skyldi, enda var óhagstæður verzlunar- jöfnuður um 3,9 milljónir króna árið 1934“. Þarna er enn hælzt um yfir því, a'ð Framsóknarflokkurinn hafi stuðlað að auknum höftum og talað um „not“ þau, sem af höftunum hafi orðið. Auðvitað er það rétt, sem bent hefur verið á, að allir íslenzkir stjórnmálaflokkar hafi borið nokkra sök á höftunum, vinstri stefnunni, sem hér ríkti alltof lengi. Sjálfstæðismenn tóku þátt stjórnarsamvinnu, þar sem ýmsum höftum var beitt, þeir gerðu það af illri nauðsyn, bæði vegna þess að þá sk’orti styrk- leika til áð stjórna einir og eins af hinu, að menn treystu sér ekki til að brjóta af sér höftin á meðan hafstastefna var ríkj- andi víða í viðskiptalöndunum. En meginmunurinn er sá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð stefnt að því að afnema höftin, en Framsóknarflokkurinn hefur beinlínis hælzt um yfir því, að koma höftunum á og talið þau allra meina bót. Minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins 1949—50 undirbjó líka afnám haftanna. Framsóknar- flokkurinn fékkst þá að vísu til takmarkaðs samstarfs, en notaði fyrsta tækifæri til að eyðileggja þann árangur, sem ná’ðst hafði, og notaði síðan vinstri stjórnina til að herða höftin að nýju. Haftastefnan dýrkuð Tiilvitnanirnar í greinar og ræður Framsóknarforingjanna um ágæti haftanna eru auðvitað óteljandi. Til gamans skal hér tilfærð ein til viðbótar frá 15. aprU 1939. Þá segja þeir: „Þessi skoðun, að afnám haft- anna geti orðið einhvers konar bjargráð fyrir þjóðina, er ákaf- lega einkennileg. Erfitt er að hugsa sér ,a'ð þeir, sem raunveru lega bera skyn á viðskiptamál, haldi henni fram í ful'lri alvöru. Hitt er aftur á móti vitanlegt, að ýmsir menn hafa þá leiðinlegu ástríðu að berja höfðinu við steininn og neita staðreyndum. Ýmsir slíkir menn hafa alltaf í þrjósku sinni neitað að viður- kenna nauðsyn þess að takmarka vöruinnflutning til landsins". Þetta er trúarjátning Eysteins Jónssonar í efnahagsmálum. Hann fær með engu móti skilið, að menn geti í alvöru haldið því fram, að innflutningsfrelsi og at- hafnafrelsi eigi áð ríkja, hvað þá áð menn ætli sér að framkvæma sllíka stefnu. Hann trúði því þess vegna, að viðreisnin mundi fara út um þúfur, frjálsræðið í við- skipta- og efnahagsmálum gæti ekki leitt til farsældar, og hann trúir því enn, að „hin leiðin" — andstaðan við stefnu frjálsræðis- ins, sem nú er fylgt — sé sú eina leið, sem leiða muni til framfars og góðrar lífsafkomu. En landsmenn hafa reynt „hina leiðina" og þeir hafa réynt hana alltof lengi. Þess vegna naut Viðreisnarstjórnin öflugs stuðn- ings, er hún afnam höftin, og landslýður vottaði henni traust 1963, er hún lýsti því yfir fyrir kosningar, að hún mundi starfa áfram á sama grundvelli og áð- ur, ef hún héldi velli. Morgunblaðið er þess raunar fullvíst, að mikill meiri'hluti landsmanna sé enn þeirrar skoð- unar að „hin leiðin“ hans Ey- steins verði ekki dregin upp úr kistuhandraðanum; þar hefur stefnuskrá hans nú legið og af henni mun rykið ekki verða dust að. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.