Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 21
Suraiudagur 7. Sgflst 1996 MORGU N BLAÐIÐ 21 JóA - J0A - .. NÚ ER enn einu sinni verið að tala um þau Onassis, útgerð- armanninn vellauðuga og óperu- söngkonuna heimsfrægu, Mariu Callas. Eftir að Callas sem nú er 41 árs og Onassis, 60 ára, fyrst mættust á skemmtisnekkju hans Maria fyrir sex árum hafa þau verið óaðskiljanleg, og hefur það vald- ið hljónaskilnaði hjá þeim báð- um. Nú virðist sem ástarsam- band þeirra hafi tekið einhverri breytingu og ástæðan ku vera: Gina Lollobrigida, sem nú er 36 ára. Orðrómur mælir að nýlega hafi Onassis siglt snekkju sinni Gina „leynilega" allt Miðiarðarhafið á enda og heiðursgestur um borð hafi ekki verið Maria Callas eins og svo oft áður, heldur Gina Lollobrigida. Á meðan er sagt að Maria hafi setið í „lúxus“ íbúð sinni í París, önug í skapL Það er einnig sagt að Onassis hafi nýlega keypt eyju í gríska eyjahafinu og að Maríu hafi enn ekki verið boðið að skoða eyj- una. Sagt er að Gina, sem nýlega skildi við mann sinn, sé á góðri leið með að skipa sess Maríu Callas í lífi milljónamæringsins fræga Onassis. En skyldi Callas láta bola sér burt svo umsvifalaust. . . . Dimetrios brosir glaður til hjúkrunarkonunnar. :-x DEMITRIOS Karabelas 14 ára gamall grískur drengur getur nú brosað hamingjusamur í rúmi sínu á spítala í Bandaríkjunum, — Isl. eldhús Framhald af bls. 8 Heildarútlit bæjarins er enn þá nokkuð laust í reipum en það fer batnandi. Hafa erlendis verið gerðar miklar tilraunir t.þ.a. lækka byggingarkostnað ? Það hefur talsvert verið gert í þá átt, sérstaklega þó stöðlun og þá afnvel farið að nota reikniheila til þess að leiðrétta húsateikningar, þó mest allar lagnir. Einnig hafa reikniheilar verið látnir gera tillögur um íbúðarhús. Lagðar voru fram rúmlega þrjátíu kröfur, sem sameina átti og koma sem hag- kvæmast fyrir. Hérna var vel- flest tekið til greina svo sem: Lágt byggingarverð, ódýr út- búnaður til bygginga, lítil gatna gerð, sem minnstar opinberar lagnir, einfaldar lagnir í húsi, gott hlutfall milli lóðar og bygg ingarkostnaðar, innréttingar átti að vera eins og tíðkast, sem minnst hitatap í útveggjum og þaki, þá áttu innan dyra sam- göngur að vera auðveldastar, fjöl skyldumeðlimir áttu að geta verið út af fyrir sig. samtímis var útsýnis óskað, gangstéttir öruggar fyrir börn, hentugir bíl skúrar garður, o.s.frv. Útkoman úr þessu varð rað- hús á einni hæð, mjótt en mjög langt (25—35 m). Bílskúrinn stendur út við götu en setustofa í garðenda þess. Svefnherbergi eru við innbyggðan garð. Getið þið í lokin sagt eitthvað um hluti, sem betur mættu fara í íslezkum íbúðarhúsum? Við eigum að leggja miklu meira upp úr skjólríkum, góðum svölum. Með stálspeglum, sem endurvarpa allt að 70% af sól- argeislum og með einhverri raf- hitun er hægt að vera úti á svölum velflesta góðviðrisdaga ársins. Hina dagana mætti loka þeim af með rennihurð eða bíl- skúrshurð með miklu gleri og nota sem vetrargarð. Við kveðjum þau hjónin á teiknistofu þeirra að Suðurlands braut 6, þökkum samtalið og ósk um þeim alls hins bezta bæði erlendis og hérlendis. þar sem hann var nýlega skorinn upp við hjartasjúkdómi. Hann væri þegar láiinn af völdum sjúk dómsins ef honum hefði ekki verið unnt að fljúga til Banda- ríkjanna. Ferðina borgaði drottn ingin í Grikklandi, Anna María, en peningarnir voru teknir úr einum af sjóðum sem hún hefur stofnað þar í landi. Drottningin rekur marga sjóði og voru sumir þeirra stofnaðir fyrir peninga sem hún fékk í brúðargjöf frá fólki í heimalandi sínu. Dr'ottningin ákvað sjálf á sínum tíma að peningana skyldi nota til eflingar menningar- og félagsmála í Grikklandi. ,-K Þessar tvær myndir af 21 árs gömlum Skota, Angus Barbieri, sýna augljóst hve mikið er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi. Hann er 185 cm á hæð og vó fyrir ári 472 pund. Nú hefur hann á einu ári grennzt niður í 178 pund, enda hefur mataræði hans þennan tíma eingöngu ver- ið te, kaffi, vatn og vítamíntöflur að læknisráði. Við meltingarstarfsemi hans er ekkert athuga- vert, fitan stafaði eingöngu af ofáti. Áður en Angus byrjaði á matarkúrnum vann hann í fiskbúð, og hyggst hann halda áfram starfi sínu eftir sumarfrí á Spáni. Sofía Loren á nú von á barni Hún er núna við kvikmynda- upptökur á Suður ítalíu, þar sem hún kunngerði þessa gleði- legu frétt. — Þetta á ekki að verða mitt einasta barn, segir hún. Alveg frá því að ég var smástelpa hef ur það verið ein af mínum heit- ustu óskum að eignast þrjá ó- þekka syni. Sú ósk mín skal fá að rætast. . . . Þegar fæðingin nálgast ætlar Sofía og eiginmaður hennar að hverfa aftur heim á landsetur sitt fyrir utan Róm til að vera sem mest út af fyrir sig. JAMES BOND James Bondl BY IAN FIEMING ORAWING BY JOHN McLUSKY I —X- Eftii IAN FLEMING Um leið og Austurlandahraðlestin skrölti inn í Simplonjarðgöngin. JÚMBÖ —K—< - Byssan, falin i bók Nash’s, leiftraði einu sinni. Ljúfa drauma, karl minn. Ég hneig niður á gólf klefans. TeiknarL- J. M O R A Við sólarupprás vekur skipstjórinn Júmbó. Kannske þeir geti nú gripið Alf og félaga i rúminu. Þeir koma sér saman um að láta Spora sofa áfram, hann verður hvort sem er ekki til neins gagns. — Við skulum læðast með ýtrustu var- færni að fjar . _num, leggur Júmbó til. K- apmaðurinn sór að vísu, að haim .. aiki selt Alf vopn — en bezt er að fara að öllu með gát. Skipstjórinn finnur góðan, gildan staf, hann er þó betri en eskkert. Framundan eru maísakrar gamla mannsins og meðfram þeim kýs Júmbó að ganga. Hinar þéttvöxnu, háu maisjurtir munu skýla þeim svo að þeir sjáist ekki. Komi nú bara það sem koma vili . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.