Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 19
Sunnudagur 7. ágúst 196t MORGU N BLAÐIÐ 19 íbúur Btmnahlíðnr Veit ekki einhver ykkar um spunarokk og snældu- stokk, sem farið var með húsavillt í götunni, — fyrir mörgum árum. Vinsamlegast símið í 1-47-73. FÉLAGSLÍF Víkingar, knattspyrnudeild 2. og 3. flokkur. Æfingatafla verður það sem eftir er sumars sem hér segir: 3. fl. A, BogC. Miánudaga kl. 7. Miðvikudaga kl. 8. Fimimtudaga kl. 7. 2. fl. A og B. Mánudaga ktt. 8.30. Fimmtudaga kl. 8.30. Geymið töfluna. Mætið stundvíslega. Þjálfari. SAMKOMUR Samkomuhúsið Zion, Óðinsgötu 6 A Almenn samkoma á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. Heimatrúboðið. Hjálpræðisherinn Sunnudaginn kl. 1>1.00 helg- unarsamkoma. Kafteinn A. Bognöy talar. Ktt. 16.00 úti- samkoma á Lækjartorgi. Kl. 20.30 fagnaðarsamkoma fyrir kaftein Sölvi Aasoldsen. — Brigader Henny E. Driveklepp stjórnar samkomum dagsins. Allir velkomnir. FELAGSLIF Vikudvöl í Kerlingarfjöllum N æ s t a námskeið hefst 9. ágúst. Verð 3650 kr. fyrir 6 daga, 4100 kr. fyrir 7 daga. Innifalið: ferðir, gisting, fæði, skíðakennsla, leiðsögn í göngu ferðum, kvöldvökur. Uppl. hjá Þorvarði örnólfs- syni, s. 10 4 70 og Ferðafélagi íslands, s. 1 95 33. Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum. BIFREIÐ/VSÖLUSÝIUING SELJUM í DAG: Rambler Classic, árg 1964. NSU Prin* 1000, árg. 1965, verð og greiðsliur samkomu- lag. Willys Station, árg. 1955—59. Moskwitch, árg. 1957—64. Austin Gipsy, diesel, 1963. Góður bíll. Chevrolet, árg 1955—64,- Pengó, árg. 1965. Ýmis skipti koma til greina. Volkswagen, árg. 1956—66. Volvo 544, árg. 1963. Volvo Station, árg 1963—64. Taunus M 17, árg. 1965. Taunus M 12, árg. 1963. Ofantaldir bílar verða til sýn- is og sölu á staðnum ásamt tuga bíla af öllum gerðum og árgöngum. — Gjörið svo vel og skoðið bílana. Bifreiðasalan Borgartúni 1. Símar 18085 og 19615. — Listfengu ÍFramhald af bls. 10 breið á einum stað í reisn sinni og öræfatign. En mesti kjörgripurinn hér inni er án efa skrín eitt forkunnarfag- urt, sem Kristján hefir gert og skreytt allt myndum úr nor- rænni goðafræði. Þar má sjá óðinn Valhallarbónda hleypa Sleipni hinum áttfætta á sprett og Ása-Þór láta tröll og þursa kenna á hamrinum Mjölni. Miðgarðsormur ligg- ur illúðlegur eftir mæninum endilöngum. Þegar við göngum út úr stofu Kristjáns, liggur leiðin upp á loftið í gegnum geymslu herbergi. Undir einum veggn- xun þar rekum við augun í Ikistu eina mikla og fornlega úr sterklegum viði og stend- ur stór lykill á borð við með- alkirkjulykil í skránni, sem læsir kistunni. Hér er geymd- ur mjölmatur, sykur o.fl. — Þetta er fangakista, segir Sigurfljóð Sörensdóttir, kona Sigurðar Halldórssonar, og bætir við hlæjandi: — Hún er nú ekki ætluð til að geyma í fanga eða brotamenn eins og ýmsir halda, sem .. heyra orðið í fyrsta sinn, held 4 ur föng, matföng. Hún er öll | úr heilum viðum. Kristján Eld 7 jám hefur sagt okkur, að J hann viti til, að fjórar slíkar I séu til í landinu, allar frá mið i öldum, annars veit enginn, | hve gamlar þær eru. o — Þetta er nú enginn stofu 1 gripur, bætir Aðalgeir við, — 4 en þeir eru nú sagðir hafa torf og grjót inni hjá sér i nýju húsunum í Reykjavík, og þá held ég að kistan sú arna ætti að geta sómt sér þar líka. — Bjarni heitinn bróðir okkar smíðaði lykilinn upp, en hann er alveg eins og sá upphaflegi. — Segðu mér, Aðalgeir, hafið þið systkinin fengizt lengi við listiðju ykkar? — Við höfum fengizt við þetta í áratugi eða siðan mað- ur fór fyrst að geta eitthvað, en við höfum bara ekki getað sinnt þessu hin seinni ár eins og við hefðum viljað fyrir öðrum störfum. — Hefir þú lært að mála, eða ertu sjálfmenntaður? — Ég hef nú ekki lært að mála, enn ég vann við húsa- málun hjá Hauki heitn- um Stefánssyni á Akureyri part úr vetri, og hann var að segja mér ögn til. Þá komst ég inn í viðarkolateikning- una, hann hafði þetta efni að vestan, var búinn að vera nokkur ár á listaháskóla í Chicago. Annars hef ég mest þreifað mig áfram. Aðalat- riðið er að fá augu og hend- ur til að vinna saman. — Ég hef séð að minnsta kosti tvö orgel hér í húsinu, svo að þið iðkið tónlistina líka auk annarra lista. — Já, það er mest Sigurð- ur bróðir minn, sem spilar á hljóðfæri, þ.e.a.s. orgel, Kristj án spilar nokkuð líka. Bjarni heitinn spilaði á fiðlu. — Hefðirðu ekki viljað geta gert listina að ævistarfi? — Blessaður vertu, við höf- um aldrei verið gefnir fyrir búskap, þó að hann hafi orðið lífsbjargarvegurinn. Þetta er heldur ekki nokkur búskapvir hjá manni, þetta 50 ær og 7 kýr og eitthvað svipað hjá hinum. — Hvað er margbýlt hérna? — Það er þríbýli. Á ein- um partinum búa Skúli Sig- urðsson og Guðríður Sigur- geirsdóttir, á öðrum Sigurður bróðir og Sigurfljóð og svo erum við, ég og systur mín- ar, með þriðja búið. Heimils- fólkið er alls 11 manns auk tveggja aðkomubarna, sem hér eru í sumar. Það má vel vera, að þessi systkini séu ekki gefin fyrir búskap og hefðu heldur vilj- að verja kröftum sinum að öðrum viðfangsefnum, sem veittu þeim meiri svölun. En það sér ekki á. Öll umgengni . utan húss og innan ber vitni um hina mestu snyrtimennsku og fágun. Myndarleg hús, mikil ræktun, jarðvatnshitun, heimilisrafmagn í 40 ár. Ein- hvem tíma hefir verið tekið til hendinni við annað en pensil, nál og tálguhníf. En er ekki saga íslenzkrar þjóð- menningar einmitt ofin pátt- um brauðstrits og menntun- ar, listar og lifsbjargarvið- leitni, skyldu og skemmtunar, þar sem þessir tveir þættir hafa orðið hvor öðrum og menningu vorri til styrktar? Það er stundum hollt a ðgera fieira en gott þykir. Er ekki líf og starf fólks eins og systkinanna á Stóru- Tjörnum fegursta listaverk- ið? Sv. P. Hið iullkomna hjónaband — gjöf lífslns til yðar C. D. Indicator er hin sjálfsagða eign hverrar konu. Hvort heldur* sem þér óskið eftir að eignast barn, eða viljið fresta barneignum um sinn, er C. D. Indicator jafn ómissandi fyrir yður. Aðeins það fólk, sem lifir fullkomlega eðlilegu hjónalífi, — eins og gert er ráð fyrir frá náttúrunnar hendi — veit hvaða þýðingu það hefur. Engin óánægja, kvíði eða áhyggjur í samlífi hjónabandsins, engar óróman- tízkar varnaraðferðir, sem einnig, hvað marga á- hrærir, eru skaðlegar fyrir heilsuna, þegar til lengdar lætur. — Vinsamlega sendið eftirfarandi afklippu — ásamt svarfrímerki (kr. 10,00) — og vér sendum yður að kostnaðarlausu upplýsingar vorar. — Ódýrt. — Auðvelt í notkun. — íslenzkur leiðarvísir. C. D. INDICATOR, Pósthólf 314, Reykjavík. Sendið mér upplýsingar yðar um C. D. INDICATOR. NAFN: HEIMILI: OPEL Reckord 1964 er til sölu. Bifreiðin er vel útlítandi og verður sýnd við Háaleitisbraut 52, sunnudaginn 7. ágúst, kl. 17—19 og mánudaginn 8. ágúst kl. 11—12 f.h. Koupsýslumenn Maður vanur enskum bréfaskriftum, meðferð inn- flutnings- og útflutningsskjala o. þ. h. óskar eftir atvinnu hálfan daginn. — Vinsamlegast leggið inn bréf hjá afgr. Mbl. merkt: „Correspondent — 4601“. N auðungaruppboð Eftir kröfu Iðnaðarbanka íslands h.f fer fram nauð ungaruppboð að Borgartúni 3, hér í borg, þriðjudag- inn 16. ágúst 1966, kl. 2 síðdegis og verður þar seldur þurrkari (Tullis) eign Borgarþvottahússins h.f. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. A A * lltsala — Utsala — Utsala * Utsalan hefst á morgun BARNAKJÓLAR UNGLINGAKJÓLAR BARNAPEYSUR BARNANÁTTFÖT UNGBARNAFATNAÐUR UNDIRKJÓLAR, dömustærðir o. m. fl. Mikil verðlækkun. * TTZE RZ X-lZrZTI ZT- GRETTISGATA 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.