Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Sunmidagur 7. ágúst 196^ Dr. Wcrncr Blunck, ræðismaður íslands í Hannovcr við málverk eftir Jó hann Bricm. Norrœn listasýn- ing í Hannover MBL. FFKK nýlega fréttabréf frá konsúl ísiands í Hannover, Dr. Werner Blunck, þar sem hann segir frá listasýningu, sem haldin var í Hannover, dagana 26. júní til 31. ]úli. Á sýnir.gunni voru verk lista- manna frá Nyrðurlöndunum 5, en hún var haldín í Rambergsal Listahallarinnar í Hannover. Við opnun sýnmgarinnar, sem fram fór við hátíðiega athöfn, voru m.a. viðstödd sendiherra ís lands í V-I»ýzkalandi, Magnús V. Magnússon, og kona hans. Kvöldið áður en sýningin var opnuð höfðu konsúlar Norður- landanna fimm móttöku í sýn- ingarsalnum. t>ar hélt formaður listasambandsins í Hannover, Neuffer, ræðu. þar sem hann bauð gesti sýningarinnar vel- komna. Við það tækifæri lýsti hann því yfir, að þessi sýning myndi sú fyrsta, sem efnt hefur verið til í V-Þýzkalandi um langt skeið, þar sem málverk og högg- myndir listamanna allra Norður landanna væru sýnd. Dagblöð í Hannover hafa ritað mikið um sýnir.guna, og fara flest þeirra lofsanúegum orðum um listamennina og verk þeirra. Konur fleiri en karlar í stóru hœjunum Karlmenn þó fleiri á óllu landinu en Reykjavík virðast þó vera aðeins fleiri karlmenn, nema á Akureyri, sem er eins og Reykja vík. ÍSLENDINGAR voru 193.758 á öllu landinu í desember 1965 samkvæmt endanlegum tölum Hagstofu íslands. Karlar voru heldur fleiri eða 97.944 og konur Tveir þýðingar- miklir leikir í Laugordol UM helgina verða leiknir tveir þýðingarmiklir leikir í 1. deild knáttspyrnumanna. í dag leika á Laugardalsvelli Valur og Akur nesingar. Leikurinn verður kl. 8 í kvöld. Valsmenn gætú með sigri unnið sér það forskot sem áður myndi veitast erfitt að vinna upp, en Akurnesingar geta með sigri ennþá haldið opn um sigurmöguleika í mótinu, en með tapi myndi hann dvína mjög. Annað kvöld leika KR og Þróttur en sá leikur er hálm- strá Þróttar til að forðast fallið í 2. deild. Með sigri geta þeir náð KR að stigum — og átt von, en sennilega munu íslandsmeist arar KR vilja koma sér úr fail- hættunni. Kínverjor flýja Indónesíu Djakarta, 6. ágúst, NTB.. KÍNVERJAR hverfa nú sem óð- ast frá Indónesíu og snúa aftur heim til Kína. Hópur 150 manna hélt frá Djakarta i dag með ítölsku farþegaskipi, flestir þeirra ungir stúdentar sem hætt hafa námi eftir lokun skóla í dreifbýlið. í öðrum kaupstöðum Indónesíu í fyrra mánuðL Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda settur á morgun 95.814. Af þessum mannfjölda voru 78.399 í Reykjavík og þar eru karlmenn í minnihluta eða 38.288 talsins á móti 40.111 kon um. Þetta kemur heim og saman við ummæli Áka Péturssonar á Hagstofunni, í erindi um mann- fjölda á íslandi, er hann flutti á búfræðiþinginu. Sagði hann m.a. að konurnar hefðu verið brautryðjendur í að skapa þétt- býli, verið á undan í að flýja Á MÁNUDAG kl. 10 árdegis mun aðalfundur Stéttarsam- bands bænda settur í Bænda- höllinni og mun fundurinn standa til þriðjudagskvölds, að því er Kristján Karlsson, erind- reki tjáði MbL í gær. Kristján kvað fundinn fjalla um venjuleg aðalfundarstörf auk þess, sem mikið yrði rætt um afkomu og horfur bænda vegna tekjurýrnunar þeirra í sambandi við lækkun útsölu- verðs á mjólk. Kristján sagði, að útflutningsuppbæturnar nægðu ekki til að bæta upp allan út- flutning landbúnaðarvara á þessu ári, þar eð þær væru tak- markaðar við 10% af heildar- framleiðslu miðað við það verð, sem bændur fá. Þessi 10% væru lögð fram af ríkinu til þess, að nóg yrði framleitt. Agnar Kofoed og flugmálin — 30 ára afmæli Ráðning hans sem flugmálaráðunauts markaði upphaf óslitinna afskipta stjórnarvalda af flugmálum í dag eru liðin 30 ár síðan Agnar Kofoed Hansen varð flugmálaráðunautur íslenzkra stjórnvalda. Var það í raun- inni upphaf óslitinna afskipta stjórnarvalda okkar af flug- málum. Haraldur Guðmundsson var þá ráðherra samgöngumála — og í rauninni fyrsti íslenzki flugmálaráðherrann, eins og Agnar Kofoed Hansen komst að orði, er hann minntist af- mælisins lítillega s.l. föstu- dag. Heimsóttu hann þá flug- málaráðherra , Ingólfur Jóns- son, svo og Haraldur Guð- 1 mundsson. í þessu tilefni bauð flugmálastjóri einnig Axel Kristjánssyni, sem var fyrsti skoðunarmaður flugvéla á ís- landi, Sigurði Guðmundssyni, ritstjóra Þjóðviljans, og Pétri Ólafssyni, fyrrum blaðamanni við Morgunblaðið. „Hið góða samband mitt við blöðin var ákaflega mikilvægt á þeim árum, þegar verið var að ryðja fluginu braut — og þeir Pétur og Sigurður voru alltaf jafn hjálplegir. Þriðji maðurinn í hópi blaðamanna, i sem ég minnist einkum frá þessum árum, var Vilhjálmur S. Vilhjálmsson". Agnar Kofoed Hansen hef- ur manna lengst starfað að íslenzkum flugmálum og jafn an gegnt forystuhlutverkL Fyrsta verkefni hans sem flugmálaráðunauts var að kanna lendingarskilyrði á ýmsum stöðum á landinu, því þá þegar höfðu menn gert sér grem fyrir því, að landflug- vélin yrði okkur hagkvæmari en sjóflugvélin, þótt hingað væru keyptar sjóflugvélar í byrjun — af eðlilegum ástæð- um. Eftir stríðslokin tók Agnar við embætti flugmálastjóra, en um þær mundir hófst upp- bygging íslenzkra flugmála fyrir alvöru. „En það var mikilvægt fyrir okkur að geta byrjað fyrir stríð“, sagði Agnar — „því ef skilningur- inn á flugmálunum hefði ekki vaknað fyrr en með stríðinu, hefði þróun þessara mála orð ið mun hægari — og byrjun- in eftir stríðið prðið erfiðari“. Þótt mikið hafi verið unn- ið að margs - konar fram- kvæmdum ^ sviði flugmála undanfarin ár „þá er flug- vallagerð okkar í rauninni að hefjast um þessar mundir“, sagði flugmálastjóri. Sjálfir gerðum við ekki tvo aðalflug- vellina hér sunnanlands — og nú fyrst er verið að byrja á malbikun flugvalla úti á landi. Hins vegar hefur mikilvægum áföngum verið náð í þróun flugöryggisþjónustunnar — og mega „gömlu“ flugmennirnir .muna tímana tvenna. f upp- hafi flugsins voru hér engin flugleiðsögutæki og urðu þeir þá að bjarga sér á áttavitan- um einum. Ingólfur Jónsson, flugmála ráðherra, sagði nokkur orð við þetta tækifæri — og byrjaði á því að varpa þeirri spurn- ingu til Haralds Guðmunds- sonar, hvort hann væri ekki ánægður með ráðningu Agn- ars fyrir 30 árum. Síðan sagði Ingólfur, að sennilega væru flugmál okkar í allt öðru á- standi, ef ekki hefði notið við brennandi hugsjónar og dugn aðar flugmálastjóra. Agnar hefði farið margar djarfar ferðir á flugmannsárum sín- um, en hann hefði líka oft þurft að leggja fram alla sína krafta í erfiðu starfi. „í okk- ar fámenna landi hlýtur allt- af að verða fjárskortur, því við viljum byggja upp á sem flestum sviðum — og flýta öllu. Ef litið er yfir farinn veg getum við hins vegar fagnað því, sem áúnnizt hef- ur. Erlendir gestir eru t.d. undrandi yfir því hve langt við erum komin í flugmálum. Það væri rangt að segja, að hægt væri að þakka þetta einum manni. En enginn einn maður hefur unnið jafnmikið fyrir íslenzk flugmál og Agn- ar Kofoed Hansen“, sagði flugmálaráðherra. Hann bætti þvi við, að vegna persónulegra sambanda og vináttu við erlenda framá- menn hefði flugmálastjóra tek izt að fá hingað útbúnað í flugöryggiskerfið — útbúnað, sem væri tugmilljón króna virði. Að lokum þakkaði Ingólfur Jónsson flugmálastjóranum á- nægjulegt samstarf. Sagði hann, að Agnar Kofœd Han- sen gæti verið ánægður með sitt mikla starf, þótt stund- um hefði blásið gegn honum í viðræðum við fjármálastjóm ina. Agnar væri skapmaður mikill og hann hefði ekki alltaf leynt því, að hann hefði oft verið ánægður með þær fjárveitingar, sem flugmálin hafðu fengið. Og mál sitt hefði hann alltaf rökstutt vel. — En í mörg horn væri að líta og vonandi yrði kaflinn í flugmálasögu okkar jafn- ánægjulegur og fyrstu 30 ár- in. Haraldur Guðmundsson, fyrrv. ráðherra, sagði því næst nokkur orð — og lagði áherzlu á það, að Agnar Kofoed Han- sen hefði verið í fararbroddi í uppbyggingu flugmálanna. Þegar hann hefði verið ráð- inn flugmálaráðunautur 21 árs að aldrei hefðu verkefnin verið lítil — og engin flug- vél til í landinu. En flugmála stjóri hefði búið yfir þeim góða eiginleika að hafa vaxið með hverju verkefni, það væri hans einkenni. Haraldur sagði að sig grunaði, að enn stærri verkefni biðu fram- undan, m.a. að tryggja rétt- mætan skerf okkar í alþjóð- legum flugsamgöngum. Það yrði e.t.v. erfiðasta skert okk- ar í alþjóðlegum flugsam- göngum. Það yrði e.t.v. erfið- asta verkefnið. „Við eigum ekki aðra ósk betri, en að á- vöxturinn verði jafnmikill og ! góður og hann hefur orðið , i fram til þessa“, sagði Harald- ur Guðmundsson. i Agnar Kofoed Hansen þakk aði hlý orð og vinsamleg um- i mæli, sagðist einnig vilja 7 þakka hinum fjölmörgu, sem I ekki væru viðstaddir — en unnið hefðu að flugmálum af mikilli elju og bjartsýni. Hann þakka^i gott samstarf við blöðin og sagðist vona, að skilningur þeirra á þörfum og þýðingu flugmálanna yrði ekki minni næstu 30 árin en hann hefði verið — og hann 1 sagðist trúa því, að íslenzkt flug ætti mikla framtíð. Og á 1 meðan við ættum forráða- i menn, sem skildu, að flugið , væri það, sem koma skyldi, . þyrftum við ekki að hafa á- iiyggjur af framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.