Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIB Sunnuö.agur 7. ágúst 1966 FÁLKAFLUG ••••••••••••• EFTIR DAPHNE DU MAURIER Tónnm var hæðnislegur, en augnatillitið, sem hún sendi hon um, var uppörvandi. Húsmóðirin var reiðubúin til að taka þátt í nýju, táknrænu flugi. Ég hugs- aði um svipleysið á andlitinu á henni, þegar ég haíði gengið með henni heim úr kirkjunni, og samlíkingin var ekkert að státa af fyrir mig sem þríðja mann. — Hvað sem öllu öðru iíður, sagði ég, — þá töldu íbúarnir í Ruffanó hann vera skrímsl og hófu blóðuga uppreisn gegn hon- um og hirð hans. — Og eigum við að fá það að horfa á á hátíðinni? spurði hún. — Spyrjið ekki mig, heldur Aldo, svaraði ég. Hún gekk yfir að stólnum hans með líkjörsglasið í hend- inni, raulaði eitthvað í hálfum hljóðum og það hvernig hún laut yfir haim þar sem hann sat í stólnum, fannst mér bera vott um girnd. Aðeins nærvera mín, afstýrði því, að hún snerti hann. — Jæja, sagði hún, — eigum við þá að fá uppreisn og ef svo er, hver á þá að stjórna henni? —Það er auðvelt mál, sagði hann. — Auðvitað V og H-stú- dentarnir. Þeir eru hvort sem er tilbúnir að gera uppreisn. Hún lyfti augnabrúnum til mín og setti glasið sitt á slag- hörpuna. — Það yrði þá nýj- ung, sagði hún. — Ég hélt að Listadeildin ætti að einoka há- tíðina, eins og hingað tiL — Ekki að þessu sinni, sagði hann. — Þar eru ekki nógu margir til þess. Hún tæmdi glasið sitt, eins og ódáinsdrykk drottningarinn- ar fyrir flugið, og settist svo á stólinn við hljóðfærið. — Hvað á ég að spila fyrir ykkur? spurði hún. Spurningin var mér ætl- uð og brosið sömuleiðis. En tónn inn í röddinni, stelling hennar og hendurnar, sem biðu tilbúar — þetta allt var ætlað bróður mín- um. — Arábeskuna, sagði ég. — Hún er kynlaus. Hún hafði fylgt mér síðan i gær, aðkomúmanninum, aðskota dýrinu á mínu eigin heimili, um kringdum af afturgöngum. Stíg andin og fallandin og titrandi tónamir höfðu vakið hjá mér heimþrá. En nú var kvöld og Aldo var í húsinu. Slaghörpu- leikarinn, sem í gær hafði leik- ið af eintómri kurteisi ,reyndi nú að tæla bróður minn á þann hátt, sem henni var ósjálfrátt eiginlegur. Arabeskan, sem þús- undir nemenda léku um allt landið var nú orðin að ástar- dansi, ginnandi og í blygðunar- lausum. Mig furðaði á því, að hún skyldi afhjúpa sig svona, og ég sat uppréttur og horfði upp í loftið. Þaðan sem hún sat í skugga af lokinu á slaghörp- unni, gat hún ekki séð manninr, sem hún var að reyna að töfra. Hann hafði tekið upp blýant og var að krota í minnisgreinarnar, sem ég hafði þýtt, rétt eins og hann heyrði alls ekki tónlistina. Debussy, Ravel og Chopin létu hann algjörlega ósnortinn. Tón- list hafði al-drei verið nein á- stríða hjá Aldo. Ef frúin lék fyr- ir hann, þá hafði það ekki meiri áhrif á hann en götuumferðin úti_ fyrir. Ég gat illa þolað, að hún gerði sér þessa fyrirhöfn fyrir ekki neitt, svo að ég kvekti mér í vindlingi og tók að ímynda mér, að ég væri í hans sporum, og þegar tónlistin þagnaði, skyldi ég standa upp af stólnum, ganga að baki henni og grípa höndum um augu hennar og hún mundi 'horfa upp til mín. Og þessi ímyndun færðist í aukana, eftir því, sem hún lék hraðar. Það var alveg óþolandi, að ég skyldi sitja þarna, steinþegjandi og hlusta á þennan boðskap hennar, sem var alls ekki mér ætlaður, því miður. Enda þótt Aldo hefði engan áhuga á tónlist, efaðist ég ekkert andartak um, að hanri skildi boðskap hennar, og ég óskaði 'honum ánægju og henni fullnægingar, en að njóta þann ig sambands iþeirra, var vægast sagt vafasöm ánægja. Kannski hefur hún skynjað, hve illa mér leið, því að snögg- lega skellti hún aftur lokinu og stóð upp. — Jæja, sagði hún, — er nú uppreisnin farin út um þúfur? GetUm við nú öll slapp- að af? Hafi þetta átt að vera háð, þá <§> I. DEILD NJARÐVÍKURVÖLLUR: í dag, sunnudag, 7. ágúst, kl. 4, leika IBK - ÍBA ^ Dómari: Grétar Norðfjörð. LAUGARDALSVÖLLUR: í dag, sunnudag, 7. ágúst, kl. 8, leika Yalur — ÍA Dómari: Magnús Pétursson. LAUGARDALSVÖLLUR: Annað kvöld, mánudag, 8. ágúst, kl. 8, leika Þróttur — KR Dómari: Guðjón Finnbogason. BIKARKEPPNIN MELAVÖLLUR: í dag, sunnudag, 7. ágúst, kl. 4, leika Fram a - Breiöablik Dómari: Halldór Hafliðason. MÓTANEFND. hafði það álíka lítil áhrif á bróð ur minn og tónlistin 'hafði haft. Hann leit á hana, fann, að hún var hætt að leika og var að tala við hann, svo að hann lagði frá sér blöðin. — Hvað er klukkan? Er mjög framorðið? spurði hann. — Klukkan er tíu, svaraði hún. — Mér fannst við vera rétt að ljúka við að borða, sagði hann. □-----------------□ □------------------□ Hann geispaði, teygði úr sér og stakk blöðunum í vasann. — Ég vona, sagði 'hún, að þú sért búinn að ljúka við byrjun- aratriðið — ef það þá er það, sem þú hefur verið að melta með þér allt kvöldið. Hún bauð mér í glasið aftur, en ég afþakkaði og tautaði eitt- hvað um, að yrði að fara að hypja mig heim í Mikjálsgötu. Aldo brosti en hvort það var að kurteisi minni, eða glósunni, sem frúin hafði sent mér vissi ég ekki. — Byrjunaratriðið mitt, sagði hann, — sem var nú annars samið fyrir mörgum vikum, fer fram utan leiksviðsins, eða ætti að gera það, ef við viljum vera hógværir. — Eru það dunurnar af hófa- takinu? spurði ég. — Jehu-atrið ið? — Nei, nei, sagði hann og hleypti brúnum, — það kemur ekki fyrr en í lokin. Fyrst verð- um við að hafa það, sem er spennandi. — Og hvað áttu við með þvíf spurði frúin. — Fíflunin á konunni, eða það sem þýzkarinn minn kallar „saurgun á eiginkonu góðborg- ara nokkurs". Nú varð lengi þögn. Þessi til- vitnun Aldos í minnisgreinarn- ar, sem ég hafði skrifað fyrir hann, kom á óheppilegri stundu. Ég hljóp á fætur, með óþarflega áberandi fararstjórabros, og sagði frú Butali, að ég yrði að vera kominn í vinnu í bókasafn inu klukkan níu í fyrramálið. Þetta var að mínu áliti eina ráð ið til þess að rjúfa þessa þögn, sem var orðin svo þvingandi, en svo sá ég líka, að brottför mín gæti einmitt átt vel við það, sem nýbúið var að segja. „ — Látið þér ekki hann hr, Fossi ofþjaka yður né sjálfara sig, sagði frúin og rétti mér hönd ina. — Og komið þér aftur, hve- nær sem yður langar að hlusta á tónlist. Ég þori vel að minna yður á það, úr því sem komið er, að þetta hús var einu sinni arry =3taines LINOLEUM Parket gólfflísar .__. Parket gólfdúkur — Glæsilejpr litir GRENSÁSVEG 22 24 (HORNI MIKLUBRAUTAR) SÍMAR 30280 8. 32262 PLAIN i _________„ chocolate whojemealD 'Zl&ítiMr.. 'j.Kiv w SnWV-K, ;mh> Meredifh & Drew LtdLondon, þekktustu kex bakarar Bretlands síðan 1830. M&D-kexið er óviðjafnanlegt að gæðum og verði. CHocourt T H I N S ' Fjölbreyttast úrval. |á,Gream Crackers ^te-kex), Family Favourites og Crown Assorted Creams (blandað kex), Royal Orange Creams, Bitter Lemon Creams, Jam Creams og Coconut Creams (krem-kex), Fig Roli (fíkjukex). Rich Highland Shorties, Ginger Fingers (piparkökur), Granny's Cookies (síróps kex), Garibaldi og Fruit Shortcake (kúrennukex), Cheese Specials (ostakex), Snapcrakers (saltkex), Bacon-Snacks, Bacon flavoured Snaps og Chicken Snaps (cocktailkex), Plain Chocolate Wholemeal, Milk Chocolate Wholemeal, Chocolate Orange Thins, Milk Chocolate Elevenses og Four Aces (súkkulaðikex). SNIBJÖBPfiN hf Heildsölubirgðir Símar 13425 og 16475.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.