Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 17
Sunntidagur 7. ágúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Að fylgja eftir mann- réttindayfirlýsingunni - er eitt merkasta mál Samtaka háskólakvenna Alþjóðasamtaka háskólakvenna Viðtal við frú Hottel, forseta f NÆSTU viku hefst á ís- landi þing alþjóðasamtaka há skólakvenna, sem sækja fuii- trúar frá 50 löndum, einn frá hverju auk stjórnarmanna, fulltrúa ýmissa nefnda o.fl í félögum háskólamenntaöra kvenna í þessum 50 löndum eru 210 þús. meðhmir, en höfuðstöðvar samtakanna eru í London. Forseti alþióðasam takanna er bandarlskur dokt- or í félagsfræði, Althia K. Hottel. Hún kom til íslnnds fyrir nokkru, til að ferðnst um og sjá landið áður en fundir hefjast — Þannig stóð á flugferðum, sem ég gat fengið, að ég varð að stanza fyrir en ekki eftir þingið, eins og ég hafði ætlað mér, sagði hún í viðtali við Mbl. á Hótel Holt. >ar hittum við hana ásamt formanni Kven- stúdentafélags fslands, frú Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Frú Hottel lagði stund á félagsfræði og fræðslumál og hefur háskólapróf í» þessum greinum frá Pennsylvaniu- háskóla, auk þess sem hún hefur hlotið 11 heiðursgráð- ur frá ýmsum háskólum. Hún varð síðan fyrirlesari við háskólann í Pensylvaniu 1936 til 1959 og var jafnframt deildarforseti við þann skóla. — Ég fór svo snemma á eftir laun, til þess að geta gefið mig að öðrum málefnum, seg ir hún. Og þá kusu þeir mig í stjórn. Svo ég hefi það upp úr því að vinna fyrir ekkerc í stað þess að vera á launum. I>að hefur þó þá kosti, að nú legg ég línurnar og þarf ekki að koma málunum í framkvæmd. Það er miklu betra. Svo lengi þurfti ég að koma í framkvæmd fytirmæl um, sem aðrir ákváðu. Og er við spyrjum hana um 3törf hennar í þágu háskóla- kvenna, kveðst hún hafa ver- ið forseti í ameríska félaginu 1947—1951 og þannig Komizt í nána snertingu við albjóða samtökin. Þar var hún hefnd arforseti í 6 ár, þá varafor- seti og nú forseti 1965 til 1968. Hún starfar mest í fræðslu nefndum, en er þó forseti allra nefnda. Aðspurð um menntun kvenna í þessum 50 löndum, þar sem háskólakvennafélög starfa, segir frúin að þar séu mörg og ólík menntunarkerfi. Þessar háskólamenntuðu kon ur komi því frá ólíkum að- stæðum og tali mismunandi tungumál, en eigi þó mikið sameiginlegt, Þær hafi áhuga á menntun í heiminum og alþjóðamálum. í mörgum löndum hafa konur mögu- leika til að fá þá beztu mennt un, sem þar er á boðstólum. En lengi vel var það aðeins lítill hópur þeirra, sem gat notað sér þetta. T.d. var skóla kerfið í landinu oft ekki nógu gott til þess að það veitti nokkur tækifæri til fram- haldsmenntunar. Samkvæmt tölum úr skýrslum Samein- uðu þjóðanna séu 700 millj. manna ólæsir og óskrifandi í heiminum og meiri hluti þeirra séu konur. Þó að konur í þessum löndum geti því fengið tækifæri til að fara til útlanda og bæta við menntun sína, þá séu örfáar sem geti notfært sér þau tæki færi. Frú Hottel segir okkur að eitt merkasta málið, sem sam tök háskólakvenna muni leggja áherzlu á næstu árin, sé að fylgjast með og fylgja fram mannréttinda yfilýs- ingu S.Þ.. — Við erum að vinna að því að fá félögin í hinum einstöku löndum til að fylgjast með hvernig mannréttindum samkvæmt yfirlýsingunni sé frámfylgt í þeirra eigin landi — ekki í öðrum löndum, segir frúin. Og ef ákvæðum, sem búið er að undirskrifa, er ekki fylgt eftir, þá að gera grein fyrir hvers vegna. Og einnig að vinna að því að fræða fólk um þessa mannréttindalög- gjöf. Allar erum við að reyna að fylgja eftir þessari merkilegu mannréttindayfir- lýsingu, sem sum löndin geta ekki af ýmsum ástæðum kom ið í framkvæmd. Um þetta mál verður mikið rætt á þing inu hér. Samtök háskólakvenna starfa mikið í sambandi við Sameinuðu þjóðirnar og sér- stofnanir þeirra, og hafa sam tökin ráðgefandi aðstöðu þar. Einkum starfa háskóla- menntuðu konurnar í sam- bandi við Efnahags- og félags málanefndina, en einnig I öðrum af nefndum S.Þ. — Þar eru frá okkur fulltrúar, sem vinna að réttindamálum fólks, ekki aðeins kvenna, segir frúin, og það hefur unn ið þar gott starf. Við höfum líka áheyrnarfulltrúa í öðr- um nefndum S.Þ. Þá höfum við fastafulltrúa hjá ýmsum sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna. í Genf sitja tvær konur frá okkur fundi og 2 aukafulltrúar eru þar. Hjá Unesco í París höfum við fastafulltrúa, sem hefur ver- ið kosinn til að gegna ábyrgð arstörfum innan stofnunarinn ar. Svo höfum við náið sam- band við Alþjóðlegu vinnu- málastofnunina. Frú Hottel hefur auðheyri- lega brennaiidi áhuga á vel- Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður Kvenstúdentafélags ís- lands. og frú A. K. Hottel, forseti alþjóðasamtaka háskóla- kvenna. ferðarmálum mannkynsins og útskýrir af miklum ákafa hvernig Alþjóðasamtök há- skólakvenna reyna að láta þar gott af sér leiða og skipu leggja vinnubrögð sín í þágu alþjóðastofnana, sem fjalla um þessi mál. Innan samtak- anna eru starfandi nefndir, sem hver fjallar um ákveðin mál. Þar er nefnd til menn- ingarsamskipta, sem starfar mikið að menntun og aukn- um þrozka kvenna. Vinnur hún í samvinnu við Unesco. Urðu samtök háskólakvenna fyrst af óopinberum samtök- um til að beina styrkjum til Indlands prógrams til að vinna að aukinni menntun kvenna gegnum samtök há- skólakvenna þar í landi. Innan alþjóðasamtakanna er líka starfandi nefnd, sem fjallar um lagaleg réttindi kvenna. Og einnig eru þar fastanefndir, sem fylgjast með því hvaða möguleika konur hafa til menntunar í löndunum. Það hefur orðið t.il mikils gagns, einkum í löndum með litla almenna menntun. Þá er starfandi inn an samtakanna hjálparnefnd, sem aðstoðar t.d. mikið flótta fólk, en í þessum hópi er mikið af menntakonum. Þær hefur verið reynt að styðja. Kvenstúdentafélögin í hinum ýmsu löndum reka líka sjálf sína hjálparstarfsemi. ís- lenzka félagið hefur t.d. hjálpað stúlku í Póllandi. Ekki er hægt að telja upp þær nefndir, sem starfá í al- þjóðasamtökum háskóla- kvenna eða allar þær stofn- anir, sem samtökin hafa sam vinnu við. En þau vinna að margvíslegum menningarmál- efnum og veita styrki til menntunar og ransókna. Frú Hottel hefur mikinn áhuga á þessum störfum og dró sig í hlé frá háskóla- kennslu, til að geta helgað sig þessum áhugamálum sín um, sem fyrr er sagt. Hún býr nú í Bryn Mawr háskól anum í New York fylki og vinnur að félagsmálum í þeim skóla. Einnig vinnur hún almennt að menntunar- málum í Bandaríkjunum, og á sæti í nefndum, sem um þau fjalla. 85 ára á morgun: Emil Tómasson giímumaður og bóndi Emil Tómasson, Brúarósl, Foss- vogi f.v. bóndi á Stuðlum í Reyð aríirði er 85 ára á morgun. Hann er fæddur í Hraukbæjar- koti í Kræklingahlíð, Eyjafirði 8. ágúst 1881. Það var fremur fátítt um síð- ustu aldamót að ungir sveinar brytust til mennta og ekki sízt í landbúnaðarfræðum. Emil var því að þessu leyti undantekn- ing í sinni sveit, enda vel gef- inn og bráðþroska áhuga mað- um um flest það er gat orðið landi og þjóð til hagsældar og menningarauka. Hann fór 24 ára gamall í hinn merka Búnaðarskóla í Ólafsdal. Síðan tveim árum seinna stund- aði hann fjárræktarnám í Nor- egi og almenna búnaðarfræðslu í Danmörku til ársins 1909. Það gefur að skilja að mörg eru þau störfin sem jafn fjöl- hæfur maður og Emil hefur leyst af hendi um æfina svo sem jarðræktarstörf í þágu Bún aðarfélaga bæði Norðanlands og Austan. Kennslu stundaði hann einnig og eftir að hann hætti búskap á Stuðlum og fluttist til Reykjavíkur gerðist hann gæzlumaður við Austurbæjar- skólann eða frá árinu 1936 til 1952. Bóndi var Emil á tveim jörð- um fyrir austan. Fyrst 4 ár á Borg í Skriðdal en síðan, sem fyrr greinir á Stuðlum í Reyð- arfirði, en þar bjó hann um 20 ár. Hætti þar búskap 2 árum eftir að hann hafði misst konu sína Híldi Bóasdóttir, sem fædd og uppalin var á Stuðlum. Jörðina StuoJa bætti Emil mikið í ræktun, vegagerð og nokkuð í byggingum. Þá lét hann ásamt mági sínum Jón- asi P. Jónassyni, girða bæði tún og engjar, sem var mikið átak því alls voru girðingar um 15 til 20 km. langar. Emil tók virkan þátt í félags- málum sveitar sinnar svo sem stjórn Búnaðarfélagsins, hrepps nefnd, skólanefnd o.fl. Því samferðafólki Emils, sem hefur átt því láni að fagna að kynnast honum og hans stóra heimili á Stuðlum í Reyðarfirði verður áreiðanlega tvennt sér- stáklega minnistætt. — En það er hin, — ég vil segja, ótakmark- aða gestrisni og höfðings mót- tökur hverjum sem bar að garði þar. Þegar gestur kom í hlað eða gestir, — því oft voru þeir margir saman sem áttu leið um Stuðla — á ferð sinni yfir Stuðlaheiði til Fáskrúðs'- fjarðar, — Gagnheiði til Breið- dals, — Þórsdaisheiði til Skrið- dals eða jafnvel Fagradal til Fljótsdalshéraðs. — Þetta lang- ferðafólk á þá vísu, — jafnt ,sem sveitungar vissu, — og nutu þess að fá ekki aðeins góðan beina á Stuðlum hjá Emil og Hildi heldur skemmtilegar hróka samræður um menn og málefni svo lengi sem þar var dvalið. Hitt sérkenni Emils tel ég áhugamál hans á glímu-íþrótt- inni. — Og mun ekki hallað á neinn þó sagt sé að enginn einn maður hefur rætt og ritað meira um ísl. glímu en hann. Það er því hugheil ósk til af- mælisbarnsins að honum auðnist að sjá á næstunni rætast margra ára draum og ávöxt geysilegrar vinnu sinnar við sagnritun ísl. glímu, — en ég hefi góðar heim- ildir fyrir því að mikið gott hand rit um það efni sé í prentun, — og skammt sé að bíða skemmti- legrar og þjóðlegrar bókar um þessa merku íþrótt landsmanna. En áhuga EmiLs fyrir glímu, lýsir ho'num bezt í orðum og gjörðum með eftirgreindum af- mælisvísum frá þeim Hagalíns- hjónum þegar hann var sjötug- ur 1951: Sjötugan aldrei sáum mann svona styrkan, glaðan ljúfan, fyndinn, liðungan, léttan, svifahraðan. Æska þín og hýrleg hót hressi lundu sára, þegar þú kemur á mannamót maður hundrað ára. E. B. M. Aftur til Kongó New York, 3. ágúst — AP: EKKJA bandaríska trúboðalækn isins Paul Carlsons, sem myrtur var í Kongó íyrir tveim árum, befur ákveðið að snúa aftur til Kongó og reyna að veita lands mönnum þar læknisaðstoð. Hún sagði við fréttamenn við brottförina að hún ætlaði að halda áfram starfi hans. Ætlar hún fyrst í stað að vinna að starfsáætlun fyrir Paul Carlson stofnunina, sem stofnuð var á eins ár dánardægri Carlsons 20. nóvember sl, en Carlson var myrtur af uppreisnarmönnum er samningar urn framsal hans milli Bandaríkjastjórnar og upp- reisnarmanna stóðu sem hæst og allur heimurinn vonaði að hann yrði framseldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.