Morgunblaðið - 19.08.1966, Qupperneq 27
Föstudagur 19. ágúst 1966
MORCUNBLAÐIÐ
i
27
Úþekkt karlmannslik
finnst í skógi við Osló
— \ því var reikningur frá Hótel
LoftEeiðum — Lýst eftir upp-
lýsingum um manninn og komia
*
hans til Islands
$ „Haförnhin“ er glæsilegur farkostur, og á vonandi eftir að færa Siglfirðmgum, og raunar
j þjóðinni allri björg í bú. Hér sést skipið leggia upp að bryggju á Siglufirði fánum prýtt,
• lestað síld frá Jan Mayen miðum í fyrsta sinni.
Haförninn til Sigluf jarðar
með 18-19 þús. mál
T Siglufjörður, 18. ágúst.
Haförninn hið nýja síldar-
flutningaskip S.R., er væntan-
legur til Sigluf jarðar í dag með
18.000—19.000 mál síldar, sem
fara í bræðslu hjá S.R. hér á
staðnum.
Magn þetta hefur Haförninn
tekið á 4—5 dögum úr síldar-
skipum á Austfjarðamiðum. í>ess
má geta að fullhlaðin tekur Haf-
örninn um 22.000 mál síldar.
Þetta er önnur löndunarferð
Hafarnarins til Siglufjarðar og
er óhætt að fullyrða, að bæjar-
búum er mikill fengur að þessu
skipi.
— Stefán.
Kirkjumunirnir hafa
ekki komið í leitirnar
STEIN GRÍMUR Atlason, lög-
regluþjónn, sem hefur með hönd
um rannsókn þjófnaðarins úr
Krísuvíkurkirkju, sagði Morgun-
blaðinu í gærkvöldi, að ekkert
nýtt hefði komið fram í málinu.
Steingrímur kvaðst hafa farið
til Grindavíkur til að ræða við
koparsöfnunarmenn, ef vera
kynni að þeim hefðu verið bo'ðn-
ar klukkurnar til kaups. En svo
var ekki.
Skorar Steingrímur eindregið
á þá, sem tóku kirkjumunina, cð
skila þeim hið fyrsta.
Fullnægja þarf kröf-
um heilbrigðisnefndar
— áðux en rekstur verksmiðju hefst
í Örfirisey
EINS og skýrt hefur verið
frá í fréttum hefir verið stofn
að hér í borg félag um rekst-
ur fiskimjölsverksmiðju í Ör-
firisey.
Morgunblaðið hafði í gær sam-
band við Þórhall Halldórsson,
framkvæmdastjóra heilbrigðis-
Steypumöl
iannst ekki
Vestmannaeyjum 17. ágúst.
DÆLUSKIPIÐ Sandey kom
hingað í fyrri viku til að leita
að nothæfri byggingarmöl fyrir
Eyjabúa, en hana skortir hér
xnjög. Fyrst var leitað kringum
Eyjamar, en án árangurs. Hélt
skipið þá að Þjórsárósum og leit-
aði með sandinum allt austur að
Keynisdröngum og kom fyrir
ekki. Allsstaðar var eins sand
að fá og kom skipið hingað með
7 farma af honum.
Menn höfðu gert sér vonir um
að möl fengist undan Jökulsá á
Sólheimasandi, en þar varð eng-
inn árangur.
Þessu rannsóknarstarfi Sand-
eyjar mun nú lokið að sinni.
nefndar Reykjavikurborgar. —
Skýr’ði hann svo frá að leyfis-
beiðni um verksmiðjuna hefði
komið fyrir heilbrigðisnefnd í
júníbyrjun og samiþykkti nefnd-
in þá byggingarteikningar fyrir
sitt leyti. Áður en leyfi yrði veitt
fyrir starfrækslu fiskimjölsverk-
smiðjunnar var sagt að nefndin
myndi setja m.a. þessi skilyrði:
Áður en starfræksla hefst
verði gerðar fullnægjandi ráð-
stafanir, að dómi nefndarinnar,
til þess að koma í veg fyrir að
andrúmsloft mengist af ólykt,
reyk eða öðrum skaðlegum efn-
um frá verksmiðjunni.
Allt hráefni verði geymt í lok-
uðum geymum eða byrgjum. Og
ennfremur: Haft verði samráð
við heilbrigðiseftirlitið um bún-
að og rekstur verksmiðjunnar
varðandi þrifnað og hollustu-
hætti utan húss og innan og get-
ur nefndin krafizt stöðvunar á
rekstri verksmiðjunnar ef út af
er brugðið.
Nú alveg nýlega skrifa’ði borg-
arstjóri fyrirtækinu bréf þar
sem tilkynnt var að framkvæmd-
ir allar væru óheimilar þar til
formlega hefði verið gengið frá
þeim skilyrðum, sem heilbrigðis-
nefnd hefði sett til verksmiðju-
rekstursins.
j Óvænfegt útlit
[ me5 kartöfiu-
■
uppskeru
■
■
nyrðra
Kífsá, 18. ágúst.
EKKI er gott útlit með upp ;
skeru hjá kartöflubændum í !
Eyjafirði, eins og nú horfir. ■
Vegna vorkuldanna var sett ;
niður óvenju seint og við J
það bættist, að júlímánuður ;
var mjög kaldur, en þá þurfa !
kartöflurnar á hvað mestum ;
hita að halda. Á„prufum“, sem !
bændur hafa tekið á kartöfl J
unum hefur komið í ljós, að !
undirvöxtur er nær enginn. J
Kartöflugrösin eru illa !
sprottin, og ef þau falla í J
þessum mánuði er kartöflu- :
brestur fyrirsjáanlegur.
— Fréttaritari. ■
í GÆR var hringt til lögreglunn
ar í Reykjavík, frá Rannsóknar-
lögreglunni i Osló og skýrt frá
því, að þann 14. þessa mánaðar
hefði fundizt karlmannslík í
skógi skammt frá Osló.
Líkið var orðið nokkuð rotið
og á því fannst ekkert, sem gæfi
nokkrar upplýsingar um af
hverjum líkið væri, nema reikn
ingur frá Hótel Loftleiðum fyrir
dvöl Anders Karlsson dagana
14.—15. júlí s.l. Á reikningnum
var ennfremur heimilisfangið,
Janköping, Svíþjóð. Þá fundust
um 1000 norskar krónur í vös-
um á fötum mannsins.
Rannsóknarlögreglan í Osló
bað um, að upplýsinga yrði leit-
að um þennan mann hjá Loft-
leiðum og annars staðar á ís-
landi, sem tök væru á.
Hótelið getur ekki gefið aðrar
up>plýsingar sínar um þennan
mann, en að hann hafi skrifað
sitt gestakort og á því stendur
það sama og á reikningnum, svo
og fæðingardagur og ár, sem er
2.2. 1948.
Starfsfólk hótelsins man ekk-
ert eftir þessum manni og gat
engar frekari upplýsingar gefið,
nema að hann bjó einn á her-
bergi nr. 816.
Rannsóknarlögreglan hefur
leitað upplýsinga hjá Loftleið-
um, Flugvélagi íslands og Pan
American um, hvort nokkur far
þegi með þessu nafni hafi ferð-
ast með flugvélum þeirra þann
15. júlí eða næstu daga, en þa,
sést ekki af farþegalistum. Sömu
upplýsinga hefur verið leitað
hjá Eimskipafélagi íslands, Sam
einaða og Ríkisskip, en maður-
inn finnst ekki á farþegalista
þeirra heldur.
Það eru því eindregin tilmæli
rannsóknarlögreglunnar í Reykja
vík, að kannist einhver við mann
með nafninu Anders Karlsson,
að viðkomandi hafi þegar sam-
band við rannsóknarlögregluna.
Leitaði á telpur
UNGUR maður gerði í vikunni
tilraun til þess að fá tvær 7
og 9 ára tclpur til kynmaka við
sig. Telpurnar voru á leið í Sund
höllina, er ungur maður ók fram
á þær, og bauðst til þess að aka
þeim á leiðarenda. Þágu telp-
urnar boðið, en pilturinn ók
með þær út fyrir bæinn, þar
sem hann rak þær út úr bifreið-
inni og sagði þeim að afklæðast.
Telpurnar urðu þá ofsáhrædd-
ar, og fóru að gráta. Pilturinn
hætti þá við óform sín, og ók
þeim aftur í bæinn. Tilkynntu
stúlkurnar atburð þennan
foreldrum sínum, er kærðu hann
til lögreglunnar, og er málið nú
í rannsókn.
Nýtt barnaheimili í
nágrenni Reykjavíkur
NÝLEGA var hafin starfseml
barnaheimiiis að Fitjakoii á
Kjalarnesi undir nafninu: Barna
heimilið að Fitjakoti Kjalarnesi.
Starfsemi þessa nýja barna-
heimilis er að því leyti frábrugð
in starfsemi venjulegra barna-
heimila, að dvalartími hvers
barns getur verið, minnst 1 sól-
arhringur og mest 1 mánuður,
með örðum orðum, að aðeins er
um stuttan dvalartíma að ræða,
og er þá höfð i huga þörf sú
sem skapazt hefur hjá foreldr-
um að koma börnum sínum fyrir
í gæzlu í stuttan tíma á hvaða
tíma árs sem er, ekki síst ef um
er að ræða sumarleyfi eða ferða
lög.
Að Fitjakoti eru skilyrði hin
ágætustu fyrir hörn, barnaleik-
völlur með leiktækjum og ró-
legt umhverfi, auk þess sem
engin hætta er af bílaumferð.
Fitjakot or skammt frá höfuð-
borginni, aðeins 15—20 mín.
keyrsla, og er beygt til vinstri
út af þjóðveginum þegar komið
er yfir Leirvogsá.
Forstöðukona barnaheimilisins
er Hulda Gísladóttir og veitir
hún allar nánari upplýsingar.
Sími að Fitjaköti er um Brúar-
land.
r *
Anægjulegt
héraðsmót
Búðardal 17. ágúst.
SUNNUDAG-INN 14. ágúst var
héraðsmót Sjálfstæðismanna í
Dölum haldið að Tjarnarlundi í
Saurbæ. Var fjölmenni mikið og
fór mótið í alla staði hið bezta
fram. Heyskapartíð hefur verið
hér góð síðustu daga en spretta
er mjög misjöfn, þar sem víða
kól tún í vorkuldum og er útlit
fyrir að heyfengur bænda verði
með minna móti. — Kristjana.
— Nýr toflur
Framhald af bls. 28.
að gagni, því þeir flyttu enga
grálúðu til Þýzkalands.
Kvað hann gamla 14 þúsund
tonna kvótann hafa verið þannig,
að færa hefði mátt hinar til-
teknu fisktegundir til innan
hans, en nú mætti t.d. ekki
flytja inn þorsk í stað grálúðu,
•þótt grálúðukvótinn væri lítið
notaður.
Ernst Stabel taldi, að 6.700
tonna kvótinn yrði fullnotaður
í októbermánuði n.k. og eftir
það yrði að greiða 9% toll til
áramóta, auk löndunarskatts, á
fyrrgreindar fisktegundir.
Loftur Bjarnason, form. FÍB,
sagði, að íslenzkir útgerðarmenn
hefðu verið þeirrar skoðunar, að
Þjóðverja vantaði fisk, sérstak-
lega stóran ufsa, enda mætti sjá
það á því, að ufsinn hefði verið
tollfrjáls frá 1. ágúst til febrúar-
loka. En nú hefði þetta breytzt.
Loftur kvað sagt, að það væru
Frakkar og Hoilendingar, sem
nú teldu sig geta flutt inn fisk
til Þýzkalands í auknum mæli,
t.d. ufsa. Því hefði Efnahags-
bandalagið viljað tryggja þeim
forgang á þýzka markaðinum.
Loftur sagði, að þessi ákvörð
un Efnahagsbandalagsins væri
enn eitt áfallið fyrir íslenzku
togaraútgerðina, sem þegar berð
ist í bökkum. Allt útlit væri
fyrir, að síðari hluta október
þyrftu íslenzku togararnir að
greiða 9% toll, auk löndunar-
skattsins í stað þess að mega
landa fiskinum tollfrjálsum til
áramóta eins og í fyrra.
Emst Stabel kvað þýzka fisk-
kaupmenn harma mjög þessa þró
un, því þeir vilji fá meiri fisk
og markaðurinn þarfnist landana
íslenzku togarana.
Kvað hann fiskkaupmennina
óttast mjög, að nægilegt fisk-
magn bærist ekki á þýzka mark-
aðinn, því stór hluti þýzka tog-
araflotans stundi síldveiðar síð-
ari hluta sumars og á haustin.
Hins vegar kvað hann þýzka
útgerðarmenn ánægða með nýja
tollinn, því þeir ættu talsvert
magn óselt af frosnum fiski, sem
þeir vonuðust til að losna við,
ef framboð ísfisks minnkaði. En
fiskkaupmenn svari því til, að
þýzkar húsmæður vilji ennþá fá
ferskan fisk fremur en frosinn.
Að lokum sagði Ernst Stabel,
að fyrsti íslenzki togarinn,
Surprise, væri nú á leið til
Þýzkalands og myndi líklega
landa þar á mánudag. Kvað hann
söluhorfur fara eftir veðri.
Verðið falli í miklum hitum, en
hækki sé kalt í veðri.