Morgunblaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ ' Miðvikudagui 31. aguSt 1966 * " Þýzkir togarar rákust á í þoku Báðir lekir til Reykjavikur i gær TVEIR þýzkir togarar rákust á í þoku á mifiunum út af Vest- fjörðum í fyrradag. Eru bæði skipin frá Cuxhaven og heita Allemannia og Dortmund. Mun Allemannia hafarekizt með stefn ið á siðu Dortmund á móts við bátadekkið. Kom leki að báð- um skipunum, sem komu til Reykjavíkur i gær. Enginn varð fyrir meiðslum við áreksturinn. Allemannia kom hjálpar- laust til Rcyk;avíkui laust eftir hádegi í gær. Var leki í skipinu og var það tekið upp í Slippinn síðdegis til að kanna skemmdir. Kom í ljós að nokkur smágöt eru á stefninu. Fer bráðabirgða- viðgerð fram hér og búist við að skipið komist út aftur í kvöld. Dortmund er meira skemmt. Þurfti að draga það til hafnar. Kom þýzka skipið Norden Ham frá sama fyrirtæki með skipið til Reykjavikur í gærkvöldi. Virtist bátadekkið illa farið eftir áreksturinn og síðan brotið niður að 3jávarmáli. Var leki í skipinu, en ekki svo mikill að ekki sé auðvelt að hafa við með dælum. Liggur Dortmund við hryggju og bíður þess að komast upp í Slippinn t kvöld. Skipstjórar vörðust allra frétta um áreksturinn, þai til sjópróf hefðu farið fram. sem þeir reikn uðu með að yrðu í Þýzkalandi. í gærkvöldi var von á fulltrúa frá útgerð togaranna í Þýzka- landi, sent væntanlega tekur nánari ákvarðamr varðandi skipin. Ráðstefna um atvinnu- og verkal.mál á Siglufirði VERKALÝÐSRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins efnir til verkalýðsráð- stefnu á Siglufirði um næstu heigi. Ráðstefnan verður haldin » Hótel Hvanneyri og hefst kl. 12 á hádegi sunnudaginn 4. sept. Verður þá ráðstefnan sett og þátttakendur snæða saman há- degisverð. Eftir hádegi verða svo fluttir fyrirlestrar um atvinnu- og verkalýðsmál og einnig verða frjálsar umræður, þar sem þátttakendum gefst kost ur á að leggja fram fyrirspurnir til frummælenda og ræða önnur þau mál, er þeir óska. Gert er ráð fyrir að ráðstefnunni ljúki á sunnudagskvöld. lýðsráðs sími 17100 og Stein- grímur Blöndal, erindreki á SiglufirðL Pétur Gunnar Þýzki iogarinn Allemannia tekinn upp í slipp, til að kanna skemmdir. Dortmund var illa brotinn miðskips, þar sem Allemannia hafði gengið inn í síðuna. Kambodia: væri fremstur allra leiðtoga Vesturvaldanna, og einn merk- asti maður sógunnar. í augum De Gaulle var ákaft fagnaö Ræðir þðr hugsanlega við fulltrúa M-Vietnam . Þessi ráðstefna er fyrst og fremst haldin fyrir Sjálfstæðis- menn í launþegasamtökunum í Norðurlandskjördæmi vestra, en Sjálfstæðismenn úr öðrum launþegasamtökum eru einnig velkomnir á ráðstefnuna. Frum- mælendur á ráðstefnunni verða: Gunnar Helgason, form. Verka- lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, Már Elísson, hagfr., Pétur Sig- urðsson, alþm. og Steingrímur Blöndal, erindreki. Nánari upp- lýsingar um tilhögun ráðstefn- unnar gefur skrifstofa Verka- Irkutsk, 30. ágúst (NTB) HARÐUR jarðskjálfti varð í dag í borginni Irkutsk og nær « liggjandi svæðum við Bajak- alvatn í Síberíu. Phnom Penh, 30. ágúst (AP-NTB) CHARLES de GAULLE, frakklandsforseti, kom í dag til Phnom Penh, höfðuborg- ar Kambódíu, þar sem hann mun dveljast í þrjá daga á ferð sinni til ýmissa landa í Afríku, Asíu og á Kyrrahafi. De Gaulle kom flugleiðis frá Djibouti í Franska Somali- landi, og var honum ákaft fagnað er hann sté út úr flugvélinni. Óstaðfestar fregnir herma að meðan forsetinn dvelst í Phnom Penh, muni hann eiga viðræður við fulltrúa stjórn- arinnar í Norður Vietnam. En á fimmtudag, skömmu áður en hann heldur frá Kambódíu, mun de Gaulle flytja ræðu, er beðið er með nokkurri eftirvæntingu, því talið er að aðal umræðuefnið verði styrjöldin í Vietnam. Margt fyrirmanna tók á móti de Gaulle á flugvellinum við Phom Penh, þeirra á meðal þjóð- arleiðtoginn Norodom Sihanouk fursti. Fluttu leiðtogarnir báðir stutt ávörp á flugvellinum, og létu í ljós ánægju vegna heim- sóknarinnai. Sihanouk f ursti sagði í ávarpi sínu að de Gaulle Kambódíubúa væri hann tákn þess Frakklands, sem sex milljónir íbúa gestgjafalandsins elskuðu, vegna þess að Frakkar land væri tryggasti vinur Kambódíu „Yður ber að þakka það, hershöíðingi, að þjóðir Asíu og annarra heimsálía hafa ekki misst trúna á Vesturveldin“, sagði furslinn. Einnig hyllti hann de Gaulle fyrir stefnu hans í Vietnamdeilunni. „Föð- urlandsást yðar er óeigingjörn, því þér berjist hetjulegri og hlut lausri baráitu ti) hjálpar hinum ólánssömu íbúum Vietnam, sem eiga í hryllilegri, ójafriri og óréttlátri styrjöld.** I svarræðu sinni sagði de Gaulle að hann væri feginn því að fá tækiíæri til að ræða sam- eiginleg hagsniunamál við leið- toga landsins, ekki sízt það vandamál, sem skyggði á öll önn- ur, og sem friðurinn í Asíu og þar með heiminum byggðist á. Átti hann hér við styrjöldina í Vietnam, sem hann annars Framhald á bls. 27 Gerðu ekki aðvart vegna strangra reglna um notkun talstöðva í skýlum AÐSTANDENDUR og leitar- menn að piltunum á Hornströnd um í lok síðustu viku hafa beðið fyrir eftirfarandi greinargerð: í Mbl. s.l. sunnudag birtist frétt undir fyrirsögninni: „Leitað að þremur mönnum. Fundust við talstöð". Segir þar að aðfaranótt föstudags hafi Slysavarnafélag ^slands verið beðið um aðstoð, þar eð 3 ísfirðingar, er verið höfðu á ferð í Aðalvík, komu ekki til báts, sem sendur hafði verið eftir þeim að Sæbóli í víkinnL En síðan kemur rætin frásögn um leit að hinum ungu mönnum og er þar mjög hallað réttu máli. Hið rétta er, að fyrir næst síðustu helgi fóru þrír ungir menn norður í Aðalvík og ráð- gerðu þeir að koma aftur heim á mánudag. Þegar piltarnir voru ekki komnir heim á fimmtudag, fóru aðstandendur þeirra að ótt- ast að eitthvað kynni að hafa komið fyrir þá. Fóru því tveir tengdabræður eins piltsins við fjórða mann norður í Aðalvík, til að svipast um eftir þeim. Fundu þeir þá farangur þeirra á Sæbóli, en þá félaga ekki. Þeg ar þeir komu í skipbrotsmanna- skýlið á Látrum, kom hins vegar í ljós, að piltarnir höfðu ritað nöfn sín í dagbók skýlisins þar og segjast ætla að ganga í Horn- bjargsvita. Þegar í ljós kom, að piltarnir voru ekki komnir í Hornbjargs- vita kl. 3 aðfaranótt föstudags, héldu leitarmennirnir ferð sinni áfram austur, komu við i skip- brotsmannaskýlinu í Fljótavik og tóku land í Hlöðuvik og héldu hina venjulegu göirguslóð um Skálakamb og austur. Um svipað leyti fór 7 manna flokkur úr hjálparsveit skáta á ísafirði, skv. beiðni aðstandenda piltanna af stað austur í Hornvík með mb. Víking II. og var sá hópur kom- inn í höfn í Hornvík um morg- uninn. Kom þá í ljós að piltarn- ir höfðu gist þar um nóttina, voru um það bil að leggja af stað yfir í Látravík (Hornbjargs- vita). Þegar piltarnir voru inntir eftir því, hvers vegna þeir hefðu ekki notað talstöðvarnar í skýl- unum, til þess að láta vita um ferðir sínar, bentu þeir á notk- unarreglur stöðvanna. Er þar al- gjörlega bannað að nota stöðv- arnar nema í neyðartilfellum og séu stöðvarnar notaðar, skuli kalla þrívegis út alþjóðlega neyð arkallið „Mayday“ og nafn stöðv arinnar, sem kallað sé frá. Þeir töldu sig ekki hafa verið í nein- um nauðum stadda og því ekki viljað taka á sig þá ábyrgð, sem því gæti verið samfara að setja með því allt á annan endann. Ljóst er að hér hefur verið um misskilda tiltilssemi að ræða, sem byggist á því hversu af- dráttarlaust notkunarreglur stöðv anna eru orðaðar. Gefur slíkt hins vegar ekki tilefni til ræt- innar frásagrvar, eins og áður- nefnd frétt verður að teljast. — H. T. Hörmulegt slys í Vesturheimi VESl UR-ISLENZKA biabið Lög berg-Heimskringla, segir fra hörmulegu slysi, er 9 ára gömul telpa af íslenzkum ættum beið bana 17. júní. Telpan hét Marga- ret Ellen Björnsson og var dott- ir Mörthu og Marinos Björns- sonar. Margaret hafði verið að leika sér í skólanum, þegar fataiiengi datt niður yfir hana og krókur- inn á brotnu herðatré gekk inn um háls litlu stúlkunnar og inn á heila. Hún lézt í sjúkrahúsinu í Vancouver.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.