Morgunblaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 17
* Miðvikudagur 31. ágúst 1966
MORGUNBLAÐIÐ
17
— Jóhann Hafstein
Framhald af bls. 14
Niðurstaða og veiðarfæragerð.
Tvær eru þær greinar iðnaðar,
sem eru nátengdar sjávarútvegi,
en teljast þó ekki til þess fislc-
iðnaðar, sem talinn er utan hins
almenna iðnaðar og ég hefi pví
ekki að vikið. Það er niðursuðu-
iðnáður sjávarafurða til útflutn-
ings og veiðarfæraiðnaður.
Þessi uiðursuðuiðnaður hefir
því miður átt erfitt uppdráttar
og veldur þar ýmist annað hvort
eða hvort tveggja, markaðserfið-
leikar og hráefnisskortur. Til
(þess að létta undir hefir tollur
verið endurgreiddur af vélum „il
niðursuðunnar og útflutnings-
gjald greiðir þessi framleiðsla
ekki, en lægra gjald til Tðnlána-
sjóðs. Þrátt fyrir margháttaða
aðra fyrirgreiðslu af opinberri
hálfu berjast slík fyrirtæki í
bökkum og er vissulega leitt til
iþess að vita, ekki sízt þegar í
hlut eiga stór og ný fyrirtæki,
sem miklar vonir hafa verið
tengdar við, og annars staðar
fyrirtæki, sem gætu verið lyfti-
stöng atvinnuöflunar í kauptún-
um og kaupstöðum, þar sem at-
vinna hefir verið ónóg sökum
aflabrests og annarra orsaka.
Því miður hefir íslenzkur
veiðarfæraiðnaður átt erfitt með
að festa rætur. Liggja til þess
margar orsakir, sem ýtarlegar
rannsóknir veiðarfæranefndar,
sem falin hafði verfð íhugun máls
ins, veita niðurstöður um. Efna-
' hagsmálastofnunin og iðnaðar-
málaráðuneytið hafa haft þetta
málefni til frekari meðferðar.
Ríkisstjórnin íhugar nú úrræði,
sem ekki mega lengi dragast, ;f
þessari atvinnugrein á ekki að
verða rutt úr íslenzku atvinnu-
lífi. Teldi ég það til mikils tjóns
og alvarlegt vandamál íslenzks
sjávarútvegs. En úrlausn þessa
vandamáls nú veltur ekki hvað
sízt á gagnkvæmum skilningi
annarra atvinnugreina á þjóð-
hagslegu gildi og öryggi, sem
ekki verður féfengt að felist í
tilveru íslenzks veiðarfærafðnað-
ar.
Tollamat iðnaðarins.
Það er misskilningur þegar því
er haldið fram, að íslenzkur iðn-
aður eigi almennt í erfiðleikum
vegna tollalækkana, sem hafi
verið látnar skella yfir fyrirvara
lítið, og iðnfyrirtækin þannig
verið iátin sæta óeðlilegri sam-
keppni erlends iðnvarnings. Lög
um tollskrá eru frá 1963, en sú
nýja tollskrá fól í sér kerfis-
breytingar en ekki afnám vernd-
artolla iðnaðarvarnings. Þessum
lögúm var breytt á næstu þing-
um. Tollabreytingar 1964 voru
einkum fólgnar í tæknilegum lag
færingum og samræmingu tolla
á skyldum vörum, er stefndi yfir
leitt í lækkunarátt en höfðu í
fæstum tilfellum áhrif á iðnað-
arframleiðslu innanlands. Breyt-
ingarnar 1965 voru til hagsbóta
fyrir fðnaðinn, fólu í sér lækkun
tolla á vélum til iðnaðarfram-
ieiðslu. Lækkuðu vélatollar pá
almennt úr 35% í 25% og véla-
tollar til útflutningsiðnaðar nið-
ur í 15% og 10%. Tollabreyting-
arnar á síðasta þingi fólu eink-
um í sér lækkun tolla á tilbún-
um húsum og húshlutum i sam-
ræmi við áætlanir um lækkaðan
byggingarkostnað. Þó að tolla-
breytingar hafi sumstaðar tor-
veldað samkeppni íslenzks iðn-
aðar, þar sem lækkaðir hafa ver-
ið mjög háir tollar á fullunnum
vörum, má ætla, að tollalækkan-
ir til hags fyrir fðnaðinn vegi
þar fyllilega á móti.
Allt annars eðlis er aukið inn-
Lutningsfrelsi, sem að sjálfsögðu
snertir samkeppnisaðstöðuna, en
um leið nýtur iðnaðurinn enn að
mestu óbreyttrar og mjög mik-
illar tollverndar. Tollverndin er
hins vegar á afmarkaðri sviðum
en menn hafa yfirleitt gert sér
grein fyrir og því ekki eins við-
urhlutamikið fyrir iðnaðinn al-
mennt, að létt sé á henni eins og
sumir álíta.
Ríkisstjórnin hefir gert fyrir-
svarsmönnum iðnaðarins ljósa
grein fyrir því, áð hverju kynni
að stefna um lækkun tolla. Gerði
ég ýtarlega grein fyrir þessum
vandamálum á ársþingi iðnreK-
enda í apríl sl. og get vitnað til
þess.
Menn verða að hugleiða, að í
heimi lækkandi tolla og frjálsra
viðskipta eigum við ekki ann-
arra úrkosta en fylgjast með,
hvort sem við gerumst beinir
þátttakendur í bandalögum eða
samningum við aðrar þjóðir eða
ekki.
Almenningur hér á landi, sem
í sívaxandi mæli leggur land
undir fót með ferðalögum til út-
landa, lætur ekki bjóða sér að
vera hvað vöruverð snertir lok-
aður innan íslenzkra tollmúra.
Smygl og óheiðarleg viðskipti
yrðu óviðráðanleg og almenning-
ur yrði að búa við almennt
hærra vöruverð, sem mundi eðli-
lega knýja á um hærra kaup-
gjald og þar með vaxandi verð-
b'ólgu, sem aftur kæmi iðnaðin-
um í koll og eyðilagt tilveru og
vaxtarmöguleika hans. Sjálfs-
skaparvítin væru þannig óhindr-
uð að verki.
Jafnfætis öðrum atvinnuveg-
um
Hitt er eðliiegt, að iðnaðurinn
hlýtur að gera kröfu til þess, að
hann standi jafnfætis öðrum at-
vinnuvegum við aðgerðir þings
og stjórnar, sem eru afleiðing
verðbólgu eða til þess að hefta
vöxt verðbólgu og hafa stjórn á
þróun efnahagsmála.
Aðalatriðið er, að hinar ýmsu
stéttir og atvinnugreinar skilji
áðstöðu hverra annarra nægjan-
lega, til þess að frá árekstrum
og misrétti verði forðað, enda
bresfi þá heldur ekki skilning
stjórnvalda.
Iðnaðurinn verður að mega
treysta því, að í þessum efnum
verði hann ekki hlunnfarinn, en
hann á heldur ekki að krefjast
sér til handa verndar, sem felur
í sér misrétti gegn öðrum og
þjóðfélagslegt óhagræði.
Ég tek enn fram, að ég vil á
engan hátt gera lítið úr erfiðleik-
um, sem við hefir verið aS glíma
og við blasa. En ég fæ ekki bet-
ur séð en iðnaðurinn hafi brugð-
izt vel við hlutskipti sínu í þjóð-
arbúskap okkar og margvíslegir
möguleikar til hagsbóta séu fyrir
hendi. Eg ber engan kvíðboga
fyrir því, að framtíðarmöguleik^-
arnir verði ekki nýttir til hins
ýtrasta á grundvelli þeirra sam-
taka og félagslegs þroska iðnrek-
enda og iðnaðarmanna, sem fyrii
hendi eru, í samvinnu við opin-
bera aðila, sveitarstjórnir, ríkis-
stjórn og löggjafarvald í skjóli
gagnkvæms skilnings og trausts.
Framkvæmdaþrek, áræði, hug-
vit og bjartsýni einstaklinganna
er sá hornsteinn, sem allt hvílir
á. RSnsýning sú, sem nú verður
opnuð, mun bera iðnaðinum
vitni, eftir því sem verða má á
slíkum vettvangi.
Það séu mín lokaorð. að ís-
lenzkur iðnaður sé og verði þess
megnugur í samtið og framtíð að
leggja fullan hlut í þjóðarbú
landsmanna, að hann búi einstakl
ingum og fjölskyldum betri hag
og veiti komandi kynslóðum lít-
illar en ört vaxandi þjóðar meira
öryggi en ella væri um góða af-
komu, blómlegt atvinnulíf, vax-
andi menningu, — um farsæla
framtíð.
l’ónaðarmönnum, iðnverkafólki
og iðnrekendum óska ég heilla
með Iðnsýninguna 1966.
IÐNlSÝNINGINl
w
Orlofsdvöl í Laugagerðisskóla
VIÐ VORUM 46 konur, sem
lögðum af stað á sólbjörtum
júlímorgni áleiðis vestur á Snæ-
fellsnes. Það var fyrsti hópur-
inn sem fór þangað á vegum or-
lofsnefndar á þessu sumri en
fleiri komu á eftir. Allar höfð-
um við hugað gott til að dvelja
nokkra daga á þessum skemmti-
lega stað og við urðúm ekki
fyrir vonbrigðum, hjálpaði
margt til þess, gott veður, fag-
urt umhverfi og aðbúð öll eins
og bezt varð á kosið.
Fyrirliði þessa hóps var frú
Herdís Ásgeirsdóttir, formaður
orlofsnefndar, en hún hefur
mest og bezt barizt fyrir fram-
gangi þessa máls, þ.e. orlofi
húsmæðra. Við íslenzkar konur
stöndum i ómetanlegri þakkar-
skuld við hana fyrir störf henn-
ar á þessum vettvangi svo og
aðrar konur, sem lagt hafa þessu
málefni lið.
Það má með sanni segja, að
þessir orlofsdagar hafa ekki síð-
ur verið andleg en líkamleg
heilsubót. Má það þakka frú
Herdísi, en hún er einstök kona,
og til þess sköpuð að gegna hlut-
verki sem þessu. Það var ánægju
legt, hve góð stemmning ríkti
á kvöldvökunum (voru þær
hafðar á' hverju kvöldi) og að
allar gátu verið með. Ýmislegt
var til skemmtunar og lögðu
konurnar sjálfar nokkuð af
mörkum. Lesin voru upp ljóð
og sögur og sagt frá liðnum at-
burðum. Þá var leikið smáleik-
rit eftir Hugrúnu skáldkonu og
þótti það takast prýðilega. í
lok hverrar kvöldvöku voru
svo sungnir sálmar og flutt bæn.
Einnig kom frú Anna Guð
mundsdóttir leikkona í heim
sókn og dvaldi hjá okkur 2
daga og skemmti með upplestri
og látbragðsleik. Þótti það hin
bezta skemmtun. Skólastjórinn
HALDIfi VID HIHIUM FACRA SOLBRIÍM
HÖRUAIDSLIT OG AIOTID
íRÁCOPPERTONE
gerir
yður fallega og jafn
brúna á 3 til 5
tímum.
Ver yður
einnig gegn
sólbruna.
„quick tanning“ undraefnið, sem gerir
yður fallega brún, jafnt inni, sem úti, er framleitt af
COPPERTONE.
Q. T. er eini sóiaráburðurinn í heiminum, sem hægt er
að nota í sól eða án sólar.
INNI — gerir yður brún á einni nóttu.
ÚTI — gerir yður enn brúnni og
verndar um leið gegn sólbruna.
* ENGINN LITUR — ENGAR RÁKIR.
Q. T. inniheldur enga liti eða gervi-
efni, sem gerir húð yðar rákótta eða
upplitaða. Q. T. inniheldur nærandi
og mýkjandi efni fyrir húðina.
Q. T. gerir allan líkamann brúnan
og verndar einnig gcgn sóibruna.
Q. T. gerir þá hluti líkamans, sem
sólin nær ekki tií. fallega brúna.
Um leið verndar sérstakt efni í Q. T.
húðina fyrir brunageislum sólarinn-
ar.
Notið hið fljótvirka Q. T. hvenær
sem er — það er ekki fitugt eða
oiiukennt.
QUICX TANNING
LOTION BY »
COPPIRTONE
QX
er framleitt af COPPERTONE.
á staðnum, Sigurður Helgason,
sýndi skuggamyndir frá Snæ-
fellsnesi og sagði frá örnefn-
um, en þau eru mörg á þessum
slóðum. Ennfremur messaði
sóknarpresturinn, séra Árni
Pálsson, hjá okkur.
Einn daginn var farið í ferða-
lag um Nesið. Var leiðsögukona
með í bílnum. Komið var á
merkustu staði, m.a. var komið
að Staðarstað og kirkjan þar
skoðuð, en hún mun vera með
fallegri sveitakirkjum. Stanzað
var við Arnarstapa, en þar eru
mikil og sérkennileg náttúru-
undur, sem kunnugt er.
Þá var ekið til Ólafsvíkur en
viðstaða var þar stutt. í baka-
ieiðinni var svo komið að Búð-
um og þar drukkið kaffi. Þó að
Reykviskar husmæður i orlofsdvöl í Laugagerðisskóla á Snæfeltsnesi.
veðrið væri ekki sem ákjósan-
legast þennan dag var ferðin
samt skemmtileg, og þegar kom-
ið var heim í skólann að kveldi,
voru allir ánægðir með daginn.
Ekki get ég skilið svo við
þetta greinarkorn að ég minnist
ekki á ráðskonuna og hjálparlið
hennar. Var matargerð öll og
framreiðsla í einu orði sagt með
með ágætum -og þeim til mikils
sóma. Allir hljóta að viðurkenna
að góður matur og vel fram-
reiddur er ekki lítill ánægju-
auki.
Síðasta kvöldið drukkum við
svo kveðjukaffi. Var sú stund
okkur hin ánægjulegasta.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
allra kvennanna í þessum hópi,
þegar ég flyt frú Herdísi hjart-
ans þakkir fyrir yndislega og
ógleymanlega daga í Lauga-
gerðisskóla.
Ein úr hópnum.
Pilt'irinn heitir
Hreinn
PILTURINN frá Þrastahóli í Eyja
firði, sem varð undir dráttarvél
og sagt var frá í blaðinu í gær
heitir Hreinn, ekki Sveinn eins
og mun hafa misheyrzt í síma.