Morgunblaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 27
 g MiðvíkuSagar 31. agús't 1966 MORGUNBLAÐIÐ 27 Síld út af Raufarhöfn Þorskurinn froðfullur af síld í GÆRKVÖLDI voru 3 bátar í síld 90 mílur undan Raufarhöfn. Mgir hafði fundið þessa síld í gærmorgun. Fréttaritarinn á Raufarhöfn símaði blaðinu um kl. 10 í gærkvöldi að Hafrún væri lögð af stað inn með 320 tonn af síld í söltun. Jón Garðar hefði niisst fyrsta kast, en væri með annað og einnig væri Oddgeir þarna í veiði. Þá sagði fréttaritarinn að fiskibátarnir, frá Raufarhöfn, fái nú þorskinn úttroðinn af nýrri síld. Væri síldin sýnilega komin inn á fjörðinn og þorsk- urinn liggur í henni og er hann fullur af síld, sem er svo ný- gleypt að hún er nærri lifandi. Flestir síldarbátarnir munu vera sunnar. Lítil síldveiði var síðustu sólarhringana. í fyrri- nótt tilkynntu 29 skip um afla, alls 4.062 tonn, sem var afli frá sólarhringnum á undan. En í gær urðu bátarnir varir við síld á ýmsum stöðum fyrir Aust urlandi, en lítið varð úr veiði, skv. upplýsingum frá síldarleit- inni á Dalatanga. — Peking Framh. af bls. 1 Inniloka Kína. Jafnframt því sem aðgerðum var hætt við sovézka sendiráðið í Peking tilkynntu „Rauðu varð- liðarnir" að nokkurs mótþróa hafi orðið vart við aðgerðir þeirra í Shantung-héraði. Segir í tilkynningu, sem fest var upp í járnbrautarstöðinni í Peking, að til alvarlegra árekstra hafi komið í Tsinan, höfuðborg hér- aðsins. Þar hafi einn af riturum kommúnistaflokksins, sem sagð- ur er vera „lélegur pappír", skipulagt mörg þúsund verka- manna til andstöðu við æsku- lýðsfylkinguna. f tilkynningunni er að öðru leyti ekki gefið til kynna hvað gerðist í Tsinan, hvort þar var um valdbeitingu að ræða eða illdeilur. Þá segir í annari tilkynnlngu æskulýðsfylkingarinnar að mið- ur æskilegir aðilar hafi fengið inngöngu í „Rauðu varðliðana" í bænum Loyang í Honan-hér- aði. Hafi þeir komið mjög illa fram og verið drukknir. í>ess- vegna beri að hreinsa þá úr sam tökunum. Áður en aðgerðum var hætt í dag við sovézka sendiráðið, höfðu þúsundir Kínverja komið saman til útifundar þar skammt frá. Og í nótt sem leið var þar saman komin unglingahljóm- sveit, sem ekkert sparaði til að spilla næturfrið sendiráðs- manna. Var tónlist hljómsveitar- innar mögnuð með gjallarhorn- um í nánd við sendiráðið. I ritstjórnargrein blaðsins „Dagblað alþýðunnar" í dag seg ir m.a.: — 1 Asíu hafa sovézkir end- urskoðunarsinnar gengið. í lið með indverskum afturhaldsöfl- um og japönskum hernaðarsinn- um, og þeir veita Bandaríkjun- um lið við að knýja fram friðar samninga í Vietnam með sprengjuárásum. Saman vinna þeir að því að inniloka Kína. Á þennan hátt er sovét-klíkan sam sek í andbyltingarbaráttu banda rísku heimsvaldastefnunnar. Blaðið segir að ef Bandaríkja- menn hefðu haldið hermönnum sínum í Evrópu og Ameríku, hefðu þjóðir Asíu ekki fengið tækifæri til að sigrast á banda- rísku heimsvaldastefnunni. A sama hátt og það er góður siður að afhenda vöruna við dyr við- skiptavinarins, geta þjóðir Asíu ekki annað en verið ánægðar og boðið hermennina velkomna. Því fleiri hermenn, sem banda- rískir heimsvaldasinnar senda til Asíu, þeim mun fleiri grafir grafa þeir sjálfum sér, segir Dagblað alþýðunnar. — Skólarnir Framhald af bls. 28 ekki alveg ókunnug skólanum sínum, þegar þau byrja námið. Nýjar kennslustofur. Tveir nýir áfangar í skóla- byggingum verða nú teknir i notkun í barnaskólunum, alls um 10 kennslustofur. Eru það nýr áfangi í Álftamýrarskóla og nýr áfangi í Hvassaleitisskóla. f hinu nýja Árbæjarhverfi rúm ast börnin í vetur í skólanum sem fyrir er. Fór fram aukainn- ritun í ágústmánuði til öryggis um að svo væri. Gáfu sig ekki fram fleiri en rúmast i skólan- um í 10 bekkjardeildum. En und- irbúningi er lokið fyrir nýjan skóla í Árbæjarblettum, sem seinna kemur í gagnið. Einnig er unnið að stækkun Langholtsskóla og uppdrættir að fjórða og síðasta áfanga í Voga- skóla eru því sem næst tilbúnir. Gagnfræðaskólanemar byrja ekki skólagöngu í haust fyrr en 26. september. Fyrir gagnfræða- stigið er unnið við tvær skóla- byggingar, Verknámsskólann og Réttarholtsskólann og verður þeim síðarnefnda fulllokið áður en skóli byrjar. Kartöflumálið fyrlr ó morgun A MORGUN kl. 1,30 verður kartöflumálið, þ.e. kæra Neyt- endasamtakanna vegna kartöflu- sölu Grænmetisverzlunarinnar, tekin fyrir hjá borgardómara. Dómari er Guðmundur Jónsson. Munu forstjóri Grænmetissölunj ar og forstöðumaður Neytenda- samtakanna koma fyrir. Sjónvorpoð á rás 10 EINS og skýrt var frá í vetur var þá ákveðið að breyta tíðni- sviði sendis íslenzka sjónvarps- ins á Vafhsenda yfir á rás 10, til þess að gera mönnum auðveldara að breyta viðtækjum þeim, sem gerð eru fyrir ameríska sjón- varpskerfið. Þessi tíðnibreyting hefur nú verið gerð og er stillimynd send út á rás 10 í stað 11 áður. Dag- skrá Hljóðvarpsdeildar Ríkisút- varpsins verður send út með stillimyndinni til þess að menn geti betur áttað sig á tóngæðum tækja sinna. Útsending þessi verður frá kl. 13 — 21 alla daga nema mið- vikudaga. Ef erfiðlega gengur að ná þessari útsendingu, eru menn hvattir til að láta fagmenn at- huga sem allra fyrst viðtæki sín og loftnet og gera þær breyt- ingar á þeim, sem nauðsynlegar kunna að reynast, þar eð búast má við, að útvarpsvirkjar verði mjög önnum kafnir, þegar útsend ingar íslenzka sjónvarpsins hefj- ast. (Frá Sjónvarpsdeild Ríkisút- varpsins). Egill Sandholt 30. S. 196 6, KL.I2 í GÆR var hægviðri eða hiti, en kaldast 6 stig á Hvera NA-gola hér á lands. Sums völlum. staðar var léttskýjað á stöku Hæðir og lægðir eru allar stað á Austfjörðum og NA- hægfara á kortsvæðinu, svo landi úrkomuvottur. Hlýjast að búast má við svipuðu var við Faxaflóa, 13 stiga veðri í dag. I iliini EGrLL SANDHOLT fyrrum póstritari andaðist á Landakots spítala sl. laugardag 74 ára að aldri. Hann var Vestfirðingur að ætt og átti lengi heima á ísafirði, þar sem hann var að- stoðarmaður á pósthúsinu árin 1906—20. Hann var skipaður póstafgreiðslumaður í Reykjavík 1. ágúst 1920, póstfulltrúi 1924 og póstritari 1930. í>ví starfi gegndi hahn (með ýmsum nafn- breytingum) til 1. janúar 1961. Eftirlifandi kona haris er Kristín Brynjólfsdóttir. Þau eignuðust 2 syni. Þing Alþjóðasam- vinnusambandsins í Vínaborg 23. ÞING Alþjóðasamvinnu- sambandsins, ICA, verður hald- ið í Vínarborg dagana 5.-8. sept. n.k. í sambandinu eru samvinnu félög í 58 löndum í Evrópu, Asíu, Afríku og Norður og Suð- ur Ameríku. Þing sambandsins eru haldin á þrigja ára fresti. Aðalmálið á þessu þingi er breyting á grundvallarreglum samvinnufélaga, en sérstök nefnd hefur undanfarin ár starf að að athugunum á þeim, og verða tillögur nefndarinnar lagðar fyrir þingið. Tvö önnur mál hafa sérstak- lega verið undirbúin fyrir þing- iðj þ.e. tækniaðstoð við sam- vinnufélög og breytingar á skipu lagi samvinnufélaga. Hjðrðarhagi og L augar nesvegur aðalbrautir ÁKVEDIB hefur verið samkv. tillögu umferðarnefndar, að gera Hjarðarhaga að aðarbraut, þó þannig að umferð um hann víki fyrir umferð um Nesveg og Suðurgötu. Ennfremur að Laugarnesvegur verði gerður að aðalbraut, þó þannig að umferð um hann víki fyrir umferð um Kleppsveg, Sundlaugaveg og Laugaveg. — Jafnframt verði bifreiðastöður bannaðar á Laugarnesvegi að vestanverðu milli Kleppsvegar og Sundlaugavegar. — Grindhvalir Framhald af bls. 28 þá heróp mikil frá áhöfnum smá bátanna, sem þustu hver um ann an þveran. Hvað efir annað stefndu bátarnir sér í beinan háska. Má þar til nefna ,að um 20 marsvín stungu sér upp við landið og komu undir hraðbát- inn „PT 109". sem dansaði á brygg eins marsvínsins og slapp naumlega við að hvolfa. Þegar sýnt var, að dýpið var of mikið við Héðinshöfða til að unnt væri að reka marsvínin þar á land, voru ítrekaðar og mis- heppnaðar tilraunir gerðar til að koma þeim út fyrir Laugarnes- tanga og inn í Vatnagarða. Tóku þá marsvínin upp á 'því, sem engan hafði órað fyrir: Þau skiptu sér í þrjá hópa, og stefndu sitt í hverja áttina, og barst leik urinn út um 300 metra undan landi. Sameinuðust tveir hóparn- ir og tóku stefnu með miklum hraða til hafs. Þá var sýnt að ógerlegt var að snúa þeim aftur til lands. Var og mjög farið að bregða birtu. Þess utan tók að kula og gaf yfir bátinn. Voru skipsmenn á bát Sigfúsar orðnir rennvotir, einkum þó blaðamenn irnir, en annar þeirra færði sig í björgunarvesti og bjóst við hinu versta, enda var Sigfús óspar á benzíninngjöfina og fór oft ískyggilega nálægt blásandi mar- svínsvöðunni. Gífurlegur mannfjöldi hafði safnast saman á Héðinshöfða til að fylgjast með bardaganum svo einstæður atburður sem þetta var í Reykjavíkurhöfn. Umferð- aröngþveiti skapaðist í Sætúni og hundruð manna þustu niður í fjöruna til að taka á móti marsvínunum á svipaðan hátt og frændur okkar í Færeyjum gera. Áður en marsvínin sluppu, hafði þó tekizt að flæma fímm þeírra að landi við Laugarnes. Byltust þau á grynningum þar. Nokkrir vaskir Reykvíkingar tóku á móti þeim með sveðjur á lofti og barefli, þeir urðu þó frá að hverfa vegna aðdýpisins, sem er við nesið. Nokkur marsvínanna náðu að brjótast af grynningun- um og geystust út á ytri höfn- ina, frelsinu fegin. Mikils spennings gætti hjá á- horfendum, ekki síður en hjá þeim sem eltingarleikinn þreyttu. Heyrðum við glögglega sigur- óp áhorfenda, er tekizt hafði að hrekja hvalina að Iandi, auk þess mátti heyra einstaka menn syngja við raust á Höfðanum, hýra af lognhöfgi haustnætur- kyrrðarinnar og ef til vill ein- hverju öðru. Eftirför bátanna 12 við grind- hvalina var frá upphafi illa skipulögð og stundum skipulags laus, enda var eftirtekjan bág í hæsta máta. 3 marsvín náðust við Laugarnesið, en hin hurfu út í Flóann mót frelsinu og eiga vonandi lartga lífdaga framund- an. Það voru því ekki sigurglað- ir menn, sem stigu úr hraðbát Sigfúsar í Rvíkurhöfn, kl. laust gengin 11, en ákaflega hásróma og heldur þrekaðir. Einu athuga semdina, sem gerð var í bátn- um á heimleiðinni átti 11 ára gamall snáði, sem komst svo vitanlega að orði: „Guði sé lof að ekki var verra í sjóinn". et !íód berjaspretta í Patreksfirði PATREKSFIRÐI, 3Q. ágúst. — Talsvert mikið er af berjum hér í nágrenninu. Eru það aðallega krækiber, sem hér vaxa og lítur vel út með þau. Er fólk farið að tina. Lítið er af bláberjura hér um slóðir, þarf að leita þeirra suður fyrir heiði. Eru bláberin seinna á ferðinni en krækiberin, og ekki enn kominn þeirra tími. — T. — Deilur Framhald af bls. 1 ráðherra skýrði frá því i kvöld að hann tæki til greina ósk Jacobsens um að hætta formennsku dönsku SÞ-nefnd arinnar. Kemur það fram í tilkynningu forsætisráðherr- ans að Jacobsen hefur ekki opinberlega verið boðið em- bætti afvopnunarmálaráö- herra. — De Gaulle Framhald af bls. 2 nefndi ekki á nafn. Sagði de Gaulle að friður I Asíu og í heiminum í heild væri mikilsverðasta vandamálið, sera hann hefði í hyggju að ræða um við Sihanouk fursta. Frá flugvellinum var haldið inn til höfuðborgarinnar, og er talið að um 300 þúsund manns hafi safnazt saman meðfram leið forsetans. Stráði mannfjöld- inn blómum á veginn, og marg- ir veifuðu með fánum KambodíJ og Frakklands. Víðtækar varúðarráðstafanir höfðu verið gerðar fyrir komu de Gaulles, meðal annars leitað í húsum meðfram leið forsetans til höfuðborgarinnar. Einnig höfðu gestir í hóteli því, sem de Gaulle gistir í Phnom Penh, ver ið beðnir að fara úr herbergjum sínum niður á götuhæðina I klukkustund áður en forsetinn kom. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í París, að de Gaulle muni leitast við að fá Sihanouk fursta til að vinna með sér að nýjum friðartilraunum í Viet- nam. Jóhannesarborg, 30. ágúst (NTB) BANDARÍKASTJÓRN hefur stöðvað sölu á nokkrum frönskum flugvélum af gerð- inni Mystere-20 til Suður- Afríku. En vélar þessar eru búnar bandarískum þrýsti- loftshreyflum. Blaðið The Star í Jóhannesarborg skýrir frá þessu banni, og segir að hér sé um furðulega ráðstöf- un að ræða af hálfu Banda- ríkjastjórnar, því vélarnar séu ekki ætlaðar til hernaðar þarfa. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, UNNAB MAGNÚSDÓTTUR Lambhól. Sérstaklega skal þakkað þeim læknum og starfsliði St. Jósefsspítala, sem önnuðut hana í veikíndum hennar. Sigurlína Ebenezersdóttir, Bafn A. Jónsson, Ingibjörg Ebba Magnúsdóttir, Grímur Ásmundsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Kristján Kristjánsson, Helga Magnúsdóttir, Sigurður Björnsson, og systrabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.