Morgunblaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 24
24
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 31. ágúst 1966
FÁLKAFLUG
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
— Það skal ég sannarlega
gera, sagði hún, — og hvað sem
öllu öðru líður, þá þarf maður-
inn minn að vita allt fyrirkomu
lagið út í æsar, jafnvel þótt
hann geti ekki verið viðstaddur
hátíðahölckin sjálfur. Hlustið
þér á ..,,
Samtalið uppi var þagnað.
Fótatak heyrðist eftir gólfinu
þar og fram að stiganum. Loks
kom það niður stigann.
— Hann er að koma niður,
sagði hún. — Og hann, sem má
ekki ganga upp og niður stiga.
Hún gekk hratt til dyranna, en
sneri þá við. — Hann veit ekki,
hver þér eruð, sagði hún, — og
þar á ég við skyldleika ykkar
Aldos .... Og roðinn kom aftur
upp í kinnar hennar. Ég sagði
honum, að einhver maður hefði
komið í einhverjum erinda-
gerðum, og að ég vissi ekki, hver
hann væri.
Ég tók ósjálfrátt þátt í sekt-
arkennd hennar. Ég elti hana
að dyrunum. — Ég er að fara,
sagði ég.
— Nei, ekki strax. Það er
ekkí svigrúm til þess.
Við gengum út í forstofuna.
Rektorinn var þegar kominn
niður í miðjan stigann. Hann
hefði getað verið hvar sem var
milli hálfsextugs og hálfsjötugs,
herðabreiður, meðalhár, með
falleg augu og reglulegt andlits-
fall manns, sem hefði getað ver-
;ið láglegur yngri og var það enn,
enda þótt grai liturinn á andlit-
inu gæfi til kynna nýafstaðin
veikindi. Svipurinn bar vott um
vald og fyrirmennsku manns,
sem hlýtur ósjálfrátt að vekja
virðingu og velvild, jafnvel hrifn
ingu. Ég fann æ meir til sektar
minnar.
— Þetta er hr. Fabbio, sagði
kona hans, er hann kom auga
á mig og stanzaði. — Hann kom
með skilaboð viðvíkjandi bóka-
safninu, þar sem hann vinnur nú
í bili. Hann var alveg að fara.
Ég hneigði mig ósjálfrátt, því
að fararstjórakurteisin kom
strax upp í mér. Frúin hristi
höfuðið.
— Læknarnir sögðu að þú
mættir ekki koma niður, Gasp-
are, sagði hún ávítandi. — Ég
heyrði, að þú svaraðir í símann.
Þú hefðir átt að kalla á mig.
Hann komst nú alla leið niður
stigann og stóð milli okkar i
forstofunni. Hann heilsaði mér
með handabandi og fallegu aug-
un rannsökuðu mig, en svo sneri
hann sér að konu sinni. — Ég
hefði þurft að taka þetta símtal
hvort sem var, sagði hann. —
Ég er hræddur um, að það hafi
verið slæmar fréttir.
Ég reyndi að þurrka sjálfan
mig út, en hann stöðvaði mig.
— Farið þér ekki, sagði hann,
— þetta var ekki persónulegt
mál, heldur var það sorglegt at-
vik. Einn stúdentinn fannst dauð
ur í morgun fyrir neðan leik-
húströppurnar.
Frúin rak upp óp af hryllingi.
Verzlunarhúsnæði
til leigu
Til leigu húsnæði fyrir nokkrar verzlanir
miðsvæðis í Austurborginni. Gott geymslu
rými getur fylgt hverri verzlun. — íverzl-
unarhúsi þessu verða 15—20 verzlanir. —
Lysthafendur sendi nöfn sín til afgr. Mbl.
fyrir 3. sept. nk., merkt: „Verzlunarhús-
næði — 4105“.
Kynnið yður nýju Lada saumavélina.
Lada hefur frjálsan arm.
miðsvæðis í austurborginni. Gott geymslu-
Áutomatic kr. 5.650,00.
Zig Zag kr. 4.950,00.
Buldur Jónsson sL
Hverfisgötu 37 — Sími 18994.
— Mundu að högg undir beltisstað eru bönnuð.
— Þetta var lögreglustjórinn
í símanum, hélt hann áfram. —
Hann var nýbúinn að frétta, að
ég væri kominn, og tilkynnti
mér, eins og rétt var, hvað skeð
hafði. Hann sneri sér að mér. —
Svo virðist, sem útgöngubann
hafi verið sett á í gærkvöldi,
vegna leiðinlegra atburða, fyrr
í vikunni, og allir stúdentarnir,
nema þeir, sem höfðu útgöngu-
leyfi, fengu skipun um að vera
komnir í garðana eða heim til
sín klukkan níu. Þessi piltur og
ef til vill fleiri, höfðu bannið að
engu. Hann hlýtur að hafa orð-
ið hræddur, er hann heyrði í
lögreglunni, og tekið til fótanna,
og þá farið beinustu leið, sem
svo vildi til, að voru þessar
bölvuðu tröppur. Hann hrasaði
og datt niður eftir þeim öllum
og hálsbrotnaði. Liíkið fannst
snemma í morgun. Rektorinn
seildist eftir stafnum sínum,
sem frú Butali rétti honum.
Hann gekk svo hægt inn í stof-
una, sem við vorum nýkomin út
úr. Við eltum hann.
— Þetta er alveg hræðilegt,
sagði hún, — að þetta skyldi
þurfa að koma fyrir, einmitt
núna, rétt fyrir hátíðina. Hefur
þetta verið tilkynnt?
— Það verður komið út um
allt fyrir hádegi, svaraði maður
inn hennar. Slíkt sem þetta er
ekki hægt að þagga niður. Lög-
reglustjórinn kemur hingað að
vörmu spori til að ræða málið.
Frúin setti stól við borðið og
hann settist á hann. Grái litur-
inn á andlitinu á honum virtist
hafa _ færzt I aukana.
— Ég verð að kalla saman fund
í Háskólaráðinu, sagði hann.
Mér þykir þetta leitt, Livia. Þú
þarft að vera mikið í símanum
fyrir mig. Hann klappaði á hönd
ina, sem lá á öxl hans.
— Auðvitað, svaraði hún en
sendi mér um leið örvæntingar-
fullt augnatillit.
— Ég get nú ekki trúað, að
þetta útgöngubann hafi verið
nauðsynlegt, sagði rektorinn. Ég
er hræddur um, að óþarfleg
hræðsla hafi gripið Háskólaráð-
□------:---□
□----------------Q
ið, með þeirri óhjákvæmilegu
afleiðingu, að sumir stúdentarn-
ir hafi risið upp á afturfótun-
um, og þar af hafi þetta slys
stafað. Var mikil ókyrrð í bæn-
um?
— Það voru ýmsir hópar tals-
vert fjörugir, sagði ég. — Það
virðist vera talsverður rígur
milli V og H annarsvegar og
Lista- og Kennaradeildarinnar
hinsvegar. Og þetta útgöngu-
bann, sem var skellt svo snögg-
lega á, vakti mikla óánægju. Það
var ekki um annað talað í mat-
stofunni í gærkvöldi.
— Einmitt, sagði rektorinn, —
og þeir fjörugri óskuðu öllum
yfirvöldum norður og niður. Ég
hefði gert það sama, þegar ég
var stúdent. Hann sneri sér að
konu sinni. — Það var drengur-
inn hans Marelli, sem fannst
dauður, sagði hann. — Þú
manst eftir honum Marelli. Við
vorum í einu hótelinu hans fyrir
einu eða tveimur árum. Ég
þekki nú ekkert til drengsins,
sem var hér á þriðja ári, en
Elia segir mér nánar frá því.
Þetta er mikil sorg fyrir for-
eldrana. Eini sonurinn.
Ég var skraufþurr í kverkun-
um. Ég bergmálaði þessi með-
aumkunarorð með sjálfum mér.
Nú var hún ekkert áfram um
það lengur, að ég færi. Ef til vill
gat nærvera mín dreift eitthvað
fyrir manninum hennar.
— Hvenær kemur læknirinn?.
spurði hann.
— Hann sagði klukkan hálf-
ellefu. Þá getur hann komið á
hverri stundu, sagði hún.
—Ef lögreglustjórinn kemur
á undan honum, verður læknir
inn að bíða, sagði maður henn-
ar. Vittu hvort þú nærð ekki 1
hann heima hjá honum — en ef
ekki, þá er hann líklega í spítai-
anum, og getur gengið þaðan
og hingað. Það er ekki nema
tvær mínútur.
Hún dokaði ofurlítið við áður
en hiún gekk út og sýndi mér
aðvörunarauga um leið. Það
hefði getað þýtt, að ég mætti
ekki þreyta hann. Það hefði líka
getað þýtt, að ég mætti ekki
minnast á Aldo. Mig langaði til
einkis annars en komast burt áð
ur en lögreglustjórinn kæmi. En
fyrst varð ég að bera upp er-
indi mitt.
— Þetta slys, rektor .... Þýð-
ir það sama sem að hátíðinni
verði aflýst?
Hann hafði tökið upp smávind-
il og var önnum kafinn að
kveikja í honum. Það leið andar-
tak, áður en hann svaraði. —
Það kemur varla til greina sagði
hann. — Það eru eitthvað um
fimm þúsund stúdentar í Ruff-
ano-háskóla og að fara að af-
lýsa aðalhátíðinni þeirra, vegna
eins slyss væri of móðursýki-
kennt. Það væri ekki heppilegt
tiltæki. Hann saug vindilinn og
hleypti brúnum. En, endurtók
hann. — þér getið verið alveg
viss um, að við förum ekki að
aflýsa hátíðinni. Takið þér
kannski þátt í henni sjálfur?
Mér kom þessi spurning á
óvart. Hvössu augun boruðu mig
í gegn. — Ég veit það ekki fyrir
víst. Donati prófessor kynni að
vilja fá mig í eitthvert smáhlut-
verk.
hverts ;em| þérfaríð/l ivenær sem þér farið
nvernic jsen i þér ferði: st
TmFnonIiffmT*,iffnn*nn
Teroasiysairygging