Morgunblaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 10
10 MORCU N BLAÐIÐ MiSvikudagur 31. ágúst 1963 — Iðnsyning Framhald af bls. 1 Islenzkur iðnaður bregzt rösk- lega við þvi lilutskipti sínu að heyja samkeppni í heimi vax- andi viðskiptafrelsis þjóða í milli, vitandi vel, að í sam- keppninni felst stæling tii meiri átaka og aukinna afkasta, sem fela í sér vörugæði og lægra vöruverð, ölliim almenningi til hagsbóta. Fnginn skyldi halda, að íslenzkur iðnaður þurfi ekki í slíkri glímu, að eiga átök við marga erfiða þraut. Hver er sú barátta einstaklinga, stétta og þjóða til framfara og velmeg- unar, sem ekki er erfiðleikum háð? Hverjir eru þeir sigrar, sem unnizt hafa án erfiðis? Ég hef á hinn bóginn enga vantrú á því, að iðnaðurinn muni marka sér öruggan sess í atvinnuþró- un íslands'*. Bæða iðnaðarmálaráðherra, in hér og yeldur þar fyrst og fremst, að ekki hefur verið fyr- ir hendi hentugt húsnæði. Þegar nú hefur verið ráðin bót á því, og nú þegar efnt er til fyrstu vörusýningarinnar í hinni nýju og glæsilegu Sýningar- og íþróttahöll, sem við erum stödd í, vil ég bera fram þakkir fyrir þetta framtak. Viðurkenningu fyrst og fremst til borgarstjórn- ar Reykjavíkur og Sýningar- samtaka atvinnuveganna hf. sem með sameiginlegu átaki nú hafa leyst gagnkvæmt að- kallandi áhugamál, sem er við- hlítandi aðstaða til sýningar- halds í höfuðborginni. Þar sem hér er um að ræða fyrstu vörusýningu í þessu hús- næði, hefur það að sjálfsögðu skapað viss viðfangsefni. Þó svo að lausn þeirra sé fyrst og fremst miðuð við þarfir þess- arar sýningar, þá hefur jafn- framt verið höfð full hliðsjón af væntanlegum þörfum vöru- sýninga, sem hér verða haldnar Gestir á sýningunni. Sveinbjörn Jónsson forstjóri Ofnasmiðj- unnar og Hulda Stefánsdóttir, skólastjóri Húsmæðraskólans á Blönduósi. Jóhanns Hafsteins, er birt í heild á bls. 16 í Mbl. í dag. Hér fer á eftir ávarp Bjarna Björnssonar, formanns Iðnsýn- ingarnefndar við opnun sýning- arinnar í gær: 1 umboði Félags íslenzkra iðn rekenda og Landssambands iðn- aðarmanna býð ég yður velkom in til Iðnsýningarinnar 1966. Nú eru liðin 14 ár síðan al- hliða iðnsýning hefur verið hald í framtíðinni, þannig að þær ráðstafanir megi koma að sem viðtækustum notum. Iðnsýningar hafa fram til þessa verið haldnar af ymsura tilefnum og verið því marg- breytilegar í formi og tilgangi. Sýningunni, sem nú er haldin hefur hins vegar gagngert verið valið það hlutverk að vera vöru kynningar og sölusýning á fram leiðslu íslenzkra iðnfyrirtækja Gestur á sýningunni reynir hægindastól, sem eitt húsgagna fyrirtæki sýnir. >' ! Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra og frú, ásamt Bjarna Björnssyni, formanni lðnsýningar nefndar. Bjarni Björnsson, formaður Iðn- sýningarnefndar flytur ræðu við opnun sýningarinnar. og iðnaðarmanna. Gefur því hér að sjá hversu fjölbreytt, og ef segja má, á hvaða stigi ísl. iðn- aðarframleiðsla er í dag. En jafnframt þessu er Iðnsýningin 1966 kaupstefna, þar sem stuðl- að verður að eflingu viðskipta framleiðenda annars vegar og vörudreifenda og annarra við- skiptavina hins vegar. 1 kvæði sínu „Alþingi hið nýja“ segir Jónas Hallgrímsson m.a.: „Traustir skulu hornsteinar hárra sala. í kili skal kjörviður." f KlLl SKAL KJÖRVIÐUR eru kjörorð Iðnsýningarinnar 1966. Með vali þessara kjör- orða viljum við leggja áherzlu á, að undirstaðan, „kjölurinn", sem iðnframleiðslan okkar hvíl- ir á skuli vera vöruvöndunin, „kjörviðurinn" sé aðaleinkenni framleiðslu okkar. íslenzkur iðnaður er tiltölu- lega ungur að árum, enda þótt hann sé fjölmennasta atvinnu- grein landsmanna í dag. Iðnaðar framleiðslan hefur beinzt fyrst og fremst að hinum takmark- aða innlenda markaði, og sem afleiðing af því eru iðnfram- leiðlufyrirtækin tiltölulega smá að vöxtum hér á landi. Samhliða því eigum við í harðri samkeppni erlendis frá, sem er eðlileg afleiðing þess, að við kjósum viðskiptafrelsið umfram andstæðu þess. Og sök- um stærðar þess markaðar sem við keppum um, getum við í ýmsum greinum ekki náð þeirri magnframleiðslu, sem í mörg- um tilfellum getur leitt til lækk unar einingarverðsins. En ekkert af þessu þarf að koma í veg fyrir, að íslenzkir framleiðendur, með því jafnan að hafa í huga, að í KILI SKAL KJÖRVIÐUR, tileinki sér vöru- vöndunina, sem aðaleinkennl sitt, sem sterkasta vopnið í sam keppninni. Og landsmönnum er að verða það ljóst, að það er fyrst og fremst iðnaðurinn, í hvaða mynd sem er, sem sjá verður far- boða þeirri fjölgun á vinnumark aðinum, sem fyrirsjáanleg er í náinni framtíð. Þá þýðir ekki að einblína stöð ugt á innanlandsmarkaðinn, heldur verðum við að leita iðn- framleiðslu okkar að einhverju leyti markaða erlendis. Þá ber að hafa hugfast, að ef við ekki slökum á kröfunni til okkar sjálfra um vörugæðin, sem ein- kenni íslenzkrar iðnaðarfram- leiðslu, þá verði vöruvöndunin sá kjörviður sem yrði kjölurinn í þeim fley, sem á eftir að flytja iðnvarning okkar til framandi landa. Að lokum vil ég færa hinum á annað hundrað sýnendum á Iðnsýningunni 1966 þakkir fyrir sitt svo glæsilega framlag, og síðast en ekki sízt öllum sam- starfsmönnum okkar að undir- búningi sýningarinnar, á hvaða sviði sem er, fyrir sérstaka ó- sérhlífni og gott samstarf. Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, kemur til Iðnsýnin) arinnar. Með honum eru Bjarni Björnsson, formaður Iðnsýn ingarnefndar og Gunnar Friðriksson, formaður Félags ísl. iðn rekenda. VÖIVDUÐhúsgögn varanleg eigngreiosluskilmálar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.