Morgunblaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. agust 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per lun. S/Afl 34406 SENDUM MAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR21190 eftir lokun simi 40381 t,H'3-ll GB mwm Volkswagen 1965 og '66. LITLA bílaleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 ^ÞRflSTUR^ 22-1-75 Bifreiðaleigan Vegferð Sími 23900. Bílaleigan VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. LOGl GUÐBRANDSSON héraösdómslögmaður I.augavegi 12 — Sími 23207. Viðtalstími kl. 1—5 e.h. BOSCH Þurrkumótorar 24 volt _ 12 volt 6 volt Brœðurnir Ormsson Lájgmúla 9. — Simi 38820. 'A Laxveiðar — dýr íþrótt „Hefurðu farið í lax i sumar?“ spurði kunningi, sem ég mætti á götunni í gær. „Nei“, — ég hélt nú ekki. Sem betur fer hef ég ekki fengið bakteríuna, því mér skilst, að þetta geti stundum orðið al- varlegt — þ.e.a.s. fyrir pyngj- una. Ekki sagðist hann heldur hafa fengið sýkina, en um síð- ustu helgi gafst honum þó kost ur á að reyna — og hann þáði boðið, þótt dýrt væri. Veiðiú';- búnaðurinn var það dýr, að hann færðist undan að segja mér hve mikið hann hefði þurft að borga. En veiðileyíið í ánni (sem var víst ekki af lakara taginu) kostaði tvö þús-a und og fimm hundruð krónur yfir daginn. „Og ég var heppinn", sagði hann — „fékk fisk, einn sex punda — og mér skilst, að ég eigi að vera ánægður — ég hafi fengið eithvað fyrir mína #3ninga.“ En honum fannst þessi sex punda lax alldýr, því hann bætti við: „Það kostar meira að fara í viku laxveiði- túr en að vera tíu daga á Majorka — og ég held, að ég mundi velja síðari kostinn, næst, þegar ég fer í frí“. Það nær auðvitað engri átt, að ódýrara sé fyrir fslend- inga að ferðast suður að Mið- jarðarhafi og dvelja þar í lúx- us en að renna fyrir laxi rétt utan við borgina — eða jafn- vel, þótt aka verði í nokkrar stundir austur eða norður. Menn benda þá á, að laxinn sjálfur sé ekki allt. Menn fari líka til laxveiða til þess að stunda útiveru og hreyfa sig, en ég geri ráð fyrir að það sé ekki beinlínis óheilnæmt að baða sig í sjó og sól suður á Majorka. Annars er þetta dæmi um manninn, sem var einn dag að veiðum og fékk einn lax, mjög hagstætt. Annar kunningi minn fór nýlega austur á land, var í annálaðri laxveiðiá í heila viku — og fékk einn lax. Einn ferðafélagi hans fékk að vísu þrjá, en annar fékk ekki neinn — og er þá ekki hægt að neita því lengur, að það geti verið dýrt að stunda lax- veiðar á íslandi. íslendingar gera of lítið af því að draga fisk úr sjó í frí- stundum — og það er mun ódýrara. Ég mæli ekki með því að hver og einn verði sjálfum sér nógur um soðmat, eins og einhvers staðar hefur verið lagt til. En fleiri ættu að stunda sjóinn í frístundum. Við hér í Reykjavík þyrftum að eignast smábátahöfn — þannig, að almenningur hefði aðstöðu til þess að eignast trillu eða siglara. Væri ekki hægt að koma upp smábáta- höfn við Fossvoginn, einhvers staðar í nánd við Nauthólsvík? Unnið með skrattanum Ég frétti á dögunum, að verzlanir hefðu á boðstólum nýstárlegt sælgæti fyrir bless- uð börnin. Þetta er tyggi- gúmmí í sígarettulíki. Til þess að kanna málið kom ég við í söluturni og bað um vöruna. — Jú, þetta stóð allt heima. Litlar sígarettur á 1,50 og stærri á 3,00. Því miður voru „sígarettupakkarnir" „búnir, en tyggigúmmí-sígarettur höfðu verið til í pökkum, sem litu út eins og venjulegir sigarettupakkar — og þeir kostuðu tíu krónur. Þetta hafði verið rifið út, því börnunum þykir gaman að „reykja“ eins og hinum fullorðnu. 1 rauninni á ég engin orð til þess að lýsa skoðunum mínum á þess konar verzlun. Hér er beinlínis verið að brúa bilið milli barna og venjulegra vindl inga. Foreldrar, sem reyna að vaka vel yfir börnum sínurn, senda þau aldrei eftir sígarett- um — venja þau ekki á að kaupa þennan varning. Þegar búið er að venja þau við að kaupa þetta fyrir aðra er miklu auðveldara fyrir þau að brjóta ísinn og kaupa sígarett- ur til eigin afnota. — En hér koma tyggigúmmíframleið- endur og innflytjendur til móts við skrattann. Þið ættuð að hætta þessu. Börnin biðja um tyggigúmmí þótt það sé ekki í sígarettu- líki. ★ Norræna sund- keppnin „Vatnsköttur" skrifar: Ég sá það i blöðunum, að forráðamenn Norrænu sund- keppninnar eru farnir að eggja menn lögeggjan að taka þátt í keppninni að þessu sinni, þar sem breytt reglugerð geri sig- ur íslands mögulegan, en sann ast að segja höfum við haft litlar líkur til sigurs á undan- förnum árum þar sem svo há prósenttala íslendinga synti í fyrstu keppninni. Hefur það að sjálfsögðu dregið úr áhuga manna hér á keppninni, og þar með dregið úr gildi keppninn- ar fyrir okkur, sem er að sjálf- sögðu það að fá sem flesta til þess að iðka sund, þá göfugu íþrótt. En nú, þar sem reglugerð- inni hefur verið breytt og þar með hálfur sigur unninn, hef- ur skapast hin ákjóeanlegasta áróðursaðstaða fyrir forráða- menn keppninnar og sundlaug- anna til að hæna menn að laugunum. Og þetta hefur borið nokkurn árangur. Ýmsir, sem sjaldan sjást á sundstöðum, hafa farið þangað með þeim góða ásetningi að svamla 200 metra — en því miður fjöl- margir komið þaðan aftur án þátttöku í nokkurri keppni, þótt þeir hafi ef til vill synt tilskylda vegalengd kannski oftar en einu sinni. Segja má að aðaltilganginum hafi verið náð, menn fengið sér hressandi bað og liðkað skrokkinn, en þó örlítið vonsviknir. Og hvernig stendur á þessu? Hvers vegna tóku mennirnir ekki þátt í keppninni? Ein- faldlega vegna þess að á sund- stöðunum sjálfum virtist eng- inn hafa áhuga á þátttöku þeirra í neinni keppni. Að vísu stendur á vegg: Syndið 200 metrana — en enginn annar áróður í frámmi hafður, eng- inn hvattur til þátttöku, hvorki við afhendingu miða, í búnings klefum né í hátalarakerfi sund staðanna. Frá mínum bæjardyrum r.éð er sigur í þessari keppni ekk- ert aðalatriði, það er þátttak- an sjálf, sem mestu máli skipt- ir, að laða menn að sundstöð- unum. Og þar sem keppnin er til þess ætluð á að nota hana til þess. Ég skrifa þessar línur vegna þess að mér er hlýtt til norr- ænu sundkeppninnar og það ekki að ástæðulausu. Ég hafði lagt sundið á hilluna, taldi það til minna bernskubreka, en þegar fyrsta norræna sund- keppnin var haldin barst ég með strauminum og tók þátt i henni. Þá fann ég ótvírætt hvers ég hafði farið á mis, hvílíkur heilsubrunnur sundið er og hefi haldið tryggð við það síðan. Missið þetta gullna tækifæri ekki úr höndum ykkar, góðir menn. Vatnsköttur". lÍTSALA Á KVEHKÁPUM HEFST i DAG Laugaveg 35 KÁPAN Sími 14278

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.