Morgunblaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. ágúst 1966 Lúðvíg Gnomandsson fyrrv. skólnstjóri — Minningnrorð í DAG verður til moldar bor- inn Lúðvíg Guðmundsson, fyrr- verandi skólastjóri Handíða- og myndlistaskólans. Hann andað- ist á Landspítalanum 25. ágúst eftir löng og erfið veikindi. Með Lúðvig er hniginn sér- stakur sterkur persónuleiki, maður, sem kom víða við, brauzt í mörgu og ávallt var í fararbroddí, að hverju sem hann vann. Hann hefur þvi sett svip á margt í þjóðfélagi íslendinga, maður, sem ekki gleymist þeini, er þekktu hann. Hér í stuttri minningargrein er enginn kost- ur að rekja til neinnar hlítar hin margvíslegu störf Lúðvígs, og verður aðeins stiklað á fáu einu. Lúðvíg var Reykvíkingur, fæddur hér í borg 23. júní 1897. Faðir hans var Guðmundur Guð- mundsson, bæjarfulltrúi, en hann dó, þegar Lúðvíg var á 9. árinu. Móðir Lúðvígs var Ing- veldur Kjartansdóttir, sem dó háöldruð 1946, mikil kona á "■hverja grein og minnisstæð okk- ur æskuvinum Lúðvigs, sem gengum út og inn á heimili hennar, og þar var mörgum bit- anum og sopanum vikið að þurf- andi einstæðingum, þó að efnin væru lítil, og margur var hýstur í litlu íbúðinni þeirra á Smiðju- stíg 6. Var mikið ástríki með þeim mæðginum, enda voru þau lengst af saman, þar til hún dó. Lúðvíg varð stúdent frá Menntaskólanum 1917 og hafði látið margt til sín taka í skóla- lífinu. — l>á um haustið hóf hann nám í náttúrufræði við Kaupmannahafnarháskóla, en fór síðan til Berlínar, til náms í læknisfræði, og dvaldist þar um skeið og varð ágætavel tal- andi og skrifandi á þýzku. Hann hvarf heim frá þessu námi 1919 og settist nokkru síðar í lækna- deild háskólans hér en festi þar ekki rætur til langframa. Um skeið stundaði hann nám í guð- fræðideildinni og þar sátum við 'saman einn vetur, hVarf síðan frá námi 1925. Jafnframt þessu stundaði hann kennslu í ýmsum skólum, kenndi t.d. náttúru- fræði í Menntaskólanum einn vetur og braut þá upp á ýmsum nýjungum í kennslunni. En mest af starfskröftum sínum á þess- um árum, helgaði hann margvís- legum störfum á þágu stúdenta og félagslífs þeirra, allt frá 1919 er hann kom heim. Væri það langt mál, ef allt væri -akið. Asamt fleirum beitti hann sér fyrir stofnun stúdentaráðs. Hann gekkst fyrir stofnun „Mensa academica", matstofu stúdenta uppi á lofti í Lækjar- götu 2, en þar var samkomustað- ur stúdenta um allmörg ár. Lúð- vig hóf máls á því að reisa stúdentagarð og var lifið og sál- in í happdrættinu mikla 1922, til þess að safna 100.000 krónum til byggingarinnar. Það var mikið fé I þá daga. Hinn 1. des. 1922 var byrjað að selja miðana og var það upphafið að hátíða- höldum stúdenta þann dag. Þetta voru dýrlegir dagar, þeg- ar eldmóður æskunnar brann í blóðinu. Lúðvíg var formaður stúdentagarðsnefndarinnar frá 1922—1927, er hann fluttist burt úr Reykjavík. En nokkr- um árum síðar reis Gamli Garður. Lúðvíg setti á stofn upplýsingaskrifstofu stúdenta og hafði það starf með höndum 1921—1927 og aftur 1932—1948. Hann stóð fyrir stúdentaskipt- um við önnur lönd og komu þá hingað margir erlendir stúd- entar. Hann stofnaði lánasjóð stúdenta með 50 kr. framlagi og svo mætti lengi telja. Allt frá sjálfum sér og móður sinni, var þetta að sjálfsögðu ólaunuð sjálfboðavinna .En þess sknl þó getið, að stúdentar þá kunnu vel að meta þessi störf Lúðvígs i þágu þeirra, og auruðu þeir af fátækt sinni saman í vandað gullúr og gáfu honum til þakka, og var það stolt hans alla ævi síðan. Árið 1927 varð Lúðvig skóla- stjóri við alþýðuskólann á Hvít- árbakka og var það tíl 1931. Það var góður skóli, þar sem hinn brennandi áhugi Lúðvígs, hugsjónaeldur og fljúgandi mælska hans nutu sín vel. En húsakynnin á Hvítárbakka voru léleg. Var þá hafin bygging skólans í Reykholti, og var Lúð- víg að sjálfsögðu formaðnr bygginganefndar. En Lúðvíg samdi ekki við yfirvöldin um fyrirkomulag skólahússins, og var ákaflega fjarri skapi að beygja sig og samþykkja það, sem hann taldi rangt. Hann var því ekki ráðinn skólastjóri í Reykholti þegar skólinn tók þar til starfa 1931. Hann fluttist þá til ísafjarðar og var skólastjori gagnfræðaskólans þar. Þar braut hann strax upp á ýmsum nýmælum, hóf fyrstu verknáms- kennslu hér á landi, gekkst fyr- ir skíðakennslu, byggði skíða- skála fyrir skólann, gekkst fyrir unglingavinnu á sumrin, bæði þar og í Reykjavík og veitti for- stöðu vinnuskóla Reykjavíkur í Jósepsdal og á Kolviðarhóli nokkur sumur. En þetta var á kreppuárunum og því mjög erfitt um vinnu handa ungling- um. En Lúðvíg nægði þetta ekki. hann vildi nýtt og víðara verk- svið. Hann reif sig því upp frá tryggu embætti á ísafirði og fluttist til Reykjavíkur til þess að koma upp skóla fyrir vetð- andi myndlistarmenn. Hann stofnaði þá Handíða- og mynd- listarskólann, sem lengi var einkafyrirtæki Lúðvígs og ekki alltaf fjárhagslega glæsilegt, svo að ekki sé meira sagt. En áhuginn var brennandi, og Lúð- víg gafst ekki upp, og nú er skól inn orðinn föst og sjálfsögð stofnun, þar sem margt lista- mannsefnið hefur fengið sína fyrstu tilsögn. f meira en tutt- ugu ár stjórnaði Lúðvíg skóla sínum, þar til hann lét af skóla- stjórn vegna heilsubrests fyrir fáum árum. Það má því segja, að aðalstarf Lúðvígs hafi verið á sviði upp- eldis- og kennslumála, og fjöl- margar ferðir fór hann til út- landa til þess að kynna sér þau mál. Hann flutti um þau fyrir- lestra og skrifaði margt um þau efni í blöð og tímarit. En áhugamál hans voru fjölmörg önnur, m.a. stofnaði hann þýzku- skóla félagsins Germaniu 1925 og 1927 var hann fulltrúi útvarps- hlusténda í nefnd til að undir- búa stofnun ríkisútvarpsins. Þá var hann og einn aðalhvata- maður að útgáfu „Strauma", mánaðarrits um trúmál, og einn af 12 útgefndum þess. „Straum- ar“ komu út í fjögur ár 1927- 1930, og skrifaði Lúðvíg nokkr- ar greinar í ritið. Eftir stríðið var hann sendur af Rauða krossinum til Þýzka- lands til þess að leita uppi ís- lendinga þar og hjálpa þeim úr eymdinni í hinu stríðshrjáða landi. Lúðvíg var þar marga mánuði og kom þar að haldi hin ágæta málakunnátta hans, at- orka og myndugleiki, enda hafði hann upp á svo til öllum ís- lendingum í Þýzkalandi og veitti þeim hjálp til að komast heim, og munu þeir minnast þess með þakklæti. Margvísleg þjóðfélagsmál lét hann til sín taka og hafði ákveðnar skoðanir I þeim efn- um. En ekki fylgdi hann nein- um stjórnmálaflokki að málum, til þess var hann alltof sjálf- stæður í skoðunum og taldi enda allt flokksræði óheilla- vænlegt fyrir framgang góðra málefna og andlegan þroska þjóðarinnar. Þegar landhelgis- málið var á döfinni og stjórn- málaflokkarnir voru í þann veg- inn að gera lausn þess að flokks- pólitísku deilumáli tók Lúðvíg sig til, þá sárlasinn, að reyna að koma í veg .fyrir það með því að sameina þjóðina um fjár- söfnun til kaupa á þyrlu handa landhelgisgæzlunni í sambandi við haustkosningarnar 1959. Fékk hann menn úr öllum flokkum til þess að vinna að þessu verkefni, og varð það til þess að bjarga einingu þjóðar- innar, að m. k. þá í þessu við- kvæma 'utanríkismáli. Það átt.i að heita svo, að ég væri í fram- kvaamdanefndinni, og er mér því vel kunnugt, að mikul hluti verksins var unninn af Lúðvíg, og án hins biennandi áhuga hans hefði lítið orðið úr þessu. Það tókst að safna hálfri milljón króna í öllum kjördæm- um landsins, en það var tals- vert fé þá. En Lúðvíg varð að fara til útlanda sér til heilsu- bótar áður en söfnuninni lyki, svo að það féll í hlut annarra að afhenda féð og taka á móti þökkunum. En nú er þyrlan komin. Lúðvíg leit aldrei til þakka fyrir störf sín, starfið sjálft var honum nóg fullnæg- ing. Lúðvíg var fyrirmannlegur f sjón, vel á sig kominn og vakti athygli, hvar sem hann for. Hann var ör í skapi, ákafamað- ur og gat verið einstrengings- legur á köflum. einstaklings- hyggjumaður mikill og því bág- rækur í hóp, vildi sjálfur ráða ferðinni, ráðríkur og því alltaf í fararbroddi að hverju sem hann gekk, ákaflega laus við alla minnimáttakennd gagnvart einum eða neinum, hafði oftast ákveðnar skoðanir, og þagði sjaldnast um þær, alveg án til- lits til þess, hvort öðrum líkaði betur eða verr, hvort heldur voru vinir hans eða aðrir, kunn- ugir eða ókunnugir. Slíkar eig- indir eru ekki alltaf heppilegar til árangurs, en Lúðvíg tókst þó jafnan að fá dugandi menn í lið með sér, og þær entust honum til mikilla framkvæmda. Lxið- víg hafði mikið hugmyndafíug og því braut hann upp á mörgu og hrinti því af stað, en lét öðr- um eftir hin hversdagslegu störf við áframhaldið, en byrj- aði sjálfur á nýju verki. Slíkir menn eru þjóðinni þarfir. Lúðvíg naut lengi góðrar heilsu og óvenjulegra starfs- krafta, en síðasta áratuginn var hann oft mjög veikur og lá mán- uðum saman á sjúkrahúsum, bæði hér og erlendis. En þrátt fyrir veikindin var hann alltaf jafn brennandi í andanum með hugann fullan af margvíslegum áhugamálum og framtíðaráætlunum. Og þegar af honum bráðu veikindin, hætti honum við að færast meira í fang en heilsan leyfði. í hinni síðustu legu sinni, eftir mikinn og hættulegan holskurð, var hann hinn hressasti og vongóð- ur um varanlegan bata, en nú var komið að lokum starfssamr- ar ævi, og 25. ágúst andaðxst Lúðvíg. Á jólum 1925 kvæntist Lúð- víg eftirlifandi konu sinni, Sigríði Hallgrímsdóttur frá Grímsstöðum á Mýrum. Þau eignuðust fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Sigríður bjó manni sínum myndarlegt menn- ingarheimili, þrátt fyrir þröng- an efnahag á stundum. Bæði voru þau hjón gestrisin, enda ávallt gestkvæmt á heimili þeirra, og margir áttu erindi við húsbóndann. í öllu hinu um- brotasama og athafnamikla starfi sínu naut Lúðvíg stuðn- ings og hvatningar konu sinnar og hjálpar. Og í hinum langvar- andi veikindum sínum naut hann nákvæmrar hjúkrunar hennar og umönnunar. Börnum sjnum og barnabörnum var Lúð- víg umhyggjusamur faðir og afi, enda elskuðu þau og virtu mjög. Við hinir gömlu vinir Lúðvígs söknum hans og þökkum vin- áttu hans og starf. Og við hjón- in þökkum honum og frú Sigríði áratuga trygga vináttu og vott- um henni og börnum þeirra innilega samúð okkar. Einar Magnússon. t LÚÐVÍG Guðmundsson er allur, margra ára heilsuleysi hefur að lokum yfirunnið lífsþrótt hans — ævikvöldið var honum erfitt og von um einhvern varanlegan bata sennilega engin. Þetta kom því ekki á óvart okkur, sem til þekktu. Þegar svo stendur á er friðurinn líkn, en þó bregður manni alltaf er maður fréttir lat manna, sem maður hefur haft góð kynni af. Mér þykir rétt og skylt að minnast hans nokkrum orðum, því ég tel hann meðal vel unnara minna allt frá því er ég kynntist honum fyrst fyrir tveim tugum ára, er ég lítt menntaður og óreyndur unglingurinn hugð- ist reyna fyrir mér í myndlist. Lúðvíg var þá nýkominn úr frægri ferð um Þýzkaland og víðar í leit að Islendingum með heimþrá eða sem voru hjálpar- þurfi eftir skelfingar . seinm heimsstyrjaldarinnar og held ég að fyrstu kynni mín af myndlist þarna á Grundarstígnum hafi verið dagblaðabúnkar, sem lágu á gólfum og borðum, undarleg blöð með gotnesku letri og marg- víslegri uppsetningu. Að stofna skóla, sem hefði með myndlistafræðslu að gera árið 1939 þurfti kjark og framsýni, sem Lúðvíg Guðmundsson átti hvortveggja til í ríkum mæli. Hann hafði þá þegar fitjað upp á ýmsum nýjungum í þjóðfélag- inu, sem mér kunnugri kunna betur frá áð herma og læt ég aðra um að gera skil, jafnvel þó að síðar verði. Brautryðjandinn er jafnan einn á ferð, enginn aufúsugestur hjá ráðandi öflum og vanmet- inn af skjólstæðingum. Hann hazlar sér völl til sóknar og varn ar og gætir þess eins að halda Stefnu að settu marki, þótt stund- um beri af leið. Svo var saga hins látna skóla- stjóra, öll hans margþættu störf frá skólaárum til ævikvölds bera merki hugsjónamannsins. En lengst mun halda nafni hans á lofti forganga um stofnun hins fyrsta formlega myndlistaskóla hérlendis. Það var mikil gæfa mikilhæfs manns að veita ís- lenzkri myndlist slíkt brautar- gengi. Myndlistakennsla í skól- um var þá og er raunar enn í mörgum tilvikum af handahófi. Námsgrein þessi var einna lægst sett allra námsgreina í barna- og unglingaskólum til þessrar kennslu völdust menn, sem i raun og veru höfðu enga þekk- ingu á námsgreininni eða þýð- ingu hennar varðandi önnur námsefni. Nemendur fengu oft frekar óvild en gleði af með- höndlun þessa námsefnis. Lúðvíg hefur einhvernveginn uppgötvað þetta og viljað stuðla að auknum- viðgángi myndlista- fræðslu í skólum þannig, að -ún nyti jafnréttis við aðrar náms- greinar, að í starf teiknikennara yrðu aðeins ráðnir menn, sem hefðu aflað sér sérmenntunar á þessu sviði og því var það að fljótlega var stofnuð kennara- deild myndlistar við skólann. Þeir sem ætla að leggja fyrir sig myndlistakennslu, verða að nema í umhverfi þar, sem lif- andi list er kennd, til að upplifa hlutina — það mætti segja að þetta þurfi að leggjast í blóðið og því ekki hægt að kenna bara fræðilega. Skólinn hefur átt sín erfiðu tímabil, er öll sund virtust lokuð, en með dugnaði og harðfylgi tókst Lúðvíg að standa af ser flesta erfiðleika. Mörgum er stundað hafa nám við skólann hefur sézt yfir þessa erfiðleika og þannig dæmt skólann rang- lega. Það er gömul saga að auð- velt er að dæma, en erfitt að um- bera. Á því er enginn vafi að þetta ásamt sífelldri baráttu fyr- ir tilverurétti skólans hefur sett sitt svipmót á skapgerð Lúðvígs. Þá er vafi á því að hann hafi hlotið þær þakkir og þann sóma fyrir störf sín, sem honum bar, því ekki er hægt að ganga fram hjá þeirri stáðreynd að langflest- ir yngri myndlista- og listiðnað- armanna þjóðarinnar hafa hlotið frumraun sína í Handíða- og Myndlistaskólanum. Einn af beztu kostum Lúðvígs var að hann vildi gefa mönnurn tækifæri til að sýna getu sína þótt hún væri af vanefnum í upphafi og jafnvel frameftir, hann hefur grunað það, sem flestir vita núna er við þetta starfa, að hæfileikar og mikil geta í upphafi þýða ekki það sama og að viðkomandi reynist fær að þroska þessa eig- inleika áfram með sér. Því S árangur í myndlist byggist fyrst og fremst á skapandi eiginleik- um og neistinn liggur mismun- andi djúpt hjá nemendum. Lúðvig var sérlega vakandi varðandi hverskonar möguleika á aukinni fjölbreytni náms- greina, sem gætu stuðlað að við- gángi og vexti skólans — en 1 sumum tilfellum reyndist hús- næðið of takmarkað er tímar liðu og jafnframt kennaraskort- ur. Má þar nefna höggmyndalist, mósaik og raunar fleira. Hann gekkst fyrir óteljandi námskeiðum, en til þeirra varð hann oft að sækja kennslukrafta erlendis frá. Má hiklaust telja að fjölmargir hafi haft mikið gagn af þeim. Þá stofnaði hann list- grafíska deild 1956, sem enn starfar og hefur reynzt vinsæl meðal nemenda og er þá ekki ir vegi áð nefna að unglingaskólar á Norðurlöndum hafa komið sér upp slíkum verkstæðum auk verkstæða fyrir hverskonar list- iðnir svo sem batik, emaleringu, keramik m. m. auk þess sem hver kennslustofa, sem er ætluð myndlistakennslu er útbúin leir- brennsluefni, en fátt þykir meir þroskandi en að nemendur hat'i eitthvað til að móta á milli hand- anna. Af þessu má ráða að þrátt fyrir mikið og lofsamlegt starf Lúðvígs Guðmundssonar eru enn ótæmandi verkefni fyrir skóla þann, sem hann átti heiðurinn af að stofna. Það hlýtur að hafa glatt Lúð- víg mjög, er á síðastliðnum vetri voru á Alþingi samþykkt ný lög varðandi skólann, sem hann átti þátt í að semja og sem styrktu aðstöðu skólans mjög, en harma verður að hann skyldi ekki lifa þá tíð að samþykkt yrði að byggja yfir skólann, sem nú hef- ur en eflizt mjög undir leiðsögn núverandi skólastjóra, sem hef- ur lagt mikla vinnu í það að skipuleggja hann í varanlegt form og sem hefur reynzt verð- ugur arftaki fyrirrennara síns. í raun og veru er það undarlegt, að ekki skuli vera ráðinn sér- menntaður kennari í myndlista- kennslu í alla skóla, að ég tala ekki um þá skóla, þar sem nem- endur einhverra hluta vegna eru verr settir en aðrir þjóðfélags- þegnar, því að úr teikningum barna má lesa ýmsa erfiðleika þeirra, sem hlýtur að vera ó- metanleg stoð annarri kennslu. En hér er enn eitt verkefnið, sem blasir við og er minning Lúð- vígs Guðmundssonar best heiðr- uð með því að vfð, sem við mynd list fáumst, störfum ótrauðir í anda hans og reynum að sanna nauðsyn og efla viðgáng allrar myndlistafræðslu, í hverju formi Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.