Morgunblaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 3
^ Miðvfkudagur 31. Sgúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 Það var orusta milli mar- svína og manna, og auðvit- að fóru skepnurnar — það er að segja hvalirnir — með sigur af hólmi. Eftir mikil hlaup á landi meira málæði lögðum stað til móts við tveir blaðamenn ljósmyndari, og bátsstjórar. Andstæðingar okkar óðu hægt þegar við komum á vettvang, enda að- Við töpuðum eins þrjár smátrillur til að velgja þeim undir uggum. En brátt bættust fleiri í hóp- inn. f>að komu galvaskir ung ir menn á hraðbátum og þótt ust kunna þá list að landreka marsvín og það var mikið öskrað og kallað og ágreint um hvert ætti að reka feng- inn, en auðvitað voru allir of æstir til að hlusta hverjir á aðra. Við öskruðum bara í kapp. Og hvalirnir blésu ‘ og dilluðu uggunum fyrir stöfn- um okkar. Ef þú hefur ein- hvern tímann fengið að iáta Maríu Callas fara upp á háa séið inn í eyrun á þér, þá veiztu hvað ég á við. Öskur og aftur öskur. Við vorum allir í veiðihug. Jafnvel gamli maðurinn í stakk, sem hélt sig fyrir aftan þvöguna á litl- um bát og dólaði í kross með árunum sínum, hann var í veiðihug. Ég leit til hans eitt andartak og vissi hvað hann var að hugsa — alveg það sama' og ég: hérna syntu peningar fyrir framan okkur, miklar fúlgur sem urðu stærri eftir því sem ég varð æstari. (Ég sá í huga mér yndisfagrar konur flykkj ast upp að Rolls Royce-inum mínum fyrir utan höllina mína á Rivíerunni) — ajaja. En einkabílstjórinn minn, nei fyrirgefðu, hvalirnir, vísuðu þeim á brott). f>eir skriðu út með fjörunni eins og þeir vissu að hér væri of aðdjúpt og grýtt fyrir þá til að fara í land. Þeir eru á okkar bandi, hugsaði ég. Mér leið eins og íslenzkum knatt- spyrnumanni sem er í þann veginn að skora sigurmark Islendinga í landsleik við Breta. Áhorfendurnir á bakk- anum grétu af æsingi. Ég var kominn inn að vítateig, einn með boltann. Markið blasti við, aðgrunnt og sendið. — Áfram ísland, hrópaði skar- inn fyrir aftan markið. Við vorum allir komnir í sókn. Við geystumst að markinu, með andstæðingana á harða- sundi á undan okkur. Eyru mín biðu í ofvæni eftir því að heyra sigurhróp skarans á áhorfendasvæðinu. Fyrstu varnarhvelirnir voru komnir alveg að marklínunni og hopp uðu og byltust til varnar. Samt hlytum við að vinna. Allt í einu var ár kom- in í hendi mér. Ég sveifi- aði henni yfir höfuðið, rið- aði niður að borðstokknum og lét einn hvaiinn fó það óþvegið í hausinn. Hann stakk ser þegar. En þá flaut- aði dómarinn. Ég hafði sýnt ódrengilegan leik. vélum til sigurs. Og livalirnir fengu vissir um að skora, tóku þeir hana aHir. Þeir snerust um sporð eins cg einn hvalur og brutust i gegn um vörn okk- ar. Þeir ruddust upp vinstri kant og hægri kant og fram miðju cg allt í einu voru sig- urvonir okkar orðnar að engu. Við tvísruðurr.st í vörn okk- ar. Bakverðirnir og fram- verðirnir reðust allir að mið- herjanum á meðan allur sókn arþungi hvalliðsins fór í sundköstum fram hjá og beina leið til hafs. Þeir höfðu unnið! Við vitum því miður ekki um markatolu. Við fengum þrjú mörk, þeir kannske hundrað. Þoir fóru strax að leiknum loknum heim ó leið með ferðaskrifstofunni Hval- ferðir h f. Við tvístruðumst. Mannfjc'.dinn fói heim á leið, vonsvikinn eins og oftast nær. Ég verð þó að segja að við áttuxn góðar sóknarlotúr. Annars, okkar á milli, þá fannst mér leikurinn vera heldur ójafn td að byrja með. Hvalirr.ir voru þaulvamr leikvanginum, við ekki. — Brandur. Kennáranám- skeið í cEönsku að hef jðst DAGANA 1.—20. sept. verður haidið kennaranámskeið í dönsku í Kennaraskólanum við Stakkahlíð. Kennarar á nám- skeiðinu verða Niels Ferlov, rektor, Henning Harmer, náms- stjóri í dönsku, prófessor Sveinn Bergsveinsson og cand. oecon. Torben Friðriksson. Benedikt Sigvaldason, skólastjóri, mun flytja erindi um kennaranám- skeiðið í Strasbourg og Ágúst Sigurðsson, námsstjóri, hafa kennslu með 12 ára börnum. Námskeiðið verður að mestu leyti á morgnana, en kl. 16.30— 18.30 verða samtalstímar og framburðaræfingar fyrir þá kennara, sem eiga erfitt með að sækja tímana að morgninum, einnig verður sýnikennslan á þessu tímabili. Á námskeiðinu verða kenndar þessar námsgreinar: framburð- ur, talæfingar, hljóðfræði, skrif- leg framsetning, og málfræði auk þess sem farið verður yfir nokkra bókmenntatexta. Ferlov rektor og Harmer námsstjóri munu halda nokkra fyrirlestra um ýmiss efni og lesa upp úr klassískum dönskum bókmenntaverkum. Námskeiðið verður sett i söng sal Kennaraskólans fimmtudag- inn 1. septejnber kl. 10 árdegis, og verða þátttakendum þá lán- aðar flestar þær bækur, sem notaður verða á námskeiðinu. Hið .iýja þinghús ísraelsmanna í Jerúsalem, sem vígt var í gaer. — Forseti Alþingis Framhald af bls. 28. ar. En þótt ég sé hér af þeirri ástæðu, er mér fullljóst, hversu miklu meiri eru verðleikar hinna ágætu þingforseta, sem mér veitist sá heiður að mæla fyrir. Allir erum vér hingað komn- ir til þess að flytja ísraelsbú- um heillaóskir þjóða vorra á þessari sögulegu stund, en sér- staklega viljum vér, herra for- i seti, óska fsraelsþingi til ham- ingju í tilefni af því, að þing- menn fá nú þetta mikilfenglega hús til umráða, því að ekki verð ur betur séð en húsameistarar, iðnaðarmenn og listmenn hafi sameinað með ágætum hin beztu starfsskilyrði við ytri feg urð.“ Strax í dag mun Knesset heija störf 6. þings síns með táknrænum lestri stjórnarskrár- innar. En bæði kvöldin fara fram móttökur og hátíðahöld í Jerúsalem. Birgir Finnsson, íor seti Alþingis og kona hans fóru utan í fyrri viku til að vera fulltrúar við vígslu þinghússins. Haag, 30. ágúst (NTB) HOLLENZKA utanríkisráðu- neytið skýrði frá þvi í dag að hafnar væru viðræður um skilyrði fyrir flutningum að- alstöðva Atlantshafsbanda- lagsins frá París til Brussam í Limburghéraði í Hollandi. STAKSTEIMH Fjölbreytni í framleiðslu Hjá því fer ekki, þegar geng- ið er um iðnsýninguna i Sýn- ingarhöllinni í Laugardai, að menn undrist þá miklu fjöl- breytni, sem orðin er í iðnaðar- framleiðslu hér á landi. Langt er siðan slík heildarsýning á fram- leiðsluvörum iðnaðarins hefur verið haldin, og greinilegt er, að á því tímabili, sem liðið er síðan, hefur islenzkur iðnaður tekið miklum framförum og framleiðir nú vörur, sem standa fyllilega jafnfætis erlendum iðn aðarvörum aö því er gæði og verð snertir. Enginn vafi er á þvi, að iðnsýningin 1966 mun verða iðnaðinum í landinu mik- il lyftistöng og öfiugt tæki í þeirri hörðu samkeppni, sem innlendur iðnaður á nú í við erlenda iðnaðarframleiðslu. Ánægjulegt væri lika, ef iðn- sýningin yrði til þess að opna» augu neytenda meir en nú er fyrir fjölbreytni og gæðum hinnar íslenzku iðnaðarvöru og stuðla þannig að því, að al- menningur kaupi fremur það sem íslenzkt er. Kjörorðið á að vera: Kaupum islenzka iðnað- arvöru. Með því eflum við ekki aðeins iðnaðinn sem slíkan heldur allt efnahags- og atvinnu líf landsmanna. Iðnaðurinn úti á landsbyggðinni A iðnsýningunni sýna fjöl- mörg fyrirtæki, sem starfrækt eru úti á landi og athygli margra, sem í Reykjavík og ná- grenni búa, mun beinast að iðn- aðarvörum, sem Iítið sézt af á markaðnum hér í höfuðborginni og nágrenni hennar. Þær sýna glögglega að úti um landsbyggð ina hefur vaxið upp fjölbreyti- - Iegur iðnaður, sem er atvinnu- lífinu í ýmsum kaupstöðum og kauptúnum úti um land mikil og traust stoð. Væri full ástæða til þess að margar þær vörur, sem nú eru sýndar á iðnsýning- unni sæust í auknum mæli á markaðnum hér sunnanlands. Nýtt tímabil alhliða iðnvæðingar Iðnsýningin 1966 ber glöggt vitni þeim mikla áfanga, sem íslenzkur iðnaður hefur náð á stuttu uppbyggingartímabili. Hún á að vera iðnrekendum hvatning til aukinna dáða, op» jafnframt stuðla að því að stjórnarvöld geri allt það, sem í þeirra valdi stendur til þess að styðja þennan fjölbreytilega atvinnuveg, sem nú veitir fleiri landsmönnum atvinnu en nokk- ur önnur atvinnugrein. Hún á að styðja þennan atvinnu- veg, sem nú veitir fleiri gæðum íslenzkrar iðnaðarvöru og stuðla að því að fólk kaupi fremur það, sem íslenzkt er, a.m.k. þegar það stenzt fyllilega í erlenda vöru að gæðum og verði. Iðnsýningin 1966 á að verða upphafið að alhliða iðn- væðingu landsins, iðnvæðingu sem beinist bæði að eflingu hins fjölbreytilega verksmiðjuiðnað- ar og stóriðju, sem nýtir margar þær auðlindir landsins, sem of lengi hafa Iegið ónotaðar. Alhliða iðnvæðing landsins er þjóðarnauð syn og grundvöllur þess, að við megum í framtíðinni búa við sambæriieg lífskjör og hinar auðugri nágrannaþjóðir okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.