Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 1
32 síður 53. árgangur 224. tbl. — Laugardagur 1. október 1966 PrentsmiSja MorgunblaSsln* rjarni Benediktsson í sjónvarpsviðtali í gær: Raunverulegar þjððartekjur á mann þriðjungi hærri en 1960 — Hafa jafnazt út til borgaranna f VIÐTALI við blaðamenn í fyrstu útsendingu íslenzka sjónvarpsins í gærkvöldi, kvaðst Bjarni Benediktsson, fagna því, að íslenzkt sjón- varp væri nú hafið. „Ég hygg, að það muni koma á daginn“, sagði forsætisráðherra, „að því verði samfara mikill kostnaður, en það er einmitt einn af þeim kostnaðarliðum, sem við verðum að taka á ©kkur og viljum taka á okk- ur, ef við ætlum að vera sjálf- stæð þjóð. Nú á dögum er sjónvarp eitt af því, sem al- menningur ætlast til að njóta“. Forsætisráðherra kvaðst telja það hugsanlegt fyrir verkalýðsfélögin að setja það sem skilyrði fyrir því að falla frá grunnkaupshækkunum, að verðlag héldist óbreytt svo og svo lengi. Þá upplýsti Bjarni Benediktsson, að hag- ur ríkissjóðs væri svo góður, að ekki væri þörf á að leggja á nýja skatta vegna þeirra niðurgreiðslna á landbúnað- arvörum, sem ákveðnar hafa verið. Aðspurður um það, hvort ríkis stjórnin mundi grípa til sams konar ráðstafana og Verka- mannaflokksstjómin í Bretlandi í efnahagsmálum, sagði forsætis- ráðherra að reynsla okkar væri sú, að slíkar aðferðir væru ekki hyggilegar. „Eg legg megin- áherzlu á, að frjálsir samningar verði reyndir til þrautar. Hvað gera skal, ef slíkir samningar komast ekki á, er ekki hægt að segja fyrr en aðstaðan er sko'ð- Framhald á bls. 23 Látnir lausir Bjarni Benediktsson. Skip sent eftir // innrásarliðinu 44 til Falklandseyja — Búizt v/ð misjöfnum móttökum v/ð heimkomuna Buenos Aires, 3Ö. sept. — NTB. Washington, 30. sept. — AP — Dr. Gylfi Þ. Gislason, viðskiptamálaráðherra, og dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsi is og Alþjóðabankans í dag FLUTNIN GA SKIP frá Argen- tínska sjóhernum lagði í dag upp til Falklandseyja til þess að sækja hina 20 argentínsku þjóðernissinna, sem „innrásina“ gerðu á eyjunum. Neyddi hop- urinn DC-4 farþegaflugvél til þess að lenda þar á skeiðvélli. Auk þessara 20 ævintýramanna á skipið að sækja 26 farþega, Framhald á bls. 23 Berlín 30. sept. — NTB. Á MIÐNÆTTI í nótt eftir þýzk- um tíma opnuðust dyr Spandau- fangelsinsins í Berlín og tveimur af mestu striðsglæpamönnum nazista var sleppt lausum til þess að sjá hversu heimurinn hefur breytzt síðan þeir þjónuðu Adolf Hitler á sínum tíma. Mörg- um klukkustundum áður en mönnunum tveimur, Baldur von Schirach, leiðtoga Hitlersæsk- unnar, 59 ára, og Albert Speer, 4 hergagnamálaráðherra Hitlers, 61 árs, var sleppt lausum hafði sægur blaðamanna frá mörgum löndum tekið sér stöðu við fang- elsið. Fyrir utan fangelsismúrana beið nú ekki Berlín í rústum og hungraðir íbúar, heldur ný borg, með öllum lífsgæðum. Enn standa deilur um nazista- foringjana tvo, hið mikla Spand- aufangelsi með 600 klefum, sem hefur verið dvalarstaður þeirra í 20 ár, og eina fangann, sem eftir er í því, hinn 72 ára gamla Rudolf Hess, sem eitt sinn var staðgengill Hitlers. Vesturveldin, sem reka fangelsið í samvinnu við Sovétríkin, vilja láta Hess lausan, en sovézk yfirvöld hafa til þessa neitað að fallast á það. Nazistaforingjarnir tveir, sem Framhaid á bls. 23 Skálmöld i IMígeríu nnaveiÓar stundaðar í norðurhéruðum land* í. Lagos 30. sept. — NTB. A.m.k. 100 manns hafa verið Sérmál Islands rædd á einkafundum Rætt við Magnús Jónsson, íjármála- ráðherra, sem staddur er á aðalfundi Alþjóðabankans í Washington MORGUNBLAÐIÐ átti í gær símtal við Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, en hann er nú staddur á aðalfundi Alþjóðabankans í Washington ásamt Gylfa Þ. Gíslasyni, viðskiptamála ráðherra. Auk þeirra eru staddir á fundum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, sem fram fara á sama tíma, þeir Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, og Jónas Haralz, ráðuneytisstjóri. Magnús Jónsson sagði að engin sérmál fslands væru rædd á fundunum sjálfum, en í ýmsum einkaviðræðum og á sérfundum væru þau til umræðu bæði með fulltrúum bankans og gjaldeyrissjóðs- ins, og sérmál íslands þar skýrð. Hinsvegar eru umræð- urnar á fundunum aðallega um grundvallarstarfshætti bankans og Alþjóðagjaldeyr- Magnús Jónsson, issjóðsins. Umræðurnar snú- ast aðallega um það hvernig hægt sé að bæta aðstöðuna til að hjálpa þróunarlönd- unum, vegna vaxandi erfið- leika á að afla fjármagns með lánsútboðum í hinum ýmsu löndum. Þessir fundir hafa staðið frá því á mánudag s.l. og lauk þeim í gær. Fundir þessir láta aldrei frá sér fara neinar ályktanir. Fundirnir eru fyrst og fremst til þess, að fulltrú- ar þátttökuríkjanna geti borið saman sín ráð og aðallega til að lýsa sínum skoðunum Um- ræðurnar hafa að þessu sinni snúizt um tvö grundvallar vandamál, annarsvegar hvernig á að afla fjár, til þess að bæta aðstöðu þróunarlandanna, og forða því að bilið breikki milli Framhald á bls 3. I drepnir og mörg hundruð særzt í nýjum og alvarlegum óeirðum milli tveggja helztu ættbálka Norður-Sígeríu. Af fréttum frá Nígeríu að dæma, hefur komið til blóðugra átaka milli flokka manna úr hinum svonefnda Hausa-ættbálki; sem er Múham- eðstrúar, og Ibo-ættbálksins. í N-Nígeríu er mikill meiri- hluti íbúanna Múhameðstrúar, bg lengi hefur verið grunnt á því góða með fyrrgreindum tveim ur ættbálkum. Fregnirnar frá Nígeríu herma, að það hafi ver- ið hópur manna úr Hausa-ætt- bálknum, sem tekið hafi upp að fára bókstaflega talað á manna- veiðar. Fórnarlömbin hafa verið hópar fólks af Ibo-ættbálki, sem einnig býr í N-Nígeríu. f dag hermdu fregnir frá norð^, urhéruðum landsins að tiltölu- lega væri þar rólegt orðið, en tíðindin um mannvíg þessi hafa vakið mikinn ugg í Lagos, höfuð- borg landsins. Gowon ofursti, hef ur kvatt saman ráðstefnu leið- andi manna frá öllum ættstofn- um landsins og er ætlunin að reyna að skapa nýtt og stöðugra stjórnmálakerfi í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.