Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 3
Laugarda^ur 1 old. 19(56 MORCUNBLAÐIÐ 3 |. MORGUNBLAÐIÐ átti í gær símtal við Hannes Kjartans- son, sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, og spurðist fyrir um störf Alls- herjarþingsins, sem hófst fyrir nokkrum dögum í New York. Hannesi Kjartanssyni fór- ust svo orð: — Það standa nú yfir um- ræður á Allsherjarþinginu sjálfu. Utanríkisráðherra okk ar, Emil Jónsson, sem er for maður íslenzku sendinefndar- innar, mun flytja ræðu á þinginu næsta miðvlkudag. Nú eru nefndarstörf rétt að byrja, en umræður eru enn ekki hafnar í nefndum. Séð yfir þingheim á fundi Allsherjarþings SÞ í New York. Utanríkisráðherra flytur ræðu á Allsherjarþinginu á miðvikudag Rætt við Hannes Kjartansson, sendi- herra Islands hjá Sameinuðu þjóðunum — Það standa nú yfir um- umræðu núna á Allsherjar- þinginu sjálfu er mál Suð- vestur-Afríku og stjórn Suð- ur-Afríku á því landi. Al- mennt er búizt við því, að U Xhant reynt verði að taka Suðvest- ur-Afríku undan yfirráðum Suður-Afríku og mun Alls- herjarþingið iíklega gera sam þykkt um það mjög bráðlega. Það hefur ekki gerzt ennþá, en það er íastlega reiknað með því. — Þá á náttúrulega eftir að sýna sig, hvort Suður- Afríka muni fallast á það. Hvað gerizt veit maður ekki. — Búizt er við því, að al- mennar umræður verði á Allsherjarþinginu fram í miðjan október. Auk ráðherr- ans og sendiherrans eiga sæti í íslenzku nefndinni þeir Friðjón Þórðarson, Benedikt Gröndal, Jóhannes Elíasson, Kristján Albertsson og Har- aldur Kröyer. — Utanríkisráðherra fer sennilega heim aftur eftir vikutíma eða svo og þeir Friðjón, Benedikt og Jóhann- es verða sennilega ekki út þingið. — Menn velta því mjög fyrir sér, hvort U Thant fáist til að gegna áfram stöðu framkvæmdastjóra samtak- anna. Það hefur ekki annað gerzt í því roáli ákveðið, en að hann hefur boðizt til að vera þar til Allsherjarþing- inu lýkur. Þingið skiptist al- veg í tvo hópa. Sumir halda, að hann muni gegna stöðunni áfram, en aðrir halda að U Thant muni hætta í þinglok eða byrjun næsta árs. Ann- ars á þinginu að Ijúka kring um 20. desember. — ísland hefur marglýst því yfir, að það styðji U Thant til endurkjörs sem framkvæmdastjóra. Hefur verið farið fram á það við hann munnlega, bæði af hálfu sendiherra íslands hja SÞ og eins gerði ríkisstjórn- in það, er U Thant kom í heimsókn sl. sumar. — Flestir, ef ekki allir, sem hafa tekið þátt í umræðun- um á Allsherjarþinginu til þessa, hafa iátið í ljós fullan stuðning við U Thant og óskir um að hann verði áfram. — Utanríkisráðherra var í Hannes Kjartansson sendiherra. hádegisverðarboði hjá U Thant fyrir nokkrum dögum. Boð þetta sátu utanríkisráð- herrar þeirra landa, sem fram kvæmdastjórinn heimsótti í sumar og haust. Emil Jóns- son var eini evrópski ráðherr- ann í boðinu, hinir voru frá Panama, Mexico og Chile. — íslenzka sendinefndin hefur að venju náið samstarf við nefndir hinna Norður- landanná. Það eru tiltölulega fá mál, sem við getum ekki haft samstöðu um. — Veðrið hér í New York er prýðilegt í dag, en það hafa verið miklar rigningar að undanförnu. Lágmarksverð á síld á Suður- og Vesfurlandi Á FUNDI yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins í gær- kvöld, var ákveðið að lágmarks verð á síld til frystingar veiddri á Norður- og Austurlandssvæði tímabilið 1. október til 31. des- ember 1966, skuli vera kr. 2.00 pr. kg. miðað v.xi nýtingu sild- — Sérmál íslands Framhald af bls. 1 arinnar í þessari vinnslu. Verðákvörðun þessi var gerð með atkvæðum oddamanns og fulltrúa síldarseljenda í nefnd- inni gegn atkvæðum íu'lltrúa síldarkaupenda. I yfirnefndinni áttu sæti: Bjarni Bragi Jónsson, deildar- stjóri í Efnahagsstofnuninni, sem var oddamaður nefndarinnar, Kristján Ragnarsson, fulltrúi og Tryggvi Helgason, formaður sjómannafélags Akureyrar, til- nefndir af fulltrúum síldarselj- enda í Verðlagsráði og Bjórgvin Ólafsson, tæknifræðingur, og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, fram kv.stj. tilnefndir af fulltrúum síldarkaupenda í Verðlagsráði. (Frá Verðlagsráði sjávarút- vegsins). — S'imritarar Framhald af bls. 32. núna 1. október, en þar af að- eins einn sem átti að vinna á næturvaktinni sl. nótt. Mbl. hafði tal af einum sím- ritara, sem sagt hefur upp störf- um, í gær, og kvað hann það vera mjög lítið sem bæri á milli. Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri, sagði, að það mætti kannski segja, að það væri ekki ýkja mikið sem bæri á milli, en ef það yrði gengið að kröfum símritara, myndi allt launakerfi Landssímans fara úr skprðum. Hann sagði ennfrem- ur að þrátt fyrir þessar uppsagn ir gerði hann ekki ráð fyrir miklum truflunum á skeytasend ingum, og að öll öryggisþjón- usta bæði við skip og flugvélar yrði eftir sem áður hin sama. þeirra og hinna háþróuðu iðn aðarþjóða og hinsvegar um það, hvaða ráðstafanir sé hægt að gera til þess að tryggja gjaldmiðil til að jafna greiðslu halla í alþjóðaviðskiptum. í rauninni snertir þetta ekki beint neitt sérstakt land, held- úr er hér að ræða um vanda- mál almenns eðlis. Þátttökuríkin eru 105 og eru fulltrúar frá þeim öllum. í þeirra hópi eru mjög margir fjármálaráðherrar landanna og eru þeir hér staddir 70 talsins og auk þess banka- stjórar þjóðbankanna. Magnús Jónsson fjármála- ráðherra kvaðst koma heim næstkomandi þriðjudag. Þyrfti hann að þessum fundi loknum í Washington að fara til New York til að ganga þar frá málum í sambandi við Kísil- gúr verksmið j una. Verð ó síld til frystingor ó N- eg A-iondssvæði ókveðið Fréttatilkynning frá Verðlags- ráði sjávarútvegsins. Á FUNDI yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í gærkvöld, voru ákveðin eftirtalin lag- markverð á síld veiddri á Suð- i ur- og Vesturlandssvæði frá og j með 1. okt. n.k. Síld til frystingar, söltunar og í niðursuðuverksmiðjur, tíma- | bilið 1. október 1966 til 28. febr- j úar 1967, hvert kg. 1.70. Verðið er miðað við nýtingu sildarinn- ar í þessa vinnslu. Síld ísvarin til útflutnings í skip tímabilið 1. október 1966 til i ' 28. febrúar 1967, hvert kg. kr. I 1.55. Verðið er miðað við síld- ina upp til hópa. Síld til bræðslu tímabilið 1. október til 31. október 1966, hvert kg. 1.12 við skips- hilð, auk 5 aura í flutnings- gjald í þró verRsmiðja. Heimilt er að greiða kr. 0.22 lægra pr. kg. á síld til bræðslu, sem tekin er úr veiðiskipi í flutningaskip. Ákvarðanirnar um verð á síld til frystingar, söltunar í niður- suðuverksmið j ur og í bræðslu voru gerðar með atkvæðum oddamanns og fulltrúa síldarselj enda í nefndinni gegn atkvæð- Fiamh. á bls. 31 STAKSTEINAR Hin leiðin og örlög hennar Það mun hafa verið fyrir u.þ.b. einu ári, við setningu Alþmgis haustið 1965, sem Eysteinn Jóns- son, formaður Framsóknarflokks- l> ins boðaði „hina leið“ flokksins sem lausn á efnahagsvandamál- um íslandinga Siðan hafa mál- gögn Framsóknarflokksins og talsmenn hans' rætt „hina leið- ina“, en af einhverjum ástæöum reyndist þeim aldrei fært að skil- greina hana svo nokkru næmi. Landsmenn voru því engu nær um stefnu Framsóknarflokksins í efnahagsmálum. En nýr spá- maður reis upp í röðum Fram- sóknarmanna síðla sumars, og innsiglaði örlög „hinnar leiðar- innar“ á broslegan hátt. Hinn nýi spámaður komst sem sé að raun um, að „hin leiðin“ væri í raun og veru ekkert annað en sú stefna í efnahagsmálum, sem Efnahagsstofnunin hefur mælt með og ríkisstjórnin framfylgt í megindráttum. Einu ári eftir að leiðtogi Framsóknarflokksins boðaði efnahagsstefnu flokksins, sem eitthvað allt annað en stefnu ríkisstjórnarinnar kemst sem sé hagfræðimenntaður maður að raun um, að Eysteinn hafi eigin- lega allan tímann verið að boða nákvæmlega sömu stefnu og rík- isstjórnin hefur fylgt. í haust á Eysteinn því ekki um annað að velja en halda nýja ræðu og lýsa yfir stuðningi við efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, eða byrja að leita að einhverri annarri leið, en „hinni leiðinni". Og það verð- ur gaman að fylgjast með þeirri leit. Hver er þeirra stefna? Annars er það mála sannazt, að Framsóknarflokkurinn er gjör- samlega stefnulaus, og í mestu . vandræðum með hvernig hann á að bregðast við hinum ýmsu vandamálum, sem upp koma. Þannig virðist flokkurinn t. d. enga raunhæfa stefnu hafa í landbúnaðarmálum og mundu þó ýmsir telja, að honum ætti ekki að verða skotaskuld úr því að marka ákveðna stefnu í þeim málum. Ekki verður heldur séð, að Framsóknarflokkurinn hafi nokkra stefnu í málefnum sjávar- útvegsins, t. d. i sambandi við vandamál togaranna og minni bátanna, og því síður er hægt að tala um nokkra stefnu Fram- sóknarflokksins í málefnum iðn- aðarins. Þar hefur flokkurinn einungis lagt áherzlu á að ala á óánægju iðnrekenda vegna breyttra aðstæðna, en ekki bent > á neinar raunhæfar leiðir sjálfur. Þá hefur ekki bólað á þvi, að Framsóknarflokkurinn hefði fram að færa nokkrar ákveðnar tillögur um lausn verðbólgu- vandamálsins, og miðað við mik- il skrif Tímans um þau mál mætti þó ætla að Framsóknar- menn hefðu einhverja hugmynd um lausn þess, en svo virðist ekki vera. Ekki verður heldur séð, að Framsóknarflokkurinn hafi nokkra stefnu í launamálum almennt, of er þó greinilegt að á miklu ríður að bar sé fylgt ákveðinni raunhæfri og skyn- samlegri stefnu. Stærsti stjórn- arandstöðuflokkur þjóðarinnar, sem efni málsins samkvæmt ber * skylda tú að bióða þjóðinni upp á að' a leið e» t>á, sem ríkisstiórn- in hefur valið, a.m.k. ef hann styöur ekki stefnu stjórnarinnar, stendur bví upni algjörlega stefnulaus í öllum helztu vanda- málum þi”ðarinnar. Það er því vissulega engin furða, þótt það þvæÞst fyrir Framsóknarmönn- um hvort „hin leiðin“ sé „hin leið“ eða bara sama leiðin og ríkisstjornin hefur valið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.