Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaffur 1 okt. 1966 Tveir háttsettir nazista foringjar látnir iausir Albert Speer, hergagnamálaráðherra og Baldur von Schirach æskulýðsforingi Þriðja ríkisins hafa afplánað 20 ára fangelsisdóm EINS og trá hefur veriff skýrt, átti aff láta lausa á miðnætti í nótt tvo háttsetta fyrrverandi nazistaforingja, þá Albert Speer hergagna- málaráðherra í stjóm Hitl- ers og Baldur von Schirach foringja Hitíersæskunnar, Hitlersjugend, en svo nefnist æskulýffshreyfing nazista. Þessir tveir menn voru dæmd ir ásamt öðrum forsprökkum nazista til refsingar fyrir stríðsglæpi sína viff réttar- höldin í Niirnberg 1946. Hlutu þeir 20 ára fangelsi hvor og hafa síffan afplánað dóma sína í Spandaufangelsi í Berlín undir gæzlu hernáms veldanna fjögurra í Þýzka- landi, Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands og Sovét- ríjanna. Albert Speer fæddist í Mannheim og er nú 61 árs gamall. Hann ætlaði sér upp- haflega að leggja stund á stærðfræði og eðilsfræði, en það varð samt úr, að hann nam arkitektúr meira vegna hefðar í ætt hans en af áhuga því að bæði faðir hans og afi voru arkitektar. Eftir að hann lauk prófi frá Tækni- skólanum í Berlín 1927 starf- aði hann þar um fimm ára skeið sem aðstoðarkennari. Á þessum árum var nnazism- anum sem óðast að vaxa ás- megin í Þýzkalandi og Speer, enda þótt hann virðist frem- ur hafa haft hugsunarhátt tæknisérfræðingsins en stjórnmálamannsins, komst undir áhrif hinnar hýju stefnu. Hann gekk í nazista- flokkinn 1931. Speer vakti fljótt á sér at- hygli æðstu foringja nazista vegna mikilla skipulagshæfi- leika sinna. Hitler sagði síð- ar um hann, að hann væri „mesti snillingur allra alda.“ Það kom í hlutverk Speers að skipuleggja helztu stórhátíð- ir nazista, en reynt var að láta þær fara fram með sem allra mestum glæsibrag. Geysilegar fánaborg.r haka- krossfána, gífurlegur fjöldi þátttakenda, ljósaraðir, sem vörpuðu birtu margra kíló- metra út í himingeiminn, áhrifamiklar byggingar, vold ug Wagnertónlist. Þannig var leitast við að gera umgjörð þessara hátíða eins áhrifa- mikla og unnt var og verð- ur ekki annað sagt, en að það hafi tekizt vel. Speer mun meðal annars hafa haft í huga að skipu- leggja Berlín þannig, að hún yrði fjölmennasta og stærsta höfuðborg Evrópu með um 10 millj. íbúa. Sem tákn borg arinnar gerði hann uppdrátt að þjóðarhöll, sem átti að vera 350 metra há og átti að taka 100.000 manns. Þannig hét Speer áfram að teikna uppdrætti og byggja allt til ársins 1942, er heims- styrjöldinn hafði þegar geis- að í nokkur ár og herir Hitl- ers orðið að nema staðar frammi fyrir Moskvu. Hann hafði að vísu sett á svið fjöldahátíðir, en sjálfur hélt hann sér út af fyrir sig. Hitl er hafði hafið hann til mann virðinga, en hann tilheyrði ekki þeim hópi, sem í kring- um Hitler var, og kunni ekki vel við sig í einkennisbún- ing. Hinn 8. febrúar 1942 fórst hergagnamálaráðherrann í stjórn Hitlers í flugslysi, að því er sagt var og tveimur klukkust. síðar kallaði Hitler Speer fyrir sig og skipaði hann í embætti hergagna- málaráðherra. Þetta þýddi, að hinn síðastnefndi ■ varð ekki einungis ábyrgur fyrir hergagnaframleiðslu þriðja ríkisins heldur og byggingar framkvæmdum, ' orku/ram- leiðslu og fleiri mikilvægum greinum. Staða hans þótti það mikilvæg, að hann var al- mennt talinn þriðji æðsti mað ur ríkisins á eftir Hitler og Göring. Speer var 36 ára gamall er hér var komið. Fram að þessu hafði víbúnaðaræði Þjóðverja, sVo menn óttuð- ust-svo mjög um alla ver- öld, ekki verið annað en blekking. Hún var ekki nánd ar nærri eins ofboðsleg og menn höfðu almennt talið. Það hefur komið í ljós síð- an. Það varð hins vegar Speer sem nú skipulagði hið þýzka efnahagskerfi með styrjöld- ina eina fyrir augum. Strax fimm mánuðum eftir að Speer varð hergagnamálaráð herra hafði framleiðsla her- gagna vaxið um 55% og varð meiri mánuð eftir mánuð þrátt fyrir vaxandi loftárás- ir bandamanna. En hergagnaframleiðsla bandamanna óx einnig hröð- um skitfum og fór senn fram úr hinni þýzku. Það sem enn alvarlegra reyndist fyrir hina þýzku hergagnaframleiðslu var, að framleiðsla benzíns reyndist algjörlega ófullnægj andi, þannig, að æ erfiðara reyndist að láta stríðsvélarn ar taka til starfa, eftir að þær voru fullsmíðaðar. Flug vélar bandamanna sáu fyrir þessu, en árásum þeirra fjölg aði stöðugt á olíu- og benzín- birgðastöðvar í Þýzkalandi. Stríðsgæfan snerist og senn kom að því, að liverjum heilvita manni mátti vera ljóst, að Þýzkaland hlaut að tapa stríðinu. Hitler vildi í lengstu lög ekki trúa þessu, Albert Speer hergagnamálaráffherra Þriðja ríkisins (1943). „Án míns starfs hefði styrjöldin sennilega verið töpuð 1942 —1943“, — Speer var arkitekt og hann mun hafa í hyggju aff taka upp þann starfa sinn aftur í Heidelberg, nú þegar hann losnar úr Spandau-fangelsinu. gekkst í þriðja ríkinu. Þegar honum voru sýndar kvik- myndir af illræmdustu fanga búðum nazista, á meðan rétt- arhöldin yfir honum og öðr- um þýzkum stríðsglæpamönn um stóðu yfir í Núrnberg 1946, á honum að -íafa orðið Fyrir utan Spandau-fangelsið í Berlín. Sveitir bandarískra og rússneskra hermanna skipta um vörff. Spandau fangelsið er ásamt loftöryggismiðstöðinni í Berlín eina fjórveldastofn- un sigurvegaranna í síffari hei msstyrjöldinni, sem enn er viff lýffi. Bandaríkin, Sovétríkin, Frakkland og Bretland skiptast á um aff fara meff gæzlu þess. Rudolf Hess (1946). Hann flaug til Bretlands áriff 1941 í því skyni aff því er hann sagði, til þess aff koma í veg fyrir stríffiff. Hann sat í fangelsi í Bretlandi fram til þess aff Núrnberg-réttarhöldin fóru fram 1946, en þar var hann dæmdur í æfilangt fangelsi. f 20 ár hefur hann ekki viljaff taka á móti nein- um heimsóknum. en þegar að því kom, voru áætlanir hans líkastar því, sem vitskertur maður væri að verki. Ef Þjóðverjar töp- uðu stríðinu væri bezt að þeir tortímdust sjálfir. Speer átti mikinn þátt í því að reyna að gera orðinn hlut Þjóðverja eins bærilegan og unnt var. Hann sá fram á ósigurinn, en vildi ekki sam- þykkja áætlun Hitlers að allt skyldi eyðileggja sem komið gæti óvininum að gagni, því að slikt væri til- gangslaust, ósigurinn væri jafn óumflýjanlegur fyrir því og þýzka þjóðin hlyti að lifa áfram, enda þótt hún yrði sigruð. Þannig kom hann í veg fyrir að eyðilegging þýzka iðnaðarins yrði jafn ofboðsleg og ella og átti þann ig sinn þátt í að hleypa stoð um undir efnahagsundur Vestur-Þýzkalands eftir stríð ið. Hann reyndi einnig að auka matvælaframleiðsluna á kostnað hergagnaframleiðsl unnar og draga þannig sem mest úr hinum sára skorti þjóðarinnar í lok stríðsins, þrátt fyrir það að slíkt væri í algjöru trassi við fyrirmæli foringjans. Svo virðist sem Speer hafi ekki haft vitneskju um margt af hinu hræðilega, sem við- Baldur von Schirach æsku- lýffsleifftogi nazista (1946). — Nú blindur og sjúkur. mjög hverft við og liann að hafa fyllzt hryllingi. Hann skaut sér ekki heldur undan ábyrgðinni heldur sagði þar: „Fari allt hið bölvaða þjóð- skipulag nazismans norður og niður og þeir með því, sem þátt tóku í því, við skömm og svívirðingu. Ég líka“. Speer var dæmdur í 20 ára fangelsi í réttarhöldunum í Núrnberg 1946. Hann var þar fundinn sekur um þátttöku í stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu. Hann hafði búizt við dauðarefsingu í byrjun réttarhaldanna og tók dc/ninum með þessum orðum: „Það hefði verið hlægilegt, ef ég kvartaði und an refsingunni". Kl. 12 á miðnætti í nótt áttu dyrnar að opnast fyrir þessum manni, sem vafalaust ber meiri mikla ábyrgð á hildarleik annarrar heims- styrjaldarinnar. Samt þykir mörgum nútimasagnariturum ag öðrum, sem Speer hafi ekki verið af sama sauða- húsi og flestir foringjar naz- ista. Hann hafi verið mikill hæfileikamaður, sem ráðizt hafi í þjónustu afvegaleiddr- ar hugsjónar, ekki svo mjög af því að hann unni hugsjón- inni, heldur af því að hún var alls ráðandi í umhverfi hans. Hún hafi ráðið, hún hafi tekið hann í sína þjón- ustu. Baldur von Schirach fædd- ist árið 1907 og var banda- rískur í móðurætt. Hann gekk í nazistaflokkinn árið 1925 þá 18 ára gamall. Árið 1931 var hann skipaður æskulýðsfor- ingi nazistaflokksins og 1933, er nazistar komust til valda í Þýzkalandi, æskulýðsleið- togi þýzka ríkisins. Þar með varð hann yfirmaður allra þeirra mála, sem snerti æsku- lýð þriðja ríkisins og var ábyrgur gagnvart Hitler ein- um en ekki gagnvart neinu ráðuneyti. Von Schirach þótti vera hinn dæmigerði fyrirmyndar Aríi samkvæmt hugmyndum nazista um yfirburði hins nor ræna kynstofns. Hann var Ijóshærður og hávaxinn og gæddur miklum metnaði. Undir hann heyrðu öll hin fjölmörgu félög æskufólks í þriðja ríkinu. Frá því að börn in voru kornung tilheyrðu þau einhverju þessara félaga, en þar var áherzla lögð á það að innræta þeim kenningar og hugsunarhátt nazista og þá síðast en ekki sízt takmarka- lausa hlýðni við foringjann Adolf Hitler. Tíu ára gömul voru þau látin sverja eið þess efnis, að þau væru reiðubúin að láta líf sitt í sölurnar fyrir foringjann. Nú er Baldur von Schirach 59 ára gamall, næstum blind- ur og þjáist þar að auki af hjartasjúkdómi. Þessi tuttugu ár, sem hann hefur dvalið í Spandau-f angelsi mun hann helzt hafa stytt sér stundir með því að leysa krossgátur og yrkja ljóð. Vestur-þýzka tímaritið „Stern“ mun hafa í hyggju að birta endurminn- ingar von Schirachs og á að Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.