Morgunblaðið - 01.10.1966, Síða 16

Morgunblaðið - 01.10.1966, Síða 16
16 MOHGUNBLADID Laugardagur 1. okt. 1960 Útgefandi: Hf. Árvakur, Raykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. P.itstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðinundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6 Auglýsing.ar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. MIKIL VERKEFNI ÓLEYST C’extugsafmæli Landssíma ís ^ lands hefur verið minnst í sambandi við opnun sjálf- virkrar símstöðvar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri. Er ástæða til þess að fagna þessum umbótum í símamál- um Sunnlendinga. Einnig er ástæða til þess að þakka Landssíma íslands mikið og pierkilegt starf um 60 ára skeið. Síminn kom með nýjan tíma til íslands. Með honum var einangrun landsins rofin og aðstaða landsmanna stór- bætt á fjölmarga vegu. Lands símastöðvarnar voru í upp- hafi fáar og strjálar." Nú má heita að sími sé á hverju byggðu bóli á íslandi. Um langt skeið hafa flestir eða allir sveitabæir á landinu verið í símasambandi. Hefur hinni strjálu byggð og raun- ar landsmönnum öllum verið að því ómetanlegt hagræði. En þrátt fyrir þessar miklu framfarir á sviði símamál- anna blasa mikil verkefni við í þessum málum. Því fer víðs fjarri að símasambandið milli einstakra landshluta sé í dag viðunandi. Þvert á móti verð- ur það að segjast að athafna- og viðskipalífi er stórkostleg- ur bagi af lélegu símasam- bandi víðsvegar um land. Jafnvel í þéttbýlustu svæð- um landsins gengur treglega að framkvæma nauðsynleg- ustu umbætur. Vitanlega kosta símafram- kvæmdir mikið fé eins og aðr ar framkvæmdir er til um- bóta horfa í þessu landi. Og vissulega verður íslenzka þjóðin að sníða sér stakk eft- ir vexti í eyðslu sinni, einnig til gagnlegra og nauðsynlegra -framkvæmda. En sú staðreynd verður ekki sniðgengin, að sú þjón- usta, sem síminn veitir hér á landi, hefur fram til þessa engan veginn verið sam- bærileg við það sem tíðkazt í nágrannalöndum okkar. Við erum enn langt á eftir í þess- um málum. Þessar staðreyndir verðum við að viðurkenna, enda þótt ástæða sé til þess að fagna yfir hverjum nýjum áfanga, sem vinnst í baráttunni fyrir fullkomnara og betra síma- s'ambandi. S Kjarni málsins er, að brýna nauðsyn beri til þess að unn- ið sé markvíst og ötullega að umbótum í símamálunum. Er og óhætt að treysta því að svo sé gert. Margt dugandi manna, sem unnið hafa merkilegt brautryðjendaStarf, hefur verið í starfsmannaliði Landssímans allt frá upphafi til þessa dags. Það verður þess vegna að treysta því að hin miklu verkefni sem blasa við í símamálunum verði leyst innan tiltölulega skamms tíma, og að bætt verði úr því ömurlega ástandi, sem víða ríkir í þessum mál- um hér á landi enn þann dag í dag. ÓBREYTT VERÐLAG ITelztu gistihús landsins ^ hafa nú ákveðið að ó- bréytt gjald verði á þjónustu þeirra næsta sumar og jafn- framt hefur Ferðaskrifstofa ríkisins, sem rekur nokkur sumarhótel úti um land, til- kynnt samskonar ákvörðun. Þessum fréttum ber að fagna, bæði vegna þess að verðlag á þjónustu við ferðamenn er nú orðið svo hátt hér á landi að hætta hefur verið á því, að úr ferðamannakomum hingað dragi af þeim sökum, og vegna hins, að þessi ákvörð- un sýnir glögglega, að vax- andi skilningur er fyrir því í öllum atvinnugreinum að halda verðlagi niðri, og stuðla þar með að stöðvun verðbólg- unnar. Ef slíkar ákvarðanir eru teknar í fleiri atvinnugrein- um að eigin frumkvæði og frjálsum vilja þeirra, sem að þeim starfa, eru vissulega vonir til þess að verðbólgan verði stöðvuð með frjálsum aðgerðum og sameiginlegu á- taki, og að aðrar aðgerðir þurfi ekki að koma til. NAZISMINN OG NÚTÍÐIN fTnga fólkið, sem ekki var ^ komið til vits og ára, þeg- ar nazistar tóku völdin í Þýzkalandi og síðari heims- styrjöldin geisaði, þekkir þá sögu aðeins af frásögnuili annarra, og einmitt þess vegna eru þeir atburðir ekki eins raunverulegir í hugum yngri kynslóðarinnar og hinna eldri. En við og við gerast at- burðir sem vekja fólk til um- hugsunar um þennan tíma, og á miðnætti síðastliðinu gerð- ist einn slíkur atburður, þeg- ar tveir fyrrverandi háttsett- ir nazistaforingjar gengu út úr Spandaufangelsinu, friáis- ir menn. Saga nazismans í Þýzka- landi og afieiðinga hans gegn- Adenauer ritar endurminningar Osló. 21. sept. NESTOR stjórnmálamanna ver- aldarinnar, Konrad Adenauer, varð ekki óvirkur þó hann léti af kanzlaraembætti fyrir þrem árum og sé orðinn níræður. Það var sagt um hann að hann hefði sleppt völdum nauðugur og haft þá óbifanlegu trú, að enginn gæti stjórnað Þýzkalandi viðlíka og hann sjálfur. Nú hefur hann skrifað bók, sem hann kallar „Endurminning- ar 1945-53“. Og líklegt er að önnur komi í viðbót, er nái yfir árin 1954-63, fram til 16 október, en þann dag lét hann af em- bætti. Þó að Adenauer ætti merkan feril að baki sér fyrir 1945 fer hann fljótt yfir þá sögu, en ein- skorðar sig við tímann frá 1945, er hann stofnaði flokkinn CDM — „kristilega demokratiska flokk inn“, sem haft hefur völdin síð- an Vestur-Þýzkaland fékk sjálf- stæða stjórn, 20. september 1949. En margt hafði þó drifið á dag- ana áður, og sumt af því drep- ur hann á, en aðeins lauslega. Aðaltilgangur bókarinnar er auðsjáanlega sá, að lýsa viðreisn lands síns eftir stríðið — og hvaða þátt hann átti í henni. Þegar Adenauer hóf laganám í Freiburg árið 1893 var ró og friður í veröldinni. Þá gat eng- inn látið sér detta í hug þær skelfingar, sem dunið hafa yfir heiminn á þessari öld. Adenauer leggur áherzlu á, að um alda- mótin hafi Þýzkaland verið „voldugasta ríki heims á landi, en Bretland voldugast á sjón- um“. Og Evrópa miðdepill veraldar í stjórnmálum og fjár- hagsmálum, en Bandaríkin ekki farin að sinna alheimsstjórnmál- unum; „en svo koma þeir með fullum þunga í fyrir heimsstyrj öldinni". „Árið 1933 náði Hitler og nazisminn völdum. Með sví- virðilegum hætti hrinti hann veröldinni út í nýja heims- styrjöld 1939. Henni lauk með algeru hruni Þýzkalands 1945, og örlagaríkri lömun Evrópu". Adenauer sat í fangabúðum í Köln á stríðsárunum, en reyndi að strjúka þaðan og var þá setí- ur í gestapofangelsið Brau- weiler. Fangavörðurinn þar skor aði á hann að framja ekki sjálfs morð, „því að það gæti haft óþægilegar afleiðingar". Aden- auer spurði hann þá hvernig honum gæti dottið í hug, að hamj reyndi að fremja sjálfs- morð, en þá svaraði fangavörð- urinn, að úr því að Adenauer væri kominn fast að sjötugu og gæti ekki vænzt mikils af þeim árum sem hann ætti ólifuð, lægi nærri að stytta sér aldur. — En svo varð raunin sú, að einmitt þessi ólifuðu elliár gáfu Aden- auer tækifæri til að verða fræg- asti stjórnmálamaður þjóðar sinnar á þessari öld. Nafn Adenauers er órjúfanlega tengt Köln. Þar starfaði hann sem málaflutningsmaður og sem borgarstjóri árin 1917-33, en féll þá í ónáð Hitlers. í maí 1945 setti ameríska setuliðsstjórnin hann inn í borgarstjóraembætt- ið á ný og samdi Adenauer vel við það, en þegar Bretarnir tóku við kárnaði gamanið, og peir viku honum frá. En nú staríaði hann af alefli fyrir CDM-flokk sinn og varð formaður hans 1946. í september 1948 varð hann forseti hins svokallaða „parlamentariska ráðs“, sem brátt varð áhrifamikil stofnun, þó að vísu væri það aðeins.ráð- gefandi. Loks kom að því, að V-Þjóðverjar fengu að kjósa sér sambandsþing (Bundestag) fyrir hin 11 gömlu sambandslönd. Kosningarnar fóru fram í ágúst 1949 og varð CDM-flokkurinn hlutskarpastur og Adenauer var kjörinn kanzlari 15. sept., en þrem dögum áður hafði Theodor Heuss verið kjörinn forseíi. Adenauer fékk að vísu aðeins eins atkvæðis meirihluta við kanzlarakjörið, en þegar hann var spurður löngu síðar hvort hann hefði fengið þetta bagga- munaratkvæði frá sjálfum sér svaraði hann: „Vitanlega — ann- ars hefði ég venð hræsnari'*. — Fimm dögum síðar lagði hann fram ráðherralista sinn, og tel- ur hann upp öll nöfnin í bók- inni, þ.á.m. „Ludwig Erhard, fjárhagsmálaráðherra". En það er talsvert eftirtektarvert, að Adenauer nefnir hvergi nafn Erhards í allri bókinni, nema á þessum eina stað, þó að þeir væru samstarfsmenn í stjórn- inni öll kanzlaraár Adenauers! Það er vitað, að oft var grunnt á því góða milli þeirra og Aden- auer gerði það alls ekki með glöðu geði að taka við Erhard sem vara-kanzlara árið 1957. Adenauer var ráðríkur og þa5 leynir sér ekki í bókinni, að hann telur sjálfan sig bjargvætt þjóðarinnar á viðreisnarárunum og burðarásinn í „Þýzka undr- inu“ svonefnda: hinni snöggu fjárhagslegu viðreisn landsins, sem þrátt fyrir eyðileggingu og hörmungar var farið að keppa á heimsmarkaðnum löngu áðui en nokkur gat vænzt, og hafði kom- ið fjármálum sínum á öruggan grundvöll í einu vetfangi. Utan Þýzkalands þakka flestir Lud- wig Erhard þetta kraftaverk, enda var það hann, sem skipu- lagði gjaldeyrismál landsins, tveim árum áður en Adenauer- stjórnin komst á laggirnar. — PJn í bók sinni lætur Adenauer sem hann viti ekki af honum. Adenauer vitnar oft í ræður sínar og birtir sumar þeirra lítið styttar. Hann vitnar líka í hina frægu ræðu Churchílls í Fulton, Missouri, í marz 1945, þar sem „járntjaldið" er nefnt í fyrsta sinn. „Fyrir mínum sjónum var ræða þessi tákn stefnuskipta i afstöðu vesturveldanna til Sovét-Rússlands", segir Aden- auer. Þó að bók Adenauers verði ekki talin sagnfræðirit, þar sem hún er skrifuð frá sjónarmiði höfundarins sjálfs. er hún ómet- anleg fróðleikslind öllum þeim sem vilja kynnast Þýzkalandi og heimsstjórnmálunum eftir stríð- ið. En fyrst og fremst er hún gagnleg öllum þeim, sem hafa hug á að þekkja „gamla mann- inn“, sem varð frægur af elli- árastarfi sínu. Esská. Bcilur innan komnt- ir því hlutverki einu nú á dög um að fólk megi laera af þeim hryllilegu atburðum sem þá gerðust. Það er svo e.t.v. merki um lítinn þroska mannanna, að þrátt fyrir þá sögu gerast enn í dag atburð- ir, sem ekki er síður ástæða til að fordæma, en verknað nazismans í Þýzkalandi. Enn í dag sitja einræðisstjórnir að völdum víðsvegar um heim, og enn í dag reyna þessar ein- ræðisstjórnir að koma á ó- friðarástandi, sem haft hefur í för með sér ólýsanlegar hörmungar fyrir fjölda fólks. Meðan svo er hafa þjóðir heims raunverulega lítið lært af tímabili nazismans í Þýzka landi og mennirnir sem í nótt gengu út úr Spandaufagelsi eiga enn sína líka í valdastöð- um úti um heim. únistailokks Kúhu Havana, 29. september NTB. FIDEL CASTRO forsætisráð- herra Kúbu réðst í gærkvöldi harkalega á þá hópa innan hans eigin flokks, sem eru andvígir því, að Kúba fylgi óháðri komm únistískri stefnu og sagði að ör- lög þeirra myndu verða hin sömu og byltingaraflanna, ef þeir gengju of langt. Castro sagði ekki, við hverja hann ætti, en ræða hans leiddi það greinilega í ljós, að stjórn- málaágreiningur er fyrir hendi innan kommúnistaflokks Kúbu. Ræðu sína flutti hann á fjölda fundi á Byltingartorginu í Hav- ana, þar sem viðstaddir voru mörg hundruð þúsund manns. Castro sagði, að til væru vilja- lausar undirlægjur, sem móðguð- ust, er Kúbumenn segðust vilja framkvæma sína eigin byltingu. Þessir menn álitu slíkt eins kon- ar glæp, einshvers konar brot á helgisiðum marx-leninismins. Þessi öfl myndu hins ve^r hljóta sömu örlög og þeir, se n ýtt hefði verið burtu — sýnr: ir- byltingarmennirnir — og ef u gengju of langt, þá hin so.nu og andbyltingaröflin. í sninu m Washington 30. sept. WTB í'JÓLSKYLDUR 166 obreyt.. a oorgara í S-Vietnam, ao.ii oin hafa lífi vegna ban a- i isicra hernaðaraðgerða „ a 1. juií í ár, hafa fengið 34 u. u ara bætur að meðaltcili ry.tr ur fram í skýrslu bandaiis«.a hvert dauðsfall, að því er ivein varnarmálaráðuneytisíns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.