Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 17
Laugardaffur 1. okt. 19M
MORGU N BLADIÐ
17
Hjá Eimskip í iiálfa nld
Viðtal við Jóhannes Jónsson
MARGIR Reykvíkingar kannast
við Jóhannes á Eimskip, sem ekki
er að furða. Hann er fæddur og
uppalinn Reykvíkingur og hefur
í dag, 1 .október, starfað í skrif-
stofu Eimskipafélags íslands í
60 ár samfleytt. Munu flestir,
sem einhver samskipti hafa átt
við Eimskipafélagið, hafa hitt
Jóhannes við kassa þessa stór-
fyrirtækis, þar sem hann stóð
i fjölda ára. Jóhannes er hlé-
drægur maður og hefur ekki
um æfina haft sig í frammi á
opinberum vettvangi. Talsverðar
eftirtölur þurfti því áður en við
fengum að heimsækja hann í
þeim erindum að eiga við hann
blaðaviðtaL
Jóhannes Jónsson og kona
hans, Bergþóra Júlíusdóttir, búa
á Klapparstíg 13. Eiga þau heim-
ili, þar sem ávallt er margt um
manninn og öllum þykir gott að
koma. Jóhannes hefur ekki flutt
sig mikið um set um æfina. Hann
hefur búið í Austurbænum síð-
an hann man fyrst eftir sér og
ávallt nærri Miðbænum. Hann
er fæddur á Bókhlöðustíg 8, son-
ur Jóns Einars Jónssonar, prent-
ara og Sigurveigar Guðmunds-
dóttur, konu hans. Og hann er
alinn upp á Laugavegi 54 og svo
á Bergstaðastígnum. Síðan hann
eignaðist sjálfur heimili, hafa þau
hjónin búið í húsunum næst
horni Lindargötu og Klappar-
stígs.
Jóhannes kveðst að sjálfsögðu
hafa tekið þátt í slagnum á
Geirstúninu í flokki Austurbæj-
árstrákanna á sínum tíma. Þar
var barizt með spýtum og ekk-
ert gefið eftir, segir hann. En
tími til strákaleikja stóð ekki
lengi, því 9 ára gamall byrjaði
Jóhannes að vinna.
— Já, ég var 9 ára þegar ég
byrjaði að sendast að sumarJagi
hjá J. Aall Hansen í Þingholts-
stræti, segir Jóhannes. Hann
verzlaði með pappír og pappírs-
vörur. Allar vörurnar voru
geymdar niðri í kjallara. f>að
var erfitt fyrir mig að bera þung
ar rúllur upp tröppurnar og aka
svo umbúðapappírnum í stórum
hjólbörum til brauðbúðanna.
Hjólbörurnar jugguðu til og þetta
voru engar smáferðir, alla leið
að Alþýðubrauðgerðinni • við
Laugaveg og vestur til Sveins
Hjartarsonar á horni Vestur-
götu og Bræðraborgarstígs. Svo
fór ég að sendast á sumrin í
Guttenbergprentsmiðjunni og síð
an hjá Jes Zimsen, þar sem aðal-
starfið var að bera út nótur. Allt,
sem tekið var út í búðinni, var
skrifað og nótur síðan sendar út.
Við bræðurnir, Einar, Sveinn og
ég, tókum líka þetta verk að
okkur einn vetur. Frá Zimsen
fór ég til Eimskip og byrjaði þar
1. október 1916. Jón bróðir minn
var þá farinn að vinna þar í
pakkhúsinu, en hann var svo
seinna húsvörður í nýja Eim-
skipafélagshúsinu í fjölda mörg
ár. Það var fyrir hans tilstilli
að ég fór til Eimskipafélagsins.
í fyrstu var ég sendill, en færð-
ist svo smám saman yfir í skrif-
stoíustörfin. Síðan hefi ég verið
í gj aldkerastarfi, við innheimtu
o.fl., í hálfa öld alls.
— Hvernig var hjá Eimskip
þegar þú byrjaðir? Var ekki JNi-
elsen framkvæmdastjóri?
— Þá voru skrifstofurnar i 3
herbergjum á efri hæðinni í
Hafnarstræti 16. Sendillinn
þurfti að hafa heitt í þremur
kolaofnum kl. 9 og vera þá bú-
inn að sækja kol, brjóta spýtur
og kveikja upp. Við byrjuðum
þrír sem sendlar og unnum síð-
an allir á skrifstofunni. Það voru
Baldvin Einarsson, sem byrjaði
rétt á undan mér en hætti um
haustið til að fara í skóla, Guð-
mundur Jörgensson og ég. Þegar
ég byrjaði var framkvæmdástjóri
Emil Nielsen og skrifstofustjóri
Sigurður Guðmundsson. Bókari
var Halldór Eiríksson. Auk þeirra
voru á skrifstofunni Valdimar
Norðfjörð og Eggert Briem, sem
nú er nýhættur störfum ,
— Hvernig var Nielsen?
Manstu eftir þínum fyrstu kynn-
um af honum?
— Já, já, hann var indælis-
maður, en strangur húsbóndi,
sem kenndi ungum mönnum
stundvísi og reglusemi. Hann gat
verið ærið snöggur upp á lagið,
en það var strax úr honum. Hann
minnti dálítið á skipstjóra til
sjós, enda hafði hann áður ver-
ið skipstjóri hjá Thore-félaginu.
Ég man vel eftir fyrsta deginum
skrifstofunni og kynnum mínum
af framkvæmdastjóranum. Mitt
fyrsta verk var að draga upp
fánann og fara síðan í sendifevð
út í Vöruhúsið, sem var í liúsi
Hótel íslands. Og þegar frara-
kvæmdastjórinn sjálfur ávarp-
aði mig, ætlaði ég aldeilis að
standa mig í dönskunni. — Jó-
hannes, vil De ikke faa fat í
Svein Björnsson, sagði hann við
mig. En Sveinn var fyrsti stjórn-
arformaður félagsins. Jú, ég
hringi heim til Sveins og enginn
svarar. Ég reyni aftur, en an
árangurs. Þá fér ég til Nielsens
og segi: — Det anser ingen. —
Hvad! hrópar Nielsen háum og
hvellum rómi, eins og hans var
vandi, ef hann ekki heyrði eða
skildi. — Det anser ingen, segi
ég aftur. — Hvad! Þá gaist ég
upp og segi á íslenzku: — Það
svarar enginn. — Naa, det svar-
er ingen, sagði Nielsen. Svona
einfalt var það þá. Þessu gleymi
ég aldrei. Það sýnir barnaskap-
inn að vera að reyna að tala
dönsku, sem ég réð þá ekkert
við. Nielsen skildi íslenzku, en
talaði hana e-kki sjálfur. Hann
fór héðan árið 1930, var þá far-
inn að heyra illa og bar því við
er hann hætti. En hann var á
skrifstofu Eimskips í Kaupmanna
höfn, þar til hann dó árið 1947,
að mig minnir. Ég stóð alltaf í
bréfaskiftum við hann eftir að
hann fór til Hafnar, sendi honum
m.a. ávallt rafhlöður í heyrnar-
tækið hans. Strax eftir stríðslok
kom t.d. bréf frá Nielsen, þar
sem hann bað um rafhlöðu í
heyrnartækið. Þess má geta, að
Jóhannes á enn mörg bréf frá
Nielsen. Hann hefur skrifað mjög
sérkennilega og stórkarlalega rit
hönd.
— Hvaða skip átti Eimskip
þegar þú byrjaðir?
— Gullfoss og Goðafoss, en
hann strandaði við Straumnes
sama árið og ég byrjaði. Jú, ég
man vel eftir því. Þá var mikið
um að vera á skrifstofunni. Björg
unarskipið Geir fór á strand-
staðinn og Nielsen fór með. Ég
var sendur heim á Hverfisgötu
18, þar sem hann bjó þar til hann
flutti í íbúðina á 4. hæð í Eim-
skipafélagshúsinu, og átti ég að
sækja stóra og mikla loðkápu,
sem hann átti. Það stóð mikill
gustur af gamla manninum þá.
Hann gat tekið mikið upp í sig,
eins og skipstjóra er siður. Eim-
skip átti ekki nema þessi tvö
skip, þegar ég byrjaði þar. Svo
kom Lagarfoss 1917, en síðan
ekkert skip fyrr en 1921. Það var
annar Goðafoss. Við höfðum
einnig afgreiðslu fyrir skipin
Borg, Sterling og Willemoes, sem
Eimskip keypti síðan af ríkinu
og skírður var Selfoss. Einnig
'höfðum við fyrstu Esju, þar til
Ríkisskip var stofnað. Svo það
var nóg að gera hjá okkur. Skipa
komur frá útlöndum voru þá
mikill viðburður í bænum. Bæj-
arbúar fjölmenntu niður á hafn-
arbakkann og framkvæmdastjór-
inn fór um borð. Maður þekkti
líka skipstjórana persónulega og
hitti þá í hverri ferð. Þeir eru
mér margir minnisstæðir, svo
sem Sigurður Pétursson, Jón
Eiríksson, Ásgeir Jónasson, Pét-
ur Björnsson og T. J. Júlínus-
son, sem er elzti núlifandi skip-
stjóri Eimskips.
— Þegar Eimskip 'flutti i nýja
húsið árið 1921, varð mikil skipu-
lagsbreyting hjá okkur. Baldvin
varð gjaldkeri, en ég var við
farþegaafgreiðsluna og tók svo
við gjaldkerastarfinu líka, þegar
hann fór 1922 til starfa á skrif-
stofu Eimskips í Höfn. Síðan var
ég viðloðandi bæði þessi störf
til 1930. Þá varð Guðmundur
Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri.
Ég vann undir hans stjórn allan
hans starfstíma hjá félaginu og
held að sú samvinna okkar hafi
verið snurðulaus. Einnig hefi tg
að sjálfsögðu unnið lengi með
núverandi forstjóra, Óttarri Móll
er, bæði áður og eftir að hann
tók við forstjórastöðunni. Óttarr
var á stríðsárunum seinni með
Jóni Guðbrandssyni á skrifstoíu
Eimskips í New York. Ég hafði
alltaf mikil persónuleg samskipti
við Jón. Hann var fyrirsvarstnað
ur félagsins í New York í báðum
heimsstyrjöldunum. Annars var
aðalstarf hans í Kaupmannanöfn,
þar sem hann var á skrifstofunni
frá upphafi. Já, það er margra
góðra samstarfsmanna að minn-
ast frá 50 ára starfi á sama stað.
— En hvað gerðirðu utan
vinnutíma þessi fyrstu ár?
— Utan vinnutíma? Þá vann
ég hjá Petersen í Gamla Bíó.
Þar starfaði ég í 8 ár, fyrst við
að selja-prógrömm, svo að vísa
til sætis og sýna á móti sýning-
armanninum, þegar hann fór í
mat og á prufusýningum. Það
þótti heilmikið púður í að fá
tækifæri til að sjá allar myndir.
Aðalstjörnurnar í þá daga voru
Pola Negri, o.fl. Svo var sýnt
mikið af myndum með Gög og
Gogge og Chaplin. En þetta var
erfitt. Sýningaklefinn var lítill
og loftlaus. Við þurftum að
handsnúa filmunum fyrst þegar
ég byrjaði og hagræða bogaljós-
unum með hinni hendinni, því að
gæta þurfti þess að hafa ná-
kvæmlega rétt bil á milli pól-
anna. Petersen var prýðismaður.
Svo sem margir Danir gat hann
sett allt á annan endann yfir smá-
munum, einsog t.d. ef gleymdist
að hafa alla lykla á sínum stað.
Ef eitthvað meira var að, eins
og þegar mótorinn brást, þá var
hann hins vegar sallarólegur.
— Árið 1923 var svo komið
að ég varð að velja annað hvort
starfið. Ég hleypti í mig kjarki
og sagði upp hjá Petersen. Hann
tók því vel, sagði aðeins: — Já,
Jóhannes, bara að þér sjáið ekki
eftir því. Nú var orðið svo mik-
ið um kvöldvinnu hjá Eimskip,
að ég gat ekki unnið á báðum
stöðunum. Og þegar maður er
orðinn 22 ja ára gamall, gstur
maður ekki verið alveg bundinn.
Með þessari tvöföldu vinnu
þurfti ég að fara í skrifstofuna
kl. 9 og vinna þar til kl. 6. Þá
var oftast haldið beint út í bíó
unnið þar langt fram á kvöld.
Um helgar gerðum við okkur
það helzt til skemmtunar að
fara á hjóli út úr bænum, oft-
ast 3—4 strákar saman. Við hjól-
uðum á laugardögum upp að
Lögbergi eða jafnvel austur í
Ölfus og svo heim að kvöldi eða
næsta dag. En ég þurfti að vera
kominn í bæinn vegna bíósýn-
inganna kl. 4 á sunnudögum.
Þetta var gott og hollt íyrir
okkur, þó að vegirnir væru slæin
ir. Ekki tafði bílaumferðin, því
bílarnir voru ekki komnir. En
iðulega mættum við lestum bænd
anna.
— Þú hefur ekki verið kvænt
ur þá? Hafðirðu nokkurn tíma
til að líta á stúlkurnar?
— Jú, jú, þetta gekk allt sam-
an, svarar Jóhannes og orosir.
Við giftum okkur ekki fyrr en
1926, þegar ég var 25 ára eða
fyrir næstum 40 árum. Svo stór-
afmælin fylgjast að hjá mér í
starfi og einkalífi.
— Þú hefur sem sagt unað
rólegur við þitt og ekki látið
Jóhannes Jónsson
nýjungagirnina hlaupa með þig í
gönur um æfina. Settu slíipin,
sem sífellt voru að koma og
fara, ekki óróa í blóðið?
— Nei, nei, annars fór ég í
fyrsta skipti utan 1921 með gamla
Sterling. Skipið var sent til Leith
til þess að eyða í því rottum,
því að mikið var af þeim um
borð. Sterling fór fyrst til Aust-
fjarða. Thorvald Krabbe, verk-
fræðingur, var með þangað.
Hann og brytinn gerðu það að
gamni sínu að hella áfengi á
skál á búrborðinu. Þá komu rott-
urnar, fengu sér einn lítinn og
svo dönsúðu þær. Frá Seyðisfh'ði
fór skipið til Leith. Meðan það
stóð við, hélum við þrír strák-
ar saman til Glasgow og síðan
upp í hálendi Skotlands með
hjólaskipi. Þegar við komum
aftur, var búið að hreinsa skipið
af rottum. Það hafði verið ófög-
ur sjón að sjá, þegar lestarnar
voru opnaðar. Rotturnar voru
ærið stórar og Ijótar.
Svo fór ég 1925 með gamla Lag
arfossi til Hull og stanzaði í 10
daga hjá Guðmundi Jörgenssyni,
sem þá var á skrifstofu Eimskips
þar. Þaðan fór ég til Leith og
með Gullfossi til Hafnar og
heim. Eftir þetta sigldi ég ekkert
fyrr en 1948, er við hjónin fór-
um með öðrum, með bíl til Frakk
lands. Þá loksins varð af brúð-
kaupsferðinni okkar. Eftir það
höfum við farið margar og góð-
ar utanlandsferðir, fljúgandi eða
með skipi. Bezt þykir mér samt
að ferðast með skipi. Fyrir fáum
árum vorum við t.d. í hálfan
annan mánuð með Fjallfossi, sem
fór fyrst á ströndina, síðan
til Hull, London, Antwerpen,
Hamborgar, Gdynia . og loks
Wentspils. Það er leiðinlegur
staður. Ekkert var tilbúið í skip-
ið og eftir að hafa beðið í 3
daga, brá það sér til Kotka í
Finnlandi og við hjónin fórum
til Helsinki. Og eftir aðra ferð
til Wentspils, var haldið heim
um Danmörku. Það vildi svo til,
að 8 konur voru um borð með
mönnum sínum og ferðalagið var
mjög skemmtilegt. Manni líður
feikilega vel um borð í þessum
skipum.
— Mörgum hefur þú kynnzt í
starfi þínu, Jóhannes. Og sjálf-
sagt ýmislegt skemmtilegt korn-
ið fyrir.
— Já, að vísu. Einkum hitti ég
marga meðan ég stóð sjálfur við
kassann.
— Heldurðu að þú látir ekki
eina smásögu úr starfinu flakka,
þó að þú sért svona orðvar?
— Ég veit ekki. Það væri
kannski frá ýmsu að segja, en
margt má þó kyrrt liggja. Ég
man reyndar sérstaklega etixr
einu tilviki, enda þótt lítið sé
gaman að því nema hafa þekkt
manninn. Einu sinni hafði Guð-
brandur Jónsson, prófessor að
nafnbót, komið heim með Gull-
fossi og skuldaði fargjald. Ég var
búinn að senda reikning og lxon-
um var alltaf vísað til baka. 8vo
kemur Guðbrandur upp á skrif-
stofu dag einn og ég næ til hans.
— Þér skuldið alltaf hérna svo-
lítið, Guðbrandur, segi < g við
hann. Já, þennan reikning, svar-
ar Guðbrandur og lítur á reikn-
inginn með yfirlæti. — Þennan
reikning ætla ég aldrei að greiða.
Sælir! Með það var hann horf-
inn. Hvernig Guðbrandur geiði
þetta gleymi ég aldrei.
Ég held að þetta sé rxú otðið
einum of mikið, sagði Jóhannes
svo, og hálf sá eftir því að hafa
látið toga út úr sér söguna. Að
endingu bað hann fyrir þakk-
læti til allra sinna samstarfs-
manna fyrir ánægjulegar stund-
ir í þessi 50 ár og óskir um gælu
og gengi til handa Eimskipaíé-
laginu um ókomin ár. —
E. Pá.
IViinna fylgi
brezku
sljórnarinnar
Ríkisstjórn brezka Verka-
mannaflokksins hefur misst
hluta fylgis síns meðal kjósenda
síðustu tvær vikurnar, sam-
kvæmt úrslitum skoðanakönnun
ar.
Samkvæmt frásögn „Daily
Mail“, sem fylgir íhaldsflokkn-
um, eru það einkum áhrifin af
efnahagsaðgerðum brezku stjórn
arinnar á atvinnuleysið, sem
þarna hafa komið fram. Þar
sem Verkamannaflokkurinn
hafði fyrir tveimur vikum 11.8%
meira fylgi á meðal kjósenda en
íhaldsflokkurinn, þá hefur for-
skot hans nxinnkað niður í 6.19
%.