Morgunblaðið - 01.10.1966, Side 12

Morgunblaðið - 01.10.1966, Side 12
12 MORCUNBLAÐID Laugardajair 1. okt. 1968 SKYGGNZT AÐ TJALDABAKI SJÓNVARPSEIGENDUR i Reykjavík og nágrenni fengu í gærkveldi fyrsta nasaþefinn af því, hvernig íslenzkt sjón- varp mun líta út í framtíð- inni. Reyndar höfðu örfáir, sem búa í nágrenni Vatnsenda hæðar fengið forsmekkinn áð ur, þegar ein tilraunaútsend- ingin „laumaðist“ út öllum að óvörum við mikla hrifningu sjónvarpseigenda á áður- nefndu svæði, og vonandi hef ur hrifning manna ekki orðið minni vegna þessarar útsend- ingar, sem fór út í loftið „lög lega“ í fyrrakvöld. En hvað sem hrifningunni líður, gera áreiðanlega fæst- ir sér í hugarlund hina óskap legu vinnu, sem starfsmenn sjónvarpsins hafa lagt á sig í sambandi við stofnun sjón- varpsins. Hópur manna hefur verið sendur á námskeið í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum til þess að kynna sér sjónvarpsfræði. Síðan hafa þessir menn komið heim og unnið ósleiti- lega að geíð inniends efnis og söfnun erlends efnis, gert til raunir með útsendingar og þannig mætti lengi telja. I stuttu máli — það hefur ekki verið horft í kostnaðinn, og það má minna á orð útvarps- stjóra á fundi með blaða- mönnum: — Við munum leggja kapp á að vanda sem mest til dagskrárinnar þegar frá upphafi. Nú kann einhver að hugsa — hverjir eru þessir menn, sem vinn'a við sjónvarpið, og í hverju er starf þeirra fólg- ið? Hér á eftir fara viðtöl við örfáa aðila, sem vinna að ýmsum störfum vi'ð sjónvarp- ið„ þar sem þeir greina frá starfi sínu og fræða okkur á ýmsu um sjónvarpið, en það Iskal skýrt fekið fram, að vegna rúmleysis verða auð- vitað fleiri eftir, sem gegna sízt veigaminna starfi við sjónvarpið, en þeir sem við er rætt hér. í lista- og skemmtideild. í Lista- og skemmtideild sjónvarpsins starfa þrír menti, þeir Steindór Hjörleifsson, sem er dagskrárstjóri. Andrés Indriðason og Taage Ammen drup. í>eirra hlutverk «r að afla bæði innlends og erlends skemmti- og listaefnis. Hinir tveir síðarnefndu skipta með sér stjórnum á hinum ýmsu þáttum á þessu sviði, sem er ábyrgðarmikið starf og erfitt. Eitt kvöld í vikunni hittum við að máli Steindór Hjör- leifsson dagskrárstjóra, og báðum hann um að lýsa því helzta, sem yrði á dagskrá Rætt víð nokkra starfs- menn sionvarpsms á vegum þessarar deildar. — Ef við byrjum á því inn lenda, sagði Steindór, má fyrst nefna þátt sem má bú- ast við að muni vekja at- hygli, og við höfum kallað „í skáldatíma". í fyrsta þættin- um les Halldór Laxness kafla úr bók sinni „Paradísar- heirnt". Þá getum við nefnt myndlistarþátt um erlenda og innlenda málaralist, sem Cxunnar Eyjólfsson sér um ásamt Birni Th. Björnssyni listfræðingi. Við erum með þátt í smíðum um ijóð Tóm- asar Guðmundssonar, þar sem ljóð hans verða flutt í myndum og sungin, auk þess sem viðtal er við skáldið. Svo vikið sé að léttara efni get ég nefnt að við höfum samið við Savannatríóið um sex skemmtiþætti með þjóð- lögum og fleira góðmeti. Andrés Indriðason verður með tvo skemmtiþætti fyrir ungt fólk, eins og áður hefur komið fram, og Taage verður með skemmtiþátt einu sinni í mánuði, sem hann nefnir Við höfum á undanförnum mánuðum viðað að okkur all miklu efni utan af landi, t. d. frá Eyjum m. a. frá þjóðhá- tíðinni, frá Siglufirði og ísa- firði, og mun sitthvað af þessu efni birtast þegar í tilrauna- sjónvarpinu. Við höfum gert samninga við ýmsa erlenda seljendur um kaup á erlendu efni. Það eru líkur á því að það verði ein kvikmynd, sjón varpsþáttur eða sjónvarpsleik rit í hvert kvöld, og verður stór hluti þessa efnis flutt á ensku. Við reynum þó að fá mótvægi við þessu mikla enskuflóði með því að sýna öðru hvoru franskar, ítalsk- ar, tékkneskar eða pólskar myndir. Myndir frá þessum löndum verða að sjálfsögðu allar text aðar, en einnig reynum við eftir megni að t.exta allar myndirnar með enska talinu, en þó getur orði'ð eitthvað um það að þær verði sendar út textalausar. Af lista- og skemmtiþáttum get ég nefnt „Dýrlinginn" brezkan saka- m -M Karl Jespersen, þar sem hann skránni. IJr frétta- og fræðsludeild — Markús Örn Antonsson, Magnús Bjarnfreðsson, fréttamenn og Olafur Ragnarsson, stjórnandi fréttaútsendinga virða fyrir sér nýkomnar fréttakvikmyndir að utan. Á myndina vantar Emil Björnsson, dagskrárstjóra. „Á laugardagskvöldi". Hinrik Bjarnason mun sjá um barna tímann hvern sunnudag, og Steinunn Briem verður með viðtals- og skemmtiþátt sem hún kallar „í svipmyndum". málaþátt, sem áður hefur ver ið greint frá, sem verður fast ur liður og til þess að byrja með einu sinni í viku. Tón- listarþáttur Edmondo Ros, og Úr lista- og skemmtideild — Taage Ammendrup, Andrés indriðason og Steindór Hjörleifs- son. skemmtiþátt Lucie Ball. Þá höfum við einnig keypt banda ríska þáttinn „Énigma" sem samanstendur af algjörlega sjálfstæðum sjónvarpsleikrit- um, og koma þar fram marg- ir heimsfrægir leikarar. Get ég þar nefnt leikara eins og Jeffery Hunter, Cliff Robert- son, Mel Ferrer, Ann Banc- kroft og Rod Steiger. Hefur þessi þáttur hlotið fjölmörg verðlaun. En hápunktur þessa efnis, sem fest hafa verið kaup á, er að mínum dómi „Age of Kings“ Shakespeare- þáttur, sem við vonum að margir munu hafa mikla á- nægju af. Kynnir í þættinum veröur Ævar Kvaran, leikari. Þá höfum vi'ð fest kaup á jazzþáttum bæði frá, Englandi og Bandaríkjunum, og koma fram í þeim margir af fræg- ustu jazzleikurum veraidar. Loks getum við nefnt teikni- myndir og ég nefni þar fyrst „Steinaldarmennina" eftir teiknarana William Hanna og Josep Barbera, og Huckel- berry Hound, eftir þá sömu, en sú „fígúra" á eftir að hljóta íslenzkt nafn. Og að síðustu er það svo Denni .Dæmalausi sem margir munu kannast við. stjórnar útsendingu á dag- Fréttaþjónusta. i herbergi frétta- og fræðslu deildar hittum vi’ð að máli þremenninga, Markús Örn Antonsson og Magnús Bjarn- ferðsson, fréttamenn og Ólaf Ragnarsson, stjórnanda frétta útsendinga, sem þar starfa á- samt Emil Björnssyni, dag- skrárstjóra. Þeir félagar gerðu grein fyrir þvi helzta í sambandi við fréttamennsk una. — Það hefur verið ákveðið að fréttatíminn ver'ði kl 20,00 á kvöldin, þegar sjónvarp- ið hefur að fullu hafið gang sinn, og verður fréttatíminn um 25 minútur. Eru þá inni- falin 5 mínútna þáttur um íþróttafréttir, sem verður dag lega og í umsjá Sigurðar Sig- urðssonar, og veðurfregnir. Innlendar og erlendar fréttir verða ekki aðskildar hjá okk- ur eins og víða annars stað- ar, heldur verður öllum frétt um raðað eftir fréttagildi. Við fáum erlendar fréttakvik myndir og ljósmyndir dag- lega. Kvikmyndirnar fáum vfð með hverri flugferð frá fréttastofunum INT í London og CBS í New York, en við munum fá sérstakt tæki til þess að taka beint á móti sim Framhald á bls. 25 Björn Björnsson er leikmynda teiknari sjónvarpsins, og á hann stóran þátt í heildar- svip innlendu þáttanna. — Nei, ég hef ekki lært neitt sagði hann við fréttamann Mbl., — en ég hef teiknað fyrir Herranótt Menntaskói ans undanfarin ár, og það hefur verið minn bezti skóli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.