Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 2
2
NORGUNBLADIÐ
Laugarda.ffur 1. okt. 1966
Verður borað eftir
gasi á fsafirði?
Á FUNDI bæjarstjórnar ísa-
fjaröar fyrir nokkrum dögum
kvaddi Marzellíus Bernharðsson
bæjarfulltrúi, sér hljóðs utan
dagskrár, og lagði hann áherzlu
á nauðsyn þess að borað yrði
Engin stutt
pils takk
sept.
Kaupmannahöfn 30.
— NTB.
SAMBAND danskra þjóna
mun telja sig nauðbeygt til
þess að taka fram fyrir hend-
ur veitingahúsa, sem hafa á
sínum snærum framreiðslu-
stúlkur í stuttum pilsum.
Sagði Hans Mouritzen, for-
maður þjónasambandsins í
dag að ef ekki væri hægt að
leysa mál þetta á friðsamleg-
1 an hátt, myndi verða lýst
banni á veitingahúsin.
Tveir veitingamenn í Kaup-
mannahöfn, sem samtals reka
fjögur veitingahús, hyggjast
eða hafa þegar ráðið fram-
reiðslustúlkur til að ganga um
beina í lærstuttum pilsum.
Telja þjónar, að þetta sé brot
á samningum þeirra við veit-
ingahúsin. „Fólk okkar á ekki
að notast sem auglýsinga-
brella", segir formaður sam-
taka þjóna.
Hdsbólofyrir-
lestur um
félugsvísindi
FRÓFESSOR T. E. Chester frá
Manchester dvelst nú hér á
landi í boði Háskóla íslands í
því skyni að gefa ráð um, hvern
ig skipuleggja megi hér nám í
félagsfræði.
Frófessorinn mun halda opin-
beran fyrirlestur í I. kennslu-
stofu Háskólans þriðjudaginn 4.
október kl. 5.30. Efni fyrirlest-
ursins, sem fluttur verður á
ensku verður: The role of soeial
studies in the university.
Öllum er heimill aðgangur.
eftir gasi í Neðstakaupstaff til þess
aff kanna gasuppstreymi sem
þar hefur orðiff vart.
Marzellius gat þess að Vega-
gerð ríkisins hefði að undan-
förnu haft í notkun í Breiðadals
heiði jarðbor í sambandi við
athugun á berglögum vegna fyr
ir hugaðra jarðgangna í Breiða-
dalsheiði. Bor þessi á að geta
borað niður á 130 m. dýpi, og
kvað Marzellíus það æskilegt að
þessi bor yrði fenginn til þess
að bora í Neskaupstað, þar sem
mikið gasuppstreymi hefur ver-
ið nú síðustu árin.
Marzellíus sagði að með þeim
borunum mætti ganga úr skugga
um hvort hér væri um verð-
mætt gas að ræða. Sýnishorn
hafa verið tekin af þessu gas-
uppstreymi og rannsökuð, og er
talið að hér sé um svokallað
„methangas" að ræða, en full-
nægjandi rannsókn á því hefur
ekki farið fram. Tillaga Marzell-
íusar hlaut góðar undirtektjr.
Moskva. — NTB.
GUS Hall, aðalritari banda-
ríska kommúnistaflokksins,
átti á fimmtudag fund með
Leonid Brezhnev, aðalritara
sovézka kommúnastaflokksins
að því er fréttastofan Tass
segir.
Frá vinstri: Anna Guðmundsdóttir, próf. Sigurffur Nordal og Róbert Arnfinnsson.
„Uppstigning" æfð í
Þjóðleikhúsinu
LEIKRIT próf. Sigurffar Nor-
dals „Uppstigning" verffur
sennilega frumsýnt í Þjóffleik-
Thomson kaup-
ir „The Times"
Einokunarnefnd brezka verzlunarmálaráðu-
neytisins fyrirskipar rannsókn á kaupunum
London 30. sept. — NTB.
BLAÐAKÓNGURINN Tomson
lávarður, sem er af kanadisku
bergi brotinn, hefur keypt meiri
hluta hlutabréfa í hinu þekkta,
óháða Lundúnablaði „The Tim-
es“, að því er tilkynnt var hér í
kvöld. Jafnframt spurðust og
þau tíðindi, að verzlunarmála-
ráffuneytiff brezka hafi fyrirskip-
aff Einokunarnefndinni svoköll-
uðu að rannsaka kaup Thom-
sons á blaðinu og gefa skýrslu
um þau.
í tilkynningu frá „The Times“
í kvöld sagði að félagsskapur
Thomsons muni hafa með hönd-
um 85% hlutabréfa í nýstofnuðu
útgáfufélagi um blaðið, og hið
gamla útgáfufélag, „The Times
Publishing Company“ mun eiga
15%. Núverandi aðalritstjóri
„The Times Publishing Comp-
any“ mun eiga 15%. Núverandi
aðalritstjórn „The Tirnes", Sir
William Haley, verður stjórnar-
formaður, og Gavin Astor, með-
eigandi í blaðinu, verður forseti
,
Flóöhestur veld
ur skelfingu
ains nýja félags til æviloka. —
Hið'nýja félag, „Times Nespaper
Ltd.“, mun eiga og reka bæði
„The Times“ og „Sunday Times“
og ritstjóri „Sunday Tirnes", sem
til þessa hefur engin afskipti
haft af „The Times“, Denis Ham-
ilton, verður aðalritstjóri „The
Times“.
Eigendaskipti þessi hafa vak-
ið mikla athygli.
húsinu 12. október. Æfingar á
leiknum standa yfir núna og er
Baldvin Halldórsson leikstjóri.
í gær fór fram fyrsta æfing á
leiknum „í tjöldum", sem leik-
húsmenn nefna svo. Viðstaddur
æfinguna var höfundurinn Sig*
urður Nordal og Ólöf kona hans,
nýkomin frá
en þau hjónin eru
útlöndum.
„Uppstigning" var fyrst fæ”ff
upp í Iðnó árið 1945. Var leik-
stjóri þá Lárus Pálsson og lék
hann aðalhlutverkið ásamt Arn-
dísi Björnsdóttur. Náði leikritið
þá miklum vinsældum, að því
er Klemens Jónsson tjáði MbL
í gær.
í leiknum eru 14 hlutverk og
með stærstu fara: Erlingur
Gíslason, sem leikur sr. Helga;
Bríet Héðinsdóttir, er leikur Jó-
hönnu; Kristbjörg Kjeld; Ró-
bert Arnfinnsson, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, Margrét Guð-
mundsdóttir, Anna Guðmunds-
dóttir og Helga Valtýsdóttir.
Kona og 7 ára
telpa fyrir bílum
TVÖ umferffarslys urffu i
Reykjavík síðari hluta dags í
gær, en í hvorugt skiptiff mun
hafa veriff alvarlegt slys að
ræffa.
Fyrra slysið varð um kl. 5
í gær á Hringbrautinni við
Bræðraborgarstíg. Þar varð sjö
ára telpa, Anna Steinunn Ólafs
dóttir, Sólvallagötu 39, fyrir
New York 30. sept. — AP.
DVERGFLÓÐHESTUR slapp
út úr kassa á Kennedyflug-
velli í dag og hljóp á harffa-
spretti inn í fragtgeymslu á
flugvellinum, þar sem 25
verkamenn voru að störfum.
„Ég hefi aldrei séð fólk
hlaupa jafn hratt", sagði verk
stjóri, sem staddur var í bygg
ingunni. „Mennirnir tvístruð-
ust á augabragði í allar áttir“.
Til allrar hamingju fór flóð
hesturinn brátt inn í mjóan
gang á milli bygginga, og
tókst að loka hurðum beggja
vegna. Var síðan hringt í of-
boði til dýragarðsins í Bronx,
sem tilkynnti að skepnan, sem
er 75 cm. há og vegur 259 kg.
væri hættuleg Menn frá dýra
garðinum komu síðan á vett-
vang og handsömuðu flóðhest-
inn. Flóðhesturinn var á leið
frá Líberíu til dýragarðs í
Michigan.
Vekja áhuga íslend-
inga á dönskum eplum
HÉR Á LANDI er nú stödd
nefnd frá dönskum ávaxtaútflytj
endum til viðræðna við íslenzka
innflytjendur í sambandi við
sölu og kaup á dönskum eplum.
Formaður nefndarinnar er Sten-
er Eriksen, forstjóri Danske
Frugtexportörers Fællesraad.
Eplarækt stendur með miklum
blóma í Danmörku. Að sjálf-
sögðu fer mest af framleiðslunni
til sölu innanlands, en allmikið
magn er flutt út árlega. íslend-
ingar hafa keypt tiltölulega lítið
í Gorðohreppi
SJ ÁLFSTÆÐISFÉLAG Garða-
og Bessastaðahrepps byrjar
spilakvöld sín mánudaginn 3.
okt. og verður spilað annan
hvern mánudag í vetur. Hað
verður 3ja kvölda keppni, auk
kvöldkeppninnar.
Spilað verður í Samkomuhús-
inu á Garðaholti. Húsið verður
opnað kl. 8 e.n., byrjað verður
að spila 8.30. Félagsmenn eru
beðnir að fjöimenna og taka með
sér gestL
sendibifreið, sem var ekið aust-
ur Hringbrautina. en telpan á
leið suður yfir brautina ret.t
austan við Bræðraborgarstíg. Að
því er rannsóknarlögreglan tjáði
Mbl. var sjáanlegt á hilið bif-
reiðarinnar að telpan hafði lent
með höfuðið á hlið bílsins rétt
aftan við framhurðina. Stúlkan
var flutt á Slysavarðstofuna, þar
sem hún var með áverka á enni.
Síðara slysið var skömmu s:'ð
ar á gatnamótum Vitastígs c.g
Hverfisgötu. Þar beið jeppabif-
reið færis að komast inn á
Hverfisgötu af Vitastíg en á
gangstéttinni austan við Vitastig
var kona á ferð. Þegar kom að
því að Hverfisgatan varð auð,
lagði jeppabifreiðin á stað, en
samtímis hljóp konan út á göt-
una, þar sem hún ætlaði að
ná í strætisvagn. Lenti hún fram
an á jeppabifreiðinni, og féll í
götuna. Konan, sem heitir Ingi-
björg Þorleifsdóttir til heimihs
að Stóragerði 7, var flutt í
Slysavarðstofuna, og var íiiin
með meiðsli á hægra fæti, en
rannsóknarlögreglan hafði þá
strangt eftirlit haft með því að ! ekki haft af því spurnir nve
hún spillist ekki í meðförum. I alvarleg þau meiðsli væru.
af dönskum eplum til þessa, og
nú ætlun dönsku útflytjendanna
að reyna að auka þau viðskipti.
Telja þeir það myndi hagkvæmt
báðum aðilum ekki sízt vegna
hinna góðu samgangna milli land
anna.
Dönsku nefndarmennirnir sýndu
í gær íslenzkum ávaxtainnflytj-
endum og fleiri gestum kvik-
mynd um danska eplarækt. Er
mikil áherzla á það lögð að
gæði vörunnar séu sem mest, og
Hafnarfjörður
Blaðburðarbörn vantar í noltkur hverfi.
Talið við afgreiðsluna, Arnarhrauní 14.
Sírai 50374.