Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ L,aueardaffiir 1. okt. 1966 Bob Thomas: HVER LIGGUR f GRÖF MINNI % V* verið innanbrjósts í gærkvöldi. Edith var svo mikið fyrir að gera mikið úr öllu og taka það hátíðlega .... og leika píslar- vott. Hún gat verið dálítið þreyt andi í þeim hamnum, skiljið þér. — Nei, nei, sagði Jim, — þann ig var það alls ekki .... — Það er engin ástæða fyrir yður að fara að dýrka neina dýrlingsmynd af Edith, eins og þér haldið,. að hún hafi verið, enda þótt þér getið vitanlega gert það, ef nokkur huggun er í því. Sannleikurinn er sá, að henni hætti til að sökkva sér niður í þunglyndi og sjálfsmeð- aumkun. Það er ekki satt! Hún var góð göfuglynd og nærgætin. Þér hafið alls ekki þekkt hana al mennilega. Edith setti upp beizkjubros. — Jú, ég þekkti hana. Sannarlega þekkti ég hana óþarflega vel. Umsjónarmaðurinn kom nú inn og gekk að borðinu hjá þeim. — Nú þarna eruð þér, sagði hann. — Þá er það að ráð- stafa eftirlátnu eigunum, frú de Lorca. Hann lagði tvo hluti á borðið fyrir framan hana: armbandsúr og hring með roðasteini í. Hún starði á hlutina og sagði síðan við Jim: — Kannski mynduð þér kæra yður um að eiga þá? — Nei! hreytti hann út úr sér. — Guð minn góður, nei! Tilhugs- unin bar hann ofurliði. Hún tók hvorttveggja upp og stakk því í veskið sitt. Nú leit hún í fyrsta sinn framan í hann, af fullu öryggi. — Það er rétt af yður að þiggja þetta ekki, sagði hún, næstum snöggt. — Það er betra að gleyma henni. Hún er dauð. Hún smellti veskinu aftur og stóð upp til að fara. 13. Janet leit upp og varð hverft við. — Fötin, sem þér pöntuðuð fyrir viku,. sagði hún. — Þau voru að koma. Edith strauk ennið. — Æ, iá, ég var alveg búin að gleyma þeim, sagði hún. Janet tók skóna, sem Edit.h hafði sparkað af sér og tók við kápunni hennar. Edith tók vind- linga upp úr veskinu sínu og flýtti sér að kveikja í. — Ég þarf að fá einhverja öskubakka hingað upp, Janet, sagði hún. — Ég skal segja Henry af bví, frú. Edith stakk eldspýtunum aft- ur í veskið og sá armbandsúrið og hringinn. Hún tók hvoru tveggja upp og hélt á því í hend- inni. — Vill frúin láta koma þessu fyrir? sagði Janet. — Já, þakka þér fyrir, svaraði Edith. Janet tók hvorttveggja og fór með það inn í fataherbergið, og opnaði einn skápinn. Síðan sneri hún sér við, af því að hún bjóst við að húsmóðir sin hefði komið á eftir sér. Svo sneri hún aftur og sagði hikandí: — Vill frúin láta koma þessu fyrir? —Já, vitanlega, svaraði Edith óþolinmóð. -— Hvað viltu? — Skartgrípaskrínið, frú. Edith reyndi að sýnast utan ▼ið sig. — Já .... vitanlega Janet gekk aftur inn í fataher- bergið og Edith á eftir henni. Stúlkan stóð fyrir framan op- inn skáp og Edith gekk nær og leit inn í hann. Innst í skápnum ▼ar járnskápshurð með galdra- læsingu. '/ Edith þurfti tíma til umhug3- unar. Hún tók hringinn og úrið af Janet, og leit á hvorttveggja með viðkvæmnisvip. — Svstir mín átti þetta, — sagði hún. — Hún framdi sjálfsmorð í gær- kvöldi. — Ég samhryggist yður, sagði Janet með ósjálfráðri samúð. — Þessvegna var lögreglan hérna í morgun. Edith rétti grip- ina til stúlkunnar. — Mundi þig langa til að eiga þetta, Janet? spurði hún. Janet hrökk til baka í hjá- trúarhræðslu. — Nei, frú, þakka yður fyrir. Þá var barið að dyrum og Edith gekk aftur inn í svefnher- bergið. — Drykkurinn yðar, frú, sagði Henry. — Komdu inn, Henry, sagði Edith og henni létti talsvert. Henry kom inn með silfur- bakka, sem á var hátt glas moð tómatasafa. — Þakka þér fyrir, Henry, sagði hún og tók glasið og reyndi eftir föngum að leyna vonbrigðum sínum. Þegar hann var farinn, smakkaði hún á drykknum og henni létti veru- lega, er hún fann, að þetta var reyndar „Bloody Mary“ af sterk asta tagi. Hún fitlaði við hringinn og úrið og sagði við Janet, sem beið enn frekari fyrirskipana: — Láttu mig eina stundarkorn, Janet. Það er alltaf hægt að koma þessu fyrir seinna. Hún veifaði til stúlkunnar og Janet flýtti sér út. Edith sneri sér nú að næsta vandamálinu — að opna skáp- inn. Hún hugsaði sig um andar- tak. Margaret hafði aldrei getað munað símanúmer eða heimilis- föng. Vafalaust hafði hún skrifað hjá sér hvernig opna skyldi skáp inn. En hvar var það skrifað? Hún gekk að snyrtiborðinu og leitaði í öllum skúffum. En þar var ekkert að finna nema and- litsfarða og vasaklúta. Svo leit- aðí hún innan um fjöldann all- an af peysum og nælon-undirföt- um. Ekkert! En skrifborðið? Það hlaut að vera einhversstað- ar í skrifborðinu. Hún leitaði í ósköpum í öll- um skúffum, þangað til hún fann loksins bók með heim- ilisföngum og öðrum minnis greinum í, skinnbundna. Hún opnaði hana og fremst í henni stóð: L 31 R 27 L 12. Það var Margaret líkt að vera svona hirðulaus. Edith flýtti sér að skápnum og sneri skifunni fram og aftur, þangað til hún heyrði smell. Dyrnar opnuðust og hún rétti inn höndina og kom út með gimsteinaskrín úr silfri. Það var fullt af dýrlegustu skartgripum, nokkrum þeirra sýnilega erfða- góss de Loarca-ættarinnar, en aðrir voru nýrri og Ijómuðu er birtan skein á þá. Þarna var meðal annars hálsmenið úr demöntum og roðasteinum, sem Margaret hafði sýnt henni dag- inn áður. Síminn hringdi og Edith stakk skríninu aftur inn í skápinn og læsti honum. Hún tók símann og hlustaði. — Já .... hver? Ég kem rétt strax niður. Ég var í baði .... Já. Þegar Edith kom niður, fann hún gömlu ættmóðurina, sem sat stífbein í bókastofunni. — Fyrirgefðu mér að láta þig bíða, Dona Ana, sagði Edith. G'amia frúin bauð kinnina, sem Edith kyssti lauslega, og sneri sér svo aítur að saumun- um, sem hún var með í hönd- unum. Hún hélt áfram að sauma meðan hún talaði og leit öðru hverju á Edith, og augun skutu neistum, hvenær sem hún vildi leggja áherzlu á eitthvað. — Ég heyri, að þú hafir orðið fyrir nýju mótlæti, sagði hún, án þess þó að nokkur samúð væri í röddinni. — En aldrei hafði ég hugmynd um, að þú ættir neina systur. Þáð var aðfinnsla í röddinni fyrir að hafa leynt hana þessu. Þegar Edith settist niður, and- spænis henni, án þess að útskýra þetta frekar, var eins og gam'.a konan mýktist ofurlítið. Segðu mér af þessu, Marga- ret, sagði hún. — Það er ekkert um það að segja. Ég hef ekki hugmynd um, hversvegna hún gerði það. — Ertu viss um, að hún hafi raunverulega framið sjálfsmorð, góða mín? — Gæti þetta ekki hafa verið slys? spurði Dona Ana. — Nei, það var ekkert slys. — Fólk freistast svo til að grípa eftir hverju ftálmstrái, þegar ódauðleg sálin er í veði .... Þökkum guði fyrir, að hann elsku Francesco okkar hlaut þá Edith leit einkennilega á hana. náð að deyja kristilega. Hann var við því búinn, heldurðu ekki? Edith gat ekki hugsað sér — Mamma, ég finn ekki rafmagnsgítarinn. 10 neitt svar við þessu. En til alLar heppni hélt gamla konan áfram: — Með svona hjarta eins og það var, hlýtur hann að hafa vit- að, að fyrr eða seinna .... Og samt fór hann að iðka þessa I bjánalegu íþrótt. Golf! Manstu þegar hann frændi minn .... tennisleikarinn .... hvað hé* hann nú aftur? Mundu það fyrir mig, Margaret, hvað hét hann? — Hvað ég get verið vitlaus, Dona Ana, flýtti Edith sér að segja. — Ég ætla að ná ’í te handa þér. — Nei, þakka þér fyrir. Kannski seinna. Það bjargaði Edith, að í sama bili birtist Henry í dyrun'um og tilkynnti: — Frú Marshall! Dede Marshall kom strunsandi inn um dyrnar, grönn og krafta- leg og íklædd vönduðum, gróf- um sportfötum. Með vandlegri snyrtingu hafði hún gert sig enn líkari hesti í framan en ella hefði verið, og bleikt hárið eftir nýj- ustu tízku, en hörundsliturinn var leðurkenndur og bar vott um margar helgar í Palm Springs eða Newport. Hún var nýjasta útgáfa af Kaliforníubúa, og bar utan á sér nýfengið ríki- dæmi, og þessvegna fyrirleit Dona Ana hana af öllu hjarta. — Elskan mín, ég hef verið að hringja í þig í allan morgun- inn, sagði Dede og faðmaði Edith að sér. — Maggie, elskan, þú verður að fyrirgefa, að við gátum ekki komið í athöfnina í gær, því að bæði er nú það. að Tom er með kirkjugarðahræðslu, og svo urðum við að fara í kokteilboð hjá Sadlers í San Marino. Þú þekkir þessi indælu Sadlers-samkvæmi þar. Það var ekki af því að okkur þætti ekki vænt um hann Frank, það veiztu. En ég er bara alveg ómöguleg ef eitthvað svona kemur fyrir. Nú tók hún fyrst eftir gömlu. konunni. — Þér hljótið að vera frú de la Cienega. Ég er Dede Marshall. — SæJar! Svarið var ískalt. — .Hver'svegna. .. hringdirðu ekki til mín aftur, Maggie mín? hélt Dede áfram við Edith. Jú, ég veit að þú hefur líklega ekki verið upplögð til að tala. En ég varð að tala við þig áður en ég legði af stað til Jamaica. Hvar varstu? — í líkhúsinu, svaraði Edith. — Líkhúsinu? Tii hvers? Hvað áttu við, Maggie? — Systir mín framdi sjálfs- morð í gærkvöldi. — Systir þín? Hvaða systir? Ég get varla trúað þessu. Maggie. Fjandans ákoma svona rétt eftir hann Frank, og allt það. Hvern- ig gekk þetta til? Nei, segðu mér það annars ekki. Ég vil ekki þurfa að hafa áhyggjur af því, meðan ég er í burtu. Dede leið hálfilla í þessu þvingaða andrúmslofti, sem þarna var, og svo ísköldu augna ráði gömlu konunnar. — Jæja, ég verð víst að þjóta. Ég er enn ekki búin að ganga frá dótinu mínu. Hún leit á Edith eins og hún væri að vega hana og meta. — Þessi sorgarbúningur fer þér ekki vel. Það er fjandi, hvernig þú lítur út. Þegar ég kem aftur, verðurðu vonandi farin að hress ast. — Og hvenær búizt þér við að koma aftur, frú Marshall? spurði gamla konan, en alveg áhugalaust. — Eftir Montego-tímann og fyrir fellibyljina, svaraði Dede. Svo kyssti hún Edith. — Sæl elskan. Ég skal senda þér kort með „vildi að þú værir komin hingað“. Og svo hringd ég í þig þegar ég kem aftur. Sæiar, frú de la Cienga! Edith stóð upp til að fylgja henni til dyra. Áður en Dede fór, hvíslaði hún að Edith: — Vertu nú ekki of einmana, Edith. Svo brosti hún undir- — Andstyggðar manneskja, sagði gamla konan, þegar Edith kom inn aftur. — En um smekk- inn tjáir ekki að deila. — Hvað? — Ég var að segja, að hver verður að fá að hafa sinn smekk. Við vorum að tala um hann Ricardo frænda .... nú man ég nafnið, þó að ég gæti ekki munað það áðan. Hún lagði frá sér saumana og tók talnaband upp úr veskinu sínu. — Og nú finnst mér, elskan mín, að við ættum að biðja fyrir hon- um Francesco .... og þessari ógæfusömu systur þinni. 14. Hávaðinn af símahringingunni þrengdi sér með sársauka inn í huga hennar, og Edith reif sig upp úr svefninum. Þetta hafði verið andstyggilegur draumur, með íöður hennar í drykkju- brjálæði, og Margaret, sem hló ögrandi, og Edith fann til fegin- leika að losna við þennan draum. Hún þreifaði eftir símanum við rúmið og loks fann hún hann. — Halíó! —- Margaret? Þetta er Paul Harrison .... Ei ég að ónáða þig? - - Ég var bara sofandi. — Fyrirgefðu .... En klukk- an er nú ekki nema hálfníu. — Ég gat ekkert hugsað leng- ur. Ég varð að hvíla mig, svo að ég tók svefnpillu. — Það var skynsamlegt. Svefn inn getur gert þér gott. Ég ætla þá ekki að ónáða þig frekar, enda ætlaði ég bara að segja þér, að ég ætla að líta inn til þín um ellefuleytið á morgun. Ég er með nokkur skjöl, sem þú þarft að undirskrifa — viðvíkjandi búinu. Ég vildi ekki ónáða þig fyrr. En nú má ekki lengur drag ast að ganga frá þessum málum. — Það er allt í lagi, Paul. — Ég hitti þig þá á morgun, góða. Farðu nú að sofa aftur. Ég bið þig að afsaka ónæðið. Edith lagði frá sér símann og reis upp við dogg, til þess að falla ekki aftur í þennan meðala svefn. Nú gat hún heldur ekki sofið. Hún varð að hugsa. Undirskrift hennar Margaret! Einhvernveginn varð hún að geta stælt hana, til þess að geta undirritað skjölin svo sannfær- andi, að enginn gæti vefengt, að ósvikið væri. En hvernig færi hún að því? Hún hafði ekki séð rithöndina hennar Margaret síð- j an þær voru ungar stúlkur — j gat ekki einusinni munað, hvort þær skrifuðu nokkuð svipað. Þetta var erfitt vandamál. En nú varð hún fyrst og fremst að sofa, og á morgun skyldi hún beita sér að þessu, Hún hristi höfuðið ákaft. til þess að reyna að hugsa skipu- lega. Nú, ekki gat hún beðið með það til morguns, það gerði hún sér nú ljóst. Þetta var áríð- andi mál og jafnvel gat allt á því oltið. Hún varð að finna ein- hverja lausn á því, nú strax I kvöld. Edith stóð upp og gekk að skrifborðinu, sem hún var ann- ars búin að róta í áður, þegar hún var að leita að skáplæsing- unni. Hún kveikti á lampanum og leitaði vandlega í hverri skúffu að einhverju þar sem nafn Margaret stæði á. Þarna voru margar innfærslur í almankið, en flestar svo mjög skammstaf- aðar, að ekkert gagn var í þeim. En hvergi fann hún nafnið hennar skrifað. Hún fór gegn um hrúgur af bréfum, sem flest voru reikning- ar frá dýrum vöruhúsum. Marg- ir reikninganir voru fyrir gjöf handa karlmanni — svo sem heill gangur af golfkylfum, alpacca- peysur, ermahnappar úr gulli — og Edith furðaði sig á því, að Margaret skyldi vera svona nær- gætin við Frank. En á engum reikningnum var undirskriftin hennar. Þessi vöruhús virtust hafa þekkt frú de Lorca of vel til þess að láta hana kvitta fyrir móttöku. Hún fleygði bréfunum aftur I skúffuna. Ef hún fyndi hvergi þarna neina undirskrift Marga- ret, hvar þá? Hún leitaði í neðstu- skúffunni og fann þar ávísanahefti. Þarna voru margir stofnar ög á mörgum þeirra voru skrifaðar stórar upphæðir I í reiðufé, en engin undirskrift.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.