Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. okt. 1966
MORCUNBLAÐIÐ
5
OLLUM
ÁTTUM
IMokkrar minningar um
Claudio Arrau
ence, sem þýzkur ræðismað-
ur, þar sem ég ólst upp fyrstu
ár ævi minnar, en hann lézt
í fyrirlestraferð í Berlín. Þar
bjó ég svo síðan ásamt móður
minni og lagði stund á píanó
leik í hinum fræga músik-
skóla „Stern“ Sches Konsezor
vatorium, sem stofnsett var
um 1860, en þegar ég stundaði
þar nám var rektor þar Gustaf
Hollender, en auk þess störf-
uðu þar þá um 70 kennarar,
þar á meðal Martin Krause,
sem var yngsti og síðasti nem
andi Liszts í Weimar. Hann
var aðalkennari háskólans í
píanóleik.
Ef ég ætti að bera þennan
háskóla saman við einhverja
stofnun í dag, mundi ég helzt
segja að hún líktist Curtis-
stofnuninni i Chicago, sem all
ir músikunnendur þekkja. í
háskólanum okkar voru yfir
þúsund nemendur frá flestum
löndum heims. Af þeim sök-
um sendi ríkisstjórn Chile
Claudio Arrau til Berlínar,
svo að hann gæti notið
kennslu Martins Krause í
píanóleik. Ég gleymi aldrei
þegar Claudio kom í fyrsta
sinn inn í kennslustofuna, 8
ára drengur undrafagur á að
líta og minnti andlit hans
einna helzt á fagurt enskt
málverk frá 17. öld Hann var
með stór, dökk augu, langt
brúnt og sítt hár, í hvítum
madrósafötum og með blúndu
kraga. Þessi fallegi piltur
gekk inn í stofuna. Honum
var vísað að Steinwaypíanói
og byrjaði að leika.
Við vorum saman í skólan-
um í nokkur ár, eða til vors
1914. Við hittumst því oftast
tvisvar í viku og urðum góðir
vinir þrátt fyrir það að ég
væri talsvert eldri en hann.
Ég þakka það dvöl minni
hjá Martin Krause, hve
músiknámið hjálpaði mér síð-
ar á lífsleiðinni sem söngkonu.
Ýmsir höfðu orð á því við
mig, að ég hefði óvenjugóð-
an músikbakhiall, en ekki
bara rödd. Og þennan bak-
hjall átti ég einungis að
þakka Martin Krause, en segja
má að ég hafi verið einkan-
lega heppin að fá að njóta
kennslu hans, auk þess sem
ógleymanlegt var að hitta þar
hinn unga og fræga meistara,
Claudio Arrou, sem enn er
sami elskulegi drengurinn.
I TILEFNI af komu Claudio
Arraus, hins fræga píanóleik-
ara, hingað til landsins átti
Mbl. samtal við hann og kom
þar m.a. fram að hann hafði
á sínum æskuárum kynnzt
frú Irmu Weile Jónsson, ekkju
Ásmundar Jónssonar skálds
frá Skúfsstöðum. Frú Irma
hefur komið að máli við Morg
unblaðið og langar til að
rifja upp með nokkrum orð-
um nokkrar minningar, sem
sækja á huga hennar frá þess
um tíma:
„Ég var skólatelpa í Berlín,
þar sem ég bjó ásamt móður
minni, sem var ekkja eftir
háskólaprófessor £ fornleifa-
fræði, Jens Weile, en faðir
minn starfaði í Pisa og Flor-
Ciauðio Arrau heilsar lrmu Weile Jónsson.
A matrósufötum í Berlín
— Borgarstjóri
Framhald af bls. 32
vegar hafa tekjur borgarsjóðs
innheimzt mun sfðar eins og sjá
má af því, að helmingur út-
svars- og aðstöðugjaldstekna hef-
ur innheimzt á þrem síðustu
tnánuðum ársins og þar af fjórð-
ungur þeirra í desemtoermánuði.
Borgarsjóður hefur því oftast
átt í nokkrum greiðsluerfiðleik-
um síðla súmars og í byrjun
veírar.
Ástæðurnar til þess, að þeir
erfiðleikar eru meiri nú í ár en
áður, eru einkuha þær, sem nú
skal greina:
1. Samkvæmt upplýsingum úr
bókum Gjaldhéimtunnar í
Reykjavík var innheimta út-
svara og aðstöðugjaldá miðað
vfð 20. sept. 42.1% í fyrra en
nú 39.6%, eða 2.5% lakari.
Eftirstöðvainnheimfca er einn-
ig lakari í ár en í fyrra. —
Munar hvort tveggja þetta
borgarsjóð 25—26 millj. kr.
og má þegar fullyrða, að eng-
. ir umtalsverðir greiðsluerfið-
leikar væru nú hjá borgar-
sjóði, hefði hann þessa upp-
hæð til ráðstöfunar. Á sama
hátt og innheimta lögtooðinna
gjalda hefur gengið verr hafa
og ýmsar aðrar kröfur borg-
arsjóðs, t.d. á hendur sumuni
nágrannasveitarfélögum, feng
izt síður greiddar nú en áður.
2. Borgarsjó'ður hefur greitt 6—
7 millj. kr. í peningum að-
éins á þessu ári vegna Bæjar-
útgerðarinnar vegna ábyrgða,
sem á borgarsjóð hafa fallið.
Auk þessa eru fyrirsjáanlegar
milljónagreiðslur við ársupp-
gjör vegna reksturs Bæjarút-
gerðarinnar á yfirstandandi
ári. Ljóst er, að útgerð togara
Bæjarútgerðarinnar verður
ekki haldið áfram að óbreytt-
um aðstæðum og veéður úr-
slitum vandamála togaranna
eigi frestað nema í nokkrar
vikur eins og nú er komið.
Eigi verður lengur undan þvi
vikizt að taka ákvörðun um
hvort togararnir fái endur-
heimt fyrri veiðisvæði við
landið og samið verði um til-
svarandi áhöfn á íslenzkum
togurum sem erlendum.
3. Fjárhagsáætlun yfirstandandi
árs er samin á grundvelli
kaupgjalds og verðlags í nóv-
embermánuði 1965, og kemur
því fram á árinu óhjákvæmi-
legur kostnaðarauki borgar-
sjóðs vegna kaup- og verð-
lagshækkana, sem síðan hafa
or*ðið.
4. Ekki hefur tekizt að fá aukin
rekstrarlán, hvorki tií þess að
vega upþ á móti lélégri inn-
heimtu nú í ár en í fyrra, né
heldur til þess að brúá meira
bil, sem verður allt til síðasta
mánaðar ársins, riiilli' áfallins
kostnaðar og innheimtra
tekna með hækkandi fjárhags
áætlun frá ári til árs, þar sem
tekjur koma svo seint inn á
árinu, sem raun ber vitni.
í þeim greiðsluerfiðleikum,
sem verið hafa, hefur verið lögð
áherzla á, svo sem unnt hefur
verið, að firra viðskiptamenn
borgarsjóðs vandræðum, og þeir
hafa sýnt skilning nú sem fyrr,
er þakka ber.
Þegar fullreynt var, að eigi
var unnt a'ð afla frekari rekstr-
arlána, var dregið úr eða hægt á
ýmsum framkvæmdum borgar-
sjóðs og má ætla að eigi verði
fjármagn fyrir hendi, a.m.k. ekki
áður en veður spillast, til að
framkvæma að fullu ákveðnar
gatna- og gangstéttarfram-
kvæmdir þessa árs, og mun það
einkum koma niður á malbikun-
arframkvæmdum í Heimahverfi,
svo og gangstéttargerð, en á-
herzla verður lögð á að láta þær
framkvæmdir sitja fyrir á næsta
ári.
Jafnframt hefur lánsfjáröflun
til framkvæmda ýmissa borgar-
fyrirtækja, svo sem Hitaveitu,
gengið verr en búist var við og
þess vegna hefur ekki verið haf-
izt handa um lágningu hitaveitu
í Árbæjarhverffð eða önnur ný
hverfi og ’framkvæmdum við
kyndistöð í Árbæjarhverfi hefur
seinkað. Hins vegar mun annar
nýi geymirinn á Öskjuhlíð koma
í gagnið í nóvembermánuði næst
Tvær nýjar Hekfa-
f FYRRADAG boðaði Ragnar
Jónsson, forstjórx Helgafellsút-
gáfunnar blaðamenn á sinn fund
og kynnti þeim nýjar bækur frá
forlaginu.
I fyrradag ’komu út tvær bæk-
ur forlagsins, „Tómas Jónsson
Metsölubók“ eftir Guðberg
Bergsson og „Endurtekningin"
eftir Sören Kirkegaard.
Bókin „Tómas Jónsson Met-
sölubók" eftir Guðberg Bergs-
son er skáldsaga og fjórða bók
höfundar, en áður hefir hann
gefið út bókina „Músin, sem
Iæðist“, „Leikföng leiðans" og
kvæðabókina „Endurtekin orð“.
Á kápusíðu bókarinnar segir
m.a. um söguna:
„í þessari nýstárlegu skáld-
sögu, sem er líklega í senn frum-
legasta og nærtækasta mannlýs-
ing í bókmenntum okkar í
seinni tíð, setur höfundur
eftirstríðstímann a svið í hugar-
heimi þessa forkostulega en
einkar mannlega piparkarls. í
stað þess að rekja sig áfram
eftir söguþræði stendur lesand-
inn alltaf í miðpunkti sögunnar
og sér til allra hliða“.
Bók Sörens Kierkegaard,
Guðbergur Bergsson.
„Endurtekningin" er þýdd af
Þorsteini Gylfasyni og skrifar
hann formálsorð.
Sören Kirkegaard er almennt
talinn fremsti heimspekingur
Norðurlanda og oft jafnað til
tveggja mei-kra manna, Platons
og Nietzsche. Sören Kirkegaard
er og frábært skáld og hinn
mesti háðfugl.
Kirkegaard er einkum mann-
eskjuskoðari — reyndar tíð-
ræddast um þá persónu sem
hann þekkir bezt, sjálfan sig.
Öll röksemdafærsla lærdóms-
manna er honum á móti skapi,
beitir líka í bókum sínum þeim
rökum einum sem enginn fær
komandi og varastöðin við Elliða
ár nýtast betur fyrir Hitaveit-
una á komandi vetri en sl. vetur.
Ástæða er til að leiðrétta þann
misskilning, sem komið hefur
fram í blaðaskrifum, að fram-
kvæmdahraði hafi verið svo mik
ill fyrri hluta ársins og lán þá
fengin, sem greiða hafi þurft
með útsvarstekjum sfðustu vik-
urnar, að komið hafi niður á
fjárhag borgarsjóðs nú. Engin
rekstrarlán hafa verið tekin á
þessu ári, sem falla í gjalddaga
fyrr en í desember, og fram-
kvæmdahraði hefur verið eðli-
legur að undanteknum þeim ráð-
stöfunum, sem gerðar hafa verið
síðustu vikurnar til að draga úr
greiðslum úr borgarsjóði þar til
síðast á árinu.
Stjórnendum Reykjavíkurborg
«r og flestum Reykvíkingum er
ljóst að takmarka vei*ður rekstr-
arkostnað og framkvæmdir borg-
arinnar við gjaldgetu borgarbúa.
hrakið: Hann segir sögu, sína
sögu.
Endurtekningin, sálfræðileg
tilraun, er á titilblaði talin verk
Constantins Constantusar, gam-
als spaugara sem gerir tilraunir
með ástir ungs vinar síns.
Efni bókarinnar er sótt í
ástir þeirra Sören Kirkegaards
og Regínu Ólsen.
Endurtekningin er alþýðleg
bók, í bezta skilningi þess orðs,
enda skrifaði Kirgegaard bækur
sínar eins og kunnugt er fyrir
óspillt fólk.
Þorsteinn Gylfason hefur þýtt
bókina og hann skrifar inngang
að verkinu.
Garðar Gíslason gerði kápu og
sá um útlit bókarinnar.
Bókina prýða margar myndir.
Þriðja bókin kom einnig út í
fyrradag, Faces reflected in a
drop (Andlit í spegli dropans)
eftir Thor Vilhjálmsson í þýð-
ingu Kenneth G. Chapman, prá-
fessors.
Næstu bækur.
Meðal annarra bóka forlagsins
sem koma út á næstunni er ný
skáldsaga úr Reykjavíkurlífinu
eftir Úlfar Þormóðsson. Höf-
undurinn, sem í vor lauk prófi
í Kennaraskólanum og nú kenn-
ari suður með sjó, er aðeins 24
ara gamall og er betta hans
fyrsta bók og heitir Sódóma ___
Gómorra.
Væntanlegar eru tvær Ijóða-
bækur. eftir Jón Óskar og Bald-
ur Óskarsson; bók sem Nína
Tryggvadóttir hefur gert, bæði
texta og myndir, og hún nefnir
Skjóni. Ein af aðaljólabókum
forlagsins verða endurminning-
ar foreldra Guðmundar Kamb-
ans, Gísla Jónssonar alþingism.
og þeirra systkina. Hafði faðir
þeirra gert drög að bókinni en
Gísli að öðru leyti skrifað hana
og gefið henni nafnið „Úr lífi
foreldra minna“ Þá koma frum-
samin ljóð eftir Rósu B. Blönd-
als og nýjar sögur eftir Jakob
Thorarensen. Mjög margar
fleiri bækur eru á leiðinni,
meðal þeirra sem nokkuð langt
er komin er síðara bindi af lista-
sögu Björns Th. Björnssonar,
mikið og girnilegt verk. Af
Dúfnaveizlu Halldórs Laxness
voru send út nokkur eintök um
leið og verkið var frumflutt 1
Iðnó. Hún kemur á markaðinn
um leið og sýningar hefjast aft-
ur.
Bókmenntakynning í Unuhúsi.
í dag kl. 4 verður bók-
menntakynning í Unuhúsi,
Helgafelli, 5 ungir leikarar velja
sér kvæði úr ninni nýju ljóða-
bók Davíðs Stefánssonar „Síð-
ustu ljóð“ og lesa. Leikararnir
sem koma fram eru Helga
Bachmann, Valgerður Dan,
Kristín Anna Þórarinsdóttir,
Guðrún Stephensen og Helgi
Skúláson. Allir eru velkomnir,
aðgangur ókeypis.