Morgunblaðið - 01.10.1966, Side 8

Morgunblaðið - 01.10.1966, Side 8
8 MOItnUN QfAfMO Laugardarrur t okt. 1966 ■AHjWMWSJffiRÍ wwMaawo-1-1-1 iiwiiM>»iwwwww>MB*r.^ Express — Express Við bjóðum litla. létta handknúna þvottavél frá Svisslandi. EXPRESS vélin er öll úr ryðfríu stáli, hún er gerð til að standa t.d. á vaskborði, og tekur 1V2 kg af þvotti í einu. Verð kr. 1785,- Sendum í póstkröfu. Búsáhöld Kjörgarði — Laugavegi 59. AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HIBÝLAPRÝÐI ir&Clð\[r strauvélin er hentug og hagkvæm heimilishjálp, sem léttir af húsmóðurinnihi nu ótrúlegasta erfiðL Sími 11687 21240 Laugavegi 170-172 Jack P. Moore t.v. og Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flus félagsins, skoða líkan af nýju Flugfélagsþotunni. Þjálfun þotu- áhafna undirbúin í GÆR voru bér staddir fimm fulltrúar Boeing-verksmiðjanna og ræddu þeir við forráðamenn Flugféiags fslands um fyrirhug- aða þjálfun áhafna og annars starfsfólks vegna kaupa félags- ins á Boeing-727 þotunni, sem hingað kemur næsta vor. Átti Mbl. stutt samtal við einn gest- anna, Jack P. Moore, en hann stjórnar skóla þeim, sem annist þjálfun starfsliðs þeirra, sem þotur kaupa af Boeing-verksmiðj unum. Skólinn var stofnaður árið 1956 og hafa yfir tuttugu þúsund manns hlotið kennslu og þjálfun þar fram til þessa, eða 1,5 milljón kennslustunda. Sagði Mr. Moore, að í skóianum væii að jafnaði fólk frá 12-16 flug- félögum og öðrum eigendum þota — og væri þetta fólk alls staðar að úr heiminum. Nokkrir íslendingar hafa þeg- ar farið til Boeing-verksmiðj- anna, en það verður ekki fyrr en eftir áramót, að þjálfun starfs- liðsins hefst fyrir alvöru. Þá fara sex áhafnir vestur og verða þar i sjö vikur. Kennslan er að meðaltali 8-10 stundir á dag, en nemendur verða einnig að leggja mikla vinnu í verkefni, eða lest- ur, á kvöldin. Flugmennirnir munu fljúga 40 stundir í þotu á þessu tímabili, helminginn sem flugstjórar, annars aðstoðarflug- menn. Bóklega námið mun verða stærri hlutinn. Vélamenn, flugfreyjur, flug- virkjar svo og starfsmenn, sem sjá um viðhald hinna ýmsu tækja, fara ennfremur vestur — einnig þeir, sem sjá um vara- hlutalager og yfirleitt fulltrúar allra þeirra starfsgreina, sem koma við sögu í sambandi við rekstur þotunnar. Mr. Moore sagði ennfremur, að nú hefðu yfir þrjú hundruð þotur af gerðinni Boeing 727 verið framleiddar og pantanir lægju fyrir á nær öðru eins. Verksmiðjurnar hefðu selt eða gert sölusamninga um samtals 536 þotur þessarar gerðar. Boeing 727 á nú að baki átta milljónir flugstunda í farþega- flugi og hefur flutt um 35 milljónir farþega. Forráðamenn flugfélaga sem flugmenn ljúka upp einum munni um það, að Boeing 727 sé framúrskarandi í alla staði, enda hafa aðrar þotur ekki verið seldar í jafnmiklum mæli. Þing BSRB he!st n.k. sunnudag 24. ÞING Bandaiags starfs- manna ríkis og bæja verður sett í Súlnasalnum á Hótel Sögu n.k. sunnudag, 2. október kl. 1.30 e.h. Þingið munu sitja 123 kjörn- ir fulltrúar frá 27 bandalagsfé- lögum og auk þess stjórn, trún- aðarmenn o§ gestir. Aðalmálin sem fyrir þingi þessu liggja eru launa- og kjara mál og endurskoðun laga um kjarasamninga o»*.aberra starfs- manna. Einnig mun verða fjall- að um skipulagsmál samtak- anna svo og ýmis önnur hags- munamál opinberra starfsmanna. Á sunnudag mun fara fram þingsetning, afgreiðsla kjör- bréfa og kosning starfsmanna og nefnda. Þá mun formaður B.S. R.B. Kristján Thorlacius flytja skýrslu stjórnarinnar. Þing- fundir halda síðan áfram á sama stað á mánudag og er áformað, að þinginu ljúki á miðvikudag. Viðskiptasamn- in«ur milli Is- lands og Póllands Nýlega var undirritaður í War szawa greiðslu og viðskiptasamn ingur milli Islands og Póliands Gildistimi samnings þessa er frá 1. janúar 1967 til 31. desember 1969. Frá lokum síðasta stríðs hafa viðskipti landanna byggzt á jafn keypissamningum, en með hin- um nýja samningi er horfið að marghliða greiðslugrundvelli og fara viðskipti landanna hér eftir fram í frjálsum skiptanlegum gjaldeyri. Samningnum fylgja þó árlegir vörulistar og eru þar m. a. sérstakir kvótar fyrir frysta og saltaða síld. Samtímis samningagerð þess- ari var gengið frá bankatækni- legum atriðum, svo sem upp- gjöri á greiðslu clearingreikn- inga o.fl. Ennfremur var undir- rituð bókun um viðskipti land- anna á síðasta ársfjórðungi 1966 og sérstök bókun um viðskipti fyrir árið 1967. Hjörvaröur Árnason flytur hér ræðu Hann er framkvæmdastjóri Guggenheim- safnsins í New York — Hótíðahöld á degi Leifs heppna 9. október BÓXASAFNIÐ FRÁ og með 1. október lengist útlánstími Borgarbókasafnsins og útibúa þess. Verður útlánið í aðalsafninu hér eftir opið frá kl. 9 á morgnana til kl. 22, en hádegistíminn kl. 12-13 dregst frá. Á laugardögum verður út- lánið opið frá kl. 9-19 og á sunnudögum frá kl. 14-19. Er þetta mjög aukinn útlánstími, þar eð útlánið var ekki opnað áður fyrr en kl. 14. Lestrarsalurinn verður opinn á sama tíma og útlánið. Þá verður útibúið að Sól- heimum 27 hér eftir opið frá kl. 14 í stað kl. 16 áður, og verður barnadeildinni lokað kl. 19, en fullorðinsdeildinni kl. 21. Hin útibúin, að Hólmgarði 34 og Hofsvallagötu 16 verður hér eftir opnuð kl. 16 í stað 17 áður og lokað kl. 19. Þó verður full- orðinsdeildin að Hólmgarði 34 opin á mánudögum til kl. 21, eins og verið hefur. Útibúin eru lokuð á laugar- dögum og sunnudögum. fslenzk-ameríska félagið mun í ár Iikt og undanfarin ár minn- ast dags Leifs Eiríkss. heppna, sem er sunnudagurinn 9. okt. Þann dag kl. 2 e. h. fer fmm athöfn við' Leifsstyttuna á Skóla vörðuholti. Þar munu flytja á- vörp þeir Emil Jónsson, utan- ríkisráðherra og James K. Pen- field, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Lúðrasveit mun leika og Lögreglukórinn syngja. Að kvöldi sama dags verður árshátíð fslenzk-ameríska fél- agsins haldinn að Hótel Borg. Ræðumaður kvöldsins verður Vestur-fslendingurinn Hjörvarð- ur H. Árnason. Hjörvarður er varaforseti hinnar heimskunnu stofnunnar Salomon R. Guggen- heim Foundation í New York og framkvæmdarstjóri Guggen- heim listasafnsins. Hjörvarður H. Árnason dvaldi hér á landi árin 1942—1944 sem íulltrúi upplýsingardeildar Band aríkjahers, og á hér marga kunn ingja síðan. 1947—1961 var hann forseti listardeildar Minnesota- háskóla í Minneapolis og yfir- maður Walker Art Gallery í Hjörvar H. Árnason. sömu borg. Eftir Hjörvarð liggja fjömargar bækur, tímarita- «g blaðagreinar um listir og lista- menn. Er ekki að efa, að marga mu fýsa að hlýða á ræðu þessa merka Vestur-íslendings. (Frá fslenzk-ameríska félaginu)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.