Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 30
30 MORGU N BLAÐIÐ Laugardasur 1. okt. 1966 íslandsmót í borö- tennis í undirbúningi Á ÍÞRÓT'T AÞINGINU á ísa- íirði var rætt um „nýjar“ grein- ar m.a. um borðtennis og flutt eftirfarandi tillaga þar um: „íþróttaþing ÍSÍ felur fram- framkvæmdjstjóra ÍSÍ að koma á íslandsmeistaramóti í borð- tennis, að hæfilegum tíma liðn- um frá úikomu leikreglna í þeirri íþrótta". Greinargerð Framkvæmdastjornin hefur lagt hér fram tillögu um það að ISÍ komi á íslandsmóti í borð- tennis og taki þá þai með þessa íþrótt á stefnuskrá sína. Eins og fram kom í setningarræðu þings- ins, verður það að vera ein megin stefna ÍSÍ að fjölga virk- um þáttta.'-.endum í íþróttum. Vafalaust er bezt til árangurs í þeim efmrm að fjölga íþrótta- greinum á stefnuskrá ÍSÍ eftir því sem fæ-.t er. Með því móti drögum við fleiri inn í forystu- starfið en eííá, en það er eitt af því, sem sföðugt háir íþrótta- málunum, að of fáir nýir liðs- kraftar koma inn í hið virka starf. Með nýjum greinum koma nýir kraftar, og gildir þá að virkja þæt greinar sem nokkur áhugi er fyrir, og einnig að fljót- lega sé hægt að skapa nýjum greinum a^stöðu, sem til þarf við iðkun þeiira. Borðtennis er orðin mjög vin- sæl íþrótt erlendis og hér heima er farið að ðka íþróttina í mjög mörgum félagshópum og fyrir- tækjum. Við teijum því að nú eigum við að taka forystuna og taka þessa scaruemi inn í féiög- in. Það er lílta á margan hátt góð aðstaða tii slíks. Þessa íþrótt er t. d. hægt að æfa í öllum félags- heimilum án þess að gera nokkr- ar ráðstafanir, aðrar en að afla þægilegra borða, sem má leggja saman. Á sumnn mætti vel hugsa sér að nota íþróttasali til æfinga, enda eru beir lítið not- aðir á þein. tíma. Þá væri einnig tilvalið að koir.a á mótum að haustlagi, áður en vetrarstarf- semin byrjar í fimléikasölunum T fámenni er þetta afbragðs íþrótt því e;gi þurfa nema tveir að mæta til leiks, til þess, að fá full not af æfingum eða keppni. í Svíþjóð er nú svo komið að sérsamband, sem stofnað hefur verið þar um borðtennis, telur flesta virka meöiimi innan sinna vébanda. Væntum við að þessari tillögu verði vel t.eVrið og hún samþykkt, jafnframt pví sem fulltrúarnir hugi að þvi, á hvern hátt sér- hvert héraðssr.mband geti stutt þessa greia strax í byrjun. UNGIR Valsmenn hafa verið mjög sigursælir í sumar. Hérbirtum við mynd af piltunum i 4. FLOKKUR B. I'remri röð frá vinstri: Ragnar Ragnarsson, Helgi BjörgvinSson, Ólafur Guð- jónsson, Helgi Benediktsson, Síefán Sigurðsson. Aftari röð frá vinstri: Róbert .Tónsson þjálf- ari, Gústaf Nielsson, fyrirliði Þórður Hiimarsson, Róbert Eyjálfsson, Rojnir Vignir, Svavar Guðjónsson, Hörður Árnason, Stefán Sandholti, þjálfari. Bikarkeppni í dag kl. 3.30 UM ÞESSA helgi dregur heldur en ekki til stórtíS- inda í knattspyrnu eins og reyndar áður hefur verið getið. 1 dag má segja að al- vara bikarkeppninnar hefjist en þá mætast á Melavelli kl. 3.30 (ekki 3.15 eins og sið- ast var sagt hér) KR-ingar og Akurnesingar. Þar sem bikarkeppnin er útsláttarkeppni má ætla að moður verði mikill í liðsmonn um beggja aðila og enginn gefi sinn hlut fyrr en í íulla hnefana. Og enn fleira kemur til. KR-ingar eru á förum til Frakklands — til siðari leiks- ins gegn frönsku meisturun- um Nantes í Evrópukeppni meistaraliða, en hafa undir- búið sig vel og verður því fróðlegt að sjá hvern árang- ur það hefur borið. Heyrzt hefur það álit KR- inga að lioiö sé oþekkjaniegt frá hinum misjöfnu lelkjum sinum i sumar. Æft hafi ver- ið 4 sinnum í viku að undan- förnu og árangur góður. Það verður því væntanlega aftur líf og fjör á Melavellin um í dag. , Islandsmeistarar á morgun Og ekki er lakar upp á boð ið a moigun. Þá mætast öðru sinni í aukaúrslitum um ís- landstitilinn Keflvikingar og Valsmenn. Ef að líkum lætur verður þar örlagarik barátta háð. ‘l'augaóstyrkur og ákafi einkenndu nokkuð síðasta leik og ætla má að svo verði enn nú. Svo getur líka farið að örlitil heppni — eða óhapp hjá öðru lióinu ráði úrslitum í leiknum. Liðin eru svo lik að styrkleika að engu verð- ur spáð. Ef til vill fara og einhverj- ir að verða hjátrúafuliir. Sið ast voru öll mörkin skoruð í nyrðra mark vallarins. Hvor aðilinn fær það mark til að leika á í byrjun? Eða hvor á að verja það þegar þreytan er farin að segja til sin? Raddir heyrðust um það síðast að fylgjast ætti betur með en gert er þegar menn fara af leikvelli rétt fyrir hlé og oþreyttur maður kemur inn á. Við vorum ekki á þeirri skoðun að slíkt hafi verið misnotað í síðasta leik — en að beiðni skjotum við þessu fram og þeirri ósk að lækn- ir úrskurði hvort maður sé meiddur eða ekki. En hvað sem líður tauga- óstyrk meðal leikmanna þá verður hann líklega ekki minni meöal áhorfenda. — A. St. UM5K sigraði íþrótfakeppni á UMSE i öðru sæti og ÍBA /. Jbriðja SUNNUDAGINN 11. sept. 1966 fór fram á Akureyri 4-bandalags keppnin svokallaða. Er þetta ár- leg keppni milli Ungmennasam- bands Eyjafjarðar, íþróttabanda- lags Akureyrar og Ungmenna- sambands Kjalarnesþings. Ungmennafélag Keflavíkur, sem er fjórði aðilinn, he,ur ekki tekið þátt í keppninni síðustu árin. íþróttabandalag Akureyrar sá um keppnina 1 ár, og fór hún fram á íþróttavellinum á Akur- eyri. Keppt var um farandbikar, sem íþróttabandalag Akureyrar gaf til þessarar keppni og hefur verið keppt um hann sjö sinn- um. Á mótinu kepptu tveir gest- ir, bandaríski kúluvarparinn Neal Steinhauer og Þorsteinn Löve. Mótstjóri var Haraldur Sigurðsson. Ungmennasamband Kjalarnesþings sigraði í stiga- keppninni, hlaut 83 stig. Ung- mennasamband Eyjafjarðar hlaut 70 stig og íþróttabandalag Akur- eyrar 59 stig. Veður var mjög gott og keppnin var mjög tvísýn og skemmtileg. Úrslit í einstök- um greinum urðu sem hér segir: 100 m. hlaup: Þóroddur Jóhannsson UMSE 11,3 Kári Árnason IBA * 11,6 Sigurður Geirdal UMSK 11,7 Kúluvarp: Lárus Lárusson UMSK 14,06 Umsk-met Ingi Árnason IBA 13,88 Ármann J. Lárusson UMSK 13,38 Gestur: Neal Steinhauer USA 19,64 (Seria 19,63, 19,55, 19,56, 19,30 19,64, 19,17). Hástökk: Dónald Jóhannesson UMSK 1,75 Jafnt UMSK-meti Jóhann Jónsson UMSE 1,65 Halldór Matthíasson IBA 1,60 1500 m. hlaup: Þórður Guðmundss. UMSK 4:29,4 Ásgeir Guðmundss. IBA 4:30,4 Gunnar Snorrason UMSK 4:31,6 I frjáls- Akureyri Spjótkast: Ingi Árnason IBA 53,10 Björn Sveinsson IBA 48,88 Hilmar Björnsson UMSK 46,30 Langstökk: Sig. V. Sigmundsson UMSE 6,29 Donald Jóhannesson UMSK 6,24 Þóroddur Jóhanness. UMSE 6,02 400 m. hlaup: Þórður Guðmundss. UMSK 53,4 Jóhann Friðriksson UMSE 54,0 Sigurður Geirdal UMSK 55,0 Kringlukast: Ingi Árnason IBA 38,19 Ármann J. Lárusson UMSK 38,06 Þóroddur Jóhanness. UMSE 35,34 Þrístökk: Sig. V. Sigmundss. UMSE 12,84 Donald Jóhannesson UMSK 12,26 Þóroddur Jóhanness. UMSE 12,08 4x100 m. boðhlaup: 1. Sveit UMSE 46,4 sek. 2. Sveit UMSK 47,4 sek. 3. sveit IBA 48,0 sek. Stig: 1. UMSK 63 stig 2. UMSE 70 stig 3. IBA 59 stig Blaðburðarfólk vantar í eftirtaíin hverfi: Þingholtsstræti Skólavörðustígur Miðbær Hverfisg. frá 4—62 Karlagata Skiphoíti II Tómasarhagi Túngata Seltjamarnes (Meíabraut) Sörlaskjól Meðaiholt Fossvogsblettur Laugaveg 1—32 Tjarnargötu Vesturgata 2—44 Lynghagi Ægissíða Hringbraut 92—121 Hávaliagata Fálkagata Lambastaðahverfi Kjartansgata Hvassaieiti II Háteigsvegur Talið við afgreiðsluna síini 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.