Morgunblaðið - 01.10.1966, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.10.1966, Qupperneq 14
MORGU NBLAÐID Laugardajrur 1 okt. 1966 14 Á að auka útsýn um jöröina? Ávarp ViSSiJáLns I*. Gís!asonar útvarpsstjóra vlð uppuiai s'ónvarps NÚ, þegar fyrsta íslenzka sjón- * varpssendingin hefst hjá Ríkis- útvarpinu, sendi ég kveðjur til allra þeirra, sem þetta sjónvarp sjá og heyra, með óskum og von- um Ríkisútvarpsins um það, að þetta megi verða upphaf að miklu og farsælu starfi. Þeir, sem vinna hér, gera sér ljósa ýmsa byrjunarerfiðleika og ætla að fara sér hófsamlega, en samt setja marki'ð hátt. Fjöldi manna hefur beðið eftir íslenzku sjón- varpi með óþreyju, margir óskað því gengis, en sumir verið í vafa um það, að takast mætti að gera góðar íslenzkar dagskrár. Ég fyr ir mitt leyti hef aldrei efast um það, að íslenzkt sjónvarp mundi heppnast og eiga sér góða fram- tíð. Þrátt fyrir það eigum við sjálfsagt eftir að læra margt af ^ reynslunni og við óskum þess að mega einnig læra af yðar reynslu og ýðar óskum, sem á sjónvarpið horfið. Til þess er það stofnað og starfrækt að það megi verða yður til fróðleiks og ánægjuauka, flytja fréttir og fræði, listir og gamanmál út um allar byggðir. Að því hafa stjórnendur Ríkisútvarpsins og starfsmenn sjónvarpsins unnið lengi að safna slíku efni og undir búa það til flutnings. Undir eins í kvöid verða yður flutt íslenzk þjóðmál í viðtali vi'ð forsætisráð- herra, íslenzkar bókmenntir í upplestri Halldórs Laxness, ís- lenzk kvikmynd Ósvaldar Knud- sen, nýjar erlendar fréttamynd- ir, skemmtiþáttur, erlend kvik- mynd og framhaldsleikrit með íslenzkum texta. Það er langt síðan hugmyndin um íslenzkt sjónvarp kom fyrst fram í Ríkisútvarpinu. í nóvem- ber 1963 setti svo menntamála- ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslaspn, nefnd til að rannsaka máiið bg í henni voru Benedikt Gröndal, Sigurður Bjarnason, Björn Th. Björnsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Þorsteinn Hannes- son, Þórarinn Þórarinsson og Vilhjálmur Þ. Gíslason. Þessi nefnd samdi ítarlegt álit og naut tækniaðstoðar verkfræð- inga Landssímans, en áður hafði Ríkisútvarpið fengfð tillögur yfif verkfræðings Evrópusambands útvarpsstöðva. Alþingi tók á- kvæði um stofnun sjónvarpsins síðan upp í fjárlög og stjórnar- völd veittu Ríkisútvarpinu tekj- urnar af innflutningsgjöldum sjónvarpstækja. Án þessa hefði ekki verið unnt að byrja eins I fljótt og raun varð á, en útsend- ing stillimynda hófst í árslok 1965. Síðan hefur stanzlaust ver- | ið unnið að undirbúningi. Ríkis- útvarpið hefur notið góðrar sam- vinnu við sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndum, þær hafa tekfð íslenzka sjónvarpsmenn til náms og léð hingað mikilsverð tæki, sem smámsaman eru endurnýjuð og mörg ný tæki þegar keypt. Islenzka sjónvarpsstöðin verð- ur vel úr garði gerð. Hús var keypt fyrir 12V2 millj. kr. og endurnýjað við hæfi sjónvarps- stöðvar, undir stjórn skrifstofu húsameistara rikisins og samnor- rænnar tækninefndar. Sjónvarps húsið er 1900 fermetrar, eitt stórt stúdíó og þaðan er þetta ávarp mitt flutt, og annað minna stúdíó og margar góðar vinnu- stofur. Áætlaður heildarkostnað- ur Réykjavíkurstöðvarinnar fyr- ir allt svæ'ðið þar sem sendingar hennar sjást — þar með taldar stöðvar fyrir Vestmannaeyjar, Grindavík og Borgarnes, sem þegar eru keyptar — nemur rúmlega 70 milljónum króna, eða ámóta og áætlað verð eins nýs menntaskóla. Þegar íslenzka sjónvarpið byrjar eru hér í notk- un 13 til 14 þúsund viðtæki, en sjónvarp Ríkisútvarpsins getur þegar í fyrsta áfanga náð til allt að 120 þúsund manns, eða til um þriggja fimmtu hluta þjóðar- innar. Dagskráin verður fyrst í 2—3 klst. á dag, dálítið mismun- Vilhjálmur Þ. Gíslason andi, frá því kl. 8 á kvöldin, fyrst um sinn tvö, siðan sex kvöld eða um 20 stunda dagskrá á viku þegar full útsending hefst, væntanlega um eða eftir miðjan nóvember. Afnotagjald verður á- kveðfð af ráðuneyti innan skamms. Auglýsingar verða, en dagskrárliðir hvergi rofnir af þeim. f’ramkvæmdastjóri sjónvarps- ins er Pétur Guðfinnsson, en verkfræðingur Jón D. Þorsteins- son og dagskrárstjórar Emil Björnsson og Steindór Hjörleifs- son. Ríkisútvarpið hefur nú starfað í meira en 30 ár. Það er ein og óskipt stofnun, bæði hljóðvarp og sjónvarp, undir einni og sömu stjórn. Það er þjóðarstofnun og tekur til svo að segja allra starts sviða og menningarsviða þjóðfé- lagsins. Nú hefur Ríkisútvarpið eignazt nýtt tæki, sjónvarpið, til þess að láta yður bæði sjá og heyra margt hið merkasta sem gerist. Það, sem hefst hér í kvöld er tilraunasjónvarp og byrjar há- tíðahaldalaust í miðri önn fram- kvæmdanna. Ég þakka öllum þeim, innlend- um og erlendum, sem unnið hafa að þessu íslenzka sjónvarpi og býð yður öll, sem sjónvarpstæki hafið, velkomin til þess að fylgj- ast með dagskránni. Jafnframt þessu sjónvarpsstarfi hefur farið fram undirbúningur að sjónvarpi út um allt land og verður þeim framkvæmdum hraðað eftir því sem tækni og fjárhagur leyfa. Það, sem hér fer fram, er sumt í þjónustu hversdagsins, sumt með hátfðabrag. Það, sem hér er sagt og sýnt, á að vera túlkun þess, sem sannast er vitað. Það á að auka útsýn um jörðina og nýjar veraldir, vera hvöt til betra lífs og glaðvær hvíld eftir erfiði dagsins. Það á að tengja þjóðir og einstaklinga í skiln- ingi og friði, vera vettvangur heilbrigðra skoðanaskipta, leik- svið margra lista, verkstæði fjöl- breyttra framkvæmda, staður stórra drauma. Ég lýsi því yfir, að íslenzkt sjónvarp Ríkisútvarpsins er haf- ið. f gu'ðs friði. íslenzkan er það mál, sem glat- ast ekki svo auðveldlega og við höfum dæmi um fjölmörg ríki, sem hafa miklu meiri samskipt.i við erlendar þjóðir en við, lítil ríki, sem halda sínu máli og ein- kennum algjörlega', og þar hefur ekki hvarflað að neinum tak- markanir á samgöngum eða sam skiptum við erlenda á neinum sviðum. Tökum til dæmis Luxemborg, sem undirritaður er mjög kunn- ugur, þar er talað eigið tungu- mál, og er ferðamannastraumur þar svo mikill, að ekki er sam- bærilegur við ísland, alþýðu- menntun meiri en á íslandi, t.d. að því er varðar tungumál, þar eru unglingar látnir læra og eru færir um að tala jöfnum hönd- um ensku, þýzku og frönsku, en hér en enskan eina tungumálið, sem unglingar geta stautað sig fram úr, þó við illan leik, vegna þess að framburðarkennsluna vantar. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að engir sletta eins oft er- lendum orðum, t.d. úr latinu og þeir, sem taldir eru til mennta- manna og fylltu þann hóp, sem skrifuðu undir sjónvarpsmót- mælin. Dagblöðin eru full af lélegum myndaseríuþýðingum úr erlendum málum, eitt dag- blaðið gerir sér leik að því að sniðganga rétt málfar með'skop- persónum á útsíðum sínum og eykur með því útbreiðslu að vissu leyti á lélegu máli hjá ákveðnum aldursflokki 'ungl- inga. Nei, við ættum ekki að gera leik að því að brydda upp á einangrunarstefnu í einni eða annarri mynd, eða takmörkun á frelsi í vali til að sjá eða heyra, rétt í sama mund og þrotlaus barátta hefur opnað rifu á skjánum í moldarkofun- um og forsmekkur tækni og framfara berst hingað með fram sýnum og dugandi einstakling- um, eins og t.d. á sér stað í sögu íslenzkra flugmála, (lifandi lýs- ing á þeim málum, hefði Ríkið tekið þar forystuna er að finna í „Rabb“-dálkum í Lesbók Morg unblaðsins sunnudaginn 25. þ.m., skemmtilega skrifuð grein, eins og ævinlega af þeim blaða- manni, sem hefur í heiðri frjálsa hugsun í skrifum sínum). Álit undirritaðs er, að ein- Framh. á bls. 19. Geir R. Andersen: VARÚÐ VIÐ VEGARBRÚN Eftirþankar um útvorpsþúttinn „í kvöld“ sl. Iuugurdugskvöld, tileinkuðun sjónvurpsmúlinu LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 24. þ.m. hlýddi undirritaður á út- varpsþáttinn „f kvöld“, sem er í umsjá tveggja sérmenningar- sinnaðra (eins og því miður er farið um fleiri, sem stjórna þáttum Ríkisútvarpsins). Þessi þáttur var þó ekki logn- mollulegur og tilþrifalítill eins og allflestir aðrir þættir útvarps sýndarhlutleysi, þessi var aftur ins, fullir af „jámennsku" og á móti fullur af andstæðum sjón- armiðum og komu fjögur mis- munandi sjónarmið fram í þætt- , inum. í fyrsta lagi haturssjónarmið stjórnendanna tveggja á banda- rísku sjónvarpssendingunum á Keflavíkurflugvelli, en það sjónarmið sýndi sig í æðisgeng- inni baráttu þeirra með spurn- ingum, sem beinlínis var kastað í andlit þeirra, sem fram komu í þættinum, fyrir afnámi sjón- varpsins og helzt öllum banda- rískum áhrifum, sem kynnu að slæðast hingað til lands. 1 öðru lagi sjónarmið Vignis Guðmundssonar blaðamanns, sem éinkenndist af hógværri en þó staðfastri vörn fyrir þeim að- gerðum sínum að bera fram af hógværri en þó staðfastri vörn íyrir þeim gerðum sínum að bera fram á fundi í félagi ís- lenzkra sjónvaipsáhugamanna tillögu, sem fól það í sér að senda viðkomandi ráðamönnum áskorun um að loka ekki fyrir útsendingar sjónvarps frá Kefla víkurflugvelli, þótt hið íslenzka komi, með skírskotun til ein- staklingsréttarins um að hafa fullt frelsi til að hlýða og sjá. í þriðja lagi „vegasalt“ sjón- armið Sigurðar Líndal, sem sló úr og í við ákafann í menning- systrunum um að fá þennan forsvarsmann einangrunarstefn- unnar til að kvika nú hvergi frá einkunnarorðunum „fáninn rauði og fjöldinn snauð“. En þó kast- aði fyrst tólfunum, þegar annar stjórnandinn spurði Sigurð, hvort hann teldi, að ef nýr flokkur yrði stofnaður og hefði innlimun fslands í Bandaríkin sem aðal-baráttumál, yrði leyfð- ur hér. Þessi spurning kom augljós- lega mjög flatt upp á Sigurð Líndal og virtist eins og hann áttaði sig ekki fyllilega á um hvað hefði verið sp'urt og varð hans endanlega svar við þeirri spurningu ekki annað en þuð, að hann héldi, að slíkur flokkur yrði ekki leyfður. Annars gerði Sigurður Líndal frekar lítið úr bréfi félags sjónvarpsáhuga- manna til ráðamanna um áfram- haldandi sjónvarpssendingar og hélt það- helzt gert í hugsunar- leysi (það virðist vera í tízku hérlendis, að þegar svokallaðir gáfumenn eru fengnir til viðtals í blöðum eða útvarpi, að þá láti þeir aldrei í Ijós eigin álit eða taka neina fasta afstöðu frá eigin brjósti, heldur „halda eitt eða annað“ eða skella fram setningu eins og „ég myndi álíta . . . .“ eða ,,ég myndi segja ......“). En hvaðan stöllurnar, sem sjá um þennan þátt hafa þessa hugmynd, um stofnun nýs flokks með Bandaríkjainnlimun að markmiði, væri gaman að vita. í fjórða lagi kom fram álit Guðmundar Arasonar sem nú- verandi sjónvarpseiganda og var hann spurður spjörunum úr, varðandi dagskrárefnið frá Keflavíkurflugvelli og ýmsum miður viturlegum spurningum kastað fram, varðandi einstaka þætti, eins og t.d. „eru margir drepnir í þessum þætti?“ og var með því reynt að koma því að, að um aðra þætti væri ekki að ræða í sjónvarpinu en þá, sem innihéldu morð og fjölda- dráp. — Eins og allir, sem kunn- ugir eru sjónvarpinu vita, eru þættir úr stríðinu, þ.e. heims- styrjöldinni síðari aðeins lítið brot af dagskrá þess, og þá ekki annað en sígild áminning til ís- lendinga um þá baráttu, sem Bandamenn háðu í Evrópu og víðar á þeim árum til sigurs á þeim illu öflum, einangrunar- stefnu og kúgun, sem við, ásamt öðrum Evrópuþjóðum hefðu lotið síðar meir, hefðu Banda- menn lotið í lægra haldi, en þessari baráttu fundum við aldrei fyrir og höfðum okkar lífskjör næstum óskert, meðan á henni stóð. Guðmundur Arason hefði vel getað talið upp alla þá þætti, sem yfirgnæfa í Keflavíkur- sjónvarpinu, án nokkurs for- smekks að stríði eða mannvíg- um, svo sem þætti frá Holly- wood, fræðslu- og getraunaþætti, kvikmyndir, hljómlistarþætti, o. fl. o. fl. — En hann komst því miður ekki upp með slíkar ábendingar, svo hart var gengið að honum með að fá uppgefnar tölur á særðum og föllnum í eina þættinum í Keflavíkur- sjónvarpinu úr síðasta stríði, sem sjónvarpað er einu sinni í viku. Undirritaður slær fram þeifri spurningu, hver sé munurinn á lýsingu mannvíganna í íslend- ingasögunum, sem íslenzkir unglingar eiga að skola niður rneð þurrmeti í öðru námsefni skólanna og sannra lýsinga úr síðasta stríði, nátengdum þeirri kynslóð, sem uppi er í dag. Að taka sjónvarpsmálið fyrir á þennan hátt umrætt kvöld í útvarpinu, var að áliti undirrit- aðs og margra annarra, sem á þáttinn hlýddu, í fyrsta lagi frekt hlutleysisbrot útvarpsins (sem undirritaður er þó alls ekki á móti, en gallinn er bara sá, að það virðast engir hafa rétt til þessa hlutleysisbrots, nema útvarpið sjálft, menn sem fylgja einangrunarstefnum í öllum greinum), og í öðru lagi augljós og vel undirbúinn áróð- ur fyrir lokun Keflavíkursjón- varpsins með góðri innsýn í aðra og miklu hættulegri stefnu, sem ákveðinn hópur fólks hér- lendis aðhyllist. — Þessi stefna minnir óhugnanlega mikið á samtök hinna svonefndu „rauðu varðliða" í Kína og það þarf ekki margra mánaða áróður gegn öllu, sem ekki er íslenzkt til þess að landinu verði smátt og smátt lokað menningarlega og viðskiptalega, ef ekki er lát- laust staðið á verði gegn þessari stefnu. Það er óhugnanleg til- hugsun, ef_ til þess ætti eftir að koma, að fsland einangraðist og yrði nokkurskonar nátttröll, sem aðrar þjóðir sniðgengju vegna hamslausrar baráttu inn- anlands gegn öllu erlendu. Þetta hefur svo sem skeð áður í sögunni og það er stutt í bönn og höft í þessu landi, það sýnir sig óhugnanlega oft. — Það hljómar ef til vill hjákátlega, eftir að búið er að banna eða takmarka sjónvarpssendingar, sem áður voru leyfðar er stutt í bann við útvarpssendingum frá sama stað og síðan áfram koll af kolli, t.d. bann við að hlusta á erlendar stöðvar (því gæti hugsanlega verið komið á af Ríkinu og almenningur skyldaður til að koma upp um nágrannana við brot á slíku, t.d. gegn greiðslu). Þessi siður er við lýði í Aust- ur-Þýzkalandi og víðar í Austur- Evrópu og lík einangrun skeði á Kúbu, í næsta nágrenm Bandaríkjanna, svo að þessi húgsun er ekki ýkja mikil fjar- stæða. Þegar fólk mótmælir banda- ríska sjónvarpinu, — vitnar það gjarnan í innleiðingu enskra orða í íslenzkuna — útrýmingu hennar smám saman, eða það, að hún týnist í óskiljanlegum orðskrípum samsettum úr þess- um tveim málum. Þetta myndi aldrei geta skeð,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.