Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 11
Xjaugardajíur 1. okt. 1966 MORGU NBLAÐIÐ ■É Ný verðtryggö spariskírteini að upphæð 50 milljónir króna ÁKVEÐIÐ hefur verið að gefa út verðtryggð spariskír teini ríkissjóðs að f járhæð 50 millj. kr. Eru spariskírteinin með sömu kjörum og þau, sem gefin voru út fyrr á árinu og seldust strax upp. Sala bréfanna hefst n. k. mánudag. Hér fer á eftir fréttatil- kynning um útgáfu spariskír teinanna: í maímánuði s. 1. voru staðfest lög, sem heimiluðu ríkisstjórn- inni að taka innlent íán allt að 100 millj. kr. Notaði fjármála- ráðherra þessa heimild að hálfu í maí s. 1. með útgáfu spari- skírteina, sem seldust á skömm um tíma. lent lán Ríkissjóðs íslands 1966, 2. fl. 1966“. Verða skuldabréf landsins í formi sparisk'írteina með sama sniði og kjörum og spariskírteini ríkissjóðs, sem gef in voru út fyrr á árinu. Hefst sala skírteinanna n. k. mánudag 3. október. Seðlabankinn hefur með hönd um umsjón með sölu og dreif- ingu skírteinanna, en þau verða fáanleg hjá bönkum, bankaúti- búum, sparisjóðum svo og nokkr um verðbréfasölum í Reykjavík. Helztu skilmálar hinna nýju skírteina eru þessir: 1) Verðtrygging. Þegar skír- teini eru innleyst endurgreiðist höfuðstóll þeirra og vextix með fullri vísitöluuppbót, sem mið- ast vi'ð hækkun byggingarvísi- tölu frá útgáfudegi til innlausn argjalddaga. Þetta gefur skír- teinunum sama öryggi gegn hugsanlegum verðhækkunum og um fasteign væri að ræða. þau innleyst með áföllnum vöxt um og verðuppbót. Það sparifé, sem í skírteinin er lagt, verður því aðeins bundið til skamms tíma, ef eigandinn skyldi þurfa á því að halda. Auk þess er hægt að skipta stærri bréfastærðum í minni bréf við Seðlabankann. Getur það verið hentugt, þegar eigandi vill selja eða fá innleyst an hlúta af skírteinaeign sinnL Hins vegar getur eigandinn hald ið bréfunum allan lánstímann, sem er 12 ár, og nýtur þá fullra vaxta og verötryggingar allt það tímabil. 3) Verðmæti skírteinanna tvö faldast á tólf árum .Vextir og vaxtavextir af skírteinunum leggjast við höfuðstól, þar sem innlausn fer fram. Sé skírtein- unum haldið í 12 ár tvöfaldast höfuðstóll þeirra, en það þýðir 6% meðalvexti allt lánstímabil- ið. Ofan á innlausnarupphæðina bætast síðan, eins og áður seg- ir, fullar verðbætur samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar. 4) Skattfrelsi. Skírteinin njóta alveg sömu fríðinda og sparifé við banka og sparisjóði, og eru einnig undanþegin tekju- og eign arsköttum, svo og framtals- skyldu. Fjármálaráðherra hefur nú á- kveðið að nota eftirstöðvar | 2) Skírteinin eru innleysanleg nefndrar heimildar með útgáfu eftir þrjú ár. Hvenær sem er eft verðbréfaláns að fjárhæð kr. 50 ir þrjú ár, frá janúar n. k., get- milljónir, sem einkennt er „Inn ur eigandi s-kírteinanna fengið Bílar tíl sölu Volkswagen sendiferðabíll, model ’60. Ford Taunus 17 M station, model ’60. Ford Morris, sendiferðabíll, 63 model. Opel station ’58 model. Til sýnis og sölu að Skipholti 21 í dag, laugardag kl. 1—6 e.h. Keflavík - Suðurnes Tónlistaskóli Keflavíkur veiður settur mánudaginn 3. okt. kl. 5 e.h. Skólastjóri. Aðstoðarlæknisstöður Tvær aðstoðarlæknisstöður við Klc-ppsspítalann eru lausar til urnsóknar. Önnur staðan veitist til 2ja ára og hin til skemmri tíma. Laun samkvæmt -samn- ingum Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri stöif sendist. stjórnar- nefnd ríkisspítalanna, Klapparstig 29, fyrir 30. okt. næstkomandi. Reykjavík, 29. september 1966. Skrifstofa ríkisspítalanna. Meðeigandi óskast Óska eftir meðeiganda í lítið fyiirtæki, vélar eru allar nýjar. — Ælskilegt að viðkomandi geti unnið 5) Hagstæðar bréfastærðir. Lögð er áherzla á, að þessi bréf verði að stærð hagstæð öllum almenningi. Verða bréfin í tveim ur stærðum, 1,000 og 10,000 kr. bréf. Eins og þessi lýsing á skil- málurn spariskírteinanna ber með sér, eru þau mjög hagstætt spariform fyrir allan almenn- ing. Sérstakiega verður að telja hagstætt það einkenni skírtein- anna, að endurgreiðsla þeirra ásamt vöxtum er bundin vísi- tölu byggingarkostnaðar. Eitt megintakmark fjölda fólks, er að safna sparifé til þess að geta komið sér upp eigin húsnæði. Á þetta ekki sízt við um ungt fólk. Þessi spariskírteini ættu að henta sérstaklega vel í þessu skyni, þar sem þau veita sömu ver'ðtryggingu, eins og fengist með því, að sama fjárhæð yrði þegar í stað lögð í fasteign. Börn og unglingar, sem skírteinin eign ast, geta því litið á þau, sem fyrsta skref í þá átt að eignast eigið húsnæði. Annað atriði, sem miklu máli mun skipta og var algert nýmæli hér á landi með fyrri spariskír- teinaútgáfum ríkissjóðs, er að hægt er að innleysa bréfin, hve- nær sem er, eftir að lítill hluti lánstímans er liðinn. Þar sem enginn skipulegur verðbréfa- markáður hefur verið hér á landi undanfarin ár, hefur ver- ið mjög erfitt fyrir almenning að kaupa verðbréf, þar sem ekki hefur verið hægt að selja þau, þótt eigandinn þyrfti nauðsyn- lega á fjárhæðinni að halda. Spariskírteini eru innleysanleg, hvenær sem er eftir þrjú ár, en eftir þann tíma geta eigendur skírteinanna fengið fullan höf- uðstól eignar sinnar ásamt vöxt um og hugsanlegum verðbótum, ef þeir þurfa á að halda. við fyrirtækið sjálfur og séð um daglegan rekstur. Viðkomandi meðeigandi þarf ekki að vera faglærð- ur. — Lítil útborgun. — Þeir, sem vilja sinna þessu sendi tilboð til afgr. Mbl. fyrir 4. október, merkt: „Hagstætt — 4399“. Athygli er vakin á því, að bankar og stærri sparisjóðir taka að sér geymslu verðbréfa fyrir almenning gegn sanngjörnu gjaldi. Um nánari skilmála skírtein- anna vísast til útboðsauglýsing- ar, sem birtist í dagblöðunum s. 1. föstudag. Skiifstofustulkur Skrifstofustúlkur óskast. Vélritur.arkunnátta nauð- synleg. — Umsóknir, sem greini aldur, nám og fyrri stöff, sendist í pósthólf 903, merktar: „Skrifstofu- stúlkur — 4400“. Spariskírteinin verða til sölu í vfðskiptabönkum, bankaútibú- um, stærri sparisjóðum og hjá nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Vakin er athygli á því, að spariskírteini eru einn- ig seld í afgreiðslu Seðlabank- ans, Ingólfshvoii, Hafnarstræti 14. Hefst’ salan, eins og áður seg ir, n. k. mánudag, 3. október. SEÐLABANKI ÍSLANDS Föndurskóli Bergþóru Gústafsdótfur tekur til starfa mánudaginn 3. október. — Nánari upplýsingar í síma 35562. Til sölu COOMIR sendiferðabíll, árg. ’63, í góðu lagi. Ijpplýsingar í síina 40928, Kársnesbraut 5, Kópa- vogi, laugardag og sunnudag frá k!. 1—5. Parket gólfflísar Parket gólfdúkur — GJæsilegir litir — GRENSÁSVfG 22- 24 (HORNI MIKLUBRAUTAR) SÍMAR 30280 & 32262 SlSlarry SS3taines LINOLEUM Kaupum tuskur Kaupum hreinar léreftstuskur Prentsmiðjan. Bifvélavirkjar eða menn vanir bílaviðgerðum. Viljum ráða nokkra menn á verkstæði okkar, mötuneyti á staðnum. Hafið samband við aðalverkstjórann. Ford-umboðið Sveinn Egilsson hf. SÚKKULAÐIKEX Mdmskeið — Blástursaðferð Kennsla fyrir almenning í lífgunartilraun um með blástursaðferð hefst þriðjudaginn 4. okt. nk. Þátttaka tilkynnist strax í skrif stofu R. K. í., Öldugötu 4, sími 14658. Keennsla er ókeypis. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.