Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 1
32 síður á Rússar 3000 lesta eldflaug... ? Madrid; 10. okt. — NTB | HELZTA umræðuefni í dag á ráðstefnu geimvís- indamanna, sem um þessar mundir stendur yfir í Mad- rid, var hvaða tilraunir Rússar séu nú að undirbúa. Var það álit brezkra og bandarískra geimvísinda- manna að þeir muni innan skamms hefja tilraunir með risaeldflaug, sem kom ið geti 160 lesta geimfari á braut umhverfis jörðu. Frá setningu Alþingis í gær. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson lýsir setningu Alþingis. Alþingi sett með viðhðfn — 87. löggjafarþingið ALÞINGI íslendinga, 87. lög- gjafarþing, var sett með við- höfn í gær, að lokinni guðs- þjónustu í Dómkirkjunni. — Prestur var séra Olafur Skúla son. Að lokinni guðsþjónustu var gengið úr kirkju til þing- sett. Þingmenn hylltu forseta og fósturjörð með ferföldu húrrahrópi. Að því loknu hað forseti íslands aldursforseta Alþingis, Karl Kristjánsson, 1. þingmann Norðurlandskjör dæmis eystra, að taka við stjórn þingfundar, þar til kjörinn hefði verið forseti Sameinaðs Alþingis. Fjórir varamenn taka sæti á Alþingi nú. Guðþjóm.istan hófst í Dóm- kirkjunni kl. 13,30. Prestur var séra Ólafur Skulason og lagði hann út af orðum Jesaja; 4, 5b: Framii. á bls. 19. Ehenhower: Hlægileij túlkun Gettysburg, 10. okt. NTB. • Fyrrum Bandaríkjaforseti, — Dwight Eisenhower, ræddi um helgina við blaðamenn á búgarði sínum í Gettysburg í Virginia. Var hann þá beðinn að skýra nán ar þau ummæli, er hann hafði látið falla fyrir nokkru, að beita yrði öllum tiltækum ráðum til þess að vinna sigur í Vietnam- stríðinu. Þessi ummæli hans vöktu Framhald á bls. -23 Ráðstefnu þessa sitja um þúsund fulltrúar hvaðanæva að úr heiminum. Er ætlunin, að hún standi yfir í sex daga. Þar er fyrst og fremst fjallað um skýrslur um eðlisfræðileg og læknisfræðileg vandamál í sambandi við geimferðir manna — einkum í lengri ferðum , vegna fyrirhugaðra tunglferða. Þegar fyrsta alþjóðlega ráð- stefna geimvísindamanna var haldin í Barcelona árið 1957, skutu Sovétmenn á loft sínum fyrsta Sputnik. Vísindamenn á ráðstefnunni benda á, að Rússar hafi lítið aðhafst á sviði geimvísinda að undan- förnu — býsna langt sé lið- ið frá , síðasta stórafreki þeirra. Muni orsökin sú, að þeir séu að búa sig undir stórátak, vinni að smíði eld- flaugar, sem vegur um 3000 lestir og getur komið á braut í geimnum 160 lesta geimfari. Slík eldflaug yrði langtum öflugri en hin fimm þrepa Satúrnus eldflaug Bandaríkja manna, sem fyrirhugað er að nota til tunglferða. ,lnez4 hefur orSið 150 Smíða húss, forseti íslands og biskup íslands fyrstir, þá ráðherrar, þingforsetar og þingmenn, og loks ýmsir gestir, sendimenn erlendra ríkja, emhættismenn og fleiri. Forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, las bréf hand hafa forsetavalds um sam- komudag Alþingis og lýsti því síðan yfir að Alþingi væri Dagur Leifs Einkaskeyti til Mbl frá AP. Newport, Virginia, 9. okt. DAGUR Leifs Eiríkssonar var í dag haldinn hátíðlegur hér í Newport í annað skipti, til heiðurs norræna víkingnum, sem fyrstur Evrópubúa kom til Ameríku. Um 300 gestir voru viðstaddir athöfn í sjó- minjasafni Newport, sem fram fór við 4 metra háa styttu af Leifi Eiríkssyni, tákni safrtsins. Meðal viðstaddra voru Pét- ur Thorsteinsson sendiherra fslands í Washington, norski sendiráðsritarinn og Finn Ronne, fyrrum heimskauta- könnuður, sem flutti aðal- ræðu dagsins. Sagði hann m.a., að norr- ænu ævintýramennirnir hefðu á allan hátt auðgað þjóðlíf og sögu Bandaríkjanna, og að Leifur Eiríksson hefði verið fyrsti Bandaríkjamað- urinn. Robert McNamara í Vietnam Saigon, 10. okt. — NTB-AP ROBERT McNamara, land- varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, kom í dag flugleiðis til Saigon. Hóf hann þegar viðræður við helztu framá- menn hermála í S-Víetnam. Ræddi hann fyrst við Henry Cabot Lodge, sendiherra Bandaríkjanna í Saigon, sem Réttarhöldunuxn yiir Súbandríó brútt lokið Djakarta, 10 október — NTB-AP HERRÉTTURINN í Djakarta, sem nú fjallar um mál Suband- ríós, fyrrv. utanríkisráðherra Indónesiu, neitaði honum í dag um leyfi til að skrifa Súkarnó forseta bréf, í þeim tilgangi að reyna að leiðrétta misskilning, Súbandrió hefur við réttarhöld- in verið mjög rólegur, þar til í dag, að hann reiddist skyndi- lega greip fram í fyrir vitni sem verið var að yfirheyra. Var vitnið að gagnrýna viiísamlcga afstöðu Súbandriós til Peking- stjórnarinnar, er hann kallaði fram í: „Ég hlýddi aðeins skip- unum forsetans og fylgdi stefnu hans.“ Við réttarhöldin á laugardag, var lesin upp skýrsla frá Súk- arnó, þar sem hann segjst ekk- ert hafa vitað um uppreisn kommúnista fyrirfram, og að hún hafi komið honum alger- lega á óvart. Virðist sem rétturinn taki þessa skýrslu gilda, því hann hefur ekki farið fram á frekan skýringar af hálfu forsetans. Þessar skýringar hans Drjóta þó í bága við það sem Suband- ríó heldur fram, en hann segir að forsetinn hafi skipað sér að kalla einn af forustumönnum ! kommúnista heim úr íerðalagi j um Rússland og Kína stuttu ' fyrir uppreisnartilraunina, til þess að fá hjá honum upplýs- 1 ingar um kommúnistastarfsem- ina í landinu. Búist er við að réttarhödldun- um ljúki í þessari viku. shýrði ráðherranum írá á- standinu í stjórnmálum, hern aði og efnahagslífi landsins. Talsmaður bandarísku her- stjórnarinnar í Saigon sagði að loknum fundi þeirra, að McNamara væri nú mjög bjartsýnn um hernaðarþróun ina í landinu, og hefði hann lýst yfir ánægju yfir ástand- inu í borgaralegum málefn- um S-Víetnam, þar sem nú ríkir friður og ró. McNamara mun dveljast í Saigon næstu tvo daga, en því næst er búizt við að hartn muni ferðast um helztu vígstöðvar Bandaríkjamanna í Vietnam, og ræða persónulega við hermenn- Framhald á bls. 23 manns að bana Brownswille Texas, 10. okt. — NTB. • Fellibylurinn „Inez“ hefur nú geisað í sautján daga og skilið eftir í kjölfari sínu dauða og eyðileggingu. Að minnsta kosti 150 manns hafa farizt af hans völdum og þúsundir mannr misst heimili sín. Á mánudag var vindhraðinn 216 km. klukkustund, og stefndi fellibylurinn óðfluga á norðaust urhluta Mexico. Síðdegis bárust þær fregnir að þyrla með ellefu manns um borð hefði hrapað í Suður-Louisiana. Var þyrlan að flytja burt fólk. er yfirgefa varð heimili sín í bæjum og þorpum við Mexico-flóa, þar sem búizt var við að fellibylur- inn mundi jafna allt við jörðu. Órmar notaðir í samsæri gegn Kólumbusi? Nýkomin er úf bók, þar sem höf- undur segir Vinlandskortið falsað Philadelphíu, Pennsyl- vanía, 10. okt. — AP. MICHAEL A. Musmanno, hæstaréttardómari í Penn- sylvaníu, gaf í dag út bók, sem hann nefnir „Kólum- bus var fyrstur“, þar sem hann vegur að sannleiks- gildi Vínlandskortsins, er fræðimenn við háskólann í Yale skýrðu frá fyrir ári. — Segir Musmanno, að kortið sé tilbúningur einn, og þar sé ekkert að finna, sem sanni að Leifur Eiríks son eða einhver annar mað ur af norrænu hergi brot- inn hafi komið til Amer- íku fyrir 1492. Musmanno segir um Vín- landskortið: „Enginn veit hver teiknaði það, eng- inn veit hvar það var teikn- að, enginn getur skýrt irá Framhald á bls. 31 * 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.