Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins 232. tbl. — Þriðjudagur 11. október 1966 IWerkíleg kennslutilraun í vetur: Valfrelsi í námi tekið upp í gagnfræðad. Vogaskóla í VETUR verður í Vogaskóla tekið upp í tilraunaskyni nýtt skipulag á kennslu í 3. og 4. bekk gagnfræðastigs. Verður þar mikið um valfrelsi á námsgrein- um hjá nemendum. Eru þeir skyldaðir til að taka vissar námsgreinar í 20 tíma á viku, en velja þar fyrir utan um grein ar til viðbótar minnst 8 tíma á viku og mest 14 tíma. Slíkt valfrelsi hefur mikið verið tek- ið upp í skólakerfum í öðr- um löndum og þykir gefast vel. Helgi Þorláksson, skólastjóri, tjáði Mbl., er leitað var frétta af þessu, að þó kennsla sé varla hafin, þá sé áberandi að ébyrgða tilfinning nemenda fyrir nám- inu hafi stóraukizt við að þeir fá að velja sér námsgreinar og að þeir séu greinilega miklu sjálfstæðari í vali sínu en bú- ist var við. Hafa nemendur sýni- lega valið út frá mismunandi 1 sjónarmiðum og flest mjög skyn ! samlegar. Velja þeir oít greinar ' af áhuga á efninu, en ekki síð- ur af því að þau eru slök í við- komandi grein og telja sig 1 þurfa viðbótarkennslu eða af því I þau hafa ákveðið framhaldsnám ! | í huga. Sagði Helgi t. d. áberandi i hve margir unglinganna, sem erú 1 slakir í réttritun og málfræði, hafa kosið viðbótarkennsluna ! þar. Sagði Helgi, að ekki væri ætlunin að sérhæfa nemendur, heldur nytja sérhæfileika þeirra á vissum sviðum, þannig að þeir geti sneitt hjá því sem þeir hafa lítinn áhuga á og kannski ekki getu til, en að sama skapi að gefa þeim kost á að taka það sem þeir hafa áhuga á og telja sig þurfa að læra meira um. Framhald á bls. 23 Eldur í þýzkum togara ELDIJR KOM upp í þýzka togaranum „Mond“ frá Breiner- haven á laugardagsmorgun sl. Var togarinn þá staddur um 40 sjómílur suður af landinu. Hafði hann samband við annan togara frá Bremerhaven „Saturn“, sem VS&.-.K. • ••■s- • Otaði hnít að lögreglunni — er hún vildi handfaka hann I kom honum til aðstoðar sið- ; degis á laugardag og dró hann til Reykjavíkur. í gærkvöldi lágw báðir togar- arnir í Reykjavíkurhöfn en bráðabirgðaviðgerð á „Mond“ mun fara fram hér. Eldurinn, 1 sem skipsmenn höfðu slökkt áð- ur en „Saturn“ kom til hjálp- ar, kom upp frá rafmagni í einangrun, og urðu skemmdir tiltölulega litlar. Engin slys urðu á mönnum við slökkvistarf ið. j iii ‘■21?* t- I * 1 ■ • , i -ás|jg ; | LÖGREGLAN í Hafnarfirði fékk sl. sunnudagskvöld tilkynningu um það, að í húsi einu í Hafnar- firði væri óður maður, og var hún beðin um að fjarlægja hann. Er lögreglan kom á staðinn, var maðurinn staddur einn á einni húshæðinni, og neitaði hann að hleypa lögreglunni inn. Lögreglunni tókst þó um síðir að brjótast inn, en þá dró mað- urinn upp hníf og otaði að lög- reglunni til þess að verja sig. Eftir nokkurt þóf tókst lög- reglunni að afvopna manninn, og var hann fluttur á lögreglu- varðstofuna, þar sem hann var settur í varðhald og bíður þess að mál hans verði tekið fyrir. Maðurinn sem hér um ræðir er ungur útlendingur. Bilun í RR-flug- vél Loftleiða Kristján Valgeir missti nýja nót Var tekin um borð daginn áður — Kostaði 1,5 millj. kr. MBL. HAFÐI fregnir af því í gær, að einni Rolls Royce flug vél Loftleiða hefði hlekkzt á, á leiðinni til íslands frá Banda- ríkjunum á laugardag sl. Blaðið hafði samband bið blaðafulltrúa Loftleiða, Sigurð Magnússon og skýrði hann frá atburðinum á þessa leið: Hinn 8. október sl. var Rolls Royce flugvél Loftleiða, Vil- hjálmur Stefánsson, á Ieið frá New York til Keflavíkur, er einn af fjórum björgunarbátum, sem staðsettur var yzt í vinstri væng flugvélarinnar losnaði úr geymsluhólfi sínu. Sennilegt er, að festing loft- flöskunnar, sem þenur út bat- ana hafi bilað. Engir farþegar voru í flugvélinni er þetta gerð- ist. Flugstjórinn var Hilmar Le- ósson. Síldarbreiða 200 míli út af Raufarhöfn Raufarhöfn, 10. okt. SÍLDIN, sem í sumar hefur haldið sig milli Noregs og Bjarnareyja, er nú á leið suð- vestur á bóginn og elta hana rússneski og norski síldarflot- inn. Síldin er nú á 69,10 gr. n.br. og milli 7—9 lengdargr., tæplega 200 mílur út af Raufar höfn. Síldin virðist ganga hratt og stefnir í suðvestur, eins og fyrr var sagt, eða sem næst á Langanestána. Einn síldarbátur af Aust- fjarðamiðum, Oddgeir frá Grenivík, er nú á leið til Rauf arhafnar með 170 lestir af söltunarsíld. Er búizt við bátn um um miðnætti, og verður saltað af honum í nótt. Fram að þessu hafa síldarbátarnir farið nyrzt á Vopnafjörff. — Einar. KRISTJÁN Valgeir, nýjasti bát ur Guðmundar Jónssonar frá Rafnkelsstöðum, tapaði nýrri nót í fyrrinótt, þar sem hann var að veiðum út af Austfjörðum. Nótin var tekin um borð dag- inn áður og kostaði um 1.5 millj ónir kr. Guðmundur Jónsson sagði Morgunblaðinu í gær, að óljóst væri, hvort tryggingin borgaði skaðann, en svo yrði ekki, ef nót in hefði tapazt í sjó. Hann sagði, að það hefði aldrei komið fyrir í þau 30 ár, sem hann hefði stundað útgerð, að , bátur hjá honum hefði tapað nót í sjó. Það hefði hins vegar j komið fyrir, að bátur hefði misst út nót í stórviðrum og nót brunn I ið um borð, en í slíkum tilfell- ! um borgaði tryggingin. Guðmundur sagði, að Kristján j Valgeir hefði komið fyrir nokkru úr 10 daga ferð til Noregs, þar sem ný kraftblökk hefði verið sett um borð, gert við spilið og ýmislegt annað lagfært. Dogur Leifs heppnu í Rvík f TILEFNI af degi Leifs Ei- ríkssonar gekkst íslenzk- ameríska félagið fyrir athöfn við Leifsstyttuna á Skóla- vörðuholti kl. 2 á sunnudag- inn. Við athöfnina lék Lúðra- sveit Reykjavíkur nokkur lög undir stjórn Páls Kr. Páls- sonar. Þá fluttu ávörp Emil Jónsson, utanríkisráðherra, og James K. Penfield ambassa- dor Bandaríkjanna á íslandi. Meðal gesta við athöfnina voru Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, og hr. Ásgeir Ás- geirsson, forseti íslands. Bandarískir og íslenzklr skátar stóðu heiðursvörð með- an á athöfninni stóð og Lög- reglukórinn söng í lok henn- ar. Kynnir var Þórhallur Ás- geirsson, ráðuneytisstjóri. — Fjölmenni var við athöfnina. / Myndin er af James K. Pen- J field sendiherra í ræðustól. i Eldur í kyndi- kleíu verziunur ELDUR kom upp í kyndiklefa verzlunarinnar Álfabrekku við Suðurlandsbraut kl. 5,31 í gær- morgun. Talsverður eldur var í klefanum er slökkviliðið kom á vettvang, og hafði hann náð að læsa sig að litlu leyti í þakið. Varð að rjúfa þakið til að kom- ast fyrir eldinn. Slökkvistarfið tók 1 klukku- stund og urðu miklar skemmdir á kyndiklefanum en verja tókst verzlunina. Talið er sennilegt, að eldurinn hafí Komið upp frá olíu kyndingunni, sem látin var loga 1 allan sólarhringinn Allgóð síldveiöi var um helgina GOTT veður var á síldarmiðun- um sl. sunnudag, en fór versn- andi með kvöldinu og var kom- in sunnan bræla eftir miðnætti. í gærmorgun fór veður batnandi og samkvæmt því, sem síldar- leitin á Dalatanga tjáði Mbl. í gærkvöldi var þá veður allgott og skip byrjuð að kasta. Veiðisvæðin voru í Seyðisfjarð ardýpi, Reyðarfjarðardýpi og Norðfjarðardýpi 30—50 mílur undan landi. Á mánudag til- kynntu 66 skip um afla, samtals 5.656 lestir: Dalatangi Akurey, RE lestir: 290 Sveinbj. Jakobsson SH 90 Bára SU 160 Gunnar SU 50 Lómur KE 90 Pétur Thorsteinsson BA 80 Jörundur III RE 180 Ingiber Ólafsson II GK 110 Náttfari ÞH 100 Bergur VE 90 Arnfirðingur RE 200 Helga RE 95 Ásþór RE 100 Gísli Árni RE 100 Hamravík KE 60 Brimir KE 80 Grótta RE 60 Heimir SU 170 Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.