Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. okt. 1966 B I LALEIG AN FERD SÍMI 34406 SENDUM MAGNÚSAR skipholt»21 símar 21190 eftir lokun simi 40381 Hverfisgötu 103. Dag-g-jalð 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Sólarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzin innifalið í leigugjaldi Simi 14970 Bifreiðaleigan Vegferí Sími 23900. Sólarhringsgjald kr. 300,00. Kr. 3,00 pr. km. BÍLALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. BÍLALEIM S /Á CONSUL CORTINA Simi 10586. BÍLALEIGA H A R Ð A R Sími 1426 — Keflavík. Lækkað verð. Kr. 2,50 á ekinn km. 300 kr. daggjald Afr' RAUÐARÁRSTfG 31 Sf M I 22022 22-1-75 Malflutmngsskrifsioia JON N. SIGL'RÐSSON Simi 14934 ~ Laugavegt 10 BO SC H Háspennukefli jJLs 6 volt. 12 VOll. Brœðurnir Ormsson Lagmuia 9- — Smu 3öö20. -^Fór út af laginu Söngferð Karlakórs Reykja- víkur byrjaði ekki vel. Orð- rómur er á kreiki þess efnis, að kórinn hafi farið út af laginu strax á þriðja degi, enda gekk „benzínið" þá til þurrðar eins og kunnugt er. — Og Baltika sigldi fyrir fullum dampi til næstu hafnar til þess að far- þegarnir næðu laginu aftur. „Fall er fararheill" segir mál tækið og er það einlæg von allra listunnenda, þó sér í lagi söngelskra manna, að Rússarmr sjái til þess, að einföldustu neyzluvörur skorti ekki um borð. Annars gæti allt „pró- grammið" farið út um þúfur. Ólyginn sagði mér, að stúku menn hefðu þegar pantað Baltiku í aðra bindindisferð til sólarlanda. 'k Vítavert gáleysi Á leiðinni í vinnuna laust fyrir klukkan níu á morgnana fer ég niður Miklubraut. í>á er jafnan mikil umferð fólks niður í bæ, aðallega akandi, og bíla- straumurinn eftir Miklubraut er óslitinn. Handan Miklubraut ar er skóli ísaks Jónssonar og þar hefst kennsla klukkan níu. Margir foreldrar aka börnum sínum þangað og sumir þeirra fara niður Miklubraut, eins >g Velvakandi. Furðulegt er að sjá til for- eldra, þegar þeir stöðva bíla sína á Miklubrautinni, hleypa börnunum út — á leið í ísaks- skóla. Þetta er furðulegt af eftir töldum ástæðum: 1) í fyrsta lagi er það algert tillitsleysi gagnvart öðrum öku mönnum að nema staðar á einni helztu umferðargötu borgarinn ar á mesta umferðartíma og stöðva þannig umferðina. Þetta gerir ekki aðeins einn maður, heldur fjölmargir — og gengur umferðin á hægri akreininni í sífelldum skrykkjum. 2) Enn furðulegra er það, að foreldrar (af einskærri leti) hleypa smábörnum út úr bílum sínum í mestu umferðarþvög- unni og ætla þeim síðan að komast yfir hina akbrautina (sem ekin er inn úr borginni), þegar umferðin er jafnmikil og raun ber vitni. Miklabrautin er gata, sem ekki er ætlast til að bílar stanzi á til þess að taka far- þega eða leggja þá af — nema þá á útskotunum, sem strætis- vagnarnir nota. Þetta ætti öll um að verða ljóst. En þrátt fyrir það er ekki vanþörf á að benda ökumönnum á þetta sér- staklega, því foreldrarnir, sem börn eiga í ísaksskóla eru ekki þeir einu, sem gerast sekir um þetta vítagerða gálsi — bæði gagnvart sér og sínum — og einnig öðrum vegfarendum. Lögreglan þarf að ganga rík- ar eftir því að ökumenn stofni ekki sjálfum sér og öðrum í voða á þennan hátt, einnig að benda ökumönnum á það, að þeir eiga að aka vinstra megin á tvíbreiðri akbraut. Það er óþolandi tillitsleysi við náung ann, þegar tveir bílar aka hlið við hlið, löturhægt, á tví- breiðri akbraut og hefta bein- línis umferðina. Þetta fólk er ekki eitt í heiminum. 'k Danslögin í útvarpinu Ung stúlka skrifar: „Viltu ekki koma því á framfæri við útvarpið, að danslögin, sem leikin eru á sunnudagskvöldum, eru óþol- andi. Á laugardagskvöldum er gaman að hlusta á þau, en þessi lög, sem Heiðar Ástvaldsson velur á sunnudögum, eru mið uð við að fólk dansi eftir þeim alls konar cha cha. Þetta er mestmegnis Suður-Ameríku hljómlist, allt of einhæf. Fólk dansar ekki í heimahúsum á sunnudagskvöldum, það er frá- leitt. Vinsamlegast hafið meiri fjölbreytni í lagavalinu. Allir, sem ég þekki, eru sammála mér í þessu“. ★ ,.SpiIlingin“ Og hér fær útvarpið aðra sendingu. í rauninni er hún um sjónvarpið, en það er á snærum útvarpsins, eins og allir vita: „Þessi spurning sízt mun saka, svarið kemur okkur við: Eruð þið að yfirtaka ameríska sjónvarpið?" Höfundurinn, J.F.G.,- lætur það fylgja með, að íslenzku sjónvarpskvikmyndirnar séu ekki síður „spillandi" en það sem frá Keflavík kemur. Ekki nógu góður? Á dögunum átti ég leið suð ur á Keflavíkurflugvöll í fylgd með Sigurði Magnússyni Loft- leiðamanni. Hann sagðist hafa aflað sér upplýsinga um það nýlega, að bankar, sparisjóðir og bankaútibú á öllu landinu væru hundrað og tíu talsins, eða þar um bil. Öll byggðar- lög verða auðvitað að hafa sína sparisjóðsstjóra, ef ekki banka stjóra, helzt fleiri en einn. Einn staður hefur þó orðið útundan og það er flugaf- greiðslan á Keflavíkurflugvelli. Ekki væri þó óvirðulegra að vera bankastjóri þar en hvar annars staðar. Auk allra þeirra flugfarþega, sem koma til lands ins og fara með flugvélum Loftleiða og Pan American ýmissa erinda, munu um tíu þúsund Loftleiðafarþega hafa hér eins dags viðkomu á leið yfir hafið — þetta árið — og allt þarf þetta fólk að skipta erlendri mynt, fá íslenzka pen inga við komuna hingað. Á Keflavíkurflugvelli hefur enn ekki'verið sköpuð nein aðstaða til slíkra peningaviðskipta — og enn hefur engin vísbending verið gefin um að bankaútibú verði stofnað þar á næstunni, þrátt fyrir ítrekaðar óskir um slíkt. Þeir útlendingar, sem eiga afgangs íslenzka peninga, geta jafnvel ekki kéypt fyrir þetta fé varning í Fríhöfninni. Marg ir munu gera þar ■ stærri inn- kaup en ella — einungis til að losa sig við krónurnar. En Fríhöfnin tekur ekki við okkar gjaldmiðli, e.t.v. vegna þess að hann þykir ekki nógu góður? ..Það er fjandi hart“, sagði Sigurður, „að íslenzkir pening ar skuli ekki teknir sem góð og gild vara hér á íslandi — samtímis því, að þú getur t.d. notað danska peninga sem ís- lenzka, svo og hvern annan gjaldmiðil í fríhöfninni á Kastrup-flugvelli í Kaupmanna höfn“. Ekki er annað hægt en fall- ast á þessa skoðun. Þótt okk- ur hungri í gjaldeyri, er þessi vantrú okkar á ágæti krón- unnar miður góð auglýsing. Ferðamenn telja það yfirleitt sjálfsagt og eðlilegt, að þeir geti verzlað fyrir afgangskrón ur við brottför. Þegar þeir upp götva hið gagnstæða á seinustu stundu, fyllast margir reiði, sem verður stundum meiri en ánægjan, sem þeir hafa haft af dvölinni hér. Þeir, sem í bræði sinni rífa þúsund krónu seðl- ana frammi fyrir ráðþrota af- greiðslumönnum Fríhafnarinn ar og lýsa þar með fyrirlitn- ingu á okkar ágætu krónu, eru ekki líklegir til þess að bera okkur söguna vel úti í hinum stóra heimi, jafnvel þótt dvöl- in hér hafi verið ánægjuleg og vel heppnuð að mörgu leyti. Pyngjan hefur alltaf sitt að segja, jafnvel þótt fólk geymi sál sína ekki í henni. fasteigna-oc verdbréfasala HELLISAIMDLR! Höfum verið beðnir að selja stóra 6 lierb. íbúð, efri hæð í tvíbýlishúsi, ásamt bíiskúr við Hellis- braut. — Upplýsingar á skrifstofunni og hjá Elíasi Oddssyni, Hellisbraut 7. Ólaffur Þorgrímsson hrr. Austurstræti 14, 3 hæö - Sími 21785 Nýkomið TERYLENEBUXUR allar stærðir. STRETCHBUXUR, stærðir: 6 — 14. ULLARÚLPUR, stærðir: 2 — 14. SIGGABÚÐ, Njálsgötu 49. Frúarleikfimi Æfingar fram að áramótum: Miðbæjarskóli: mánudögum kl. 9,30—10,15 og 10,15—11, — fimmtudögum kt. 9.30—10,15 og 10.15—11,00. Kennari: Olga Magnúsdóttir Austurbæjarskóli: mánudögum kl 8 -9. Kennari: Kolfinna Jónsdótt.ir. Verið með frá hyrjun. Upplýsingar í sínium: 19114 og 30233. Fimleikadeild KR. KÓPAVOGSBÚAR Viljum ráða nokkrar stúlkur til starfa í brauogerð vorri. — Uppl. á staönum. Bezt ú auglýsa i Morgunblaðinu Brauð hf. Auðbrekku 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.