Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 11. okt. 196» Mikil aukning í viöskiptum við útlönd Brýnasta viðfangsefnið að tryggja betra jafnvægi í efnahagsmálum Rœða Magnúsar Brynjólfssonar torm. Verzlunarráðs Islands r , Þróun efnahagslifsins a siðasta éri bar með sér öran vöxt þjóð- arframleiðslu og mikla aukningu á viðskiptum við útlönd. Á ár- inu 1965 var hagstæður verzlun- arjöfnuður um 200 millj kr., þeg ar mi'ðað er við f. o. b. verð, og er það hagstæðasti verzlunar- jöfnuður um nokkurra ára bil. Að meðaltali hefur ársvöxtur þjóðarframleiðslu numið frá 5, 5% frá 1960 til 1965 og vöxtur þjóðartekna 7,6%. Á árunum 1965-66 hefur orðið almenn hækk «n útflutningsverðlags um 10- 12% hvort árið. Á sama tíma hefur verðlag innfluttra vara að eins hækkað lítillega. Það er þessi sérstaka og óvænta hækk- _un á verðlagi útflutnings, sem hefur valdið því, áð þjóðartekj- tir hafa hækkað meira en þjóð- •.rframleiðsla. Því miður hefur nú komið á daginn, að hér hefur aðeins verið um tímabundið fyr- irbrigði að ræða. Alvinnuvegnirnir hafa öðlazt aukið frjálsræði, og stuðlað hef- ur verið áð samkeppni í fram- leiðslu og viðskiptum, en þó ekki til fulls, þar sem enn mun ca. 13% af innflutningnum bundinn innflutningsleyfum. Enn eru í gildi verðlagsákvæði, sem af- nema þyrfti hið allra fyrsta, svo heilbrigð og sjálfsögð samkeppni í vöruúrvali og verðlagi geti sýnt yfirburði sína til hagsbóta íyrir allan almenning. í skýrslu Efnahagsstofnunar- innar til Hagráðs, en ég er þar fulltrúi Verzlunarráðsins og mál svari verzlunarstéttarinnar, komu í ljós ýmsar staðreyndir, sem stinga mjög í stúf við þær fullyrðingar og blekkingar, sem andstæðingar frjálsrar verzlun- ar og framtaks hafa haldið fram á opinberum vettvangi og í blöð- um sínum. Haldið hefur verið fram af andstæðingunum, að verzlunin hafi tekið til sín mjög aukið vinnuafl síðustu árin. Stað reyndirnar eru hins vegar þær, að tiltölulega lítil aukning hefur verið í verzluninni samkvæmt 3 töflum, er Efnahagsstofnunin lét gera, eftir beiðni minni. Aftur á móti hefur aukning í alls konar skrifstofustörfum orðið mjög mikil, t.d. hjá bönkum, trygg- ingarfélögum og öðrum stórum fyrirtækjum, sem ekki stunda verzlun. Byggingarstarfsemin hefur sogað til sín geysimikið vinnuafl síðustu árin, allt að því »*r samsvarar helmings aukningu vinnuaflsins á árunum 1964—65. Er þetta að líkum, þar sem upp- gripa gróði virðist vera í þess- ari starfsemi, og verðbólgan á- hrifarík. Ekki tekst betur með þær full- yrðingar, að verzlunar- og skrif- stofubyggingar hafi aukizt stór- kostlega. Skýrslan leiðir í Ijós, að aukningin er hvað fyrirferðar iminnst í byggingu verzlunar- og skrifstofuhúsnæðis, þótt bygg- ingar banka og gistihúsa séu meðtaldar. Þessi byggingarstarf- semi var 45% meiri árið 1965 en árið 1962. Allri þessari bygging- arstarfsemi var áður haldið niðrí alveg sérstaklega með beitingu ■“ fjárfestingarhafta. Þessi fjárfest- ing hefur oft sætt gagnrýni, en eðlileg þróun hennar er raun réttar þýðingarmiki'ð skilyrði aukinna framleiðsluafkasta og foættrar þjónustu við almenning. Um verzlunarálagninguna segir orðrétt í skýrslunni: „Almenn hækkun á verzlunarálagningu var framkvæmd í marzmánuði 1964, og gætir áhrifa þeirra vhækkunar fyrstu mánuði þar á él\ir. Síðan hafa ekki orðið telj- andi breytingar á verzlunarálagn ingu, sem háð er verðlagsákvæð- um“. Þjónustuliðir hafa yfirleitt hækkað um 20—30% og tíma- kaup þó mest, um 36.5% frá maí 1964 til maí ‘66. Þjónustuliðirnir, að mestu leyti, njóta þeirra sér- réttinda að vera undanskildir ver'ðlagsákvæðum og koma fram í hækkuðu verðlagi á hverjum tíma. Skal hér ekki deilt um nauðsyn hækkananna fyrir þess- ar stéttir, en talsvert er hér öðru vísi að farið en þegar verzlunin á í hlut. Athuganir, sem skrifstofa Verzlunarráðsins framkvæmdi, leiddu í ljós að hækkun á verzl- unarkostnaði frá því í marzmán- uði 1964 til júlímánaðar 1966 er um 40%, þar af er stærsti liður- inn vinnulaun þeirra, er við verzl un starfa. Á þessu tímabili hefur verið lögleiddur launaskattur 1% af laununum og orlofsgreiðsla, hækkun um 1% af launum, þann ig að launakostnaður hefur hækkað um 34.7%, auk vinnu- styttingar úr 46 í 44 klst. er jafn- gildir 4.6%. Það skal ekki dregi'ð í efa, að verzlunarmenn eigi rétt til þessara hækkana og vísitölu- tryggingar á kaupi í framtíðinni, en það gefur auga leið, að at- vinnurekendur í verzluninni geta ekki haldið áfram að standa und- ir stórauknum verzlunarkostnaði, án leiðréttingar á núgildandi verðlagsákvæðum. Verzlunin hef ur vissulega ekki farið varhluta af byrðum þeim, er standa hefur þurft undir, til að komast fram úr því ófremdarástandi, er áður ríkti I verzlun og viðskiptum. Hins vegar verður því haldið fram. áð gengið hafi verið nær verzluninni en velflestum öðrum aðilum í framkvæmd efnahags- málanna. Þær aðgerðir, sem nú munu vera á döfinni, leysa ríkis- stjórnina ekki undan þeirri sjálf- sögðu skyldu að leiðrétta núgild- andi verðlagsákvæði, sem sett voru árið 1964. Verzlunarstéttin telur hins vegar frjálsa verðlagningu þjóð- félagslega hentugasta, þegar gnægð vöruúrvals og vörufram- boðs er fyrir hendi, eins og nú er, og frjáls samkeppni þar af leiðandi sá grundvöllur, sem verðlagi ræður og heldur verð- inu niðri. Allt útlit er nú fyrir, að ís- land verði í nánustu framtíð að taka afstöðu til Fríverzlunar- bandalagsins. Viðskipti okkar við lönd bandalagsins hafa farið vax- andi á undanförnum árum. Finn- land hefur verið aukaaðili síðan 1961. Rök má færa fyrir því að ísland sæki um aukaaðild, til að byrja með, þótt önnur rök séu á móti. Helztu rökin eru þau, að aðild okkar mundi greiða fyrir úftlutningi íslenzkra afurða til EFTA-landanna, sem munu telja nær 100 milljónir íbúa, þar eð tollfrfðindi, er þau njóta inn- byrðis, torvelda mjög útflutning okkar til þessara landa. Má benda á 10% á freðfiski, síldar- lýsi og þorskalýsi á móti 3% tolli, er EFTA-löndin njóta. Fullunnar afurðir okkar, svo sem ullarefni, prjónavörur, sútaðar gærur og niðursuðuvörur, eru háðar 20— 30% tolli til EFTA-landanna og því útilokað að selja þær þar. Líkur eru til að ísland mundi geta fengið tvíhliða samninga við helztu viðskiptalöndin í EFTA um ýmis konar fríðindi, þar eð fordæmi eru fyrir slíkum samn- ingum. Aðalmótrökin verða svo samkeppnin, sem skapast við i'ðn- aðinn í landinu, og á þeim mál- um verður að taka með fullri varúð og i samræði við forystu- menn iðnaðarins. Jafnframt verð ur að gera ráðstafanir til að afla rikissjóði tekna í stað aðflutnings gjaldanna. Þá verður að taka til- lit til Austur-Evrópulandanna og fiskútflutnings þangað. Hagstæðasta trygging verzlun- inni er ef til vill sú staðreynd, að viðskiptahöft og hömlur verður ekki hægt að lögbjóða, ef svo illa til tækist, að andstæðingar frjálsr ar verzlunar kæmust aftur til valda á íslandi. Hér skal þó eng- inn endanlegur dómur á það lagð ur, hvort að hugsanlegri aðild að EFTA beri að vinna. Til þess liggja ekki fyrir opinberlega nógu skýrar staðreyndir. Ákveðið hefur verið áð leggja niður Viðrækjaverzlun ríkisins, og verður endanlega frá því gengið á komandi Alþingi. Verzl- unarráðið hefur átt drjúgan þátt í þessum málalokum, með því að fá því komið til leiðar á sl. ári, að skipuð var nefnd, sem komst að þeirri samdóma niðurstöðu, að rekstrargrundvöllur hennar væri fyrir löngu brostinn. Magnús Brynjólfsson. Ríkis- og bæjarrekstur atvinnu fyrirtækja samf-ýmist á engan hátt vel skipulögðu og nýtízku þjóðfélagi. Þar vantar þann afl- vaka, sem frjáls og heilbrigð samkeppni er hverju fyrirtæki. Reynslan hefur sýnt og sannað okkur, að þrátt fyrir það, að opin ber rekstur nýtur ýmissa fríð- inda og er jafnvel undanþeginn skattálögum, hefur afkoman orð- ið geysileg rekstrartöp, sem orð- ið hefur að velta yfir á ríki og bæi og svo aftur á þegnana. Má hér benda á Skipaútgerð ríkisins og Bæjarútgerð Reykjavíkur- borgar. Á öllum sviðum athafnalífsins, hvort heldur er um að ræða verzlun, iðnað éða útgerð, gildir sú meginregla, að til þess að fyr- irtækin, er þessar atvinnugrein- ar stunda geti þrifist, verður að vera fyrir hendi traustur rekstr- argrundvöllur og athafnafrelsi til þess að þau geti orðið fjár- hagslega sterk og megnug til að standa undir þeim skattaálögum, sem nútíma þjóðfélag þarfnast til framfara og vaxtar. Sá hugsunarháttur, að einstakl ingar eigi sér helzt engan til- verurétt í atvinnulífinu, er fyrir löngu búinn að ganga sér til húð- ar. Jafnvel jafnaðarmannaflokk- ar annarra vestrænna landa hafa misst trúna á ríkis- og bæjar- rekstur. Mikið hefur verið rætt um stór iðjurekstur hér á landi síðustu mánúðina. Hafa andstæðingarnir forheimskað sig á málflutning- unum gegn Álverksmiðjunni og Kísilgúrverksmiðjunni, því- að stóriðja er nauðsynleg fjárhags- og efnahagslífi þjóðarinnar, ekki hvað sízt þegar þjóðin er farin að búa við þá velsæld og vel- megun, sem nú ríkir hér á landi. Útflutningsatvinnuvegir þjóð- arinnar eru svo einhæfir og á- hættusamir, þar eð þeir tak- markast næstum algjörlega af fisk- og síldarafla. Eins árs afla- brestur eða skyndilegt verðfall á sjávarafurðum, sem eru um 90% af útflutningi þjóðarinnar, getur hæglega valdið svo miklum efna hagsörðugleikum, að gjaldeyris- innstæður þjóðarinnar erlendis, sem nema nú um tveimur mill- jörðum króna, fengju þar tiltölu- lega litlu ráðið, og velmegun sú, er við nú búum við, verða fyrir alvarlegu áfalli, sem tæki, ef til vill, nokkur ár að vinna upp. Erlent fjármagn er atvinnu- vegum þjóðarinnar bráð nauð- syn. Og þó að útlendir aðilar eigi með okkur fyrirtækin um umsamið árabil, þá fáum við ekki aðeins fjármagn inn í land- fð, heldur og ómetanlega tækni- kunnáttu og reynslu auk nauð- synlegrar og þýðingarmikillar markaðsaðstöðu. Við þurfum ekki að semja af okkur í slíkum viðskiptum, heldur kynna okkur sem bezt samningsfyrirkomulag og reynslu hinna Norðurlanda- þjóðanna, og þá helzt Noregs og treysta okkur sjálfum til að gæta hagsmuna okkar, og tryggja aðstöðu okkar til að verða að- njótandi efnahagslegra framfara, og jafnframt meta rétt aðstöðu og takmarkanir okkar, sem fjár- hagslega vanmegnugrar og lítill- ar þjóðar. Þessum málum hefur nú veri'ð farsællega í höfn kom- ið. Verzlunarstéttin hefur á und- anförnum árum ekki átt þess kost að sækja lán í fjárfestingar- sjóði, eins og aðrar stéttir þjóð- arinnar. Hefur þetta staðið verzl- unarstéttinni mjög fyrir þrifum í byggingu húsnæðis fyrir verzl- anir, skrifstofur og vörugeymsl- ur, auk endurnýjunar og endur- skipulagningar á gömlum húsa- kynnum. Ekki hefur verzlunar- fyrirtækjum heldur gefizt tæki- færi til að safna sjóðum, eins og ég hef áður gert grein fyrir. Bankarnir hafa að vísu veitt nokkra fyrirgreiðslu í þessum efnum, en jafnan til of stutts tíma, svo að fullum notum kæmi. Nú hefur verið úr þessu bætt með lögum, sem samþykkt voru á Alþingi í maímánuði sl. um stofnlánadeild verzlunarfyrir- tækja, sem væntanlega tekur til starfa í byrjun naesta árs á veg- um Verzlunarbanka íslands hf. Voru hinar gagngeru breytingar á húsnæði bankans á sl. ári gerð- ar me’ð það fyrir augum, að stofn lánadeildin fengi þar húsnæði. Bankastjórnin hefur unnið mark visst að stofnun þessarar deildar síðastliðin tvö ár. j Hér er um að ræða merkilegt hagsmunamál fyrir verzlunina, því nú gefst henni tækifæri til að byggja upp og endurskipu- leggja verzlunarfyrirtækin til aukinnar hagræðingar og betri þjónustu við almenning. Láns- tími er ekki ennþá endanlega á- kveðinn, en gera má ráð fyrir 10 ára lánum til nýbygginga og 5 ára lánum til breytinga og end- urskipulagningar á gömlu verzl- unar- og skrifstofuhúsnæði. Gera má fastlega ráð fyrir því að ríkis stjórnin hlutist til um að ríflegt fjármagn verði veitt Stofnlána- deildinni úr Framkvæmdasjóði íslands til endurlána og væntah- lega alls ekki minni að vöxtum hlutfallslega, en a'ðrar stofnlána- deildir njóta. Á næsta Alþingi verður lagt fram nýtt frumvarp til laga® um tollheimtu og tollaeftirlit. Fyrir tilmæli Verzlunarráðs verður væntanlega í frumvarpinu heim- ild til að veita greiðslufrest á tollum, gegn fullgildri ábyrgð og gegn skilyrðum um, að toll- afgreiðsla og flutningur úr vöru- geymslum fari fram innan ákveð ins tíma. Mun þetta eiga að ná til tiltekinna vörutegunda. Framvegis munu flugfélögin, Flugfélag íslands h.f. og Loft- leiðir h.f., taka að sér geymslu á vörum, sem til landsins flytj- ast flugleiðis, í samvinnu við tollstjóraembættið. Hafa flug- félögin tekið á leigu húsakynni þau, er Grænmetisverzlun ríkis- ins við Sölvhólsgötu hafði áður, og opnað þar afgreiðslu og skrif- stofur. Flugfragt verður lækkuð í tollútreikningi í samræmi við ákvæði tollskrárlaga, en sú pró- sentutala hefur ekki verið ákveð in. Verzlunarráðið hefur haft forgöngu í lausn þessara mála. Þá hefur fjármálaráðherra til athugunar að leyfa frjálsan inn- flutning á ilmvötnum, hárvötn- um, rakvötnum, sem Áfengis- verzlun ríkisins hefur haft einka leyfi á til innflutnings. Ber að þakka núverandi ríkis- stjórn fyrir stefnu hennar i verzlunarmálum og fyrir að vinna markvisst að því að gera allan innflutning frjálsan og mun þess skammt að bíða, að svo verði. Verzlunarskóli íslands hefur fengið aukið húsrými við kaupin á húseigninni Hellusund 3, sem liggur að nýja skólahúsinu. Má telja kaupin hagkvæm, þegar hafður er til hliðsjónar greiðslu- frestur sá er fékkst á stórum hluta kaupverðsins. Vélritunar- og skrifstofuvélakennsla skólans verður þar til húsa framvegis. Nauðsynlegt reyndist að hækka skólagjöldin, aðallega vegna hækkunar kennaralauna. Sama máli gegnir um hækkun félags- gjalda til Verzlunarráðsins. Þar kemur sumpart til greina hækk- un á rekstrarkostnaði, og hins vegar nauðsyn þess að standa undir þeim gagngeru breyting- um, sem gerðar hafa verið á húsakynnum ráðsins. Þau eri nú orðin mjög hentug og þægi- leg og Verzlunarráðinu til mik- ils sóma. Hér að framan hefur verið sýnt fram á, að verzlunarstétt- in á einna minnstan þátt í verð- bólgu þeirri, sem nú ríkir hér á landi. Ör hagvöxtur eins og verið hefur hér á landi á undan förnum árum, krefst mikilla framkvæmda og í kjölfar fram- kvæmdanna fylgir skortur á vinnuafli og þó einkum sér- hæfðu vinnuafli. Þetta sikapar tækifæri til almennra kaup- hækkana og að auki sérstakra kauphækkana einstakra laun- þegahópa, sem ekki voru áður fyrir hendi. Þetta á sinn þátt í verðbólguþróuninni undanfarið. Nú blasa við verðlækkanir á nokkrum helztu útflutningsaf- afurðum þjóðarinnar. Sýnt er, að þær hækkanir á útflutnings- afurðum okkar á sl. árum, sem staðið hafa undir miklum hag- vexti og kauphækkunum, hafa verið tímabundnar, og eru nú ekki lengur fyrir hendi. Brýnasta viðfangsefnið í efna hagsmálunum í dag er að tryggja betra jafnvægi en náðzt hefur að undanförnu. Raunsæi og fes u verður að beita í framkvæmda- áætlunum ríkis, sveitarfélaga og annarra opinberra aðila og ætla ekki framkvæmdir örari, en bæjar- og sveitarfélög geta stað- ið undir án þess að stofna til auk inna skuldabyrða. Samkomulag um laun og verðlag verður að setja þróun framkvæmdaáætl- ananna hæfileg mörk, og áfram- haldandi aðhald í fjármálum og peningamálum er nauðsynlegt. Þetta eru brýnustu verkefnin í íslenzkum efnahagsmálum í dag og þau verður að leysa, ef áfram haldandi velmegun og fram- kvæmdir eiga að geta haldizt. Verzlunarstéttin mun styðia ríkisvaldið í aðgerðum þess, sem miða að því að sporna gegn auk- inni dýrtíð og verðbólgu, eftir því sem henni er unnt. Verzlun- in hefur ávallt þekkt sinn vi'í- unartíma í þessum efnum, og svo mun enn verða. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.