Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 30
3U MOKCU N BLAÐIÐ ÞriCjuÆagur 11. okt. 1961 9 t m m#p m • ..... M...i...wr,*ir..*- 4WWW^.,WW.■■ *+**»**,*.*++-*, p Bíkarkeppniii á lakastigi Valur, Þrdttur, KR og Keflavík berjast KEFLVÍKINGAR, KR-ingar, Valsmenn og Þróttarar eru ósigraðir í Bikarkeppni KSÍ og hefst nú lokaslagurinn um þessi önnur aðalverðlaun og næst eftirsóttasta titil ís- lenzkrar knattspyrnu. — Lið Þróttar varð fyrst til að !■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■• j 490 óhoriend- i j nr oð Innds- I ! leib í Höín : : ; 19. unglingalandsleikur ; ; Dana og Norðmanna í knatt- • | spyrnu var leikinn í Kaup- ; ; mannahöfn á laugardag í aus | I andi rigningu og að viðstödd ; ; um aðeins um 400 áhorfend- ! : um. Danir unnu 4-2 eftir að ; ■ hafa haft forustu 2-0 í leik- : j hléi. ; • Þrátt fyrir erfiðar aðstæð- : ; ur var leikurinn vel leik- ■ I inn, tilþrif góð hjá leik- ; ■ mönnum beggja liða — en " : það sem réði úrslitum var að ; • Danir kunnu betur að not- : ; færa tækifæri sín. tryggja sér réttinn í undan- úrslitum með sigri yfir ís- firðingum. Isfirðingar og Framarar komust í 4. umferð keppninnar, en þangað kom- ast tvö félög auk 1. deildarlið- anna, sem hefja leik í Bikar- keppninni þegar aðeins tvö af þeim liðum er upphaflega hefja hana eru eftir ósigruð. Næstir tryggðu KR-ingar sér rétt til undanúrslita með hinum eftirminnilega sigri sínum yfir Akurnesingum, 10-0. Um helgina fóru svo fram tveir leikir. íslandsmeistarar Vals slógu Akureyringa úr keppninni með 3-1 sigri og tryggðu sér sigurinn á fyrstu 2 mínútum leiksins með 2 mörkum — og Keflvíkingar unnu Fram með 1-0, en sigur- markið kom ekki fyrr en 2—3 mín. fyrir leikslok. í dag Tkl. 3.30 verður dregið um það hvaða lið úr ofan- greindum hópi leika saman. Öll liðin leika sem sé um næstu helgi og þau sem sigra keppa til úrslita væntanlega um aðra helgi og er þá lokið knattspyrnunni hér á landi r r í ar. Hér skorar Hermann fyrir Val — óverjandi. — Myndir: Þorm. Tvö mörk á tveimur fyrstu leiksins mmutum — er Valur vann Akureyringa 3 — 1 í lélegum leik ÍSLANDSMEISTARARNIR í knattspyrnu, Valsmenn, tryggðu Sigur Keflvíkinga var tæpur, — en þó ekki svona. Knötturinn er búinn að fara í netið og er i leið út. Röðln kom oð Keflvík- ingum að vera heppnir Unnu Fram 1 — 0 KEFLVÍKINGAR mörðu sigur yfir Fraoi í Bikarkeppninni á sunnudaginn og máttu þakka fyrir. Má reyndar segja að röðin hafi verið komin að þeim að vera heppnir — en sigur þeirra í þessum leik byggðist sannar- lega á heppni. Framliðið var sókndjarft mjög í fyrri hálfleik og fékk tækifæri til að gera út um leikinn. En það er ekki nóg í knattspyrnu að skapa eða öðlast tækifæri. Framliðið sýndi það sem varið var í þessum leik af samleik og tilþrifum, en auk óheppni reyndust hinir ungu leikmcnn félagsins ekki standast prófið fyrir framan mark mot- herjanna Tilþrif Framara Það kom fljótt í ljós og ein- kenndi leik Keflvíkinga lengi vel, hve malarvöllurinn gerði þeim erfitt fyrir. Þeir voru að vísu allan tímann fljótari á knöttinn, en náðu aldrei að sýna það spil sem þeir hafa sýnt fyrr í sumar. Framliðið kom hinsvegar þægi lega á óvart. Hraði einkenndi leik liðsins og einstakir leik- menn sýndu tiiþrif, sem næsta sjaldgæf eru. Hvað eftir annað léku Framarar hina margfalt leikreyndari Keflvíkinga allgrátt og upphlaup Fram i fyrri hálf- leik, sem ógnuðu markx ÍBK, voru mörg Atkvæðamestir í sóknarleink- um voru útherjarnir Einar Árna- son og Elmar Geirsson og komu báðir skemmtiiega frá leiknum — einkum i fvrri hálfleik. Keflavíkurvórnin komst nokkr um sinnum í alvarlega klípu og í vandræðunum átti Kjartan markvörður tvivegis röng út- Framhald á bis. 23. sér áframhaldandi þátttöku í bik arkeppninni með sigri yfir Akur- eyringum s.l. laugardag á Melavellinum með 3:1. Ekki verð ur sagt að leikurinn hafi boðið upp á mikil tilþrif, því að lítið sást af skemmtilegum samleiks köflum og varnarmistök voru tíð hjá báðum liðum, þó sér- staklega Akureyringum. Hefði ókunnugur vart getað ímyndað sér að þarna færu tvö af þrem- ur sterkustu liðum íslands í dag. Á hinn bóginn var sigur Vals- manna sanngjarn, því að einu ljósu punktarnir í leiknum voru frá þeim komnir. Vörnin var að vanda sterkari hluti liðsins með Sigurð Dagsson markvörð, í broddi fylkingar, sem varði vel. Framlínan var mjög sundurlaus. Bergsveinn átti jú einn sinn bezta leik í sumar, og Hermann og Ingvar eru alltaf hættulegir sóknarleikmenn, en hins vegar voru útherjarnir mjög slappir. Bergsteinn hvarf gjörsamlega, eins og reyndar í undanförnum leikjum, og þetta flakk á Reyni um allan völl er ákaflega leiðin- legt, og þarf hann að venja sig af því sem fyrst. Akureyringar eiga marga á- gæta leikmenn, en í þetta skipti náðu þeir alls ekki saman, og var allur leikur liðsins mjög laus í reipunum. Vörnin var mjög slöpp, og hefði t.d. átt að geta komið í veg fyrir bæði fyrstu mörk Vals. En snúum okkur að gangi leiksins. Valur fékk sannkallaða óskabyrjun, þegar Ingvar skoraði tvö mörk á tveimur fyrstu mín- útum leiksins. Fyrra markið skor aði hann með ágætu skoti af vítateig, en hitt síðara af mjög stuttu færi eftir sendingu frá Reyni. Fleiri urðu mörkin ekki í þessum hálfleik, en litlu munaði er Bergsveinn átti viðstöðulaust skot í samskeytin, sem knöttur- inn hrökk út aftur. Eina mark Akureyringa kom á 6. mínútu síðari hálfleiks úr r ramhald á bls. 25 Sá bannfærði tryggði forustuna ÞAÐ voru sviptivindar í ensku knattspyrnunni um helgina. — Tottenham tók forystu í fyrstu deild með tveimur mörkum er Alan Gilzean — sem er um það bil áð fara í 14 daga keppnis- bann — skoraði og tryggði þann veg sigur liðs síns yfir Manch. City, 2-1. Vinstri framvörður, Mide Boot, sem lék sinn fyrsta leik með Arsenal, fékk það óskastart" sem knattspyrnumenn dreymir um — hann skoraði efirt 3 mín. leik. Arsenal vann Newcastle 2-0. Liverpool náði aðeins 2-2 á heimavelli gegn Fulham. Þó Peters og Geoffry Hurst — mennirnir sem með mörkum sín- um tryggðu sigur Englands yfir V-Þjóðverjum í HM- — skoruðu sitt hvort markið fyrir West Ham varð liðið að láta í minni pokann gegn Everton, 2-3. Stoke er enn í baráttusæti í deildinni með 3-1 sigri yfir Shef- field. Dennis Law skoraði bæði mörk Manch. Utd í Blackpool og Black pool er enn á botninum með 2 stig eftir 11 leiki. Enska knattspyrnan .. .. 555 11. umferð ensku deildarkeppn innar fór fram sl. laugardag og urðu úrslit leikja þessi: 1. deild Arsenal — Newcastle 2-0 Aston Villa — Leeds 3-0 Blackpool - Manehester U. 1-2 Chelsa — Burnley 1-3 Leicester — N. Forest 3-0 Liverpool — Fulham 2-2 Manchester City — Tottenham 1-2 Sheffield W. — Stoke 1-3 Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.