Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. olct. 196ð
MORCUNBLAÐIÐ
5
í miðbænum í Reykjavík
ekki langt frá Alþingishús-
inu, rekst ég einn sólbjartan
sumardag á Tómas Guð-
mundsson, skáldið góða, sem
lofsungið hefur þennan hluta
höfuðborgarinnar meira en
nokkur annar. Er ég hef
heilsað honum, spyr ég:
— Hafið þið eignazt fleiri
ung skáld?
Skáldið, sem nú er á sjöt-
ugsaldri lítur á mig, og augu
hans eru sama litar og sund-
in blá, sem hann orti um,
þegar hann var fimmtán ára:
— Já, segir skádið. Nylega
kom til mín ung stúlka, með
mjog fallegt kvæðasafn. Hún
Jeg kærtegner blomsten
du gav mig,
nu er dens duft blevet besk
og bladene hænger.
Hvis jeg kysser den
falder bladene af,
men grædende stár kronen
tiibage.
Leiklistaráhuginn
Dag einn sit ég andspænis
ljóðskáldinu unga.
— Fyrst langar mig til að
sýna þér herbergið mitt,
segir hún. Hún þúar mig að
fyrra bragði, en sá siður er
ríkur meðal íslendinga. Eðli-
lega þúa ég hana líka.
— Hér les ég, og skrifí
ljóð, þegar ég held, að and-
inn hafi komið yfir mig. Hér
lærði ég hlutverkin mín, þeg
ar ég gekk í leikskólann.
— Þú þiggur kaffi? spyr
hún nokkrum mínútum sið-
ar, þegar við höfum setzt inn
í stofu. Hún lítur út fyrir að
vera um tvítugt.
— Ég er nú samt eldri, seg-
ir hún. — Sjálfri finnst mér
ég vera allt of gömul, allt
of gömul. Ég vildi gjarnan,
að eitthvað yrði úr mér, á
meðan tími er til.
— Skáld eða leikkona?
— Helzt hvort tveggja. Ég
vona, að ég geti haldið áfram
að skrifa, og leikhússtarfið
drepi ekki niður andagift-
ina. Mig langar mikið til að
fara með hlutverk af alvar-
legra taginu. Ég held, a<* eg
er prófessor Einar ólafur
Sveinsson. Sveinn kenndi
sjálfur leiklistarsögu í skól-
anum.
— Hvað finnst skólafélög-
um þínum um ljóðin þín?
— Þeir óska mér til ham-
ingju, og brosa vingjarnlega,
ef mér er hrósað í blóðun-
um. Einn eða tveir eru ef 1il
vill örlítið afbrýðissamir.
Þannig er fólk á íslandi —
og sennilega alls staðar.
— Hverjar eru framtíðar-
áætlanir þínar?
-— Ég hef nýlokið við verk
efni hja leikhusinu, en þang-
— Hvernig kunnir þú við
kennarana?
— Prýðilega. Frú Agnethe
Bjerre kenndi leiklist. Hún
lét okkur fara með nokkur
fræg hlutverk. Þá langar
mig að minnast á sænska
kennslukonu, sem kenndi
bókmenntasögu. Hún lét okk
ur lesa ljóð Edith Söder-
grans. Edith Södergrans og
Par Lagerkvist eru þau skáld
sem ég hef mestar mætur á.
— Þekkir þú til danskrar
ljóðlistar?
— Já, eitthvað, en ekki
nóg. Ég hef hins vegar hugs
Nína Björk Árnadóttir.
yfir því aö
lýðháskdla'
Pcul Hl. Ptöfi£-srs«u ræðir við l\l:nu Björk
Árnadóttur - Greinin birtist í Kaupmajina-
hafnarblaðinu „Kristeligt Dag blad“.
heitir Nína Björk Árnadótt-
ir, en saín sitt neinir liun
„Ung ljóð“. Hún hefur iokið
prófi frá leikskóla Leikfé-
lagsins, og langar vist til
þess að verða leikkona. Ut-
gefandinn hennar bað mig að
lesa ljoðin hennar, áður en
hann tæki ákvörðun um að
gefa þau út. Mér virðast goð-
ir hæfileikar koma iram í
beztu kvæðunum; hun segir
margt, sem áður liefur verið
sagt, á nýjan hátt. Lestu bok
ina sjálfur.
Kvæðin
Eg geng inn í bókabúð, og
opna bókina með hvitu káp-
unni. Hún er fallegá unnin
af Herði Óskarssyni. Ég blaða
Festi augun á einu ijóðinu,
og les.
Já, segi ég við sjálfan mig,
vissulega hefur Tómas Guó-
mundsson á réttu að standa.
Það hafði ég reyndar ekki
efazt um. Ég blaða áfram.
Les nokkur smáljóð. Þegar
ég hef blaðað á enda, byrja
ég aftur fremst. Þá les ég
fyrsta ljóðið í bókinni, „Sökn
uður'1.
myndi ráða við þau. Það
verða hins vegar aðrir að
taka ákvörðun um. Ég stóðst
prófið í leikskólanum, en
var ekki ráðin.
— Hvers vegna ekki.
— Það eru svo margir sem
setjast í leikskólana tvo hér
í Reykjavík, að það eru ekki
nóg verkefni handa öllum,
heldur ekki þeim, sem ná
prófi. Það er mikill leiklist-
aráhugi á íslandi. Við eig-
um marga góða leikara, já
nokkra frábæra. Ekki aðeins
í hop þeirra eldri, heldur
eru margir í hópi þeirra
yngri, af báðum kynjum, góð-
um hæfileikum búnir. Veiztu
að „Ævintýri á gönguför"
hefur verið sýnt nær 200 sinn
um á tveimur árum í Reykja
vík. Það er vel leikið. Þú
ættir að sjá leikinn.
— Hvernig kunnirðu við
þig í leikskólanum?
— Vel. Síðustu árin hefur
Sveinn Einarsson verið ráða-
maður skólans. Hann er ungur
maður, og hefur lagt stund
á bókmenntir og leiklist í
París og Oslo. Hann er cand.
mag., og á gáfur sínar ekki
langt að sækja. Faðir hans
að ég var ráðin um stund-
arsakir. Þá fellur mér vel að
lesa ljóð í útvarpið. Innan
skamms les ég ljóð eftir Hann
es Pétursson og gjarnan vildi
ég lesa ljóð Tomasar Guð-
mundssonar, ef hann treystir
mér þá til þess. Hins vegar
vildi ég gjarnan, í samráði
við Svein Einarsson, auka á
kunnáttu þá, sem ég fékk í
leikskólanum, og fara á nám
skeið í plastik, gjarnan í
Danmörku.
Erfiðir dagar að Ioknu lýð-
háskólanámi
— Ég sé í bókinni þinni,
að þú hefur verið í dönskum
lýðháskóla. Hvennær og
hvar?
— Ég var í Grundtvigs há-
skóla í Frederiksborg. Síðan
eru sex ár. Þá var ég enn
mjög ung. Hins vegar ákvað
ég sjálf að sækja skólann.
Því sé ég ekki eftir. Mér
fannst gaman að vera þar,
og mér finnst ég hafa haft
mikið gagn af kennslunni,
félagsskapnum og dvölinni
i Danmörku. Það var í fyrsta
skipti, sem ég fór út fyrir
landssteinana.
að mér að bæta úr því. Mér
finnst mikið koma til ljóða
Johannes Jörgensen og Tove
Ditlevsen.
— Varst þú eina íslenzka
stúlkan í skólanum?
— Já, það misserið. Hins
vegar held ég, að margar
stúlkur fari héðan til náms.
Flestar námsmeyjarnar voru
að vísu danskar. Þó væru
þar tvær sænskar stúlkur,
tvær frá Færeyjum og ein
giænlenzk.
— Hvað tók við, að náminu
loknu?
— Mig langaði til að vera
lengur í Danmörku. Þvi réð
ég mig í vist á stóru heilsu-
hæli í Vedbæk. Það hafði
getað gengið vel, ef ekki
hefði verið þar fyrir eldri
stúlka, sem átti að fylejast
með starfi okkar. Hún hefur
sennilega ekki verið heil
heilsu eða bitur út í lífið. Ég
hafði það á tilfinningunni,
að henni fyndist lítið til ís-
lannds koma, þótt hún þekkti
ekkert til landsinns. „Þú ert
nazisti", sagði hún við mig.
„Nei, það er ég ekki“, sagði
ég. „Jú, úr því að þú ert ís-
lenz, þá hlýtur þú að vera
nazisti", svaraði hún þá. Það
var ekki til neins að rök-
ræða við hana. Venjulega
sagði hún eitthvað illt um
ísland, þegar ég var nær-
stödd. Þá grét ég oft.
Kaupmannahöfn e" róman-
tísk borg
— Samt langar þig aftur
til Danmerkur?
— Já, m.a. af því, að ég
kunni svo vel við mig í skól-
anum. Það, sem gerðist í
Vedbæk er ekki einkennandi
fyrir Danmörku. Flestir Dan
ir, sem þekkja eitthvað til
íslands virðast meta landið.
Ég eignaðist vinkonur í Kaup
mannahöfn. Mér finnst borg-
in rómantísk.
— Þú ert af þekktri skálda
ætt?
— Amma mín er systir
Stefáns frá Hvítadal. Hún er
enn á lífi, en öldruð. Ég hef
heimsótt bústað Stefáns.
Hann varð landsfrægur fyrir
fyrsta ljóðasafn sitt, sem
kom út 1918. Ljóð hans eru
enn á vörum manna. Hann
fékk berkla á unga aldri.
Þá fór hann til Noregs, en
þótt hann væri mikið þjáð-
ur, fannst honum mikið til
ferðalagsins koma. Norskt
landslag, ljóðskáld og vonir
voru honum mikið, allt til
dauðadags. Hann eignaðist
litla jörð, og gifti sig. Konan
hans var mikil búkona. Hann
varð þó aldrei laus við sjúk-
dóminn, og lézt 1933, 45 ára.
Ég fæddist í stríðinu, og
þekki hann því aðeins af
ljóðunum, og því, sem ég hef
heyrt um hann hjá ættingj-
um mínum.
— Líkist þú honum í skáld
skap þínum?
— Það held ég varla. Við
komumst öðru vísi að orði
í dag. Heimurinn hefur
breytzt, ísland líka. Hins
vegar skil ég gleði Stefán
yfir vorkomunni. Hún var
honum lífið.
— Hvað finnst þér um
ungu íslenzku skálvíin í dag?
— Margir hæfileikamenn
hafa komið fram í dagsins
Ijós. Ég get strax nefnt Hann
es Pétursson, Þorstein frá
Hamri og Stefán Hörð Gríms
on. Þá ætla ég að lesa nýju
bókina hans Matthíasar Jo-
hannessen.
— Þú ert ættuð úr Húna-
vatnssýslu?
—• Það er sveitin fyrir
vestan Skagafjörð, og ,iun
nær norður að Húnaflóa.
Landslagið er ekki eins fall
egt og í Skagafirði, en mns
vegar er það hrífandi á smn
hátt.
— Þú fluttist til Reykja-
víkur á unga aldri?
— Þá var eg sex ára. Hins
vegar var ég fyrir norðan á
hverju sumri.
— Bók þin gefur til kynna,
að þú hafir kynnzt sorgmni.
— Faðir minn veiktist, og
dó nokkrum árum síðar. Þá
var ég enn unglingur. Mér
þótti ákaflega vænt um föð
ur minn.
— Það er oft ekki langt
milli gráts og hláturs í bók-
um þínum.
— Þess gætir nú í fasi
mínu. Hins vegar á ég oft
erfiðara með að þola minni
háttar óþægindi en raunveru
lega sorg.
— Er nafnið Björk ættar-
nafn?
— Nei, það er annað for-
nafnanna. Foreldrum mínum
fannst það svo fallegt nafn,
að þau létu skíra mig því.
Það þýðir birki — eins og á
sænsku. Foreldrum mínum
hefur ef til vill fundizt birki-
tréð fallegt, og hafa senni-
lega vonazt til, að ég yrði
snotur stúlka.
Poul M. Pedersen.
-
Verktakar
VÉLAMENN Á ÞUNGAVINNUVÉI UM,
VÖRUBIFREIÐASTJÓRAR.
Tek að mér að splæsa sleístroffur úr gerviefnum
og vír. — Reynslan er hjá O.K. h.f.
Upplýsingar í sima 5-14-65, eftir ki. 8 á kvöldin.
Hákon H. Kristjónsson
lögfræðingur
Þingholtsstræti 3.
Sími 13806 kl. 4,30—6.
Húseigendafélag Reykjavikur
Sknístofa a Bergstaðastr. lla.
Simi 15659. Opin kl. 5—7 alla
virka daga nema laugardaga
Skrifstofusendill
óskast hálfan eða allan daginn.
Afgreiðsla smjörlikisgerðanna hf.
Sími 11690.