Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 2
2 MORGU NBLAÐIÐ Þriðjudagur lí. bkt. 1966 Verpandi ernir jafnmargir í ár og í fyrra Talið að þeim fari enn fækkandi hér á landi ÞAÐ kom nýlega fram á fundi Fuglaverndarfélags ís- lands, að arnarstofninn hér á landi stendur tæplega í stað frá fyrra ári. Þrjú ár eru nú liðin síðan skipulega var far- ið að fylgjast með viðkomu arnarins. Á þeim tíma hafa komizt upp 20 arnarungar sem vitað er um. Síðastliðið vor sáust ernir nokkru víðar, en verið hefir að undanförnu, og er ekki talið ósennilegt að hér sé um að ræða ungerni, en þeir flækjast gjarna víða um landið meðan þeir eru enn á unga aldri. Það er nú staðfest að 4 arnar- ungar hafi náð því að verða fleygir á þessu ári og einnig er kunnugt, að örn hefir verpt í 5 öðrum hreiðrum, en þau verið eyðilögð af mannavöldum, beint eða óbeint, þ.e. vegna þess að styggð kemst að erninum meðan á viðkvæmasta uppeldistímanum stendur. Er hér bæði um að ræða ferðafólk, sem styggt hefir örn- inn, svo og selveiðimenn, sem verið hafi við lagnir sínar óheppi lega nálægt hreiðrunum. Tala verpandi ama er óbreytt 1966 frá árinu áður og líklegt má telja að örnum hafi heldur fækkað á árinu. Vitað er um fjóra erni, sem drepizt hafa á árinu eða verið drepnir, en dánarorsök er óijós, nema á einum, en hann féll fyrir kúlu, sem þó bráðdrap hann ekki, heldur hafði hún farið gegnum lifur og önnur líffæri og seigdrepið hann. Þessi örn var sendur til Bretlands til rann- sóknar, einkum með tilliti til þess, hvort hér gæti verið um að ræða skordýraeitrun, sem setzt á fitulag arnanna og gerir þá ófrjóa. í ljós kom að um lítið af slíku efni var að ræða, en hinsvegar fannst sár eftir kúlu. Þá skal þess getið, að einn örn fannst særður í minkaboga, en hann náði sér að fullu er honum hafði verið hjúkrað í hlöðu í tvo daga. Forsvarsmönnum félagsins hef ir tekizt að fá friðaðan stað í eyj um vestur á Breiðafirði, en þar hafa arnarhjón orpið 12 sinnum, en hreiðrið ávallt eyðilagt vegna styggðar, sem komið hefir að arnarhjónunum af Völdum sel- veiðimanna, sem átt hafa lagnir skammt frá hreiðrinu. f sumar komst ungi upp í þessu hreiðri. Fleira kom fram á þessum fundi Fuglaverndunarfélagsins um friðunaraðgerðir félags- manna, sem allar beinast að því að vernda og bjarga frá eyð- ingu sjaldgæfum fuglategundum hér á landi. Hjálpartœki fyrir bœklaða Ira von Fiirstenberg, prinsessa er að láta reisa fyrir sig einbýlis- hús mikið á Emerald ströndinni á Sardiniu. Fylgist hún með verkinu af miklum áhuga og tók þátt í steypuvinnunni nokkra stund um daginn. Húsið verður allstórt, með sex herbergjum sund- höll í garðinum og öðrum þægindum. Hefur því þegar verið gefið nafnið „La Tranquilla". Á BORGARSTJÓRNARFXJNDI slík stofnun yrði rekin í tengsl s.l. fimmtudag kom til umræðu tillaga frá Páli Sigurðssyni (A) um að gerð yrði starfs- og kostn aðaráætlun fyrir stofnun er ann ist útvegun og smíði hjálpar- tækja og gervilima fyrir bækl- aða. Gerði tillagan ráð fyrir að Bókcuppboð í dog BÓKAUPPBOÐ Sigurðar Benediktssonar verður í i Þjóðleikhúskjallaranum kl 17 í dag og verða bækurnar til ' sýnis þar frá kl. 10. 112 númer verða á upp-1 boðinu, þ.á.m. 70 erlendar ferðabækur, fágætar íslenzk- ar ljóðabækur, íslenzk tíma- rit og Guðbrandsbiblía frum | prent frá Hólum 1584. Prestskosninp; í Hríseyjarpresta- kalli PRESTSKOSNING fór fram í Hríseyjarprestakalii í Eyja- fjarðarprófastsdæmis 2. október sl. Atkvæði voru talin á skrif- stofu biskups í gær. Á kjörskrá í prestakallirvu voru 328, þar af kusu 121. Umsækjandi var einn séra Kári Valsson og hlaut hann 120 atkvæði. 1 seðill var auður Kosningin var ekki lögmæt. um við borgarsjúkrahúsið. Úlfar Þórðarson (S) lagði til að tillögu þessari yrði vísað til sjúkrahúsnefndar til athugunar og skyldi álit hennar liggja fyr ir á fyrsta fundi borgarstjórnar í nóvember. í ræðu Úlfars kom fram að slíkar stofnanir eru yfir leitt reknar í sambandi við bæklunardeild sjúkrahúsa, en slík deild verður í Landsspítal- anum. Hins vegar lægi ekki ljóst fyrir, hvort ætlunin væri að reka slíka stofnun í sambandi við þá deild og þyrfti það að liggja fyrir, þar sem ólíklegt væri að fleiri en ein slík stofn- un yrði rekin hér í framtíðinni. Skyndiathuganir gerðar á ástandi farartœkja Ástand bifreiða betra en vænzt var — en 69 kærur skrifaðar UMFERÐARLÖGREGLAN og ' dagskvöld og aðfaranótt sunnu- götulögreglan í Reykjavík gerðu dags. Hófst þessi athugun kl. skyndiathugun á farartækjum j 9 á laugardagskvöld og stóð þar og ástandi ökumanna sl. laugar- i til kl. 5 á sunnudagsmorgun. Sáralítill síldarafli sunnanlands Síldarskýrsla bátanna sl. mánuð Aflinn á síldveiðunum sunn- anlands síðastliðinn mánuð hefur verið sáralítill, enda fáir bátar við veiðarnar. Aflamagn hverja viku hefur verið sem hér segir: Vikuafli Heildarafli lestir lestir 4.-10. sept. 704 40714 í fyrra 67598 11.-17. — 403 41.117 í fyrra 70.088 18.-24. — 1.018 42.135 í fyrra 70.814 25.-1. okt. 847 42.982 í fyrra 71.759 Aflinn hefur verið lagður á land á eftirtöldum stöðum: Vestmannnaeyjar Þorlákshöfn i Grindavík ! Sandgerði Keflavík I Hafnarfjörður lestir 20.647 5.598 11.317 787 3.098 293 Vélrilunarstúlka Ritstjórn Morgunblaðsins vant.ar góða vélritunarstúlku. — Upplýsingar gefnar á ritstjórn blaðsins kl. 10—11 f.h. þessa viku. Reykjavík 767 Akranes 336 Ólafsvík 31 Bolungavík 109 Skýrslan um afla einstakra báta á tímabilinu 12. maí til 1. október fer hér á eftir. 77 skip hafa lagt einhvern afla á land þar af eru 68 sem hafa fengið 50 lestir og meira. lestlr Andvari, Keflavík 800 Arnkell, Hellissandi 721 Ársæll Sigurðsson, Hafnarf. 107 Bergur, Vestmannaeyjum 952 Bergvík, Keflavík 1.735 Dan, ísafirði 128 Einar Hálfdáns, Bolungavík 977 Engey, Reykjavík 1.952 Eyfellingur, Vestmannaeyj. 047 Fiskaskagi, Akranesi 959 Friðrik Sigurðs. Þorlákshöfn 723 Geirfugl, Grindavík 701 Gísli lóðs, Hafnarfirði 421 Gjafar, Vestmannaeyjum 800 Glófaxi, Neskaupstað 108 Guðjón Sigurðs. Vestm.eyj. 802 Gullberg, Seyðisfirði 198 Gullborg, Vestmannaeyjum 2.229 Gulltoppur, Keflavík 306 Gullþór, Keflavík 213 Hafrún, Bolungavík 75 Hafþór, Reykjavík 272 Hamravík, Keflavík 268 Haraldur, Akranesi 83 Hávarður, Súgandafirði 312 Heimaskagi, Akranesi 122 Helga, Reykjavík 427 Hihnir, Keflavík 384 Hilmir II., Flateyri 930 Hrafn Sveinbjarnars. U. Grinda . v.k 2.196 Hrafn Sveinbjarnarsson III., Grindavík 150 Hrauney, Vestmannaeyjum 1.746 ! Hrungnir, Grindavík 1.219 Huginn, Vestmanaeyjum 345 Huginn II. Vestmannaeyjum 503 Húni II. Skagaströnd 99 ísleifur IV., Vestmannaeyj. 1.963 Jón Eiríksson, Hornafirði 460 Kap II., Vestmannaeyjum 1.357 Keflvíkingur, Keflavík 273 Kópur, Vestmannaeyjum 1.202 Kristbjörg, Vestmannaeyj. 1.176 Manni, Keflavík 1,400 Mummi, Garði 70 Meta, Vestmannaeyjum 394 Ófeigur II. Vestmannaeyj 1.483 Framhald á bls. 31 Voru allar hifreiðar,, sem leið áttu út úr borginni skoðaðar, og eins þegar þær komu til bæjar- ins aftur að afloknum sveita- dansleikjum í nágrenni við boig ina. Svo og var athugaður geysi legur fjöldi bifreiða sem áttu leið um miðbæinn á þessum tíma. Að því er Óskar Ólafsson yf- irlögregluþjónn, tjáði Mbl. í gær, skrifaði umferðalögreglan alls 69 skýrslur vegna ýmissa atriða, sem athugaverðar voru við bifreiðarnar, svo sem ljósa- stillingar o.fl. Auk þess tók um- ! ferðarlögreglan 3 ökumenn, sem ölvaðir voru við akstur, og götu lögreglan tvo eða þrjá. Annars sagði Óskar að ástand farar- tækjanna hefði yfirleitt verið betra, en búist hefði verið við. I Óskar sagði ennfremur, að bú- ast mætti við að slíkar skyndi- athuganir yrðu gerðar oft á næst unni, og að lögreglan myndi , leggja sig alla fram að halda uppi sem beztri löggæzlu í borg inni, því að nú færu í hönd erfiðustu tímar umferðarinnar. Ökumenn ættu því ekki að láta sér koma á óvart, þótt bifreiðar I þeirra yrðu stöðvaðar á næst- unni, og þær athugaðar. Lægðarsvæði allvíðáttu- mikið var yfir hafinu fyrir SV og S landið í gær, en hæð yfir Grænlandi. Rigning var mest á SA-landi, um 20 mm í Skaftafellssýslum í fyrri- nótt, en þurrt fyrir norðan. Um nóttina var hiti við frost- mark nyrðra, en hlýnaði upp úr hádegi og voru 10° á Egils- stöðum og 9 á Nautabúi kl. 15. Hlýjast var þá í Mýrdal, 12° og sólfar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.