Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 10
10 MORCU NBLAÐIO Þrlðjudagur 11. okt. 1966 í heimsdkn Haanborg ekki einungis borg peningamanna MENNTAMÁLARÁÐHERRA Hamborgar og nágrennis heit,- ir Kramer og hefur verið á íslandi undanfarna daga ásamt fleiri Þjóðverjum. áhugamönnum um íslenzk málefni. Blaðamaður Mbl. hitti hann í gær niður við Tjörnina, á móts við Frí- kirkjuna þar sem hann var ásamt landa sínum og vini á göngu áleiðis til Loftleiða- hótelsins þar sem hann býr; sagði að sér þætti gott að ganga eftir jafnmikla máltíð og hann hefði fengið um borð í Dettifossi — annars væri lengri leið til hótelsins en hann hefði grivað, jú kannske ég komi með þér þangað. dögum Kólumbusar. Heitir sú bók: „Hin hvíta kveðja“ og var gefin út í Þýzkalandi 1952. Aðspurður um menntamál í Hamborg, sagði Kramer, að þótt jafnan væri litið á Ham- borg sem borg peningamanna og viðskiptafyrirtækja, þá væri þar einnig önnur hlið lífsins, sú sem snýr að list- um og þarmeð fegurð. Menntamálaráð Hamborgar og Altona (sem þýðir alltof nærri) síðan á þögum veldis Danakonunga, er þeir stóðu með herjum sínum jafnan við dyr Hamborgar, úthlutar á hverju ári verðlaunum til þeirra listamanna, sem þykja skara fram úr. T.d. hlaut tón- listarmaðurinn Ernst Krenek 20 þúsund marka viðurkenn- ingu fyrir ekki löngu fyrir túlkun sína á Bach. Þrjú óperu- og leikhús eru í Hamborg, og hljóta þau ár- lega 10 milljón marka styrk frá fylkinu Hamborg og ná- grenni. Kramer menntamálaráð- herra, var að flýta sér á fund borgarstjóra Reykjavíkur, og Þá hefur Kramer skrifað skáldsögu um sígarettuna, sögu hennar og gengi síðan á Islandsvinir Niels Diederichs bókaforlag sitt hefði auk ís- lenzkra íornrita gefið út bók um íslenzk ævintýri og væri sú bók ein í safni slíkra bóka sem gefnar hefðu verið út um ævintýri frá sem flestum löndum heims. EINS og þegar hefur verið frá skýrt komu til íslands í boði Loftleiða sl. föstudag hópur þýzkra áhugamanna um ísl. málefni. í hópnum eru 31 maður þar af 16 frá Köln en 15 frá Hamborg. Á meðal þessa fólks eru ýmsir kunnir Islandsvinir, sem hafa látið sig íslenzk málefni miklu skipta og reynzt Is- landi sem og íslenzkri menn ingu miklir hollvinir í landi sínu. Tíðindamenn Morgun- blaðsins tóku nokkra af þess- um ágætu gestum tali, þ.e. dr. Max Adenauer fyrrum borgarstjóra í Köln og for- mann þýzk-íslenzka vináttu- félagsins þar í borg, Niels Diederichs bókaútgefandi frá Köln og Gerhard Kramer þingmann frá Hamborg. IGagnrýnin á Erhard oft ekki málefnaleg Dr. Max Adenauer var í tvö ár borgarstjóri í Köln, en er nú bankastjóri í banka þar í borg. Hann er í flokki 1 kristilegra demókrata, stærsta stjórnarflokksins í V-Þýzka- landi og sonur dr. Konrads Adenauers fyrrum kanzlara. Max Adenauer skýrði frá því, að þetta væri í fjórða sinn, sem hann kæmi til íslands. Fyrst hefði hann komið hing að 1930. Hann gat þess, að það vekti undrun sína í hvert sinn, sem hann kæmi til í:> lands, hve breytingar og fram farir væru hér stórstígar. Tæknilegar framfarir virtust vera hér mjög örar og mætti greinilega sjá það á mörgum sviðum atvinnulífsins svo sem landbúnaði, samgöngum, ekki sízt flugmálum og enn víð- ar. Max Adenauer var spurður að því, hvort hann áliti gagn- rýni þá, sem fram hefur kom ið að undanförnu á Ludwig Erhard kanzlara Vestur- Þýzkalands vera á rökum byggðar og svaraði hann því þá til, að þeir, sem gagn- rýndu stefnu Erhards ættu einu sinni að beita sjálfa sig gagnrýni. Kvaðst hann því ekki vera samþykkur, að kanzlarinn og stjórn hans væru gagnrýnd með þeim hætti og nú væri gert. Menn gætu haft mismun- andi skoðanir á mörgum mál um. Þannig hlyti það að vera í lýðræðisríki og það væri algjörlega eins og vera bæri. ! Gagnrýni yrði hins vegar að vera málefnaleg, en hann væri þeirrar skoðunar, að það atriði hefði oft verið látið þarna undir höfuð fallast. ! Max Adenauer sagðist enn fremur álíta, að það að flokk ur hans hefði tapað kosning- unum í Nordrhein-Westfalen fyrir nokkru, stafaði að mjög miklu leyti af þessari ómál- efnalegu gagnrýni á stjórnar- stefnu Erhards og af því, að allt of mikið hefði verið gert úr skoðanaágreiningnum inn an Kristilega demokrata- flokksins. Fólk vildi, að forystumenn irnir í stjórnmálunum sýndu styrk og ákveðni. Ef þessir stjórnmálamenn sýndu styrk og ákveðni. Ef þessir stjórn- málamenn gerðu það ekki, þá glötuðu þeir, þegar til lengdar léti hylli fólksins. í stuttu máli: Hinn gamli orðs- kviður ætti einnig við hér. Dr. Max Adenauer og dr. Sameining væri undirstaða styrkleikans en óeining veik- leikans. IHeir en 100.000 eintök Snorra-Eddu Einn hinna þýzku gesta er Niels Diederichs, einn af eig endum bókaforlagsins Eugen Diederichs Verlag í Köln. Faðir hans var Eugen Dieder ich, hóf útgáfu að nýju á „Sammlung Thule“ sem var sérstök útgáfa íslendinga- sagna, er gefin var út á sín- um tíma af Berlínarprófess- ornum Felix Niedner og Gustav Neckel og var það fyrsta heildarútgáfa af fslend ingasögunum á þýzku. Sú útgáfa var fyrir löngu upp- seld og með því að Eugen Diederich hafði mikinn áhuga á íslenzkum fornbókmennt- um, sem hann taldi vera eina af mikilvægustu menningar- arfleifðum Evrópu ákvað hann að hefja útgáfu forn- bókmenntanna að nýju. Á vori komanda er gert ráð fyrir, að hinni nýju út- gáfu verði lokið. Hafa unn- ið að henni hinir færustu vís indamenn, ýmsir þeirra mjög kunnir á sínu sviði og er ekki að efa að þýðing þeirra er hin vandaðasta, en forn- sögurnar eru þýddar á þýzkt nútimamál. Þess má geta, að Edda Snorra Sturlusonar sem þýdd var af Felix Genzmer hefur verið gefin út í yfir 100.000 eintaka upplagi. Er Niels Diederichs var spurður að því, hvort lifandi áhugi væri á íslenzkum forn ritum í Vestur-Þýzkalandi al mennt svaraði hann, að Snorra Edda og íslendinga- sögurnar væru lesnar í æðri skólum landsins. Kvaðst Diederichs fagna því, að hann og bókaforlag hans gætu átt þátt í því að auka og útbreiða þekkingu á íslenzK- um fornbókmenntum og ís- lenzkri menningu. Jón Vestdal form. Germaniu. Diederichs, sem er menn- ingu Norðurlanda mjög vel kunnugur, en hann las bók- menntir m.a. við háskólana í Kaupmannahöfn og • Uppsöl um, gat þess að lokum, að Kramer er 62 ára gamall, og hefur síðan á háskólaár- um sínum haft afskipti af stjórnmálum. Hann var við lögfræðinám í Berlín á árun- um eftir 1924, og gerðist þar foringi Sósíal Democrata meðal nemenda. Árið 1931 hóf hann lögfræðistörf í Ham borg og starfaði við slíkt þar til 1958, er hann var skipaður sendiherra Hamborgar til Bonn. Á stríðsárunum var hann túlkur fyrir Þjóðverja (maðurinn talar, auk þýzku. ensku, frönsku, hollenzku), en síðar í stríðinu var hann her- maður á austurvígstöðvunum. hætti þó þar þegar Rússar gerðust ágengir og komst f hendur Bretum, sem héldu h' "um stríðsfanga til stríðs- loka. Um ævintýri sín í stríð- inu skrifaði Kramer bók, sem heitir: „Við skulum marsera á ný“. Kramer sagði, að bók þessi hefði selzt vel í Þýzka- landi og Bretlandi, en illa í Bandaríkjunum Kramer hélt ástæðuna fyrir því vera, að Bandaríkjamenn fengu ekki lýsingar á stríðshetjum í bók- inni; „hún fjallar um aðra hluti“, sagði menntamálaráð- herrann. Á laugardaginn opnaði Kramer sýningu þýzkra korta og myndbréfa í Þjóð- minjasal — og gefur þar að líta pensilför frægra manna á borð við Max Liebermann og fleiri góðra myndlistarmanna þýzkra. Hefur verið ákveðið, að í sinn stað sýni íslendingar þjóðlega myndlist í Hamborg fyrir jól, sennilega I nóvem- ber. Þegar þangað kom, átti Kramer vart orð yfir íslenzka gestrisni, og kvað þeim Ham- borgarmönnum erfitt að launa þegar þar að kæmi, en vonaðist þó til, að íslenzkir endurgyltu heimsckn Þjóð- verja hið fyrsta. Gerhard Kramer hafði því ekki mikinn tíma aflögu. Hann sagði að lokum: „Við Hamborgararar skulum launa ykkur íslendingum gest risnina næst þegar þið takið ykkur ferð á hendur til okkar borgar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.