Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 11. okt. 19M MORGUNBLADID 19 Holldór Helgo- son heiðraSur BLAÐIÐ „Ballet Today“, skýrir frá því í september-október út- gáfu, að Halldór Helgason, hafi unnið fyrstu verðlaun, sem f.jöl- hæfasti balletdansari við „The Arts Educational School" í Lon- don nú í sumar. Alicia Markova, þekkt ensk ballerína, sem starfar í New York, afhenti Halldóri silfur- bakka með nafni hans áletruðu sem verðlaun fyrir frammistöð- una. Halldór mun í vetur dansa með balletfldkki frá Malmö í Svíþjóð. Sjónvorpið sést ó Snæiellsnesi Hellnum, 2. okt.: — HÉR ERU 2 sjór.varpstæki, og sást fyrsta útsending hins ís- lenzka sjónvarps á föstudaginn, sæmilega, eða nokkru betur en útsendingar Keflavíkursjónvarps ins. Virðast móttökuskilyrði fara eftir veðurfari, sérstaklega þó skýjafarinu Ekki er mér kunnugt um hvernig sést hefir hjá öðrum sjónvarpseigendum á sunnan- verðu Snæfellsnesi, en nokkur tæki munu vera i Miklaholts- og Eyjahreppum — K.K. Þingmenn ganga til Alþingishús sins að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni, þar sem Sr. Ólafur Skúlason, prédikaði. þess að ríki hans strandi ekki eða tefjist vegna skilningsleysis eða áhugaleysis, heldur að það eflist og styrkist vegna skilnings yðar og áhuga, vegna þess að þér viljið vinna að því, að dýrð hans tryggi vernd vora, vernd ís- lands.“ Alþingi sett Að lokinni guðsþjónustu gengu þingmenn til þinghúss. Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, sté í ræðustól og las upp eftir- farandi: „Hinn 21. sept 1966 gáfu handhafar forsetavalds út svo- hljóðandi bréf. „Handhafar valds forseta ís- lands skv. 8. gr. stjórnarskrár- innar, forsætisráðherra, forseti Sameinaðs þings, og forseti Hæstaréttar gjóra kunnugt: Vér höfum ákveðið samkv. til- lögu forsætisráðberra, að reglu- legt Alþingi skuli koma saman til fundar mánudaginn 10. októ- ber 1966. Um leið og vér birtum þetta er öllum, sem setu eiga á Alþingi boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur, og verður þá Alþingi sett að lokinni guð- þjónustu í Dómkirkjunni, er hefst klukkan 13.30“. Síðan mælti Forseti íslands: „Ég lýsi því hér með yfir skv. ákvörðun liandhafa forsetavalds, að Alþingi íslendinga er sett.“ Forseti íslands árnaði síðan Alþingi alira heilla og kvaðst vona, að störf þess yrðu landi og þjóð til gæfu og gengis. Bað hann síðan þingmenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum. Þá mælti forsætisráðherra Heill forseta vorum og fóstur- jörð“. Hcópuðu þingmenn fer- fallt húrra. Forseti fsiands bað síðan ald- ursforseta Alþingis, Karl Krist- jánsson 1 þingm. Norðurlands kjördæmis eystra að taka við fundarstjórn, þar til kjörinn hefði verið foiseti Sameinaðs þings. Karl Kristjánsson gekk síðan til forsetast.óls og las upp bréf er boðuðu forföll fjögurra þing manna, þeirra Jóhanns Hafsteins, dómsmálaráðherra, sem fjarver- andi er vegna veikinda, Bene- dikts Gröndal, sem staddur er á þingi Sameinuðu þjóðanna, Lúðvíks Jósepssonar, sem dvelst utan til lækr.inga og Davíðs Ól- afsson, sem staddur er erlendis. í fjarveru þeirra gegna þeir, Pétur Pétursson forstjóri, Geir Haligrímsson borgarstjóri, Ragn- ar Jónsson skrifstofustjóri, og Ásmundur Sigurðsson þingstörf- Þar eð kjörbréf Ásmundar hefði ekki verið samþykkt, var kosið í kjörbréfanefndir og var kjörbréf Ásmundar samþykkt. Að því loknu frestaði aldursfor- seti, Karl Kristjánsson þingfundi þar til í dag kl. 14:00. Þriðja bindi Dala manna komið út Æviskrár Dalamanna utan héraðs og i Vesturheimi KOMIÐ er út þriðja bindi af ritverkinu „Dalamenn Æviskrár 1703—1961“ sem séra Jón Guðna son skjalavörður hefir tekið sam höfundar í fyrri bindunum tveim ur, sem komu ut fyrir fjórum og hálfu ári, eru æviskrár Dala manna, sem búsettir eru heima í héraði. í þessu 3. bindi, sem er svipað að stæið og hvort hinna, eru hinsvegar æviskrár Dala- manna utan héraðs og síðari kafl inn fjallar um Dalamenn í Vest urheimi fvestuifara). Alls eru í biridinu 1100 æviskrár manna utan héraðs en auk þess getið 720 vesturfara. —Alþingi Framh. af bls. 1 „Yfir ölln því, sem dýrlegt er, skal verndarhlíf vera.“ Séra Ólafur ræddi um hin nánu tengsl Alþingis og kirkju, sem þessi athöfn undirstrikaði, og kvaðst vona, að þjóðin hefði setíð í huga þau tengsl og minnt- ist þess, að nálægð kirkjunnar sýnir að albr eru jafnir fyrir Drottni. Þá ræddi Ólafur um, að í þjóð- félagi voru hefði andinn orðið að víkja um set, fólk teldi það nauðsynlegra að eiga bíl og fallega íbúð en leita friðar og fagnaðar. Það væri vissulega gott að eiga fallega íbúð og góð- an bíl, að geta skapað börnum sínum gott heirr.ili, en: Hversu mörg heimili líða við það, að húsbóndinn telur sig verða að vinna myrkranna á miili og meira en það, — og konan tekur sig til og starfa” annars staðar en innan veggja heimilisins oftast til þess að safna fyrir ein- hverju sérstöku? Og á meðan verða börnin að sjá um sig sjálf? Vér erum öll að byggja, ekki aðeins eigið hús, heldur fyrir framtíðina alla, og hún er ekki nema að miög litlu leyti komin undir því, .hvernig húsið er og hvað þar finnst af húsgögnum innan dyra. „Lýðveldið fsland er ennþá barn. Þér eruð leiðtogar þess. Það hefur verið sagt, að stjórn- mál séu barátta meðal hinna fáu til þéss'að stjórna hinum mörgu. Og þetta er sennilega alveg rétt. Þeir eru ekki svo ýkja margir, sem eiga að maika stefnuna, sem gefa oss hinum toninn til þess að stilla inn á. En samt er ég ekki alls kostar ánægður með þessa skýrgreiningu, og kemur þar frekast tii löngun í annað, heldur en að staðreyndir gefi tilefni til þess. Því ég vildi, að hægt væri að segja, að stjórnmálin væru barátta meðal hinna fáu, ef þarf að vera, til þess að leiða hina mörgu. Ekki að stjórna þeim með lagaákvæðum og fyrirskipunum eingöngu, heldur til þess að leiða þá með því að gefa þeim þá fyrirmynd og þann stuðning, sem meira er virði en sterk orð. Tækifæri yðar eru mikil, bæði sem fulltrúar flokka að efla at- vinnulíf og menningu í landinu, en líka sem einstaklinga til þess að veita þá fyrirmynd, sem vér sáriega þórfnumst í dag. Þér hafið í heilagri skírn verið helgaðir Jesú Kristi, og á ferm- ingardaginn staðfest sáttmála skírnarinnar. Þannig eruð þér tengdir honum, og tengsl yðar við hann ekki aðeins í gegnum kirkjuna „)ieima“, þar sem þér hafið átt stundir með honum og tengsl yðar, sem alþingismanna við hann eru ekki aðeins þau, að hús yðar og hús hans eru hér hlið við hlið. Tengslin við hann eru þau, að þér eruð kirkjan hans, þér eruð hans menn, og yður treystir hann til Allt verkið inniheldur hins- vegar 5200—5300 æviskrár og mikill fjöldi 'n>nda prýðir verk ið og munu þær vera um 2100 af nafngreindum andlitum. í þessu síðasta hefti er tals- verður viðbætir og eru þar nokkrar ævisk.ár, en þar er þó einkum inn að ræða myndir, sem of síðbúnar urðu fyrir fyrri ritin, einr.ig eru viðaukar og leiðréttingar við Dalamenn I-II loks eru svo dánir Dalamenn ] 962—1966. Alls er þetta bindi 520 síður að stærð, prentað í Prentsmiðjunni Leiftri Séra Jón Guðnason an. Bókin er gefin út á kostnað N E W YORK SNYRTIVÖRUR ERU ÞEKKTAR FYRIR GÆÐI ÁRATUGA VINSÆLDIR ER SÖNNUN ÞESS. NÝTÍZKULEGAR UMBÚÐIR cleaiiöing milk skin tonic lotion • foundation cream (fyrír normai og viðkvæma húð) • torben mask • tissue cream • compact powder • acne cream • acne lotion • shampoo liquid • calmin lotion • skin care emulsion • anti wrinkle cream* Halldór Jónsson hf. Hafnarsti. 18 — Símar Zód95 og 12586 cleansing cream LFORDI FORDIL ORDILF RDILFO I DILFOR I ILFORD — alltaf bezta lausnin. — Einkaumboð fyrir ILFORD-ljósmyndavörur. HAUKAR HF. Garðastræti 6. — Sími 16485.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.