Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUtíBLADID Þriðjudagur 11. okt. 1966 |U*iQ0msiÞfafrifr Útgefandi: Hf. Árvakur, Raykjavík. Framkvæmdastjórx: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. P.itstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðxnundsson. Auglýsingar: Arni Garðar Krxstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6 Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. SVIPUÐ VIÐFANGSEFNI Djúpin bíöa haffræðinganna.. - Lr fréttabréfi frá sovézka sendiráðinu VISXNÐAMAÐUR hefur sagt að jörðin okkar ætti miklu fremur að vera nefnd haf. — Þessi athugasemd hans er rétt mæt og rökrétt þar sem þrír fjórðu híutai af yfirborði jarð ar eru þaktir vatni. í höfum heimsins eru geymd ómælan leg auðæfi Öli frumefnin á töflu Mendelejefs („period- iska“ kerfinu) er þar að finna uppleyst. í flóði sjávar er ó- hemju orka og matbúr þesS er raunverulega éþrjótandi. Eins og nú standa sakir nýtir mað- urinn aðeins lítinn hluta af þeim forða og hafið er áfram blátt „óunnið land“. Hafrannsóknaskip, búin ým iskonar hafhíustunartækjum, rannsóknartækjum sem lagt er við bólfæri, kvikmyndavélum til myndatöku neðansjávar og margháttuðum öðrum tækj- um, hafa aukið þekkingu okk- ar á því sem fram fer í hafinu. Þar er heimui út af fyrir sig. Sovézkir haffræðingar unnu brautryðiendastarf í marghátt uðum athyglisverðum rann- sóknum um borð í kafbátnum Severjanka. Með Sever I rann sóknartækinu og Atlant I (tæki sem látið er svífa niðri í sjónum en ekki sökkt) og öðrum hreyíantegum tækjum hefur ný vitneskja fengizt um lifið í sjónum. .Samt sem áð- ur er núverandi tæknibúnað- ur alger’ega ófullnægjandi. Rannsóknarstofnanir okkar glíma nú við það viðfangsefni að finna upp og smíða ný hreyfanleg tæki til rannsókna niðri í hafdjúpunum. Frétta- maður Sovézka Rossija ræddi við V. P. Zaitsef, yfirmann þeirrar stjórnarráðsdeildar er rannsóknarstofnanir og ný fisk veiðitækni heyrir undir (fiski málastjóra). „Við hið yfirgripsmikla verkefni við hafrannsóknir er þörf miög maigháttaðra tækja og tækni. Meginhluti hinna nýju tækia er ætlaður til rann- sókna á landgrunni. Land- grunnm, en svo telst niður á 300 metra dvpi, eru jafnvíð- áttumikil og Asía. Margar fiskategmidir hrygna á land- grunni, sem er meginforðabúr alls sjávargróðurs, skilyrði fyrir svifdýr eru þar hin ákjós anlegustu. Attatíu og fimm prósent af fiski- og sjávarafla eru fengin á landgrunninu. Enn eru tæki kafara, kafara- búningur og öndunartæki, mik ið notuð við rannsóknir á grunnsævi. Samt sem áður er köfurum ekki fært að vera neðansjávar i langan tíma. Starf þeirra verður auðveld að mjög með nýiu tæki, særeið (aquamobile, sbr. bifreið, eim reið) sem er einskonar gerð af opnum kafbáti. Kafarinn getur þanmg haft meðferðis súrefnisbirgðir sem endast honum til að rannsaka nokkra ferkílómetra í hverri köfun. Tæki þetta verður notað til að kanna fiskgengd og rannsaka gróðurmagn og til athugana á hæfni veiðitækja. Önnur gerð þessa tæki verður lokuð, ætl uð til rannsókna niður á 200 metra dýpi. í þeirri gerð verða tveir einangraðir klef ar og hún getur farið 40 km. Súrefnir.birgðir nægja tveim- ur mönnum til fjögurra stunda vinnu. Trino-I farartækið, fram- leitt fyrir rannsóknarstofnun haffræði og fiskveiða í Kyrra hafi, verður einmg notað til rannsókna á landgrunni. Það þarf ekki á móðurskipi að halda. Það getur farið 600 mílna vegalengd ofansjávar, eða 36 mílur neðansjávar án þess að endurnýja aflgeyma sína. Áhöfnin getur starfað neðansjávai allt upp í 20 daga. Bentos-300 neðansjávar- rannsóknarstóðin veitir vís- indamönnum areiðanlega færi á að uppgötva töluvert af leyndarmá lum haf sins. Hún getur verið á sama stað lang an tíma og er hægt að nota hana til að fylgjast með hátt um fiska og annarra sjávar- dýra. Tæki Bentonstöðvarinn ar fram'eiða sjónhljóð- og raf svið. Slíkar tilraunir gætu flýtt fvrir því að finna aðferð ir til að safna fiski í torfur. í stafni stöðvarinnar verður klefi með flóðgátt, þar sem haffræðingar geta gengið út í sjóinn og ínn aftur“. „Og hvaða tæki eru hugsuð til rannsókna í hafdjúpun- um?“ „Ýmsar gerðir tækja til djúpköfunar (bathyseapes) hafa verið teiknaðir, tem ætl að .er að komast niður á 11000 metra dýpi, en það er mesta dýpi sem fundizt hefur í heims höfunum. í einni gerðinni er klefi úr stáli sem er 2 metrar í þvermál. Klt.fi þessi rúmar tveggja manna áhöfn, fjar- skiptatækl og siglingatæki, á- samt rannsoknartækjum. Djúp köfunartækin eru búin skrúf um er kriýja þau lóðrétt, greip til að taka synishorn og tæki til að fanga djúpsævardýr. Djúpköfunartæki þetta getur verið í kafi í 24 stundir og fer með tveggja hnúta hraða. Önnur gerð djúpköfunar- tækja er með tveimur klefum. Annar er íyrir áhöfnina og Framhald á bls. 21. egar litast er um í stjórn- málum nágrannaþjóða okkar íslendinga kemur í ljós, að víðast hvar er um svipuð viðfangsefni að ræða. Á Bretlandseyjum og Norður löndum er það vaxandi dýr- tíð, skortur á húsnæði og af- staðan til viðskiptabandalaga, sem eru meginviðfangsefnin. Allar hafa þessar þjóðir gert .margvíslegar ráðstafanir til þess að ráða fram úr vanda- málunum. Róttækastar ráð- stafanir hefur brezka verka- mannaflokksstjórnin gert með lögfestingu banns við hækkun kaupgjalds og verð lags. En þrátt fyrir fjölþættar aðgerðir ríkisstjórnanna á Norðurlöndum til þess að við halda jafnvægi í efnahags- lífinu hefur þó stöðugt sigið á þá hliðina, að dýrtíð hefur aukizt. Mest áberandi hefur þessi atburðaráð verið í Finn landi, en bæði Svíar og Dan- ir eiga nú við vaxandi erfið- leika að etja í þessum efnum. Athyglisvert er, að allstaðar er gripið til svipaðra ráðstaf- ana til þess að hindra verð- ». bólgu og tryggja efnahags- legt jafnvægi. Bankarnir tak marka útlán, vextir eru hækk aðir og reynt er að hafa hem- il á hækkunum kaupgjalds og verðlags. Má segja, að Svíum og Dönum, og raunar einnig Norðmönnum hafi tek izt tiltölulega vel að skapa jafnvægi á vinnumarkaðn- um. í Svíþjóð er t. d. samið um kaupgjald til tveggja ára, og kauphækkunum þar mjög stillt í hóf. En í Sví- þjóð er talið, að almenning- ur búi við betri lífskjör en tíðkast á hinum Norðurlönd- unum, enda Svíþjóð tvímæla laust auðugasta land Norður landa. Sænskur iðnaður er einnig háþróaður og fjölbreyttari en gerist meðal hinna Norð- urlandaþ j óðanna. Hér á íslandi hefur fram- leiðsluaukning orðið mjög mikil á síðustu árum, og tækn in í vaxandi mæli verið tek- in í þágu bjargræðisveganna. En víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags hafa orðið hér örari en annarsstaðar. íslend ingar hafa ekki gætt þess sem skyldi að miða kröfur sínar við raunverulegan afrakstur útflutningsatvinnuveganna. Ein meginástæða þessarar staðreyndar er tvímælalaust sú, að enn sem komið er gera íslendingar sér ekki nægilega ljós ýmis grundvallarlögmál efnahagslífsins, sem ná- grannaþjóðir okkar hafa í heiðri. Óhætt er þó að full- yrða, að á síðustu árum gæt- ir vaxandi skilnings á þess- um atriðum hér á landi. Það er einnig mjög þýðingarmik- ið, að núverandi ríkisstjórn hefur haft forustu um bætt samkomulag við samtök laun þega og framleiðenda til lands og sjávar. Efnahags- stofnunin og hið nýstofnaða Hagráð hafa lagt fyrir þjóð- ina glöggar upplýsingar um hag hennar og aðstöðu í efna hagsmálum. Þetta er ákaflega þýðingar mikið atriði. íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að byggja kröfur sínar til lífsins gæða á raunhæfu mati á hinu mögulega. Ekk- ert er eðlilegra en að allar stéttir vilji bæta hag sinn og fá aukna hlutdeild í vax- andi þjóðararði af störfum sínum. En kröfurnar á hend- ur framleiðslunni verða allt- af að miðast við raunveru- lega greiðslugetu atvinnuveg anna. Það er skoðun Sjálfstæðis manna, að megináherzlu beri að leggja á það að gera þjóð- inni sem ljósastar höfuðstað- reyndir og lögmál efnahags- lífsins. Á grundvelli þekking arinnar á þeim, verður al- menningur að byggja kröf- ur sínar til lífsins gæða. ís- lendingar verða að vita það eins og allar aðrar menning- arþjóðir, að það er ekki hægt að gera allt í einu. Mörg verk- efni kalla að sjálfsögðu að í ungu og vaxandi þjóðfél- agi. En þau verður að leysa í samræmi við fjárhagslega getu þjóðfélagsins á hverj- um tíma. Hinar stórfelldu framfarir og umbætur á lífskjörum landsmanna síðustu árin hljóta að auðvelda þjóðinni að taka skynsamlega afstöðu í þessum efnum og láta frek- ar heilbrigða dómgreind ráða ferðinni en fyrirhyggjulausa kröfuhörku ábyrgðarlaus- ustu aflanna, sem telja yfir- boð og pólítíska spákaup- mennsku líklegasta til auk- inna áhrifa. ÍSKYGGILEGAR HORFUR í TOLLAMÁLUM Á aðalfundi Verzlunarráðs ^ íslands, sem haldinn var sl. föstudag, ræddi Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráð- herra, viðhorfin í viðskipta- og tollamálum Evrópu. Ráð- herrann taldi lítils ávinn- ings að vænta af Kennedy- viðræðunum svonefndu, og skýrði frá því, að íslendingar hefðu á sínum tíma boðizt til þess að fylgja hinni al- mennu reglu um lækkun inn flutningstolla um 50%, ef við fengjum jafnmikla lækkun á útflutningsafurðum okkar, en éngar horfur væru á að við fengjum slíka lækkun. Nú væri boðin lækkun á freð- fisktollum úr 18% í 17%, og kvað viðskiptamálaráðherra það tilboð einskis virði. Ráðherrann sagði: „Við stöndum því von bráð ar frammi fyrir því, að tollar hækki verulega á útflutnings vörum okkar í Efnahags- bandalagslöndunum, og að tollákvótar, sem við fram til þessa höfum notið góðs af í viðskiptum okkar við þau lönd, minnki eða hverfi al- veg úr sögunni. Til Efnahags bandalagslandanna flytjum við nú um það bil Vs hluta heildarútflutnings okkar. Að staða fiskframleiðenda innan Efnahagsbandalagsins mun án efa batna á næstu árum miðað við framleiðendur ut- an Efnahagsbandalagsins og svipuð þróun mun eflaust eiga sér stað innan Fríverzl- unarbandalagsins, en þangað flytjum við nú um 40% alls útflutnings okkar. Þróun mála í þessum viðskipta- bandalögum báðum er sú, að aðstaða framleiðenda innan bandalaganna batnar smám saman á kostnað framleið- enda utan þeirra“. Þessi ummæli viðskipta- málaráðherra undirstrika það, sem margoft hefur verið bent á hér í Mbl., að þróunin í viðskipta- og tollamálum Evrópu er mjög ískyggileg fyrir íslendinga, og óðum líð ur að því að við verðum að marka ákveðna stefnu í þeim málum, til þess að tryggja hina mikilvægu viðskipta- hagsmuni okkar í þessum löndum. HORFUMST í AUGU VIÐ STAÐREYNDIR T ræðu sinni á aðalfundi Verzlunarráðsins drap Þorvarður Jón Júlíusson, framkvæmdastjóri þess, á kaupgjaldsmálin og sagði: Eins og kunnugt er hefur kaupgjald hækkað meira hér á landi að undanförnu en í viðskiptalöndum okkar, og i kaupmáttur þess vaxið. Hag- stæð verðlagsþróun og góð framleiðsluskilyrði á mikil- vægum útflutningsafurðum hefur firrt þjóðarbúið áföll- um, en nú er svo í mörgum greinum atvinnurekstrarins að þrengt hefur að svo að bar izt er í bökkum. í þessum efnum sem öðrum er nauð- synlegt, að þess sé gætt, að jafnvægi haldist og þenslu- áhrif hverfi, svo að lífskjörin geti batnað jafnt og þétt“. í þessum orðum fram- kvæmdastjóra Verzlunárráðs íslands kemur fram enn ein viðvörun um það, að eftir hagstæða afkomu og jákvæða verðlagsþróun erlendis sé nú svo komið hjá atvinnuvegun- um, fyrst og fremst vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á útflutningsafurðum okkar, að þeir geta ekki lengur stað- ið undir frekari kauphækk- unum. Það ríður því á miklu, að forustumenn atvinnurek- enda og verkalýðshreyfingar- innar geri sér þessar stað- reyndir fullkomlega ljósar, og jafnframt hverjar afleiðingar það getur haft, ef knúnar eru fram kauphækkanir, sem at- vinnuvegirnir að óbrey iim aðstæðum geta ekki staðið undir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.