Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 1
32 siður
53. árgangur
241. tbl. — Föstudagur 21. október 1966
Prentsmiðja Morgunblaðslns
Johnson fcrseta vel
fagnaö í Ástraííu
Fer á sunnudag til IVIanila
Handhafar bókmenntaverSlauna Nóbels í ár, Nelly Sachs og Samuel Joseph Agnon. (AP).
Bókmenntaverðlaun Nobels
helguð ísraelskri menningu
Ver5launum skipt á milli tveggja
Gyðinga, Samuel Joseph
Agnons og INIelly Sachs
Stokkhólmi, 20. október — NTB
Bókmenntaverðlaun Nóbels voru veitt í dag. Var þeim
skipt á milli tveggja rithöfunda Gyðinga Samuels Joseph
Agnons, sem búsettur er í ísrael og Nelly Sachs, sem heima
á í Svíþjóð.
í rökstuðningi sænsku akademíunnar fyrir verðlaunaveit-
lngunni segir, að Agnon hafi hlotið verðlaunin fyrir vilja-
fasta frásagnarlist sína, sem sækti efnivið í líf Gyðinga-
þjóðarinnar. Nelly Sachs hafi hlotið verðlaunin fyrir hinn
framúrskarandi ljóðræna og áhrifamikla skáldskap sinn.
Agnon er nú 78 ára að aldri en Nelly Sachs verður 75 ára
á Nóbelshátíðinni 10. desember n. k.
Nelly Sachs er fædd í Berlín
10. desember 1891. Fornafn henn
ar er raunverulega Leonie. Árið
1940 settist hún að í Stokkhólmi,
eftir að hafa verið ofsótt af naz-
istum í Þriðja ríkinu og var það
að þakka m.a. Selmu Lagerlöf,
að hún settist að í Svíþjóð.
Ekki eldri en 15 ára hóf hún
Framhald á bls. 31
Canberra, 20. október - NTB, AP.
JOHNSON Bandaríkjaforseti hóf
heimsókn sina til Ástralíu í dag
á hinn dæmigerða hátt Texasbú-
ans. Hann heilsaði hverjum sem
var með handabandi úti á göt-
unum, hélt frumsamdar ræður
frammi fyrir fagnandi mann-
fjöldanum og útbýtti kúlupenn-
um með upphafsstöfum sinum
— L. B. J. til barnanna.
Samtímis tók hann mjög var-
lega til orða varðandi horfitr um
frið í Víetnam. Ég get ekki lofað
því, að kraftaverk eigi sér stað
í Manila. Ég hef enga yfirnáttúr-
lega hæfileika, sagði hann, er
hann kom með flugvél sinni frá
Nýja Sjálandi. Á sunnudag mun
Johnson fara til Manila til þess
að taka þar þátt í sjöveldaráð-
stefnu Bandaríkjanna og banda-
lagsríkja þeirra í Víetnam.
1 kvöld sat Johnson kvöldverð-
arboð ástralska forsætisráðherr-
ans Harold Holts. Síðan hélt
hann aftur til gistihúss sins, þar
sem hann fór inn bakdyra megin
til þess að forðast 1000 mót-
mælagöngumenn, sem höfðu kom
ið sér fyrir framan hótelið til
þess að mótmæla styrjaldar-
rekstri Bandaríkjanna í Víetn-
am. Það var fjölmennasti hópur
af því tagi, sem orðið hefur á
vegi forsetans á ferðalagi hans
nú til Kyrrahafslandanna. Mót-
mælagöngumennirnir höfðu beð-
ið margar klukkustundir, en þeg-
ar forsetinn kom loks til hótels-
ins, kom hann án þess að nokkur
tæki eftir honum. Mótmæla-
göngufólkinu var að lokum dreift
af lögreglunni.
Þær móttökur, sem Johnson
forseti og frú Lady Bird Johnson
annars hlutu, eru taldar hinar
innilegustu, sem nokkur stjórn-
málamaður hefúr hlotið i Can-
Framhald á bls. 2
Samuel Joseph Agnon — sem
eiginlega heitir Joseph Czaczkes
— fæddist 1888 í Bochatz í Pól-
landi. Árið 1907 fluttist hann út
til Palestínu. Á árunum eftir
1920 gaf hann út nokkrar skáld-
sögur, þar sem hann lýsir hinni
gamalgyðinglega umhverfi barn-
cesku sinnar, þar sem saman fara
hversdagsleiki og helgisagnir,
Ihátíðlegir spámenn og skringileg
*r þjóðlífslýsingar.
En fyirst og fremst lýsir Ag-
non í verkum sínum Jerúsalem,
hinni ei'lífu borg og um leið nú-
tíma höfuðborg, sem stöðugt er
•ð breytast.
2 sovézkir gervi-
hnettir á loft
Leiðtogar 9 kommúnistarikja viðstaddir
Moskvu, 20. október, - NTB, AP.
SOVÉZKIR vísindamenn skutu
í dag tveimur mannlausum gervi-
hnöttum á loft og voru helztu
stjórnmálaleifftogar níu komm-
únistalanda viðstaddir, er þaff
var gert. Greinilegt var, að til-
raun þessi var gerff í því skyni
aff sýna gestunum þá þróun, sem
orðiff hefur á þessu sviði í Sovét-
ríkjunum.
Annar gervihnötturinn, sem
skotið var á loft, var fjarskipta-
Andkommúnistísk bylting í
Rússlondi innnn íúrro úrn
Dallas, Texas, 20. október AP
Rússneski rithöfundurinn Valery
Tarsis, sem gerður var útlægur
frá heimalandi sínu fyrir aff
bcra áróður um sovézku stjórn-
IViorðingi Werwoerds
ekki dæmdur
Fluttur í sjúkrahús sem geðsjúklingur
Höfðaborg, 20. október, NTB.
DEMETR.IO Tsafendas, sem
myrti Hendrik Verwoerd, for-
sætisráðherra Suður-Afríku
var í dag úrskurðaður geð-
veikur og lagður inn á sjúkra
hús í óákveðinn tíma. Úr-
skurðaði dómarinn hann ó-
sakhæfan og því væri ekki
hægt að dæma hann fyrir
verknað sinn.
Dómarinn kvað upp dóm
sinn eftir, að verjendur Tsaf-
endas höfðu komið fram með
álit margra sérfræðinga í sál-
arfræði og komið fram með
skjöl varðandi ýms málefni,
sem ýttu stoðum undir þá
fullyrðingu, að hinn 48 ára
gamli Detrio Tsafendas væri
geðveikur.
ina, hefur látið svo mælt, að
„voldug andkommúnistísk bylt-
ing muni eiga sér staff í Rúss-
landi innan næstu ára“.
Tarsis, sem komst upp á kant
við sovézku stjórnina eftir að
skáldsaga hans „Maðkaflugan"
var gefin út í Englandi 1962,
sagði, að hann byggði þennan
spádóm sinn á útbreiddu hatri
á sovézku stjórninni á meðal
rússnesku þjóðarinnar.
„ÖJi þjóðin hatar sovétstjóm-
ina og þó einkum bændurnir",
sagði Tarsis í blaðaviðtali í dag,
„og ríkisstjórnin óttast fólkið. Ég
myndi ekki verða undrandi, ef
byltingin yrði á morgun“.
Ta.rsis, sem nú er búsettur í
Englandi, er um þessax mundir
á fyrirlestrarferðalagi um Banda
ríkin. Eins og fölki hér rekur
eflaust minni til, þá kom Tarsis
til íslands á sínum tíma og í
boði Stúdentafélags Reykjavík
ur og flutti þá fyrirlestur um á-
standið í Sovétríkjunum.
hnötturinn ,sem skotið var á loft,
var fjarskiptahnöttur, Molnija 1,
hinn fjórði í röðinni á 18 mán-
uðum. Eftir öllu að dæma á
Framhald á bls. 31
Vilja Kína í SÞ.
Róm, 19. okt. — AP:
RÍKISSTJÓRN Aldo Moros
hlaut í dag stuðning fulltrúadeild
ar ítalska þingsins fyrir utanrík
ismálastefnu, þar sem m.a. er
lýst yfir stuðningi að meginreglu
við þá hugmynd, að kínverska
alþýðulýðveldinu verði veitt inn
ganga í Sameinuðu þjóðirnar.
Þetta var gert með tillögu, sem
samþykkt var að loknum umræð
um um utanríkismál. í langri
ræðu skýrði ítalski utanríkisráð
herrann, Amintore Fanfani þing
inu svo frá, að stjórnin væri enn
hlynnt upptöku Kína í Samein-
uðu þjóðirnar að meginreglu. En
hann vísaði á bug kröfu ítalska
kommúnistaflokksins, um að
Italía styddi upptöku kínverska
alþýðulýðveldisins nú.
Benedikta prinsessa, næst elzta dóttir Danakonungs. —
Er hún í trúlofunarhugleiffingum?
Benedikta prinsessa í
trúlofunarhugleiðingum?
Kaupmannahöfn, 20. okt.
— NTB;
EXTRABLADET í Kaup-
mannahöfn, sem fyrst varff til
þess aff skýra frá fréttinni um
trúlofun Margrétar krónprins
essu og Henris greifa, endur-
tekur í dag frásögn, sem blaff-
iff hefur eftir sænska vikublað
inu „Vecko-Journalen“, aff
fyrir dyrum standi trúlofun
Benediktu prinsessu, næst
elztu dóttur Friðriks konungs,
og þýzks aðalsmanns.
Er því haldið fram, að það
muni vera Robin zu Sin-Witt-
gen-Stein-Berleburg fursti,
Framhald á bls. 2