Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 8
8
MORCUNBLAÐID
Föstudagur 21. okt. 1966
5 herbergja 1 FASTEIGNASALAN
FRA ALpINGI íbúð á 1. hæð x 7 ára gömlu £ GARÐASTRÆTI 17
Gagngeröar endurbætur
á lánamálum námsmanna
Frv. ríkistjórnarinnar tifl 1. umræðu
í GÆR var frv. ríkisstjómarinn-
ar um námslán og námsstyrki til
1. umræðu í neðri deild og hafði
menntamálaráðherra Gylfi Þ.
Gíslason framsögu.
Ráðherrann sagði, að með
þessu frv. væri gert ráð fyrir
verulegri breytingu á þessum
málum frá því sem nú er. End-
urgreiðsla námslána hefst nú 5
árum eftir að námi lýkur í stað
þriggja áður en vextir verða 5%
í stað 3.5% áður, Jafnar árlegar
greiðslur verða af lánunum.
Deildaskipting sú, sem nú ríkir
þykir ekki heppileg og verður
skv. frv. afnumin. Höfð .verður
hliðsjón af efnahag námsmanna
við lánveitingar. Sú grundvallar-
breyting er gerð, að lánin verða
vaxandi hluti af umframfjárþörf
námsmanna eftir því sem á nám-
ið líður. Þá er það nýmæli í frv.
að teknir verða upp framhalds-
ityrkir til þeirra, sem lokið hafa
háskólanámi. Ráðherrann gerði
síðan ítarlega grein fyrir fjár-
veitingum til námsmanna eins
og þær eru nú og eins og þær
verða nái þetta frv. fram að
ganga og er frá því skýrt á öðr-
um stað í blaðinu.
Ingvar Gíslason (F): Þetta er
mikil framför frá gildandi lögum
og ég fagna því. Hinsvegar hefði
mér þótt betra, ef lánin hefðu
náð til fleiri námsmanna, því að
eins og sakir standa nú, nær
hún ekki til nógu margra. Til
dæmis ætti einnig að styrkja þá,
sem stunda nám við mennta-
skóla, verzlunarskóla eða sjó-
mannaskóla, ekki sízt þá, er
þurfa að taka sig upp af heimili
sínu til náms. Gæti ég vel hugsað
mér það í fríum ferðum til og
frá skólum og greiðslu á óhjá-
kvæmilegum kostnaði, sem greitt
yrði af ríkinu. Það eru fleiri, sern
þurfa styrktar við en stúdentar
þótt vissulega beri að styrkja þá
mest.
Einar Olgeirsson (K): Ég tek
undir orð fyrri ræðumanna, að
þetta frv. er mikil framför frá
því, sem áður var. En hins veg-
ar er spurningin: Nálgast þetta
frumvarp það, sem þarf að gera
( þessum málum? Fjárfesting í
þekkingu manna er að verða ein
dýrmætasta fjárfestingin, og það
er skilningur fyrir því í flestum
Evrópulöndum, enda eru þar
greidd laun til „námsmanna. En
á fslandi, sem er fjórða tekju-
hæsta land veraldar eru engin
námslaun greidd.
Það er vissulega rétt að styrk
urinn er nú stóraukinn, en ég
tel þetta ekki nægilegt. Árið
1922 var styrkur til stúdenta
28 þús kr. (23000 vinnust.) en er
nú 3 millj. (62000 vinnust.). Er
ég var stúdent 1921 vorum við
20, sem útskrifuðumst nú eru
þeir um 300, þ.e. styrkurinn er
hlutfallslega minni nú en áður.
Við alþingismenn höfum því
veitt tilvonandi menntamönnum
þjóðar vorra minni styrk, þrátt
aukið ríkidæmi, og ég harma það
vissulega að gatan hefi venð
gengin til baka.
Gylfi Þ. Gíslason (A): Ég vil
svara gagnrýni á hækkun vaxta
á námslánum með því, að þau
voru gerð með samþykkt fulltrúa
stúdenta í nnefndinni, bæði full-
trúa stúdenta við Háskólann og
eins fulltrúa stúdenta við nám
erlendis, enda töldu báðir þessir
aðilar, að breyting sú, er gerð
er á fyrirkomulaginu á borgun
vera það mikið til bóta, að lán-
þegar lendi ekki i erfiðleikum
vegna þess. Eins er það, að vext
irnir eru til að styrkja lánasjóð-
inn og gera honum kleift að
gegna hlutverki sínu. Og er það
nema eðlilegt, að þeir menn, sem
lokið hafa námi og eru komnir í
góðar stöður, styrki þá, sem enn
stunda nám. Að því er ég bezt
veit, munu allsstaðar í nágranna
löndunum tíðkast vextir á náms-
lán, þótt auðvitað séu þeir mun
lægri en venjulegir bankavextir,
og er svo einnig hér.
Varðandi þá gagnrýni, að náms
lánin verði hlutfallslega minni
til sumra aðila eftir breytinguna,
er því til að svara, að ekki er
gert ráð fyrir að þessi breyting,
þ.e. minni lán fyrst og síðan
aukning eftir því, sem náms-
tími eykst, verði gagnvart þeim,
er þegar hafa fengið lán úr sjóðn og nefndar.
um, heldur komi þessar reglur
til framkvæmda, þegar veitt er
til nýrra námsmanna.
Ég hef farið með menntamál
frá árinu 1956, og áhugi minn á
þessu máli hefur ætíð verið sá
sami. Hins vegar hef ég mætt
misjöfnum skilningi eins og
gengur og gerist. Ég hef hér töflu
um vísitölu raunverulegs styrks
rikisins til námsmanna, þ.e. þar
sem tekið er tillit til hækkunar
á nauðsynjum og öðru þess hátt-
ar. Sé miðað við að árið 1956 sé
styrkurinn 100, þá var hann 90.3
árið ’57 og ’58 var hann 8S.6.
Þ. e. hann minnkaði um 17% á
þessu tímabili. Nú er þessi styrk-
ur orðinn 313 svo að ég skil ekki
þá, sem væna Sjálfstæðisflokk-
inn um andúð á aðstoð ríkisins
við námsmenn.
Einnig tók Ragnar Arnalds til
máls við umræðuna.
Að lokinni ræðu ráðherra var
frv. visað til annarar umræðu
Umrœður um
vegamál
- í efri deiid
Á FITNDI efri deildar í dag var dugir það tæplega til, því víða
til umræðu frumvarp til laga
um breytingu á vegalögum. Er
þetta frumvarp borið fram af
öllum framsóknarmönnum efri
deildar og er að efni til sam-
hljóða frumvarpi, er borið var
fram á Alþingi í fyrra, en var
vísað til ríkisstjórnarinnar. Efni
frv. er í stuttu máli á þá leið,
að innheimta megi sérstakt gjald
af innfluttum bifreiðum og bif-
hjólum og megi nema allt að
135% af fob-verði. Tekjum skal
varið til nýbyggingar þjóðvega.
Framsögn haifði Helgi Bergs
(F): Undanfarin ár hafa verið
unnin stórvirki í vegamálum
landsmanna. Hefur sú viðleitni
aðallega miðazt við að gera ak-
færa vegi milli byggðarlaga, og
hefur því verki miðað vel áfram.
Hins vegar stöndum við nú
frammi fyrir því verkefni, að
byggja þarf vegi, sem eru annað
og meira en bílfærir, þar sem
umferð er mest og farartæki
þyngst. Það munu nú vera um
35 til 40 þús. bílar í landinu
að verðmæti 6000—7000 milljón
kr., og allir sjá, að það er nauð-
synlegt að hafa vegina það góða,
þar sem þessi farartæki eru mest
á ferð, að þeir skaði ekki téð
tæki.
Óhóflega stór hluti af vegafé
fer til viðhalds eða um 40% og
FÉLAGSLÍF
Sjálfboðaliðsvinna um
helgina.
ÁRMENNINGAR allir nú af
stað.
því ótal margt í DALNUM
kallar að.
Því að: Hátíðaveizlu halda
s'kal
og vetrinum fagna í JÓSEFS-
DAL.
Málningarklæðnaður og til-
heyrandi verkfæri.
Stjórnin.
er varla hægt að halda þeim við,
vegna hins gífurlega þunga, er
hvílir á þeim. Á þeim vegum
verður að byggja varanlegt slit-
lag, malbikað eða steypt.
Til þessara vegaframkvæmda
þarf að afla samtímatekna, enda
tíðkast það í flestum löndum.
Svo var einnig hér, að þær tekj-
ur, er ríkið hafði af. farartækjum
og rekstrarvörum þeirra, rann að
mestu leyti til vegaframkvæmda,
svo að tekjur og gjöld vógu
nokkurn veginn salt. En á síðari
árum hefur orðið breyting á því,
og er hún í þá átt, að æ minna
fé, sem ríki fær af umferðinni
rennur til vegagerðar. Með frv.
þessu er gert ráð fyrir, að nokk-
uð af því fé, er áðúr rann til
annarra þarfa ríkissjóðs renni
nú í vegasjóð, og er þar um að
ræða leyfisgjaldið, sem mun nú
áætlað að nemi um 150 millj. kr.,
þegar frá eru dregin gjöld til
kaupstaða og sveitarfélaga.
Það er náttúrlega augljóst, að
ekki mun þetta fé nægja til
viðunandi framkvæmdahraða í
vegamálum, svo nauðsynlegt
verður einnig, að tekið sé lán
í sambandi við -einstaka liði
vegaáætlana, og teljum við, er
stöndum að þessu frumvarpi, að
eðlilegt sé, að lánsheimildir
verði veittar í sambandi við af-
greiðslu þeirra.
Á síðasta þingi var þessu frv.
vísáð til ríkisstjórnarinnar á
þeim forsendum, að nefnd hefði
verið skipuð til að kanna nýjar
og var áætlað að hún skilaði
og var áætlað að hún skilaði
áliti nú í haust. En þar sem sú
nefnd hefur enn ekki skilað
áliti og óvíst hvenær hún gerir
það, viljum við, sem stóðum að
þessu frv., endurflytja það nú,
ekki sízt sakir þess, að vega-
málastjóri hefur lýst sig sam-
þykkan þessu frumvarpi og
mælti með því í fyrra, að það
yrði samþykkt.
Að lokinni ræðu framsögu-
manns var frv. vísað til annarr-
ar umræðu og nefndar.
sölu. Stærð um 118 ferm.
Sérhitalögn. Ibúðin er tvær
stofur og þrjú svefnherb.,
vönduð og vel með farin.
Vagn E. Jónsson
Gunnar M. Guðmundsson
Hæstaréttarlögmenn
Austurstræti 9
Símar 21410 og 14400.
Fasteignir til siilu
2ja herb. glæsileg íbúð, ný-
standsett, rétt við Miðbæ-
inn.
2ja herb. íbúð í háhýsi.
2ja herb. íbúðir við Lang-
holtsveg, Haðarstíg o.v.
3ja herb. íbúð á hæð við Rauð
arárstíg.
3ja herb. ibúð við Óðinsgötu.
4ra herb. íbúð við Sörlaskjól.
5 herb. íbúð við Hringbraut.
6 herb. glæsileg íbúð á Sel-
tjarnarnesi.
Vandað einbýlishús í Kópa-
vogi.
Úrval húseigna í Þorlákshöfn,
Ilafnarfirði, Kópavogi og
víðar.
Eyðijarðir á Suðurlandi. Vél-
tæk tún. Útihús. Hentugt
fyrir hestamenn.
Austurstrwti 20 . Slrni 19545
Til sölu
4ra herb. íbúð við Bergstaða
stræti.
3ja herb. íbúð við Hallveigar-
stíg.
Hæð og ris, alls 8 herb., við
Hlíðarveg í Kópavogi.
Nánari upplýsingar
gefur:
Einars B. Guðmundssonar,
Guðlaugs Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar
Aðalstræti 6.
S.: 1-2002, 1-3202 og 1-3602.
Við Þinghólsbraut höfum við
til sölu 5 herb. jarðhæð,
næstum fullgerða. Tilbúin
til afhendingar strax. Gott
verð.
5 herb. vönduð íbúð við Álf-
heima. Gott verð.
4ra herb. góð íbúð í Kópavogi.
Bílskúr.
3ja herb. vönduð íbúð í gamla
bænum. Laus strax.
2ja herb. íbúð í Austurborg-
inni. Allt sér.
/ smiðum
4ra herb. íbúð 110 ferm., við
Hraunbæ, tilbýin undir tré-
verk, afhent í næsta mán-
uðL
Raðhús í Vesturborginni og á
Seltjarnarnesi.
2ja herb. íbúð við Kleppsveg,
undir tréverk.
Málflutnings og
fasteignastofa
Agnar Gústafsson, hrL J
Björn Pétursson
fasteignaviðskipti
Austurstræti 14.
i Símar 22870 — 21750.]
, Utan skrifstofulíma: t
3Í4Ö5 — 33267.
Símar 24647 og 15221.
Til sölu
Símar 24647 og 15221
5 herb. efri hæð í nýlegu stein
húsi í Austurbænum.
Vönduð íbúð, fagurt útsýni.
Ræktuð lóð. Laus eftir sam
komulagi.
Árni Guðjónsson, hrl.
Þorsteinn Geirsson, lögfr.
Helgi Ólafsson, sölustjórL
Kvöldsími 40647.
4ro herb. ibúð
við Njörvasund
á 1. hæð. Sérinngangur. —
Bílskúr.
2ja herb. íbúð við Laugaveg.
2ja herb. íbúð við Efstasund.
3ja herb. íbúð við Álfabrekku.
4ra herb. íbúð við Ásvalla-
götu.
4ra herb. íbúð við Barmahlíð.
5 herb. íbúð við Sogaveg.
Raðhús, tilbúið undir tréverk
við Sæviðarsund. Hagstætt
verð.
Raðhús, fullfrágengið, við
Langholtsveg.
Raðhús í Kópavogi.
Einbýlishús við Hlégerði.
Fokheld 130 ferm. hæð við
Kópavogsbraut. — Góðir
greiðsluskilmálar.
GISLl G ÍSLEIFSSON
hæstaréttarlögmaður.
JÓN L. BJARNASON
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
Hverfisgötu 18.
Simar 14150 og 14160
Kvöldsími 40960.
7/7 sölu
2ja herb. íbúð við Hliðarveg,
Kópavogi. Sérhiti, sérinn-
gangur.
5 herb. endaíbúð við Laugar-
nesveg, í blokk á 3. hæð,
115 ferm. Útb. 750 þús. sem
má skipta.
Fokhelt raðhús í Garðahreppi.
6 herb., eldhús, bað, W.C.,
geymsla, þvottahús; 140 fer
metra, tvöfaldur bílskúr. —
Allt á sömu hæð. Teiknuð
af Kjartani Sveinssyni.
Teikningar liggja frammi á
skrifstofu vorri.
TkTBltllU
mTEiitmtl
Austurstræti 10 A 5. hæð.
Sími 24850. Kvöldsími 37272.
Til sölu
2ja til 6 herb. íbúðir viðsveg-
ar í borginni og Kópavogi.
Nýbyggingar, 2ja til 6 herb.
íbúðir, ásamt bílskúrum, í
Kópavogi. Seljast fokheldar
og lengra komnar.
Parhús og keðjuhús í Kópa-
vigi.
Einbýlishús í byggingu í
Kópavogi.
FASTEIGNASALAB
HÚS&EIGNIR
BANKASTKATI «
Simar 16637 og 18828.