Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLADIÐ
Föstudagur 21. okt. 1966
BILALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
SENDUM
MAGNUSAR
SKtPHOLTI 21 SÍMAR21190
eftir lokun simi 40381 '
Hverfisgötu 103.
Daggjald 300
og 3 kr. ekinn km.
Benzín innifalið.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
bílaleigan
Ingólfsstræti 11.
Sólarhringsgjald kr. 300,00
Kr. 2,50 ekinn kílómeter.
Benzín innifalið í leigugjaldi
Sími 14970
Bifreiáaleigan Vegferð
Sími 23900.
Sólarhringsgjald kr. 300,00.
Kr. 3,00 pr. km.
BILALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Simi 35135.
eíLALEIGA S/A
CONSUIi CORXINA
Sími 10586.
BlLAUEIGA H A R B A R
Sími 1426 — Keflavík.
Lækkað verð.
<
Kr. 2,50
jp á ekinn km.
300 kr. daggjald
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 22022
22-1-75
Malflutningsskrifstofa
JON N. SIGURÐSSON
Simi 14934 ~ Laugavegi 10
B O S C H
Háspennukefli
JKa
6 volt.
12 voit.
• Baltíkaferðin
Kona ein hér í borg hef-
ur beðið Velvakanda fyrir
þessar línur:
' „Eigum við ekki að lofa
Karlakórsmönnum og öðru
Baltíkafólki að vera í friði,
þarigað til það er komið heim
og getur borið hönd fyrir höfuð
sér
Mér blöskrar, hvernig blöðin
smjatta á alls konar gróusög-
um um þessa ferð, áður en
henni er lokið og fólkið komið
heim til að skýra sinn mál-
stað. Hafi fólkið eitthvað verið
að skemmta sér, þá væri það
svo sem ekkert til þess að gera
veður út af, því að allir vita,
að fslendingar vilja vera kátir
og teitir á ferðalögum, ekki sízt
á skemmtiferðalagi á sjó. Eng-
inn skrifar um skemmtanalífið
á ms „Gullfossi".
Nei, staðreyndin er sú, að við
vitum ekkert um þessa ferð,
fyrr en fólkið er komið heim.
Þangað til skulum við lofa því
að vera óáreitt. Meira að segja
prestur í ræðustól leyfir sér að
níða varnarlaust fólkið úr
öruggri fjarlægð, án þess að
hafa fengið áreiðanlegar fregn-
ir um líferni þess á skipinu.
Skyldu þessar leiðindasögur
ekki vera búnar til af öfund-
sjúkum smásálum?"
• Burt með
hyrnurnar!
Húsmóðir í Vesturbæn-
um segir óþarfa fyrir Velvak-
anda að vera að birta fleiri bréf
um mjólkurhyrnurnar. Hægt
sé að afgreiða það mál í eitt
skipti fyrir öll með einni ein-
ustu setningu, sem hljóði svo:
Burt með h.........(svo sem
hún kvað á) hyrnurnar!
Punktur og basta.
• Fæðingarstofnanir
yfirfullar
„Móðir“ skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig langar að koma á fram-
færi málefni, er að mínum
dómi þarfnast lagfæringar. Það
er orðið æ tíðara, að konum
í fæðingarneyð sé neitað um
rúm á fæðingarstofnunum hér
í borg, með því svari að allt
sé yfirfult, sem ég efast ekki
um að sé rétt.
Og í því sambandi langar
mig að segja sögu mína, sem
ég veit, að er ekkert einsdæmi.
Ég hafði, áður en að fæðingu
kom, athugað, hvort hægt væri
að panta rúmpláss á fæðingar-
stofnun, en fékk það svar, að
ekkert þýddi að hringja, fyrr
en að fæðingu væri komið. En
raunin varð sú, að ekkert þýddi
að hringja þá heldur. Mér var
einfaldlega sagt, „að allt væri
yfirfullt". Er ég spurði, hvert
ég ætti að snúa mér,t.var mér
bent á Sólvang í Hafnarfirði
(ef ekki væri þá fullt þar líka),
eða reyna að fá inni hjá ljós-
móður í Reykjavík eða Kópa-
vogi.
Til Hafnarfjarðar var ég
engan veginn fær um að kom-
ast, í Kópavogi var allt yfir-
fullt. Að lokum tókst að fá ljós-
móður hér í borg til að taka
mig heim. Það var ekið með
sírenu i fullum gangi heim til
hennar, og að fimm mínútum
liðnum var barnið fætt. Fæð-
ingin var eðlileg, en hvernig
hefði farið, ef svo hefði ekki
verið, þar eð enginn læknir var
viðstaddur?
Ég er alltaf að lesa í blöð-
unum að kirkjur, skólar og
önnur mannvirki séu að rísa,
og er ég svo sannarlega ekki á
móti því. En hvernig stendur á
því, að ekki er ráðizt í að
byggja nógu stóra fæðingar-
deild, er mætt gæti þörfum
þessarar vaxandi borgar? Heyrt
hef ég, að í Svíþjóð sé hverri
nýrri móður gefin böggull með
ungbarnafatnaði og ríflegur
fæðingastyrkur, í einskonar
þakklætisskyni fyrir nýjan
borgara. Hér er að vísu fæð-
ingastyrkur, er fæst greiddur,
að fráteknum tæpum helmingi,
er rennur til fæðingarstofnar-
innar. En verði konan svo
óheppin að komast ekki inn á
fæðingarstofnun, er hún á
eigin kostnað og greiðir allan
fæðingarstyrkinn, er nemur tæp
um þrjú þúsund krónum, til
ljósmóður, að viðbættum sjo
hundruð krónum til læknis, ef
hann er viðstaddur.
Ég ætla að vona, að réttir
aðilar lesi þetta og sjái, að hér
er brýn þörf á endurbótum, svo
að hver og ein íslenzk kona
geti gengið með barn sitt ótta-
laus um að hún þurfi ef til viil
að taka á móti því sjálf.
Móðir-.
Brœðurnir Ormsson
Lágmula 9- — Sinu 38820.
STUDENTAFELAG REYKJAVIKUR
H E L D U R
Kvöldvöku
í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU síðasta dag sumars —
föstudaginn 21. þ.m. kl. 20.30.
★ VETRARTÍZKAN 1966—67: TÍZKUVERZL-
UNIN GUÐRÚN og HATTABÚÐ SOFFÍU
PÁLMA
Glæsilegustu sýningarstúlkur landsins.
Kynnir: Ragna Ragnars.
★ HÚMOR AÐ HAUSTI: ÓMAR RAGNARSSON.
★ DANSAÐ OG SUNGIÐ FRAM Á VETUR.
KVEÐJUM SUMAR — FÖGNUM VETRI.
ÓRÁÐIÐ HVENÆR SKEMMTU NINNI LÝKUR.
Öllum heimill aðgangur.
Borðpantanir föstudag kl. 16 — 19.
Kvöldverður framreiddur írá kl. 19.
NB. TÍZKUSÝNINGIN HEFST KL. 21.30.
STJÓRNIN.
M — E — T
sokkabuxur
NÝKOMNAR.
VERZLUNIN
CMixim
C/" BR/EÐRflBÍ
t
BR/EÐRflBORGflRSTIG 22
KAUPMENN það eru margar gerðir af hár-
þurrkum á markaðnum, en aðeins ein, sem
er með 3 ára ábyrgð.
Sími: 13076.
er hárþurrkan sem hefur
ýmsa kosti fram yfir
aðrar. Hjálmurinn er
víður svo nóg loft-
streymi fæst. Einnig er
nóg rými til að hreyfa
höfuðið meðan á þurrk-
un stendur.
Með samfeldri
hitastillingu og
slökkvara.
Með eða
án gólf-
statívs.
Auðvelt
að leggja
saman.
ADAX hárþurrkan er með samfelldri hitastillingu og
kraftmiklum blásara.
ADAX hárþurrkan sameinar kosti heimilis og hár-
greiðslustofu hárþurrkunnar.
Kaupmenn, vér getum afgreitt heint til yðar frá Noregi
eða af lager.
Einar Faresfveit & Co hf.
Vesturgötu 2, sími 16995.