Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 30
ov «*« »4 iiu ii» «í»' s £* X U6WUdgul íl. UK.I. l»OD Vafur - KR í úrslit- um á Melavelfinum HINIR fomu erkifjendur, Valur og KK munu enn einu sinni heyja saman úrslitaleik í knatt- spyrnu. Er það úrslitaleikurinn í Bikarkeppni KSÍ, og fer leikur- inn fram á sunnudag kl. 2 á Mela vellinum. Eríitt verður eflaust að spá um úrslitin í þessum leik, og reynd- ar ómögulegt. Valsmenn eru ís- landsmeistarar, og hafa átt ágæta leiki að undanförnu. Er þess skemmst að minnast að þeir unnu Þrótt í síðasta leiknum 5:0. KR-ingar byrjuðu fremur illa knattspyrnuvertíðina, en hafa sótt mjög í sig veðrið í síðustu leikjum. Stóðu þeir sig með mestu prýði gegn frönsku meist- urunum Nantes, og ekki var framistaðan síðri í síðustu tveim ur leikjum liðsins. í þeim fyrri unnu þeir lið Akraness með hvorki meira né minna en 10:0, íþróttahöllin ekki tilhúin til æfingn ÍÞRÓTTAHÖLLIN í Laugardal er enn ekki tilbúin til afnota fyr- ir æfingar og leikfimikennslu skólanna. Verður húsið væntan- lega tekið í notkun í næstu viku og verður það þá tilkynnt nánar, hvenær full starfræksla hefst. og „kandidatana" um íslands- meistaratitilinn, Keflavík, 3;0. — Má því segja að leikmenn liðs- ins hafi sannarlega verið á skot skónum í þessum síðustu leikj- um, en fróðlegt verður að sjá hvernig þeim gengur í viðureign inni við Sigurð Dagsson, hinn snjalla markvörð Vals. Athugasemd VEGNA ummæla í grein á íþróttasíðu Mbl. í fyrradag, vil ég undirritaður taka það fram, að ég hef ekki tekið þátt í neinu golmóti erlendis á vegum Golf- sambands íslands í ár né heldur á fyrra ári. Óttar Yngvason. Blaðið var beðið fyrir þessa athugasemd í fyrradag en af mistökum varð hún eftir í gær. I\lunið flótta- mannahjálp Sameinuðu- þjóðanna Frá fimleikum danska flokksins. Danskur fimleikaflokkur sýnir á íslandi í næstu viku Hefur sýnt fyrir 100 fyjsund áhorfendur i Bandarikjunum DANSKUR fimleikaflokkur frá íþróttalýðskólanum í Ollerup kemur til íslands n.k. þriðju- dag. Flokkurinn er skipaður 14 karlmönnum og stjórnendur hóps ins er skólastjórinn Arne Mort- ensen og leikfimikennarinn Valdimar Hansteen. Fimleika- Kvikmynd sýnir rangstöðumark í GÆR gafst okkur tækifæri að sjá kvikmynd af aðdrag- anda hins umdeilda úrslita- marks á íslandsmótinu í knatt spyrnu. Hafði Ragnar Magn- ússon prentari og knatt- spyrnudómari í Hafnarfirði kvikmyndað kafla í úrslita- ieiknum og fékk filmurnar úr framköllun á miðvikudag. Við fengum Magnús V. Pét ursson dómara í umræddum leik til að sjá filmurnar með okkur. Að „sýningu" lokinni (við ófullkomnar aðstæður) var Magnús á okkar skoðun um að um rangstöðu hafi ver- ið að ræða. í hinum mesta flýti feng- um við Ingimund Magnússon til að reyna að stækka mynd út úr filmunni. Það er erfitt verk og tímaf-ekt nema rétt tæki séu við hendina. Ingi- mundur stækkaði eina mynd kvikmyndarinnar 5-600 sinn- um og færði okkur. Hér birt- ist árangurinn. En í Ijós kom að hann hafði stækkað mynd sem er aðeins of aftarlega á kvikmyndafilmunni. Örin vísar á knöttinn. Reynir (nr. 7 á baki) hefur spyrnt fyrir sekúndubroti, knötturinn er kominn 1-2 m. frá honum. Rétt innan við vítateiginni, tæpann meter, stendur Keflvíkingur kyrr. Fjær en í vítateig ÍBK, er Bergsveinn. Hann er að spyma sér af stað í áttina að marki. En greinilegt er að hann er innar í teignum en Keflvíkingurinn. Og slikt hið sama má sjá á filmunni rétt á undan þegar knötturinn er á fót Reynis í sendingunni, (rétta augnablikið) þó Ingi- mundur hafi ekki hitt á að framkalla þá mynd. En erfitt er um vik, því hver „mynd“ kvikmyndarinnar er 4x8 millimetrar að stærð. En mjótt er á mununum með rangstöðuna, en geta má þess að þó Valsmaðurinn væri jafnlangt inni í teignum og Keflvíkingurinn, er samt um rangstöðu að ræða. Að sjálfsögðu breytir mynd in ekki staðreyndum um úr- slit leiksins og mótsins, en hún sýnir áþreifanlega að það eru mannleg augu og gerðir sem leikinn dæma, og eins hve hlutverk dómara og línu- varða er vandasamt og erfitt. mennirnir hafa undanfarna tvo og liálfan mánuð á sýningarferð um Bandaríkin og verður heim- sóknin til íslands lokaþáttur þessarar ferðar. Hérlendis mun flokkurinn sýna í íþróttahöll- inni í Laugardal. ★ \ Flokkurinn sýnir fyrst á mið vikudag fyrir almenning og hefst sýningin kl. 8.15. Á fimmtudag verður sérstök sýning fyrir skólaæskuna, og hefst hún kl. 5.30. Á föstudag verður fundur íþróttakennara í íþróttahöllinni og mun flokkurinn þá sýna leik fimi og ýmsar vinnuaðferðir varð andi fimleikana. Aðgangseyrir á þessar sýningar er kr. 50 fyrir fullorðna og 25 kr. fyrir börn. í móttökunefnd hins danska fim- léikaflokks verða f.h. fþrótta- kennarafélags íslands Jónína Tryggvadóttir og Árni Njálsson, fyrir íþróttasamband íslands Hermann Guðmundsson, fyrir íþróttabandalag Reykjavíkur Sigurgeir Guðmannsson, fyrir gamla nemendur frá lýðskólan- um að Ollerup Vignir Andrés- son, Stefán Kristjánsson íþrótta- ráðunautur Reykjavíkurborgar og Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi íslands. . ★ A . fundi íþróttafréttamanna með Þorsteini Einarssyni og Jörgen C. Thygesen fulltrúa danska fimleikaflokksins sagði Þorsteinn Einarsson frá fþrótta- lýðskólanum í Ollerup og fórust m.a. orð á þessa leið: ★ „íþróttalýðskólinn í Ollerup í Danmörku var stofnaður af Níels Biikh 1920. Níels Búkh er ekki aðeins þekktur og skóli hans í Danmörku, heldur um allan heim, því að það var venja Níels Búkh að ferðast með ur- valshóp leikfimiflokka, bæði karla og kvenna um allan henn. Líkamsmennt var honum hug- sjón, sem hann vildi kynna öðr- um þjóðum. Hann vildi einnig kynna danska menningu og danska likamsrækt. Eftir að Níels Búkh dó 14)50 hefur for- staða skólans verið í höndum Framhald á bls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.